Þjóðviljinn - 09.08.1972, Side 9

Þjóðviljinn - 09.08.1972, Side 9
Miðvikudagur 9. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. bá tökum við aftur til við get- raunaspádóminn eftir tveggja mánaða hlé. Þótt maður reyndist ekki mikill spámaður s.l. vetur og vor meöan enska deildarkeppnin stóð sem hæst, þá var þó alltaf eitthvað til að styðjast við og rök styöja spádóminn, þótt sá rökstuðningur reyndist ekki alltaf haldgóður. Óvæntu úr- slitin sáu fyrir þvi. En nú þegar deildarkeppnin byrjar aftur, eftir sumarfri leikmanna og endurskipulagningu flestra liö- anna, þá er hreint ekki neitt til að styðjast við til aö byrja með. Ekki þýðir, eða a.m.k. mjög litið, að fara eftir þvi hvernig liðunum gekk á siðasta keppnis- timabili. Bæði er það að nýjar stjörnur koma fram hjá liðunum og leikmenn eru seldir milli liða og siðast en ekki sizt á sér stað endurskipulagning á liðunum, sem ekki kemur fram fyrr en liöa tekur nokkuð á keppnina. Sterk lið frá i fyrra verða að miðlungsliðum og þau sem þóttu heldur slök i fyrra komast kannski á toppinn i ár. Þannig hefur þetta alltaf verið. En við skulum samt reyna við þennan fyrsta seðil keppnis- timabilsins og sjá hvernig fer. Birmingham — Sheff. Utd 2 Birmingham kom upp úr 2. deild i vor og mætir þarna einu af sterku liðunum frá i fyrra. t þeim æfingaleikjum sem fram hafa farið að undanförnu hefur Sheffield-liðið komið mjög sterkt út rétt eins og i byrjun keppnistimabilsins i fyrra svo að við látum slag standa og spáum þvi sigri þótt á útivelli sé. Chelsea — Leeds 2 Aftur spáum við útisigri enda segja fróðir menn að Leeds-liðið hafi aldrei verið jafn vel undir- búið fyrir deildarkeppnina og nú og er þá mikið sagt um þetta frábæra lið. Leicester — Arsenal 2 Og enn spáum við útisigri. Það er erfitt að rökstyðja þessa spá nokkuð að marki, en þó má segja að Arsenal sé alltaf Arsenal og það hefur ekkert það gerzt, sem bendir til að það GETRAUNA- verði ekki áfram með eitt af beztu liðum deildarinnar eins og undanfarin ár. Liverpool — Man. City X Þarna mætast tvö af topplið- unum. Þessi tvö lið hafa alltaf undanfarin ár verið á eða viö toppinn. Á þvi verður sjálfsagt engin breyting nú og þótt Liverpool sé illvinnandi á heimavelli ætla ég að spá jafn- tefli i þessum leik. Man. Utd. — Ipswich 1 Loks kemur heimasigur og ég hygg að flestir séu þessari spá sammála. Manchester Utd. byrjaði keppnistimabilið i fyrra fádæma vel en svo eyðilagði mórallinn i liðinu allt gengi liðs- ins er á leiö. Ótrúlegt er að slikt endurtaki sig og þá verður Man.Utd. eitt af sterkustu liðum deildarinnar. Ncwcastle — Wolves X Hér er erftitt að spá um úrslit. Það má segja að heimasigur komi allt eins til greina, en ætli við látum ekki exið standa þrátt fyrir það. Norwich — Everton 1 Norwich kom uppúr 2. deild i fyrra og var þá með eitt af beztu liðunum i Englandi. Oft byrja liðin sem koma uppi 1. deild afar vel og ég spái þvi að svo verði með Norwich og þess vegna spái ég þvi sigri á heima- velli. Southampton — Derby 2 Viö hljótum að spá Englands- meisturunum sigri i fyrsta leiknum, þótt titillinn sé enginn trygging fyrir gengi liðsins i vetur. Stoke — C.Palace 1 Stoke stendur alltaf fyrir sinu