Þjóðviljinn - 25.08.1972, Side 7

Þjóðviljinn - 25.08.1972, Side 7
6. SIÐA — ÞJÓÐVILJINNl Föstudagur 25. ágúst 1972 Föstudagur 25. ágúst 1972 þJÓÐVILJINN SÍÐA 7 20. nútíma ólympiuleik- arnir hefjast á morgun í borginni Munchen í Bæj- aralandi í V-Þýzkalandi. Það fer víst vart milli mála að þetta verða glæsilegustu Ólympíuleikar sem haldnir hafa verið frá því leikarnir í þeirri mynd sem þeir eru í dag voru endurreistir 1896. V-Þjóðverjar hafa gert allt sem hugsanlegt er til þess að leikarnir megi verða þeir glæsilegustu sem nokkru sinni hafa verið haldnir. Eða eins og Willy Brandt kanzlari V-Þýzka- lands sagði fyrir skömmu: Við vonum að þessir leikar græði endanlega þau sár sem verið hafa milli Þýzkalands og umheimsins undanfarin ár. — Hvort sem þessi draumur kanzl- arans. rætist eða ekki, þá hafa Þjóðverjar gert allt sem í jjeirra valdi stendur til þess að svo megi verða. Munchen burö, en voru aftur upp teknir í tíð Ifitos konungs í Elis. A þeim fæddist sú hugmynd, að efna til almenns vopnahlés milli allra striðandi afla á Grikklandi: vopnahléð hófst um það bil þrjá mánuði fyrir leikana og stóð nægilega lengi til að keppendur kæmust i griðum heim til sín aft- ur. Sjálfir stóðu leikarnir i fimm daga. Leikarnir árið 776 f. Kr. — en frá þeim hefur varðveitzt elzta árið 776 f. Kr. eru nægar heimildir um að þeir hafi verið haldnir allt, að sex öldum fyrr. Aletrun ein, sem talin er lúta að kappleikum i Ólympiu, hefur verið dagsetl árið 1270 f. Kr. Enda þótt þessa dag- setningu megi leiðrétta i ljósi nýrra fornleifafunda, bendir flest til þess, að saga Olympiuleikanna spanni um það bil þrjátiu og þrjár aldir. Olympiuleikar liðu undir lok um miðja niundu öld fyrir Krists Olympíuleikar til forna Ólympiuleikareru eldri en flest- ar skipulagðar samkomur manna. Enda þótt ekki væri byrj- að á þvi aö halda greinargóðar skýrslurum Ólympiuleika fyrr en nafn sigurvegara, viröast hafa verið háðir i aðeins einni keppnis- grein: 170 metra kapphlaupi, sem Koroibos frá Olis sigraði i. En leikarnir urðu fljótlega miklu umsvifameiri — við bættust lengri hlaup, fimmtarþraut (hlaup, kringlukast, langstökk, spjótkastog glima). Auk þess var sérstaklega keppt i hnefaleikum og glimu. Ennfremur leið ekki á löngu áður en Grikkir hlutu að keppa við bæði Sikileyjamenn og Kritarbúa. Þegar á þeim dögum komu fram á hverjum leikum eftirlæt- ishetjur — til dæmis sigurvegarari tveim greinum spretthlaupa. Og svo kom til þess, að konur eign uðust sina eigin íeika. Frægur kappi, Khionis, sem uppi var á miðri sjöundu öld fyrir Krist, stökk 7,05 metra i lang- stökki, að þvi er fróðir menn geta samþykkt, og þætti hreint ekki slakur árangur enn i dag. Upp frá þeim tima hafa varð- veitzt nöfn og afrek margra sig- urvegara, og siöar var bætt vi'ð keppni i fögrum listum. Fyrst hlutu sigurvegarar að- eins lárviðarsveig að verðlaun- um, en smátt og smátt var tekið að veita þeim verðmæt verðlaun og spilltust leikarnir mikið við það, eins og vænta mátti. Hinn Iangi annáll leikanna til forna slitnar árið 369 eftir Krist, og árið 393 gaf Þeódósius keisari út þá til- skipun frá Milanó að þá skyldi leggja niður með öllu. Siðan liðu 1503 sumur þar til Ólympiueldur- inn var kveiktur á ný — i föður- landi leikanna, Grikklandi, árið 1896. 