Þjóðviljinn - 09.08.1972, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 09.08.1972, Qupperneq 3
Miðvikudagur 9. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA & FJÚRfiUNGUR ÞJÚDARINNAR A FERDALACI Frá Laugarvatni. Prettán þús. manns komu að Laugarvatni Fyrirmyndarframkoma þrátt fyrir mikla ölvun, segir lögreglan „Svona eins og vant er” sagði lögreglan um þjóðhátíðina Á einum sólarhring breyttist Laugarvatn úr friðsælu skóla- setri i 13þúsund manna þorp, en talið er að gestir hafi ekki verið færri en það á laugardeginum. Að sögn Tómasar Jónssonar varðstjóra hjá Selfosslögregl- unni var þetta hin mesta fyrir- myndarskemmtun. Tómas sagði að ölvun hefði að visu ver- ið mjög mikil á laugard.kvöld inu, en engin vandræði heföu hlotizt af. Lögreglan þurfti að- eins að taka úr umferð 60 manns vegna ölvunar á laugardags- kvöld og það getur ekki talizt mikið þar sem 13 þúsund manns er saman komið. Þá sagöi Tómas að það hefði verið til mikillar fyrirmyndar aö sjá hvernig unga fólkið myndaði biðraðir við söluop og aðra afgreiðslustaði og þetta gerðist án þess að nokkur skip- aði svo fyrir. Eins hefðu allir Aldrei hefur verið jafn fátt fólk á útiskemmtun þeirra Borgfirðinga um verzlar- mannahelgina og að þessu sinni. Þegar mest var á laugardaginn töldu menn að um 5000 manns væri að Húsafelli. Sjálfsagt hefur óhagstætt veður þar efra setið i áhorfendabrekkunni þeg- ar skemmtiatriði fóru fram, svo sem manntafl þeirra Friðriks og Larsens, sem var eitt vinsæl- asta atriðið á dagskránni. Tóm- as sagðist aldrei fyrr hafa orðið vitni að jafn mikilli kurteisi og prúðmennsku hjá ungu fólki og þarna á skemmtuninni, þrátt fyrir þá miklu ölvun sem var á laugardagskvöldið. ölvun var ekki teljandi annan tima meðan á skemmtuninni stóð en það voru þrir dagar. Engin teljandi slys eða óhöpp uröu meðan á Laugarvatnshá- tiðinni stóð. Smá meiðsli, svo sem hrufl og smáskurðir sem hægt var að gera að á staðnum, en engin slys. Mikið ryk var yfir staðnum vegna umferðarinnar. Veður var gott alla dagana. Fremur kalt á laugardaginn en sólskin, en á sunnudag og mánudag var sól og hiti. valdið þessu. En þar var bæði kuldi og rigningarúði á laugar- daginn og eins var fremur kalt þar efra & sunnudeginum. Að sögn Harðar Jóhannssonar yfirlögregluþjóns, sem stjórn- aði löggæzlu að Húsafelli, fór þar allt friðsamlega fram, mun minna var að gera hjá lögregl- unni nú en undanfarin ár, og olli þvi að sjálfsögðu fólksfæðin. Hörður sagði að engin stór- vægileg óhöpp hefðu átt sér stað. Þó hafði stúlka fótbrotnað og eins var eitthvað um skrám- ur og smá-skurði sem gert var að á staðnum. ölvun var mun minni en undanfarin ár og leit að áfengi i farangri unglinga bar mun minni árangur en á liðnum árum. Sökum þess hve friðsamt var að Húsafelli voru lögreglumenn sem komnir voru þangað uppeftir, sendir að Laugarvatni þar sem mest var um að vera. Hörður sagði að mun meira hefði borið á fjölskyldum að Húsafelli nú en unglingum einum. Þeir hafa hópazt að Laugarvatni að þessu sinni og þvi var mest um að vera þar um helgina. Hópast saman