Þjóðviljinn - 11.08.1972, Side 6
6. StÐA — ÞJÓÐVILJINN] Föstudagur 11. ágúst 1972
Föstudagur 11. ágúst 1972| ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7.
Timabil viðreisnarstjórnarinnar
Þegar hér er komið sögu er
starfsmannafjöldi fyrirtækisins
vaxinn upp i 180 og stöðin orðin
ein af fimm stærstu launagreið-
endumá Akureyri, er þvi skiljan-
legt að bæjarbúum hafi þótt
nokkur vá fyrir dyrum. Það er þvi
snemma árs 1970 að viðreisnar-
stjórnin ákveður að láta fyrir-
lækið lifa. Látin er i veðri vaka
fjárhagsleg endurskipulagning
með verulegri aukningu hluta-
fjár, sem þó var einkum fólgin i
þvi að kröfum og ábyrgðum á fél-
agið var breytt i hlutafé.
Þannig verður hlutaféð 32 milj.
kr. , þar af á Akureyrarbær 15
m.kr. og Rikissjóður lO m.kr. Um
leiö er nafnverð gömlu hlutabréf-
anna sexfaldað.
011 breytingin beinist að þvi að
lappa upp á vonlausa fjárhags-
stöðu þess svona til að koma i veg
fyrir að það færi yfirum, þvi að
kosningar voru i aðsigi, en engar
tilraunir voru gerðar til að finna
leið út úr margra ára rekstrar-
tapi. 011 sú fjárhagslega endur-
skipulagning, sem rætt hefur
verið svo mikið um,var hvorki
fugl né fiskur. Það sem gert var
dugði ekki einu sinni til að hreinsa
út allar lausaskuldir fyrirtækis-
ins, sem safnazt höfðu fyrir,hvað
þá að útvega nýtt reiðufé, sem
hefði getað orðið grundvöllur al-
varlegra umbreytinga og nýrrar
heilbrigðar starfsemi.
En við hlutafjárbreytinguna
var gerö önnur gervibreyting.
Fyrirtækið fékk nýja stjórn.
Skapta Askelssyni var launuð
fyrirhyggjusöm uppbygging með
stjórnarformannsstöðunni, auk
þess sem hann var á fullum
launum sem forstjóri áfram, þótt
aðkomumaöur tæki að fullu við
forstjórastarfinu. Af hálfu Akur-
eyrarbæjar voru skipaðir i stjórn
hlutafélagsins þeir Bjarni
Einarsson bæjarstjóri og Jón G.
Sólnes bankaútibússtjóri, en
seinna tók sæti hans Lárus Jóns-
son alþingismaður. Aðrir i stjórn-
inni voru Bjarni Jóhannesson frá
KEA OG Hörður Sigurgestsson
frá fjármálaráðherra.
Skipun þessarar stjórnar er að
þvi leyti athyglisverð, að hún
gefur visbendingu um það
hvernig opinberir aðilar litu á
málið. Það varð að bjarga sér út
FOTUM KOMIÐ UNDIR FYRIRTÆKIÐ
Snemma árs 1970 ákveður viðreisnarstjórnin
að láta fyrirtækið lifa.
Hin fjárhagslega endurskipulagning var þó
hvorki fugl né fiskur og visaði ekki veginn út úr
margra ára rekstrartapi.
Skipun nýrrar stjórnar var örvæntingarfull til-
raun opinberra aðilja á sinum tima til að
bjarga sér út úr pólitiskum vanda, án þess að
óhreinka skjöld einkaframtaksins.
Vinstri stjórnin ákveður að endurreisa Slipp-
stöðina haustið 1971 og ný stjórn er skipuð
Liikur eru til að auka megi afköstin verulega
og bæta nýtingarstig stöðvarinnar og siðustu
rekstrartölur benda til litils rekstrarhalla.
Til Slippstöðvarinnar hefur s.l. 2 ár verið varið
um 80 milj. kr. og almenningur á kröfu á að
vita liver von sé til þess að slikar fjárveitingar
komi að gagni.
Verkstæöisbyggingar Slippstöövarinnar.
Um
Slippstöðina
á
»
Akureyri
úr pólitiskum vanda án þess þó að
óhreinka skjöld cinkaframtaks-
ins.Slippstöðin, svipað og Álafoss
áður, braut stórt skarð i þá trúar-
kreddu viðreisnarstjórnarinnar,
aðeinkaaðilareinir væru útvaldir
til að sjá um efnahagsiifiö.