20. Olympíuleikarnir Eins og áður segir reis Ólym- piuþorpið og leikvangurinn á gömlu höfuðbóli Bæjaralands, Miinchen. Hefur undirbúningur að leikunum staðið yfir i 3 ár. Alls hafa 250 arkitektar unnið að gerð mannvirkja undir stjórn eins kunnasta arkitekts V-Þýzka- lands, Freis Ottos. Þá hafa 4000 verkamenn frá ýmsum löndum unnið við byggingu mannvirkj- anna. Þau eru á 5 ferkilómetra svæði og má geta þess að þak úr stálneti og gerviefni er strengt yf- ir 75. þús fermetra, þ.e. hálfan aðalvöllinn, iþróttahöllina, sund- laugina og hluta inngangs göngu- brauta. Þannig á iþróttakeppnin að vera óháð veðri og vindum. Þessi mannvirki hafa verið mjög umdeild og segja sumir arkitektar að þau þoli alls ekki þau veður sem stundum koma i Miinchen. En þar koma eins kon- ar sviftivindar mjög sterkir á vissum árstimum. En hvað um það, þessi gagnrýni var ekki tekin til greina og Ólympiuþorpið á- samt leikvöngum og iþróttahöll- um er risið og biður þess nú að keppni hefjist þar á mánudaginn, en setningarathöfnin verður á morgun. Ólympiuþorpinu hefur verið valinn all sögulegur staður og hefur það sennilega verið gert með það sama i huga og ummæli Willys Brandts kanzlara gáfu til kynna. Mannvirkin standa á rúst- um gömlu Mönchen ef svo má að orði komast. Hæðirnar sem mannvirkin standa á eru mynd- aðar af rústum bygginga i borg- inni, sem eyðilögðust i striðinu, mold sett yfir þær og siðan ræktað upp með trjám og öðrum gróðri. Var þessi staður mjög vinsæll úti- vistarstaður fyrir borgarana áður en bygging Ólympiumannvirkj- anna hófst þar. Ólympiuleikar hafa aðeins einu sinni áður verið haldnir i Þýzka- landi. Það var árið 1936, undir Hitlers-stjórn i Þýzkalandi. Ým- islegt sögulegt gerðist á þeim leikum eins og til að mynda það, þegar foringinn gekk út af leik- vangnum, þegar bandariski blökkumaðurinn Jesse Owens vann 100 m hlaupið. Slik móögun var það við hinn hreina Ariastofn. En nú er öldin önnur að sögn, og kynþáttadeilur eiga ekki að setja svartan blett á leikana — eða hvað? Nú fyrir eins og hálfum mánuði komu upp miklar deilur i sam- bandi við þessa leika. Það var þegar Nigeria krafðist þess að i- þróttamenn frá Ródesiu fengju ekki að taka þátt i leikunum vegna kynþáttamisréttis þar i landi. Þetta var aðeins litill neisti, Nigeria er ekkert stórveldi á iþróttasviðinu og menn voru ró- legir. En eins og oft er með litla neista geta þeir orðið að stóru báli og einmitt það gerðist að þessu sinni. Fyrr en varði höfðu 24 riki i Afriku, auk flestra blökkumann- anna i bandariska landsliðinu, ákveðið að hætta við þátttöku ef Ródesiu yrði ekki meinuð þátt- taka i leikunum. Það er þvi ljóst að kynþáttavandamálið er ekki úr sögunni hvað viðkemur Ólympiuleikunum 36 árum eftir að Hitler gekk út af Ólympiu- keppni til að mótmæla sigri blökkumanns. En hvernig sem allt snýst á þessum leikum, þá er vist að V- Þjóðverjar munu gera allt sem i þeirra valdi stendur til að þessir ieikar megi heppnast sem bezt. Annaö eins áróðursvopn hefur aldrei verið lagt uppi hendur Þjóðverja eftir striðið sem þessir leikar. Nú ætla Þjóðverjar að sýna umheiminum hvers þeir eru orðnir megnugir. Þessir leikar eiga að sýna umheiminum Þýzkaland nútimans. Leikarnir standa yfir i 16 daga frá setningu til lokaathafnar. En þá vaknar þessi spurning — hvaö verður gert við þessi glæsilegu mannvirki að Ólympiuleikunum loknum? Þetta hefur alltaf verið vandamál þar sem Ólympiu- leikar hafa verið haldnir. Sem dæmi má nefna að ibúðir Ólympiuþorpsins i Mexikó, þar sem siðustu leikar voru haldnir, standa enn auðar, sökum þess hve dýrár þær eru. 1 Tókió var ólympiuþorpiö rifið til grunna, en leikvangurinn stóð eftir. Það fer ekki milli mála að ekki liggur við að V-Þjóðverjar fái kostnað sinn við gerð Ólympiu- mannvirkjanna endurgreiddan með sjálfum leikunum, þótt tugir, ef ekki hundruð þúsunda gesta komi á leikana. Þaðer þvi ljóst að með einhverjum hætti ætla Þjóð- verjar að ná þessum peningum aftur. Það eina sem vitað er um að hluti af Olympiuþorpinu verð- ur notaður sem bústaður stild enta. Þá er •innig ákveðið að aðalleikvangurinn verður heima- völlur knattspyrnuliðsins Byern Mh'nchen og einnig aðalleik- vangur v-þýzka landsliðsins i knattspyrnu. Kostnaöurinn við gerð Ólymp- iumannvirkjanna hefur farið Önnur eins tækni og beitt hefur vcrið við flóðlýsingu