Þjóðviljinn - 09.08.1972, Side 12

Þjóðviljinn - 09.08.1972, Side 12
' ^ 'JJJULLhJiÁ Miövikudagur 9. ágúst 1972 Kvöldvarzla lyfjabúöa vikuna 29. júli til 4. ágúst er i Lyfja- búðinni Iðunni og Garðs Apóteki. Næturvarzla er i Stór- holti 1. Almennar uppiýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavfkur, simi 18888. NIXON MAGNAR ENN STYRJÖLDINA: MESTU LOFTÁRÁSIR SÍÐUSTU MÁNAÐA SAIGON 8/8. Bandarikjastjórn hefur nú enn magnað hernaðinn í Indókina, með þvi að láta B-52 risasprengjuþotur hefja heiftarlegar loftárásir á Norður Vietnam, hinar umfangsmestu sem gerðar liala verið á siðustu tveimur mánuðum. l$-52 rÍKaspreiigjuþolur etnain. Með árásunum i ; glæpaeðli silt i verki. rpa farmi sinum á stiflugarða i Norður-Vi- r liefur Nixon-stjórnin rétt cinu sinni sýnt Talsmaður bandarísku herstjórnarinnar i Saigon skýrði frá þvi í dag, að spreng juþoturnar, sem fljúga frá bækistöðvum í Thailandi og á eynni Gu- am, hefðu varpað mörg hundruð lestum sprengja á nágrenni hafnarborgarinn- ar Dong Hoi, en hún er skammt norðan hlutlausa beltisins, sem skilur Víet- nam í tvö riki. Þá vörpuðu bandariskar þotur ógrynni Vilja banna Rhódesíumönn- um þátttöku I50NN 8/8. Vestur-þýzka stjórn- in helur enn á ný beint þeim til- mælum til alþjóðlegu Ólympiu- nefndarinnar, að hún útiloki Rhodesiu Irá leikunum i MUnehen. af sprengjum á svæðið vestan Hue, þar sem talið er að fjölmennar sveitir Þjóðfrelsisherjanna haldi sig, sem og á skriðdreka- herdeild, sem sögð var á leið til fylkishöfuðborgar- innar Quang Tri. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. IRLAND: 500 FALLNIR BELFAST 8/8. Tala fallinna i átökunum á Noröur-trlandi sté upp i fimm hundruð i gærkveldi, er fertugur heimavarnarliðs- maður tættist sundur i kúlnaregni leyniskyttu, skammt frá landa- mærum Irska lýðveldisins. Hinn myrti, Creighton að nafni, var riðilsstjóri i deiid heimavarnar- liðsins i borginni Newton og var nýkominn úr eftirlitsferð er at- burðurinn varð. Lögreglan telur tilræðismanninn hafa staðið bak við runnaþykkni og skotið af fimmtán metra færi. Fjórum mönnum öðrum var banað i gær á Norður-trlandi. Tveir brezkir hermenn týndu lifi er bifreið þeirra ók á jarð- sprengju og sautján ára piltur fannst skotinn til bana i einu kaþólsku hverfanna i Belfast. Sá fjórði, brezkur hermaður, beið bana er unglingar köstuðu múr- steini inn um framrúðu bifreiðar hans, með þeim afleiðingum að hann missti vald á henni. Enn djarfar ekki fyrir lausn hafnarverkfallsins Matvælabirgðir senn á þrotum Brezka stjórnin á milli steins og sleggju LONDON 8/8. Hafnarverkamenn í Lond- on féllust í dag á að skipa upp fimmtán nashyrn- ingum, upprunnum úr Austur Afriku. Undanþágan var einungis veitt sakir góðvildar i garð dýranna, en ekki atvinnu- veitenda, því að verkfallið heldurenn áfram, og lausn þess virðist ekki á næsta leiti. Enn sem komiö er hafa ibúar Bretlandseyja nóg að býta og brenna, en fulltrúar land- búnaðarráðuneytisins létu þó á hyggjur i ljós i gær vegna þverr- andi matvælabirgöa og kváðu fjöldasiátrun búfjár standa fyrir dyrum, ef ekki rættist úr ástand- inu á næstunni. Brezka stjórnin er nú milli steins og sleggju, hvað verkfallið varðar. Ef hún lætur dragast úr hömlu að beita lögunum um neyðarástand, kann svo að fara að alvarlegur matvælaskortur verði i Bretlandi; en ef hún á hinn boginn lætur herflokka skipa upp vörum, eykur hún enn á gremju hafnarverkamanna og torveldar þar með að samningar takist i vinnudeilunni. Fulltrúar deiluað- ila halda viðræðum sinum áfram og i dag skoraði nefnd þeirra á flutningafyrirtækin að ráða fleiri menn til starfa, en tækniþróun flutningaiðnaðarins hefur leitt til viðtækra uppsagna og vaxandi atvinnuleysis verkamanna. Við- brögð eigenda flutningalyrirtækj- anna hafa þó verið neikvæð fram til þessa. Matvadaskorts er nú farið að g;rta á Hjaltlandseyjum, en eyjarskeggjar, sem eru um 17 þúsund talsins,' fá