Þær fálmkenndu aðgerðir, sem
lýst var að ofan, bera meö sér þau
merki að það opinbera fé, sem
Slippstöðin h/f fékk til umráða
hafi i reynd átt að virka sem opin-
ber aðstoð við einkafyrirtæki,
sem kippa ætti til baka, þegar
fyrirtækið væri komið á réttan
kjöl. En það komst ekki á réttan
kjöl meðan viðreisnarstjórnin sat
að völdum, sem átti m.a. rætur
sinar aö rekja til einkaeignar-
fyrirkomulagsins og þess algjöra
ábyrgðarleysis eigenda (hluta-
fjári gagnvart almenningi, sem
einkennir þetta rekstrarfyrir-
komulag.
En viðreisnarstjórnin vildi
aldrei gangast við afkvæmi sinu,
þvi að rikisrekið fyrirtæki braut i
bága við kreddu einkaframtaks-
ins. Það sem á ekkiað vera til niá
ekki verða til. Aðgerðirnar
miðuðust eingöngu að þvi að
bjarga fyrirtækinu frá algjöru
hruni fram fyrir kosningar. Engu
máli skipti að hér var um að ræða
tugi eða hundruð miljóna af al-
mannaféog lifsafkomu 200starfs-
manna, sem flestir voru fjöl-
skyldumenn. Slikt var ábyrgðar-
leysi rikisstjórnar gagnvart lifs-
afkomu hundraða manna og
Rckstur Slippstöðvarinnar varðar lífsafkomu um 200 starfsmanna og fjölskyldna þcirra.
—Ljósm. Matthias Ó Gestsson.
...bæði sföustu skipin sem smiðuö voru skiluöu hagnaöi, sem ekki
hefur gerzt síöan 1965.” Myndin er af nýjasta skipinu, Surtsey, sem er
105 tonn að stærð.
—Ljósm. Matthias ó Gestsson.
gagnvart verömætum fram-
leiðslutækjum þjóðarinnar, auk
tugum miljóna skattpeninga. Er
þetta ekkert annað en pólitiskt
hneyksli af hæstu gráðu.
Óreiðan,óvissan, rekstrarhall-
inn og léleg vinnuafköst jukust
dag frá degi og trú manna á fyrir-
tækið og framtið þess þvarr að
sama skapi, þvi að
ekkert var gert til að reisa fyrir-
tækið úr rústum. t staöinn fyrir að
yfirtaka fyrirtækið alveg, skapa
þvi traustan fjárhagsgrundvöll og
endurskapa allan þess rekstur,
eru fyrirtækinu gefnar hækjur án
þess þvi sé kennt aö ganga.
Eina viðleitnin i þessa átt var
vandræðalegt fikt við nýtt bók-
haldskerfi, sem varð þó aldrei
fullkomnara en svo, að engin leið
var að fylgjast með raunveru-
legri efnisnotkun til einstaks
skips eða hver kostnaður ein-
stakra smiðahluta var.
t staðinn fyrir að skipa stjórn
fyrirtækisins hæfum stjórn-
endum, sem tækju fyrir umbreyt-
ingu alls starfsmannahalds og
verkefna, eru settir i stjórnina
pólitískir varðhundar, sem
virðast sjá köllun sina i þvi að sjá
svo um, að ekkert verði gert af
viti i málefnum Slippstöðvar-
innar enda ræktu þeir ætlunar-
verk sitt með stakri prýði.
1 staðinn fyrir að tryggja fyrir-
tækinu verkefni, sem það hefði
ráðið við, var samið um smiði
tveggja þúsund tonna togara, auk
sex fiskiskipa. Þeir sem til þekktu
vissu þó, aö Slippstöðin h.f., sem i
fimm ár hafði tæpast smiðað eitt
einasta skip með hagnaði , mundi
á engan hátt ráða við svo viða-
mikil og óhagkvæm verkefni.
Þar sem verð stóru togaranna
var miklu hærra en verð á sams-
konar togurum smiðuðum er-
lendis saniþykkti Akureyrarbær
aö borga inismun á verðinu frá
Slippstöðinni og erlenda verðinu.
Kunnugir telja, að Akureyrarbær
hefði þurft að snara út um 100
milj. kr., ef úr smiði þessara
tveggja togara hefði orðið, en það
er upphæð sem Akureyrarbær er
engan vegimi fær umað greiða og
hefði þvi örugglega lent á rikis-
sjóði. Vegna úreltrar pólitiskrar
trúarjátningar hefði tugum eða
hundruðum af almannafé verið
hent út i buskanna.
