Þjóðviljinn - 11.08.1972, Síða 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. ágúst 1972
EVARAAAM:
AAANNFALL
OG
AAEYJAVAL
FÖSTUDAGUR 11. ágúst
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8,15, og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forystugr. dagbl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.45. Morgunleikfimi kl.
7.50. Morgunstund barn-
annakl. 8.45: Jónina Stein-
þórsdóttir heldur áfram
lestri sögunnar um „Óska-
draum Lassa” eftir Onnu-
Lisu Almquist. Tilkynn-
ingar kl. 9.30, Létt lög milli
liða. Spjallað við bændurkl.
10.05. Tónleikar kl. 10.25:
Hljómsveitin Filharmónia
i Lundúnum leikur „Glað-
lyndar stúlkur”, balletttón-
list eftir Scarlatti; Igor
Markevitch stj. Kammer-
hljómsveit leikur Konserto
grosso op.-nr. 2 eftir Corelli;
Bohdan Warchal stjórnar.
Zimbler-hljómsveitin leikur
Konsert fyrir fagott og
hljómsveit nr. 14 i c-moll
eftir Vivaldi. Einleikari:
Sherman Walt. Fréttir kl.
11.00. Tónleikar: Nathan
Milstein og Festivalhljóm-
sveitin leika Fiðlukonsert i
A-dúr (K219) eftir Mozart;
Harry Blech stj. Filharm-
óniusveitin i Vinarborg leik-
ur Sinfóniu nr. 104 i D-dúr
„Lundúnasinfóniuna” eftir
Haydn; Karl Múnchinger
stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Sfðdegissagan: „Loft-
vogin fellur" eftir Kichard
Ilughes. Bárður Jakobsson
lögfræðingur endar lestur
þýðingar sinnar (10).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Lesin dagskrá næstu viku.
15.30 Miðdegistónleikar: Fil-
harmóniusveit Berlinar
leikur Sinfóniu nr. 1 i c-moll
op. 68eftir Brahms; Herbert
von Karajan stj.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 „Stödd i Kína”, Rann-
veig Tómasdóttir les úr bók
sinni „Lönd i ljósaskiptum”
(3).
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynninga,r.
19.30 Fréttaspegill,
19.45 Bókmenntagetraun.
20.00 Sænskir kórar syngjæa.
Kammerkór Stokkhólms-
borgar syngur lög úr „Of-
viðrinu” eftir Frank Martin
við texta eftir sbake-
speare. b. Camerata Holm-
iae-kórinn syngur fimm
Madrigala eftir Monteverdi.
(Frá sænska útvarpinu).
20.40 Nýjasta tækni og visindi.
Guðmundur Eggertsson pró-
fessor og Páll Theódórsson
eðlisfræðingur sjá um þátt-
inn. Páll flytur siðara erindi
sitt um jöklaboranir.
21.00 Sónata fyrir tvö pianó og
slagverk eftir Béla Bartók.
Ungverskir hljóðfæraleikarar
flytja (frá ungverska út-
varpinu).
21.30 ÍJtvarpssagan: „Dala-
líf” eftir Guðrúnu frá Lundi,
Valdimar Lárusson leikari les
þriðja bindi sögunnar (9).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: „Maðurinn, sem
breytti um andlit" eftir
Marcel Ayméjíristinn Reyr
les (7).
22.35 Danslög i 300 ár. Jón
Gröndal kynnir.
23.05 Á tólfta timanum. Létt
lög úr ýmsum áttum.
23.55 Fréttir i stuttu máli,
Dagskrárlok.
Kjósendur komu til að greiða
atkvæði, hægt og sigandi framan-
af, örar i matartimum; þegar leið
á daginn jókst kjörsóknin og
sömuleiðis um kvöldið. Kjör-
stjórnir tóku eftir þvi,að meira
var um húsmæður meðal kjós-
enda en vant var. Jóakim gamii
Teobaldsen, sem var formaður
kjörstjórnar i miöbænum, taldi
vist að meðal þeirra væru margar
sem kysu nú i fyrsta sinn.
Það leyndi sér ekki,að kjör-
sóknin var óvenju mikil.
Þegar leið á daginn gerðist dá-
litið merkilegt. Sjónvarpið kom i
heimsókn til að gefa öllum Noregi
svipmynd frá staðnum, þar sem
konur lögðu fram eigin lista. Ein-
mitt þegar Jóakim var að merkja
við Öla Vegard Vatne, pipu-'
lagningamann, komu þeir með
myndavélar sinar og Bang rit-
stjóra sem leiðsögumann.
