Þjóðviljinn - 11.08.1972, Síða 1

Þjóðviljinn - 11.08.1972, Síða 1
múDviuim a Alþýóubankinn hf ykkar hagur («oí) ÞAÐ B0RGAR SIG Föstudagur 11. ágúst 1972 — 37. árgangur —177. tölublað okkar metnaöur AÐ VERZLA í KR0N Björguðu tveim mönnum frá drukknun í Jökulfjörðum Það bar til tiðinda vest- urá Hesteyri í Jökulfjörð- um s.l. iaugardag, að tveim gömlum mönnum Skákin-sjá baksíðu varbjargað frá drukknun, næstum fyrir hreina til- viljun. Það var fréttarit- ari Þjóðviljans á isafirði, Gisli Hjartarson ásamt tveim félögum sínum, Pétri Péturssyni og Har- aldi Aspelund, sem bjarg- aði mönnunum tveim. Þannig var að þeir Gisli Hjartarson, Pétur Pétursson og 15 ára gamall piltur, Haraid Aspelund, allir frá Isafirði, dvöldust yfir verzlunarmanna- helgina á Hesteyri i Jökulfjörð- um. Svo var það um kl. 11 f.h. á laugardaginn að þeir Gisli og Harald voru að borða miðdegis- verðinn en Pétur var með kiki sinn og horfði til hafs. Þá sér hann allt i einu að bátur kemur inná fjöröinn, og er hann hafði veriðstöðvaóur, er léttbáti skot- ið fram og tveir menn fara um borð og ætluðu greinilega að róa til lands. En þeir höfðu ekki róið nema fáein áratog þegar bátn- um hvolfdi og mennirnir lentu báðir i sjónum. Veður var fremur hvasst og mikill straumur út fjörðinn, enda útfall. Mennirnir náðu að halda sér i bátinn, sem maraði i kafi, en þá bar afar hratt út fjörðinn. Þeir Pétur Pétursson og Har- ald Aspelund brugðu þegar við og fóru á báti Péturs, mönnun- um til bjargar og náði Harald mönnunum innbyröis, meðan Pétur hélt bátnum uppf vind og straum. Verður að telja það mjög vel af sér vikið af 15 ára pilti að ná mönnunum blautum og þrekuðum uppi bátinn. Þeir, sem lentu i sjónum, voru Bjarni Guðmundsson úr Hafn- arfirði, 72ja ára, og Magnús Ragnarsson frá Bolungarvik, 50 ára. Magnús var orðinn mjög þrekaður þegar að var komið, svo ekki mátti tæpara standa^en gamli maðurinn var furðu hress. Meðan Pétur og Harald fóru út til mannanna náði Gisli i annan bát og fór til hjálpar: þá hafði mönnunum verið náð uppi bát Péturs. Ástæðan fyrir för þeirra Bjarna og Magnúsar að Hest- eyri var sú að Bjarni ætlaði að hlúa að leiðum ástvina sinna, sem jarðaðir eru i kirkjugarði á Beirut 10/8 Korseti Sýrlands A.Assab, bar i dag til baka kvik- sögur um að stjórn sin hyggðist l'ylgja fordæmi Egypta og visa sovézkum ráðgjöfum og sérfræð- ingum úr landi. t viðtali við dag- blaðið A1 Anway i Libanon, sagði Assab, að starf sovézku sérfræð- inganna i Sýrlandi væri þjóðinni til mikilla hagsbóta, og Sýrlend- Hesteyri. Farið var með mennina heim i hús Péturs og hlúð að þeim eft- ir föngum. Eftir smá stund höfðu þeir náð sér vel. Kullvist má telja, að ef þeir Pétur, Harald og Gisli hefðu ekki verið þarna staddir, hefðu mennirnir báðir drukknað. — G.lij./S.dór. ingar og Sovétmenn væru ráðnir i að halda áfram samstarfi og vin- áttu eins og á væri kveðið um i sáttmálum rikjanna. Talið er að um það bil þrjú þús- und sovézkir borgarar séu i Sýr- landi og flestir vinna þeir að endurbótum á loftvarnakerfi landsins. Sýrland: Sovétmenn fara hvergi Af hinni nýju öreigastétt: 500 kr. í tekjuskatt! Sú áskorun Þjóðviljans, sem borin var fram í blað- inu í gær, að fólk gluggaði í skattskrána og léti okkur vita um einkennilegar skattaálögur hefur borið þann árangur, að fjöl- margir hafa hringt hingað og gef ið okkur ýmis konar upplýsingar. Eitt þeirra