Enda er svo komið i árslok 1970,
að fyrirtækið er meö öfugan
höfuðstól, álíka háan og allt
hlutaféð, sem þýðir, að fyrirtækið
á fyrir skuldum en hlutaféð — yfir
30 milljónir króna — er tapað.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
er ekkert gert allan fyrrihluta
ársins 1971 þar til ný rikisstjórn
tekur við völdum um miöjan júni,
þá er reynt að snúa við blaðinu og
endurskipuleggja starfsemi
Slippstöðvarinnar.
Hvað gerzt hefði, ef viðreisnar-
stjórnin hefði lifað af kosningarn-
ar i fyrra,veröur ekki spáð hér, en
fyrri afskipti hennar af málinu
höfðu kostað of mikið til að lofa
nokkru fögru.
Aðgerðir vinstri
stjómarinnar og
framtiðarhorfur
Þegar núverandi stjórn tók við
völdum er Slippstöðin komin i
algjört greiðsluþrot. Engir pen-
ingar eru til að leysa út efni til
smiða, lánstraust þorrið hjá við-
skiptabönkum og stjórn fyrir-
tækisins með formanninn i broddi
fylkingar duglaus og litt hvetj-
andi til endurskipulagningar
fyrirtækisins.
Ákveðið er um haustið 1971 að
endurreisa Slippstööina h.f.
Rikisstjórnin eykur i samvinnu
við Akureyrarbæ hlutafé fyrir-
tækisins um 50 miljónir króna auk
þess sem veitt er rikisábyrgð
fyrir 30 m. kr. til viðbótar. Rikis-
sjóður er þar með orðinn meiri-
hluta aðili. Þar með fær fyrir-
tækið nægilegan fjárhagsgrund-
völl, sem á að geta nægt þvi til að
koma starfseminni i viðunandi
horf.
Skipuö var ný stjórn i desember
1971, og fékk hún það verkeíni að
koma rekstri Slippstöðvarinnar i
varanlegt traust horf. Hætt
var við smiði stóru togaranna, en
þess i stað athugaðir möguleikar
á raðsmiöi minni skuttogara
innan ramma þeirrar sam-
þykktar rikisstjórnarinnar, að
raðsmiða beri 8-10 skuttogara hér
heima.
Innanþeirraráætlunar sem gerö
hefur verið eru allar likur til aö
auka megi afköstin verulega og
bæta injög nýtingarstig stöðvar-
innar, sem fram til þessa hefur
verið mjög lágt. Verkrásin var öll
svo sundurslitin að bæði mann-
skapur og vélar stóðu timunum
saman verklaus.
Siðan var hafizt handa um
breytingar á starfsmannahaldi og
er þeirri breytingu ekki af-
lokið enn.
Nokkuö á enn i land með að búið
sé að ljúka öllum endurbótum
sem fyrirhugaðar eru, en framtið
fyrirtækisins er undir þvi komin
að takast megi að fá hæfa og
áhugasama menn i þær stöður,
sem annað hvort verða stofnaðar
nú eða hafa verið vanræktar
siðustu ár.
Siðustu rekstrartölur benda til
litils rekstrarhalla fyrir árið 1972,
þótt einhver verði að likindum, en
nokkrum hagnaöi er spáð fyrir
árið 1973, þvi að bæði siðustu
skipin sem smiðuð hafa verið
skilupu hagnaði, sem ekki hefur
gerzt siðan 1965.
Lokaorð
Þessi grein hefur ekki þann til-
gang að sverta neinn þann ein-
stakling sem nafngreindur er
heldur á hún að reyna að upplýsa
um það sem raunverulega
gerðist.
Til Slippstöðvarinnar hefur
undanfarin tvö ár.verið varið um
80 milj. króna af almannafé auk
ábyrgöa og lána sem hún hefur
fengiö, sem er veruleg upphæð.
Það er sjálfsögð krafa al-
mennings að upplýst sé, hvernig
opinberu fé hefur verið varið og
hver von sé til þess, a'ð slikar f jár-
veitingar komi að gagni og veröi
almenningi til þrifa.
Þótt upplýsingar hafi á köflum
verið takmarkaðar, er þess að
vænta, að þær séu þó nægilegar til
að sýna fram á megindrætti þess
sem gert var og um leið þess sem
ekki var gert.
H.Þ.
Hertogar ríktu ekki
á Sankti Kildu...