flestar lifs- nauðsynjar sinar frá meginland- inu. Fylkisstjóri eyjanna, Ian C’lark, skýrði frá þvi i gærkveldi, að aðeins væru til eins sólar- hrings birgðir af grænmeti og nauta- og svinakjöti og að aörar tegundir matvæla myndu ganga til þurrðar á næstu dögum. Svip- aða sögu er að segja frá Orkn- eyjum og Suðureyjum, en þar búa um 20 þúsundir manns. Bent Larsen í Ekstrabladet LOKSINS HINN RÉTTISPASSKÍ Danski stórmeistarinn Bent Larsen skrifar um heimsmeist- arakeppnina fyrir EKSTRA BLADET i Danmörku. Hann segir m.a. um 11. skákina: 11. skákin er eins og krafta- verk. Spasski, sem hefur leikið furðu óöruggt i siðustu skákum, vaknaði eins og af dvala og sýndi afburða tafimennsku. . . . Fischer hefði eiginlega átt að gefast upp i 24. leik, en lék sjö leiki til viðbótar, enda þótt hann fengi aðeins mann fyrir drottn- ingu. Þegar hann um siðir gafst upp, gerðist það á þann hátt að hann skrifaði „resigns” á skák- blaðið meðan Spasski var ekki á sviðinu. bvi næst rauk hann út, var ekkert að hafa fyrir þvi að biða og taka i höndina á and- stæðingnum, hvað þá klappa eins og Spasski gerði eftir eina vinningsskákFischers. Það eru m.a. slikir hlutir sem hafa gert það að verkum að dregið hefur úr hylli Fischers er hann naut á tslandi áöur en einvigið byrjaði. Þvi er haldið fram með vissu að Henry Kissinger hafi beðið Fischer að haga sér eins og herramanni sæmir. tslendingar hafa i hyggju að segja bráðlega upp Keflavikursamningnum, og einvigið er svo mikill atburður hér, að svo getur farið aö það hafi áhrif á endanlega afstöðu i þessu erfiða pólitiska máli. Þegar einn af lögfræðingum Fischers hegðar sér illa, eða ef Fischer gleymir aö gefast upp á verðugan hátt fær það enn nokkra íslendinga til að hugsa „Yankee go home”. Kissinger þyrfti að hringja enn einu sinni enn til Bobby. Heimsmeistarinn er næs,tum of róiegur. Ég spurði að þvi á hó- telinu hvernig Spasski hefði litið út þegar hann kom til baka. — Spasski leit út eins og venju- lega, þaö sjást aldrei nein svip- brigði á honum, sagði stúlkan i móttökunni. Siðan lýsir Larsen skákinni lið fyrir liö og segir siðan i lokin: ,, . . . Skyndilega er einvigið afturorðiö spennandi. Ég sé eft- ir þvi að hafa lýst þvi yfir fyrir þremur dögum að Spasski ætti enga möguleika lengur. En hvernig stendur á þvi að hann teflir svo veikt i hverri skákinni á fætur annarri, og sýnir svo skyndilega afburða tafl- mennsku á þeirri stundu þegar allt virðist vonlaust?.....” Verkalýðsfélög vestanhafs: E/ styður McGovern Framboð Shrivers talið styrkja flokkinn WASHINGTON 8/8. Ef aö likiim lætur niun yfirgnæfandi ineiriiiluti niiðstjórnar Dcmó- kra taflokksins bandariska samþykkja útiiefningu Sarg- enl Slirivers seni varaforseta- efnis á fundi siiuim i Wasliing- ton i kvöld. George McGovern fram- bjóðandi flokksins til forseta- embættis, tilnefndi Shriver sem varaforsetaefni sitt að- Sargent Slirivcr, hinn nýi fylgifiskur McGoverns i kosn- iiigabaráttunni, nýtur fylgis i- lialdssaniari arms Demó- krataflokksins og er seni slík- ur taliiin styrkja framboö McGoverns. faranótt sunnudags, eftir að ýmsir helztu forkólfar demó- krata, þ.á.m. Edmund Muskie, höfðu hafnað tilboði hans um útnefningu. Shriver nýtur viðtæks stuðn- ings meðal ihaldssamari flokksmanna og má telja vist að McGovern sé styrkur að framboði hans, auk þess sem Shriver ,,á góða að” i fjár- málaheiminum, sem munu ef- laust láta eitthvað af hendi rakna til kosningabaráttunn- ar, en fjárskortur hefur til þessa staðið McGovern all- mjög fyrir þrifum. Bandariska Alþýðusam- bandið (AF’L/CIO) styðurekki opinberlega frambjóðanda demókrata, eins og annars hefur verið venja. Mikill meirihluti verkalýðs- félaga styður þó McGovern, og eru meðlimir þeirra rösk- lega sex miljónir talsins. Þau verkalýðsfélög er styðja Nix- on telja aðeins um tvær og hálfa miljón félagsmanna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.