og ekki sizt á heimavelli og þvi spáum við þvi hiklaust sigri i fyrsta leiknum. Tottenham — Coventry 1 Einhver óánægja kom upp i sumar hjá leikmönnum Totten- ham, en eftir gengi þeirra i æfingaleikjunum að dæma að undanförnu, virðist hún hafa hjaönað. Það ætti þvi að vera óhætt að spá „dýrasta” liði Englands sigri á heimavelli gegn Coventry. WBA — West Ham X Hér getur allt gerzt. En þótt maður áliti West Ham sterkara lið, þá ætti heimavöllurinn að duga WBA til jafnteflis að minnsta kosti. Iluddersfieid — Blackpool 1 Hér erum við komin i 2. deild og það er liðið sem féll niður i fyrra, sem á þarna heimaleik og við spáum þvi hiklaust sigri. Hér er sem sé spáin fyrir fyrsta seðilinn og við skulum vona að þótt hún sé ekki byggð á sterkum rökum, þá standist hún ekki verr en þegar maður þykist hafa hvaö bezt rök fyrir sinu máli. S.dór r 18 ára Islands- meistari í golfi Eftir 10 ára hlé, varð Reykvíkingur íslands- meistari i golfi er hinn 18 ára gamli kylfingur Loftur Ólafsson varð íslandsmeistari eftir mikla keppni við Akureyringinn Björgvin Þorsteinsson, sem er aðeins 19 ára gamall. Einvigi þessara ungu manna er eitt hið tvisýnasta sem nokkru sinni hefur verið háð um íslandsmeistaratitilinn i golfi. Hinir 200 áhorfendur, sem fylgdu þeim eftir siðasta hringinn, þar sem þeir skiptust á um að leiða i keppninni, áttu vart orð til að lýsa þeirri spennu sem rikti þessar 18 siðustu holur keppninnar. Á endasprettinum reyndist svo Loftur sterkari og sigraði með glæsi- brag og kom sieur hans i mótinu nokkuð á óvart. frá i fyrra 'hafði 228 og það var Eyrir siðustu umferðina (18 holur) var staðan þannig að Loftur hafði 224 högg, en Björgvin Þorsteinsson, Islandsmeistarinn ljóst fyrir þennan siðasta hring að keppnin myndi standa milli þessara tveggja ungu manna. Eftir aðeins 5 holur hafði Björg- vin náð Lofti og eftir 6 hoiur var Björgvin kominn 4 höggum ytir Loft. Gekk svo á ýmsu næstu holurnar en þegar 5 holur voru eftir var Loftur aftur búinn að ná Björgvin. Þegar svo aðeins voru eftir tvær holur voru þeir renn jafnir. A 17. holu náði Loftur mjög góðu höggi og sló boltann alveg innað stöng á grininu og fór þessa holu á 3 höggum en Björgvin á 4. Þar með var Loftur kominn eitt högg yfir. Það var þvi ljóst að siöasta holan myndi skera úr um hvor þeirra yrði Islandsmeistari. Báðir slógu illa að 18. holunni. Loftur hitti ekki grínið og Björg- vin sló langt til hliðar við það. En svo fór, að Loftur fór 18. holuna á 4 höggum, en Björgvin fór hana á 5 höggum. Þar með hafði Loftur Ólafsson unnið keppnina mef samtals 302 höggum en Björgvin fór á 304 höggum. Sigur Lofts kom nokkuð á óvart. Búizt var við að einhver hinna sterku kylfinga úr GR svo Lokastaðan í Englandi 1. deild: Derby 42 24 10 8 69-33 58 Leeds 42 24 9 9 73-31 57 Liverp. 42 24 9 9 64-30 57 Man.City 42 23 11 8 77-45 57 Arsenal 42 22 8 12 58-40 52 Spurs 42 19 13 10 53-42 51 Chelsea 42 18 12 12 58-49 48 Man. Utd. 42 19 10 13 69-61 48 Wolves 42 18 11 12 65-67 47 Sheff.Utd. 42 17 12 13 61-50 46 Newcastle 42 15 11 16 49-52 41 Leichester 42 13 13 16 41-46 39 Ipswich 42 11 16 15 39-53 38 West. Ham 42 14 14 18 47-51 36 Everton 42 9 18 15 37-48 36 W.B.A. 42 12 11 19 42-54 35 Coventry 42 9 15 18 44-67 33 Southampt. 