leikvangsins hefur aldrei þekkzt fyrr. ISSw WpI margfallt fram úr áætlun og nú er svo komið að v-þýzkir skatt- borgarar eru ráðamönnum mjög reiðir vegna þessa. Upphæðin sem mannvirkin kosta er tugir miljarða og þetta verða þýzkir skattborgarar að greiða að lang- stærstum hluta. Þetta leggst þó þyngst á MGnchen-búa, þar eð Miinchen-borg tekur á sig miklu stærri hluta þessa kostnaðar en nokkur önnur borg, sem eðlilegt er. Það má geta þess til gamans, að þegar islenzka handknattleiks- liðið vigði eina af handknattleiks- höllunum i Mönchen á dögunum hélt einn af æðstu mönnum Miinchen ræðu og hann var rétt búinn að segja nokkur orð er hann nefndi kostnað og þá upphófust þvilik hróp og köll að maðurinn varð að hætta ræðuflutningi. Hann var hreinlega piptur niður. Svo brýzt gremja borgarbúa og annarra skattborgara i V-Þýzka- landi út þegar kostnaðurinn við gerð mannvirkjanna er nefndur. lagt einstaka nienn i einelti. Sér- staklega er honum uppsigað við skiðamenn sem hann segir alla vera atvinnumenn. En það hlægilegasta við þess vita vonlausu baráttu Brundage cr að það er vitað að allir sem eitthvað geta i iþróttum, eru at- vinnumenn i einni eða annarri mynd. Allt bezta iþróttafólk stór- þjóðanna er atvinnumenn. Allt bandariska iþróttafólkið er at- vinnumenn, þótt það sé ætið skráð sem stúdentar allt til fertugs. Þetta veit Brundage, en hann hef- ur aldrei skipt sér neitt af þessu svindli. En leitaö uppi einstaka afreksmenn minni þjóðanna sem ekki hafa fariö eins klókt aö I aö fcla atvinnumannaferil sinn. Þróunin hefur meir og meir haldiö áfram i átt til atvinnu- mcnnsku. Og fyrst Brundage er nú loks hættuur má gera ráð fyrir aö áhugamannaslagoröiö i sam- bandi viö Olympiuleikana hverfi alveg og að i framtiöinni skipti þaö ekki máli hvort menn eru at- 1. Olympiuþorpiö aöcins nokkur hundruö metra frá aöalleik- vangnum. 2. Aöalleikvangurinn þar sem setningarathöfnin og lokaathöfn- in fara fram. 3. Ilér má sjá hiö mikla og um- dcilda gegnsæja þak yfir aöal leikvangnum og fleiru. 1. Kajakrennan þar sem keppni i kajakróðri fcr fram. Heimatilbú- in straumhörö á. 5. Sundlaugin á leikunum er sögö sú glæsilegasta og fullkomuasta sem byggö hefur verið. Má nefna að öldugangur frá einni braut truflar ekki þann á næstu braut við hliöina. Don Quixote okkar tima llann hefur af mörgum veriö kallaöur Don Quixote okkar tima og ekki aö ástæöulausu. Og mað- urinn scm þetta á viö um er Av- ery Brundage, formaður alþjóöa Óly mpiuncfndarinnar. Nú er hann hættur sem slikur, hinar miklu deilur sem risu upp vegna þátttöku Ródesiuá dögunum urðu til þess aö Brundage gafst upp, enda er maðurinn orðinn 85 ára og um hann hefur staöið meiri styrr en nokkurn annan mann i fararbroddi iþróttamála i heim- inum undanfarin ár. Allt er þetta útaf hinu sjúklega hatri Brundage á atvinnu- mennsku i iþróttum. Ilann hefur gengið svo langt siðustu árin aö sumir af beztu iþróttamönnum heims hafa ýmist orðið að hætta þátttöku i ÓL og sumir hafa alvcg hætt. Brundage hefur nefnilega vinnu- eöa áhugamenn i iþróttum. Olympiuleikarnir verði opnir öll- um sem iþróttir stunda, atvinnu- mönnum jafnt sem áhugamönn- um, og þaö fyrir opnum tjöldum en ekki mcö svindli og klækjum eins og nú cr. Ahugamennska er hvergi lengur til i heiminum nema á islandi og örfáum öörum dvergrikjum. Þeir sem þekkja Brundage bezt segja hann hafa sérstaka ánægju af aö standa i þessu málaþrasi. Og vist er um það að þessi banda- riski miljónamæringur gcrir ekk- ert annaö en að standa i einhverj- um deilum vegna Ólympiuleika. Nokkuö hefur verið reynt að fá hann til að scgja af sér á undan- förnum árum en hann hcfur bara herzt viö og hvergi gefið cftir. Nú bognaöi gamli maöurinn aftur á móti og sagði af sér og margur er fcginn þvi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.