—Já, þetta er sem sé kjördeild
miðbæjarins, sagði Bang ritstjóri
og leit rannsakandi i kringum sig
eins og til að ganga úr skugga um
að ekkert rykkorn sæist, þegar
sýna skyldi ibúum Noregs salar-
kynnin. — Leikfimisalurinn i
gagnfræðaskólunum eins og sjá
má. Erum viö á skerminum
núna?
— Nei, sagöi sjónvarpsmaður-
inn, — viö sendum það ekki út
fyrr en i kvöld, i Vettvangi dags-
ins. En við höfum nauman tima.
Gætuð þér ekki náð i einhverja
máttarstólpa handa okkur, — til
að mynda forseta bæjarstjórnar,
við sýnum þá stundum þegar þeir
eru að kjósa sjálfa sig, það er svo
átakanlegt. Og náið i einhverjar
af þessum kolóðu konum.
Það var komið upp pöllum og
myndatökuvélum og ljósköst-
urum og lömpum. Og svo sem
stundarfjórðungi eftir að Bang
ritstjóri hafði gerthonum aðvart i
sima, kom Storhaug forseti i
Mercedesbilnum. Storhaug lá svo
mikið á, að hann steingleymdi að
hann var með konuna með sér:
hann skellti aftur bilhurðinni
þegar hún var i þann veginn að
stiga út, og hún gat með naum-
indum dregið tána aö sér ólim-
lesta. Stigann að leikfimisalnum
tók hann i æðislegu stökki: svo
dokaði hann við, hagræddi slifs-
inu og stikaði rólega og virðulega
inn i salinn.
Myndatökuvélarnar suðuðu.
Mörgum metrum af filmu var
eytt i forsvarsmann Tottabæjar.
Og nú höfðu tiðindin borizt. Menn
streymdu að úr öllum áttum, til
að myndaSivert Kroken, eldrauð-
ur i andliti af ílýtinum með kon-
una i eftirdragi. Glaðlega kinkaði
hann kolli til sjónvarpsmannanna
og brosti breiðu brosi til allra
Norðmanna: siðan gekk hann
ásamt eiginkonunni til forseta
kjörstjórnar og fékk i hendur
kjörgögn. Með hörkuhrukkur i
enninu áminnti hann hana um að
kjósa rétt. En Ellinor hvarf inn i
kjörklefann án þess að mæla orð
og gaf sér góðan tima: fæturnir
.einirsáust niðurundan klefabrún-
inni: þarna stóðu þeir traustlegir
og lá ekkert á, meðan Sivert
Kroken tvisté af óþolinmæði,
hann langaði svo til að komast
aftur framhjá myndavélunum og
láta taka mynd af sér á leiðinni
út. Nýtt sjónarhorn: Torén
bankastjóri og frú koma að-
vifandi, hann i glæsilegum nýjum
haustfrakka og með svartan
Eden-hatt, hún i loðkápu og með
rauða hárkollu. Með mikilli kurt-
eisi heldur hann dyrunum opnum
fyrir hina fögru frú sina og með
glæsibrag heimsmannsins leiðir
hann hana að borðinu og heldur
létt undir olnboga hennar. Þau
voru sannkölluð imynd hamingu-
sams hægri-hjónabands.
Og svo kom Hermann
Henriksen. Hann var önuglegur
og þungbúinn og hafði enga hug-
mynd um sjónvarpiö. Hann hafði
engan áhuga á þvi heldur: hann
hefði látið sér standa á sama þótt
sjálfur kóngurinn væri viðstadd-
ur: hann stikaði undirleitur fram-
hjá myndavélunum, þreif umslag
og var horfinn út aftur, næstum
áður en myndatökumaðurinn
l'ann hann.
En svo opnuðust dyrnar fyrir
undarlegri þrenningu: Britu
Engebretsen sem stikaði inn með
græna, himinháa hattfjöður,
Mariu Strand, rólegri og traust-
legri með skýluklút og i vandaðri,
gamaldags, svartri kápu, og
Gundu Henriksen, beint frá
dælunni, klæddri samfestingi og
húfu sem á var letrað Esso. Þær
mösuðu og kvökuðu og flissuðu og
hlógu og sjónvarpsmennirnir
sóuðu mörgum metrum af filmu i
auðan kjörklefa, meðan þeir
góndu meö opna munna.
— Þetta, þetta eru konurnar úr
stjórn kvennaflokksins, sagði
Bang ritstjóri taugaóstyrkur. —■
Eigum við að hafa smáviðtal?
— Já, ætli ekki það. — Það er
hægt að klippa filmuna, ef það
verður ómögulegt.