Útiskemmtanirnar i Atlavik og Vaglaskógi fóru að mestu forgörðum sökum mannfæðar, en óhagstætt veður, rigning og rok fældi fólk frá þessum stöð- um. Þó komu nokkur hundruð manns á hvorn staðinn og skemmti fólk sér hið bezta. Þá hópaðist margt fólk saman i Húnaveri eða um 3000 manns, 1000 manns var i Varmahlið i Skagafirði, 700 manns var i Bjarkarlundi og álika margt i Flókalundi. Þá voru Þórs- mörkin og Landmannalaugar vinsælir dvalarstaðir eins og vant er. Mjög margt fólk fór einnig á staði sem ekki eru frægir fyrir samkomur, eins og Herdisarvik, Krýsuvikurleið og viðar. Þá má ekki gleyma Þing- völlum-, þar dvaldi margt fólk um helgina. Og sjálfsagt hefur svo verið um marga aðra staði. Það er ekki hægt að segja annað en að þjóðhátiðin i Eyjum hafi farið fram með svipuðum blæ og undanfarin ár. ölvun var hvorki meiri né minni, og óhöpp eða slys með minna móti, sagði lögreglan i Vestmannaeyjum er við höfðum samband við hana i gærdag. Talið er að milli 6 og 7000 manns hafi verið á þjóðhátið- inni. Um 2000 manns frá landi kom út i Eyjar að þvi að talið er. Mjög gott veður var alla móts- dagana og að sögn lögreglunnar var ölvun hvorki meiri né minni en vant er á þjóðhátið. Ef eitt- hvað hefur verið þá heldur minni en vant er. Lögreglan Vegir landsins voru i góðu ástandi og vel færir nú um verzlunarmannahelgina. Föstu- daginn barst þó tilkynning um það, að Sandá á Kjalvegi, rétt fyrir ofan Gullfoss, væri var- hugaverð smærri bilum vegna þess, að kvisl úr Tungufljóti hafði breytt um farveg og runn- ið i Sandá. Kjalvegur var góður að öðru leyti. Á föstudagskvöld lokaðist vegurinn um Uxahryggi vegna gifurlegs sandbyls við Sandkluftarvatn. Um nóttina rigndiá þessumslóð- um, og veðrið lægði. Þvi var aftur hægt að aka Uxahryggja- leið daginn eftir og var hún greiðfær það sem eftir var helg- arinnar. Laugardaginn 5. ágúst tepptust nokkrar leiðir vegna þurfti ekki að hýsa nema 70 manns og þykir það iitið á þjóð- hátið. Lögreglan segir að það sé segin saga þegar gott veður er, þá sé minna um ólæti og óhöpp en þegar illa viðrar. Lögreglan tók nokkuð mikið magn af vini af unglingum sem komu til Eyja, enda hægara um vik að taka vin af þeim en heimamönnum, sem geta falið sitt vin hingað og þangað. Þá var minna um þjófnaði úr tjöld- um en vant er, en það er önnur saga en sögð var frá Laugar- vatni, þar sem þess konar þjófn- aðir voru hvað mestu vandræðin á mótinu. snjóa og bleytu, en á Norð- Austurlandi hafði snjóað um nóttina. Axarfjarðarheiði varð þungfær og aðeins fær jeppum og stærri bilum. Hellisheiði milli Vopnafjarðar og Jökulsár- hliðar varð ófær. Seinna um laugardaginn bárust svo þær fréttir, að Möðrudalsöræfi væru orðin þungfær. Færðin lagaðist þó er liða tók á kvöldið og var orðin all-sæmileg á sunnudag. Aðrir vegir voru góðir þótt þeir hafi viðast hvar verið mjög harðir og þurrir, einkum sunnanlands og vestan. Á nokkrum stöðum fara fram vegaframkvæmdir, sem eitt- hvað munu hafa hamlað þar, að umferð gengi greiðlega. Aldrei jafn fátt að Húsafelli og nú ASTAND VEGA Stórslysalaus verzlunarmannahelgi — ölvun í meira lagi — 13 þús. manna þorp á Laugarvatni — minni umferð en í fyrra Að vanda gekk mikið á um verzlunarmanna- helgina og hélt hún þvi enn sem áður að vera mesta ferðahelgi ársins. Sem betur fór gekk hún stórslysalaust fyrir sig þótt ekki yrði hjá þvi kom- izt að um minniháttar óhöpp væri að ræða bæði i umferðinni og á mótssvæðunum, þar sem úti- samkomur voru haldnar, en þær voru 6 alls. Talið er að á þessar 6 útisamkomur hafi komið um 30 þúsund manns þegar mest var. Á mjög marga aðra staði hópaðist ferðafólk saman og er ekki óliklegt að meira en fjórðungur þjóðarinnar hafi verið á ferðalagi um helgina. Það er ef til vill athygliverð- við þá kenningu umferðarlög- ast við þessa miklu ferðahelgi hve litið var um umferðarslys, eins óskapleg og umferðin var hvarvetna á vegum landsins. Þetta kemur þó heim og saman reglunnar, að þegar aksturs- skilyrði eru hvað verst, þá eru umferðarslysin fæst. Þegar aft- ur á móti akstursskilyrðin eru bezt eru slysin flest og alvarleg- ust. Sannast sagna var umferð- in þannig bæði i Borgarfirði og einkum fyrir austan fjall, að á stundum var um samfelldar bilalestir að 'ræða. Vegir voru skrælþurrir og rykmökkurinn lá eins og skýjabreiða yfir vegum og sveitum þar sem umferðin var mest. Menn óku með ljósum um hábjartan daginn i sólskin- inu, sem raunar sást ekki fyrir rykmekkinum. Og varúðin var i fyrirrúmi hjá öllum. 3 slys. Vitað er um 3 umferðarslys um helgina. Fyrst varö slys að- fararnótt laugardagsins við Svinavatn i Húnavatnssýslu, er bifreið var ekið útaf veginum og piltur og stúlka sem i bifreiðinni voru meiddust svo flytja varð þau á sjúkrahúsið á Blönduósi. Aðfaranótt laugardags varö árekstur milli fólksbifreiðar og vörubifreiðar i nágrenni Egils- staða. Tveir menn voru fluttir i sjúkraskýlið á Egilsstöðum. Munu þeir báðir hafa sloppið við alvarleg meiðsli. Um hádegi á sunnudag var bifreið ekið útaf veginum á Mosfellsheiði og valt hún með þeim afleiðingum að maður og kona, sem voru i bifreiðinni, meiddust og voru bæði flutt á slysadeild Borgarspitalans. Bifreiðin var ekki búin öryggis- beltum. Karlmaðurinn, sem var ökumaður, mun hafa hlotið höfuðáverka en konan röskun á hálsliðum. Var konan flutt á sjúkrahús. Fleiri slys urðu ekki i umferð- inni en árekstrar urðu nokkur fleiri. Til að mynda varð mjög harður árekstur á hæð á Norð- fjarðarvegi er tvær bifreiðar rákust saman með þeim afleið- ingum að báðar eru óökufærar eftir, en fólkið i þeim meiddist ekki. Ein tegund óhappa er ótalin, enda hljótast sjaldan slys af þeim, en það eru rúðubrot. Rúðubrot hafa margfaldazt eft- ir að hægri umferðin tók gildi á tslandi. Þau eru að verða hreinn ógnvaldur, bæði ökumönnum og tryggingarfyrirtæjum. Ekki er ótrúlegt að rúðubrot i umferð- inni hafa skipt hundruðum um helginga. Undirritaöur sá 8'bila með brotna rúðu frá Hveragerði til Reykjavikur á laugardaginn og var þá ekki mikil umferð. Hvernig hefur þá ástandið verið þegar umferðin var hvað mest á föstudaginn, laugardagskvöldið og á mánudaginn? —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.