Þjóðviljinn - 09.08.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 09.08.1972, Síða 5
Miðvikudagur 9. ágúst 1972 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5. Eitthvað fyrir okkur Islendinga? Vilja draga borgar- ísjaka til Kaliforníu — til að leysa ferskvatnsvandamáliii Los Angeles 31/7. Tveir visindamenn í Los Angeles hafa nú komið á framfæri nýstárlegri til- lögu um hvernig leysa megi vatnsvandamál þorstlátra íbúa sólar- ríkisins Kaliforníu. Þeir vilja draga ísjaka frá Suður-íshafinu til Kali- forníu og bræða þá þar, en það telja þeir mun heppilegri og ódýrari lausn en þá er nú er við- höfð, sem sé að dæla vatni um langa vegu, frá norðurhluta Kaliforníu til suðurhlutans. ,,isjakahugmyndin er engan veginn ný af nálinni", segja þeir, ,,þegar um árið 1950 var tekið að impra á henni af hálfu virtra vísinda- manna". ,,Við höfum fengið styrk til að rann- saka málið gaumgæfi- lega og ætlum að sýna fram á hversu hagkvæm þessi lausn er". Visindamennirnir telja, aö hægt sé að selja vatnið úr borgarisjökunum á 25 dollara, miðað við eins fets dýpt á hverja ekru lands, en verð sama magns úr vatnslögnun- um nemur nú 65 dollurum. Samkvæmt útreikningum þeirra þarf minni orku til að draga vænan isjaka norður til Kaliforniu heldur en að dæla vatninu. Framkvæmdinni verður þannig hagað, að stál- vir er brugðið utan um traust- lega isjaka, þeim skipað i halarófu og öll hersingin siðan dregin á áfangastað með tog- skipi. Til þess að draga úr bráðnun vegna sólar og salts, er ætlunin að pakka isjökun- um inn i einskonar plastpoka, en þar stendur hnifurinn i kúnni- þvi að framkvæmdar- atriði þeirrar aðferðar eru enn óleyst. Að sjálfsögðu mun þó eitthvert vatnsmagn fara til spillis við flutningana,. en samkvæmt útreikningum mun það ekki nema meiru en sem svarar tiu af hundraði. Þegar isjakarnir koma á áfangastað, eftir tiu mánaða siglingu, verða þeir hlutaðir niður. bræddir og vatnið sett i geyma, þar sem þvi verður siðan dælt til kaupenda. Hugmyndin er ef til vill ekki jafn fráleit og hún kann að virðast i fljótu bragði, og vist er um það, að af nógum is er að taka á Suður- heimskautinu. Um 75 af hundraöi fersks vatns á jörðinni er is, og 90 hundraðs- hlutar þess magns eru á Suðurskauti. Jane Fonda: Nixon er mesti manndrápari vcraldarsögunnar. Jane Fonda um Nixon við heimkomuna: „Hundingi, lygari og morðingi” ,,Hanoi-rós!" ,,Rauö- liói", — voru köllin sem blönduöust kveöjum þeim er leikkonan Jane Fonda fékk á flugvellinum við heimkomuna til New York frá Noröur-Vietnam. Ung- frú Fonda hefur haft sig mjög i frammi í róttækri st jórnmá labaráttu í Bandarikjunum síðustu misserin og er einn háværasti andstæöingur styrja Idarstefnu Nixons forseta. Heimsókn hennar til Noröur-Vietnam stóö i tvær vikur, og þann tima notaði hún dyggilega til aö kvikmynda ummerki um glæpsamlegar loftárásir samlanda sinna og auk þess flutti hún ræðu i Hanoiút- varpiö, þar sem hún skoraði á bandaríska flug- menn aö hætta árásunum. Ekki var hún fyrr stigin á fósturjörðina, er tveir þingmenn úr flokki Republikana sökuðu hana um landráð og svik við þjóð sina. Hún svaraði ásökunum á fundi meö blaðamönnum, kvað þær hlálegar og rakalausar; styrjöldin væri engu