Hann sneri myndatökuvélinni
að konunum.
Á meðan var haldið áfram að
kjósa i allri Totta og kjörsókn var
mikil. Gamlar og giktveikar
ömmur, sem höfðu ekki komið
nálægt kjörstað um árabil, brugð-
ust við hvatningu Hægri flokksins
og Verkamannaflokksins og létu
aka sér á kjörstað. Þessir stóru
flokkar sem höfðu umráð yfir
fjölda bila lánuðu þá af góðum
hug og náunganskærleika til að
aka gamlingjunum á kjörstað. En
hvern þessar ömmur kusu svo,
þegar i kjörklefann kom, mátti
fjandinn vita, sagði Storhaug for-
seti altekinn bölsýni.
Brita og Gunda hringdu hvor i
aðra á klukkustundarfresti.
— Hvernig heldurðu að þetta
fari? Almáttugur. ég er alveg frá
af spenningi!
— Hugsaðu þér ef við fáum ekki
einn einasta fulltrúa! Það yrði
neyðarlegt!
— Það verður svei mér vatn á
myllu Hermanns! Veiztu það, aö
hann hefur ekki talað við mig i
mánuð! Ekki almennilega, á ég
við!
— Finndu þér annan!
— Ha, ha! Það væri kannski
ráðið! Nei nú verð ég að þjóta: ég
ætla aö skreppa á vélhjólinu og
hressa dálitið upp á listaberana:
þeir verða að auglýsa varninginn
sinn, segi ég,og gera kosningarn-
ar dálitið fjörugar og glaðlegar og
allt það. Heldurðu að það bæti
ekki út skák?
— Areiðanlega. Bless á meðan.
— Bless.
Klukkan sjö um kvöldið var öllu
lokið. Kjörstöðunum var lokiö og
þvottakonurnar hófu þreytandi
starf sitt, meðan atkvæðakass-
arnir voru bornir — niðþungir af
örlagaþrungnum atkvæðaseðlum
—■ til yfirkjörstjórnarinnar i
bæjarþingsalnum. Og siðan hófst
talning.
Nú gaf það auga leið að kjör-
stjórnin hefði helzt viljað dæma
ógilt hvert einasta atkvæði sem
Kvennaflokkinum var greitt, eða
öllu heldur nokkuratkvæði máttu
konurnar fá, en ekki svo mörg að
þær fengju fulltrúa. Þess vegna
var hver einasti kjörseðill grand-
skoðaður. Þeir sem töldu atkvæð-
in — þar voru karlmennirnir ein-
ráðir lika — voru sérlega ná-
kvæmir með að seðlarnir væru
> með aukamerkjum. Og sæist blý-
antspunktur á kjörseðli sem
! merktur var kvennaflokknum,
! ellegar kámugt fingrafar, þá var
i hann lagður fyrir yfirkjörstj. og
dæmdur ógildur eins og vera bar.
: En kjörseðill, sem hæglega var
I hægt að rekja til hægri mannsins
; Kjemperuds kaupmanns, vegna
: allra blekslettnanna, — var
dæmdur góður og gildur af forset-
anum. A hinn bóginn fengu nokk-
ur verkamannaflokksatkvæði að
sleppa gegnum nálaraugað, enda
1 þótt hægt væri með nokkrum
sanni að rekja þau til prentsmiðj-
unnar, vegna svertumerkja.
Á veggnum héngu töflur þar
sem atkvæðatölurnar voru færðar
inn eftir þvi sem á leið taln-
inguna. Og býsna snemma var
kominn uggvænlegur svipur á töl-
urnar. Hinir flokkarnir höguðu
sér i meginatriðum eins og venju-
lega — Verkamannaflokkurinn
var með hæsta atkvæðatölu, siðan
kom Hægri flokkur, Kristilegi
þjóðarflokkurinn, Miðflokkurinn,
Vinstri Sósialiski þjóðarflokk-
urinn og kommúnistarnir, — en
Kvennaflokkurinn skaut þeim i
upphafi ref fyrir rass, var strax
kominn fram fyrir Verka-
mannaflokkinn og forskotið varð
æ meira i hvert sinn sem nýjar
tölur voru lesnar upp.
— Þetta er bókstaflega ótrú-
legt, stundi Storhaug. — En auð-
vitað breytist þetta, þegar talið
verður i norðurbænum, þar sem
flestir verkamennirnir eiga
heima. En ég hefði samt aldrei
trúað þvi, að þær fengju svona
mörg atkvæði!