42 12 7 23 52-80 31 C. Palace 42 8 13 21 39-65 29 Nottm. For. 42 8 9 25 47-81 25 Huddersf. 42 6 13 23 27-59 25 Notth. F. og Hudderf. falla niður i II. deild. Birmingh. 42 19 18 5 60-31 56 Millwall 42 19 17 6 64-46 55 Q.P.R. 42 20 14 8 57- 28 54 Sunderl. 42 17 16 9 67-57 50 Blackp. 42 20 7 15 70-50 47 Burnley 42 20 6 16 70-55 46 Bristol C. 42 18 10 14 61-49 46 Middl.bro 42 19 8 15 50-48 46 Carlisle 42 17 9 16 ,61-57 43 Swirdon 42 15 12 15' 47-47 42 Hull 42 14 10 18 49-53 38 Luton 42 10 18 14 43-48 38 Sheff.Wed. 42 13 12 17 51-58 38 Oxford 42 12 14 16 43-55 38 Portsm. 42 12 13 17 59-68 37 Orient 42 14 9 15 50-61 37 Preston 42 12 12 18 52-58 36 Cardiff 42 10 14 18 56-69 34 Fulham 42 12 10 20 45-68 34 Charlton 42 12 9 21 55-77 33 Watford 42 5 9 28 24-75 19 Aston V. 46 32 6 8 85-32 70 Brighton 46 27 11 8 82-47 65 sem Einar Guðnason eða Óttar Ingvason ynnu keppnina, þar sem keppt var á þeirra heima- velli. En Loftur lét engan bilbug á sér finna og lék allan timann af öryggi og það gerði Akureyring- urinn Björgvin Þorsteinsson líka og sannaði að sigur hans á mótinu i fyrra var engin tilviljun, þótt hann léki þá á heimavelli. Röð 10 efstu manna í mfl. varð þessi: Islm. Loftur Ólafsson NK 302 högg 2. Björgvin Þorsteinsson GA 304 3. Óskar Sæmundsson GR 318 4. Jóhann Benediktsson GS 319 5. Óttar Ingvason GR 320 6. Jóhann Ó Guömundsson GR 320 7. Gunnlaugur Ragnarsson GR 321 8. Jóhann Eyjólfsson GR 321 9. Thomas Holban NK 323 10. Einar Guönason GR 327 högg. Norwich og Birmingham flytjast upp i I. deild. Charlton og Watford falla niður i III. deild. II. deild: Aston V. og Brighton Norwich 42 21 15 6 60-36 57 flytjast upp i II. deild. 1. flokkur. 40 keppendur. 1. Ómar Kristjánsson GR 330 2. Pétur Auöunsson GR 350 3. Jónatan Ólafsson NK 350 4. Kári Elíasson GR 351 5. Gisli Sigurðsson GK 351 2. fl. 32 keppcndur 1. Sigurjón Hallbjörnsson GR 372 högg. (Þess má geta að Sigurjón er 56 ára gamall og hefur tekið þátt i 26 Islandsmótum i golfi. Mun enginn hafa tekið þátt i fleiri Islandsmótum en hann i nokkurri iþróttagrein.) 2. Henning A. Bjarnason GK 376 3. Bergur Guðnason GR (og Val) 378 3. fl. 20 kcppendur 1. Jón Carlsson GR 383 2. Samúel Jónsson GK 386 högg 3. Sigurður Þ. Guðmundsson NK 389 Loftur Ólafsson tslandsmeistari Breiðablik—ÍA í kvöld 1 kvöld heldur 1. deildarkeppnin áfram eftir langt hlé og er þá settur á einn leikur. (Niðurröðunin frábæra hjá mótanefnd KSt lætur ekki að sér hæða og kemur það þó enn betur i ljós um næstu helgi.) Leikurinn i kvöld er á milli Breiöabliks og Skagamanna og fer fram á Melavellinum, heima- velli Kópavogsliðsins. Jafnvel þótt Skagamenn séu nú á toppnum og aö þeim sé spáð sigri i deildinni i ár, þá verður þetta þeim erfiöur leikur. I fyrsta lagi eru Skagamenn alltaf veikari á mölinni en á grasinu, alveg þver- öfugt við Blikana, sem aldrei njóta sin betur en á Melavell- inum. Það er þvi vist að þetta verður jafn og skemmtilegur leikur, eins og hver einasti leikur héðan af i deildinni, þvi að hvert stig er orðiö dýrmætt i baráttunni um sigur eða fall. Leikurinn i kvöld hefst kl. 20. g dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.