Þar var sameignarþjóðfélag fram til 1930
Viö íslendingar höfum
kynnzt í merkum frásögn-
um Karli Einarssyni, her-
toga af Sankti Kildu. Það
er þvi ekki aö undra, þótt
viö bregðumst viö með for-
vitni þegar viö lesum um
nýútkomna bók, sem fjall-
arum mannlíf það, sem lif-
að var á þessari afskekktu
eyju í Atlanzhafi allt fram
til 1930 er siðustu íbúarnir
fluttu þaðan.
Sankti Kilda telst til Suðureyja
en er mjög afskekkt. Á þessum
veðurbarna kletti, sem ekki sóttu
aðrir heim en sjófugl og sökkv-
andi skip, lifði litil nýlenda karla
og kvenna mjög i anda ýmissa
hugmynda sem fyrr og siðar hafa
fram komið um samræmisfullt og
stéttlaust liferni á gleymdum eða
horfnum eyjum. Þessu samfélagi
lýsir Charles MacLean i nýlegri
bók sem hann nefnir „Island on
the Edgeof the World"eða „Eyja
á útjaðri heims”, sem komin er út
hjá forlaginu Tom Stacey.
A kápu er það gefið til kynna,
að mannlif á eynni hafi liðið undir
lok vegna óheppilegra áhrifa frá
hinu skozka meginlandi. En
MacLean gerir ekki svo einhliða
ásakanir sjálfur. Hann hefur
samúðarfullan áhuga á jákvæð-
um hliðum þessa mannlifs sem
lifað var á Sankti Kildu og vill
draga af þeim lærdóma fyrir
stærri samfélög. En hann skilur
Þingiö á Sankti Kildu á fundi: allt gekk vel þar til eyjarskeggjar fóru aö lifa á bónbjörgum...
þótt undarlegt megi
lika vel erfiðleika sem tengdir eru
svo afskekktri búsetu. Það verða
til dæmis ekki allir hrifnir af þvi
að þurfa að nærast nær eingöngu
á súlu, fýl og lunda
bættu menn sér i munni i góðri tið
með brauði en i vondri tið meö
þangi. Kildubúar kunnu ekki til
fiskiveiða,
virðast.
En óneitanlega voru sumar
hliðar á mannfélagi Kildu áhuga-
verðar. Þeir höfðu sameign á
öllum hlutum og á hverjum degi
héldu allir ibúarnir með sér þing
og réðu ráðum sinum. Þetta
leiddi til meira og raunhæfara
jafnréttis en menn þekkja úr öðr-
um byggðum, og lagabrot voru
svo til óþekkt. Það er þvi nokkuð
spaugilegt þegar islenzkur maður
kallar sig hertoga yfir sliku landi
— reyndar munu engir jafnrétt-
háir og jafnvirtir þegnar hafa
verið eftir til að mótmæla, þegar
sú aðalstign varð til á pappirnum.
Og svo virðist sem Kildubúar
hafi fengið örlæti, ánægju og
hressilegt útlit sem uppbót á
óblið náttúruskilyrði.
En svo fór að þetta samfélag
hrundi. Sú einangrun sem hafði
stuðlað að þróun sliks þjóðfélags
leiddi einnig til þess aö það spillt-
ist. Kildubúar gátu á nitjándu öld
ekki veitt mótspyrnu aðsteðjandi
áhrifum — eins og til að mynda
trúboðum og stifkrampa. Jafn-
framt þvi að eyjarskeggjar urðu i
vaxandi mæli háðir góðgerða-
starfsemi, týndu þeir niður kunn-
áttu sinni til fuglaveiða og bjarg-
sigs sem og sjálfstrausti sinu. Allt
fólk var flutt á brott árið 1930.
Fleiri eyjar i nánd við Skotland
eru að fara i auðn, og ritdómari
sá, sem nú var stuðzt við, segir að
lokum, að þessi bók sé holl lesn-
ing ef menn hafi hug á að safna
rökum og ráðum til að koma i veg
fyrir það.
Nýtt
öryggistœki
Bretar hafa framleitt hugvitsamlegt öryggistæki i bila,
eins og sést hér á myndinni fyrir ofan. Þetta eru púðar
sem falla létt að brjóstum fólks, en ef skyndilega verður
árekstur falla armarnir, sem eru festir i gólf eða hurðir
bilanna, i lás og vernda fólk frá þvi að kastast fram i bil-
rúöuna. A akstri eiga púðarnir ekki að vera til óþæginda —
fólk á að geta hreyft sig vegna þess að þeir gefa dálitið
eftir. Þessir púðar eru álitnir öruggari en loftpúðar, sem
blása upp á augabragði við árekstur. Sérfræðingar sumir
halda þvi fram að loftpúðarnir geti skaðað fólk.