Eins og stendur eru þær inni
með tvo fulltrúa! Þær efstu á list-
anum, Gundu Henriksen og Britu
Engebretsen! Hamingjan hjálpi
okkur, i fjögur ár þurfum við að
hlusta á þessar kjaftakindur!
Einn af talningamönnunum
kom til þeirra og sló kumpánlega
á öxlina á Kroken.
— Þú hefur svei mér fengið
mörg atkvæði! Það eru heilmarg-
ir sem hafa strikað þig út, Stor-
haug, og fært Kroken upp i stað-
inn.
-Jæja, sagði Sivert Kroken
undrandi. — Það er furðulegt, Að
nokkrum Skuli detta í hug að ég
geti setzt i sætið þitt, Jens! Það er
fráleitt!
— Já, samsinnti forsetinn. —
En fólk er svo skrýtið. Það hefur
ekkert stjórnmálainnsæi, Sivert.
Klukkan átta sátu allir i Totta
limdir við sjónvarpsfeldinn til að
virða fyrir sér frumraun bæjarfé-
lagsins i sjónvarpinu. Fyrst kom
löng runa af venjulegum fréttum
um styrjaldir, kynþáttaofsöknir,
fellibylji með ógnum og tortim-
ingu, en loks byrjuðu innlendu
fréttirnar með KOSNINGUM. Og
rétt eins og Tottabúar væru ekki
orðnir nógu óþolinmóðir eftir
allar þessar fréttir um strið og
kynþáttamál og fellibylji, flæktist
myndavélin um allan Noreg áður
en röðin kom að Totta. Um Osló,
Bergen, Þrándheim, Stavangur,
já meira að segja Larvik og
Tvedestrand og Horten, að ekki
sé minnzt á Dröbak og Drammen
og Asgarðsströnd sem höfðu á
einhvern dularfullan hátt troðið
sér fram fyrir Totta. En svo kom
að þvi. Alls staðar var fagnað, þvi
að nú kom Totta. Þarna! Nei,
sjáið þið bara, þarna er kjör-
búðin! Og þarna, svei mér þá, er
Tottaáin og brúin og stólparnir —
bærinn og fjörðurinn. Hamingjan
sanna, að Totta skyldi eiga þetta
eftir!
t bæjarþingsalnum sat kjör-
stjórnin og horfði i einkatæki
bæjarstjórnarforsetans.
— Nú förum við að koma, Si-
vert! hlakkaði i forsetanum.
— Já, Jens, nú komum við
bráðum, flissaði Kroken.
En af einhverri óskiljanlegri og
ófyrirgefanlegri ástæðu höfðu
bæöi forseti og varaforseti verið
þurrkaðir út og fréttamyndin
hófst með viðtalinu við Britu og
Gundu og Mariu Strand. Ef til vill
höfðu þeir hugsað sem svo þarna
inni i hinni almáttugu Osló, að
það væri nóg af forsetum og vara-
forsetum viðsvegar um landið, en
Káti kvennaflokkurinn væri að-
eins til i Totta. Og þarna barst
rödd Bangs ritstjóra eftir öldum
ljósvakans, meðan myndin stóð
fastnegid á tómum kjörklefa.
F'östudagur 11. ágúst
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 í myrkri og þögn.Þýzk
mynd um vandmál þeirra,
sem bæði eru blindir og
heyrnarlausir. Rætt er við
kennara slikra barna og
fólk, sem þannig er ástatt
fyrir. Þýðandi Briet Héðins-
dóttir.
21.00 Frá Listahátið i Reykja-
vik. Astraliumaðurinn John
Williams leikur á gitar þrjú
verk eftir brasiliska tón-
skáldið Hector Villa-Lobos.
21.15 Ironside. Bandariskur
sakamálamyndaflokkur.
Hetjan snýr aftur. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
22.05 Erlend málefni. Um-
sjónarmaður Sonja Diego.
22.35 Frá heimsmeistaraein-
viginu i skák. Umsjónar-
maður Friðrik Olafsson.
22.40 Dagskrárlok.
Stúlkur 17 ára og eldri
Húsmæðraskóli kirkjunnar á Löngumýri
i Skagafirði býður ykkur upp á hagnýtt
nám.
Skólinn starfar frá 1. október til mailoka,
en býður einnig upp á styttri námskeið
frá októberbyrjun til 16. desember og frá
7. janúar til mailoka.
Upplýsingar eru gefnar á Löngumýri og i
sima 15015 i Reykjavik.
Umsóknir óskast sendar sem fyrst til
Margrétar Jónsdóttur, Löngumýri.
Húsbyggjendur —
Yerktakar
Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og
beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina.
Stálborgh.f.
Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.