dæma sem okkur barst um framtalssnilli lands- manna, var úrKópavogi. Að Þingholtsbraut 61 þar i bæ býr maður að nafni Þórólfur Jónsson byggingarmeistari. Lýsing á hibýlum hans þarf ekki að fylgja með i textanum, þvi myndin hér með skýrir þar meira en orð, þó svo að bilakost- inn vanti á myndina, en báts- hornið hans bætir það nokkuð upp. Tekjur mannsins hafa verið nokkuð rýrar siðasta ár, eða rúmlega 300 þúsund samkvæmt skattskránni. Þar segir enn- fremur að útsvar hans sé 30.200 krónur og tekjuskattur til rikis- ins 530 krónur. Hins vegar er eignaskattur hans tæpar 14 þús- und krónur, svo nokkuð er langt t þessu húsi býr einn af hinni nýju öreigastétt landins, og eins og sjá má eru kjörin kröpp. Efst i horni myndarinnar til vinstri er bátkrili sem væntanlega er notaö til að draga björg i bú og koma i veg fyrir hungursneyö. frá þvi að tekizt hafi að mynda allar eignirnar. 1 blaðinu á morgun verður greint frá 3 öðrum úr hinni nýju öreigastétt landsins, en þeir eiga þaö allir sameiginlegt að vera fasteignasalar, og búa auk þess allir i Kópavogi. Einn þessara þriggja öreiga er auk þess bæjarstjórnarmað- ur i Kópavogi. —úþ. Aage Steinsson, rafveitustjóri á Vestfjörðum: ALMENN ÁNÆGJA MEÐ ÁKVÖRÐUN UM FRAMKVÆMDIR I MJÓLKÁ Morgunblaðið, bæði það litla og það stóra, reyna í gær að þyrla upp mold- viðri vegna ákvörðunar rikisstjórnarinnar um Mjólkárvirkjun í Arnar- firði, og ákvörðun raf- orkumálaráðherra um að þegar skuli hafizt handa um viðbótarvirkjun þar. Reyna blöðin að láta í það skína að hér sé bæði um lögleysisframkvæmd að ræða, og að hún sé tek- in af raforkumálaráð- herra án samráðs við einn eða annan. Þegar Alþingi fjallaði um framkvæmdaáætlun rikisins fyrir yfirstandandi ár, var sam- þykkt mótatkvæðalaust að veita 11 miljónum króna til mann- virkjagerðar við Mjólkárvirkj- un, og er þvi ákvörðun rikis- stjórnarinnar og siðan ráðherra aðeins beint framhald af á- kvörðun Alþingis. Þegar framkvæmdaáætlun rikisins var til umræðu i þinginu var ekki minnzteinu orði á að ekki væri allt með felldu um Mjólkárvirkjunarframkvæmd- ir, hvorki af ritstjóra Morgun- blaðsins, sem þá fékk að sitja á þingfundi, né heldur af þing- mönnum Vestfjarða. Þessi árás á orkumálaráð- herra nú er þvi aðeins framhald þeirrar stefnu sem stjórnarand- staðan markaði með árásum sinum á ráðherrann vegna raf- orkumála Norðurlands, þar sem reynt hefur verið að sverta ráð- herrann og koma af staö sundr- ungu um mál sem meginþorri i búa Norðurlands er ánægður með, en aöeins örfámenn klika reynir aö sporna i móti vegna eigin hagsmuna og bæjarlækja- sjónarmiða ihaldsaflanna. Svo er komið raforkumálum Vestfjarða, að óhjákvæmilegt er að auka raforkuframleiðslu þar, og hefur af þeim sökum verið ákveðið að auka raforku- framleiðslu þar, og er sú á- kvörðun i beinu samhengi við á- kvörðun Alþingis frá afgreiðslu framkvæmdaáætlunar, þar sem ákveðið er að veita 11 miljónum króna til mannvirkjagerðar. Þvi er þessi ákvörðun nú aðeins framkvæmd samþykktar Al- þingis. I lögum frá 1954 er ákveðin heimild fyrir þvi hversu stór virkjun við Mjólká skuli vera, en það fé sem i ár á að verja til aukmngarvirkjunarinnar gefur tilefni til nokkuð stærri virkjun- ar en lagaheimild er til fyrir,og þvi vár nauðsynlegt að gefa út bráðabirgðalögin, þar sem Al- þingi kom ekki auga á þetta við Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.