siður banda- riskur harmleikur en vietnamsk- ur og sem Bandarikjamaður bæri hún ábyrgð á þróun mála. Aðspurð sagði hún aðeins eina hlið vera til á styrjöldinni i Indókina; Bandarikjastjórn væri ein sek um hörmungarnar, og Norður-Vietnamar væru sak- lausir með öllu. Hún kallaði Nixon forseta „hundingja, lygara og morðingja”, og sagði að lok- um: „Að minu viti er Richard Nixon stórfelldasti manndrápari veraldarsögunnar”. Skrifstoíustörf Vegagerð rikisins óskar að ráða karl eða konu til bókhaldsstarfa frá n.k. mánaðamótum eða fyrr eftir samkomu- lagi. Einnig stúlku til starfa við vélabók- hald frá sama tima. Æskilegt er, að um- sækjendur hafi verzlunarskólapróf eða hliðstæða menntun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast skrifstofunni i Borgartúni 1 fyrir 20. þ.m. Vegagerð rikisins Húsbyggjendur — Yerktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. Stálborg h.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480. Einn þeirra fékk guðlega vitrun á tunglinu... Apollofarar uppvísir að gróðabralli Áhöfn bandariska tungl- farsins Apollo 15. á ekki beinlinis upp á pallboröiö hjá yfirmönnum sinum við geimvisindastofnunina um þessar mundir. Tungl- fararnir þrir uröu sem sé uppvisir að fjárplógsstarf- semi, þ.e. aö þeir höföu stimpíuð og frimerkt um- slög meö sér út i himin- geiminn, sem þeir hugðust siöan selja söfnurum fyrir okurfé. Gróöabralliö komst upp, og þeir D.Scott og A. Warden voru reknir úr geimfarastöðinni og settir til vinnu á skrifstofu • stofnunarinnar i refsingar- skyni, en mönnum er komið hafa til tunglsins mun þykja þaö fremur lág- kúrulegt starf. Sá þriðji James Irwing, skaut yfirmönnum sinum aftur á móti ref fyrir rass. I maimánuði siðastliðnum sagði hann starfi sinu lausu og gerðist yfirmaður Baptistasafnaðar. Stofnunin ber heitið „Háflug”, en Irwing segist hafa fengið guðlega vitrun á tunglinu og náð andlegu sam- bandi við drottin allsherjar. Téð vitrum varð til þess, að hann sneri sér að trúmálum, og i viðtali við fréttastofu Baptista kvaðst hann nýlega vona að umslaga- yfirsjónin yrði sér fyrirgefin, bæði af hálfu trúbræðranna og skaparans. PARIS Le Monde skýrir frá þvi, að tvenn samtök vinni nú að þvi, að berjast fyrir framboði Phil- ippe de Gaulle aðmiráls, sonar Charles de Gaulle, til forseta. Er það að sumu leyti ekki undarlegt þar eð de Gaulle sjálfur liktist meira arfakóngi i framferði sinu en þjóðkjörnum forseta — og þvi þá ekki að gera tignina arfgenga? Aðmirállinn hefur til þessa neitað þvi, að hann ætlaði að snúa sér að stjórnmálum. Vilja son de Gaulle í for- setaembætti Ekki er öll sérvizkan eins... Brctar hafa löngum getað státað sig af fleiri og frumlcgri sérvitringum en aðrar þjóöir, og á myndinni sést bústaður eins sllks, — skammt frá Thorpeness. Húsið, sem reist var fyrir nokkrum áratugum, er allt hið undarlegasta og það cr eitt f jölmargra kynlegra bygginga sem getið er um í nýútkominni bók, „Monumental Follies”. Eins og bókarheitið gcfur til kynna, fjallar hún um fáránleg mannvirki i Brctaveldi, en þaö mun vera orðin allvinsæl tómstundaiðja eyjaskeggja að leita uppi því- lik minnismerki um hugdettur forfeðranna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.