Þjóðviljinn - 25.08.1972, Qupperneq 8
8. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN iKöstudagur 25. ágúst 1972
EVA RAAAM:
AAANNFALL
OG
AAEYJAVAL
Laura Storhaug leit á eigin-
mann sinn og hló.
— Þegar maöur lendir i sömu
nefndinni og þarf aö vinna aö
sömu málunum, þá lagast þetta
allt saman. Er þaö ekki Jens?
Hún láumaði hendinni i lófa
Viða liggja
landans leiðir
Stangl fer af stað eftir langt
hlé og nýtur sem fyrr góðs af
einum eftirlætisskribent
þáttarins, en það er Arni
Johnsen hjá Morgunblaðinu.
Hann er aö skrifa um ferð til
Venezúelu — og meðal annars
á þessa leið:
Fólitísk skapr-
skyggni.
Eins og i flestum löndum
Suður-Ameriku er herstjórn i
landinu og ekkert þessara
rikja hefur eins strangt eftirlit
með ferðamönnum sem koma
inn i landið. Þar var lika
minnst um mannrán i þvi
mannránaflóði, sem gekk yfir
Suður-Ameriku ekki alls fyrir
löngu.
Hógværð heims-
mannsins
Það kom fljótt i ljós að þetta
var glæsilegasta hótel, semég
hafði augum litið og hefur
maður þó af tilviljun rekizt á
ýmislegt i þeim efnum.
Ileinisinennska með
þjóðlegu ivafi.
Fimm þjónar tóku sér stöðu
við borðið um leið og við
settumst, svo að ekki þurftum
við að biða og hrópa eins og
kallinn forðum : „Mat á borðið
kerlingardjöfuli og engar
refjar.”
Að reka reksturinn —
og plata sveitamann-
inn
Dr. Urban er oliukóngur,
búsettur i Moskvu og borgar
stórar fúlgur til þess að geta
ferðazt að vild. Hann á oliu-
turna við Venezúela og rekur
margháttaðan rekstur.
Gjörhygli náttúru-
skoðarans
Annars var ýmislegt fleira á
lifi þar en menn, þvi að mikið
er i Venezuela af alls kyns
skordýrum og smærri dýrum
þó aö fulgarnir séu langfjöl-
breyttasti dýraflokkurinn.
Hin látlausa kimni-
gáfa
Ég hef hvorki fyrr né seinna
séð manneskju synda eins
hratt og hraðbátur á hraðri
ferð. En svo fannst mér þetta
spaugilegt að ég var nærri
drukknaður þarna úr hlátri.
Hef liklega aldrei komizt iaðra
eins lifshættu i sjó, og þó hef
ég orðið að bjarga mér á sundi
i brimgörðum við Landeyja-
sand, Surtsey og viðar.
hans og hann leit niður til hennar
og brosti ástúðlega. I fimmtán ár
hafði hún verið eiginkona hans og
hugsað um heimili hans og fætt
honum börn, allt með dugnaði og
sóma, en einu myndi hann aldrei
gleyma: hvernig hún hafði staðið
með honum á þessum erfiðu
timum og útvegað honum for-
mannsstarfið i TTR. Gunda and-
varpaði yfir allri þessari ást, og
henni varð hugsað til annarra
hjóna.
— llvernig gengur annars með
Lillugullu, Brita? Hún var svo
ósköp hnuggin þegar hann Ivar
Kroken fluttist héðan?
Jú,hún fékk bréf frá honum
um daginn, sagði Brita. — Faðir
hans aftekur að hann komi i
heimsókn hingað i sumar !
Gunda hristi höfuðið i uppgjöf.
— Þessir karlmenn! Þeir eru
þrjózkir og þverir, rétt eins og
asnar. En skilaðu kveðju til Lillu-
gullu, og segðu henni frá mér að
ég skuli sjá um þetta mál. Ég skal
hvisla fáeinum pólitiskum sann-
indum að honum Sivert Kroken,
og þá mætti segja mér,að hann
yrði svo hræddur um framtið
sina, að hann reki Ivar með
harðri hendi út i bátinn til Totta.
— Þakka þér kærlega fyrir,
Gunda, sagði Brita þakklát.
— Ekkert að þakka. — Og fyrst
ég er nú farin að tala um roman-
tik, — hvernig gengur það hjá
ykkur Toren, Liva? Liva hló
ibygginn.
— 6g er búin að kaupa mér
l'jórar nýjar hárkollur, eina
græna,eina fjólulita, eina ljósa og
eina svarta, og i hvert sinn sem
ég kem inn i stofuna, sprettur
Dagur upp úr stólnum, þvi að
hann veit aldrei með vissu hvort
það er ég eða einhver önnur kona.
()g i gær kom hann heim með kon-
fektkassa, — i fyrsta skipti i
tuttugu ár, held ég. En ég veit
ekki hvort það er vegna þess að
ég er komin i bæjarráð, eöa vegna
þess að ég er allt i einu orðin svo
ómótstæðileg. Enda kemur það út
á eitt!
Gunda andvarpaði og horfði
fjarrænum augum fram fyrir sig.
Hún tautaði viðutan:
— Kannski — ef ég fengi mér
fjólulitt parruk —
Svo tók hún aftur til við skýrsl-
una.
— Þetta elliheimili er félags-
legt vandamál, sem hefði átt að
vera búið að leysa fyrir löngu, en
auðvitað hefur það stundum verið
erfitt. Nú. —
Merete Bang leit á hana særð á
svipinn.
— Við i hægri flokknum höfum
alltaf —
— Heyrið mig nú, sagði Gunda,
— Eigum við sem hér erum stödd
ekki að koma okkur saman um að
segja aldrei oftar „Við hægri
menn” eða „Við i verkamanna-
flokknum” eða við konur eða við
karlmenn. heldur göngum út frá
þvi að við séum öll sömul heiðar-
legt fólk sem leggur sig fram.
Væri það að minnsta kosti ekki
reynandi?
— Samþykkt samhljóða! hróp-
uðu Laura, Brita og Liva i kór.
En Merete hristi höfuðið ein-
beitnislega og horfði á Gundu eins
og hún hefði stungið upp á ein-
hverju fráleitu og ósiðlegu.
— Nei, ég get ekki fallizt á það.
Við hægri flokknum höfum að-
eins eitt takmark að berjast
fyrir: að —
— -----aðstefnan megi sigra,
stundi Brita.
— Já, einmitt, sagði Merete.
Jens Storhaug sýndist álika
hneykslaður.
— Já, aldrei þessu vant er ég
sammála frú Bang. Við i verka-
mannaflokknum erum þeirrar
skoðunar að —
------sósíalisminn nái fram að
ganga. Rétt eins og pósturinn,
flissaði Laura.
— Já vissulega, sagði Jens
Storhaug og leit áminningar-
augum á eiginkonuna.
— Nú, jæja, jæja, þá er vist
ekkert við þessu að gera, and-
varpaði Gunda, — Baráttan
heldur áfram þar til veröldin
springur.
Hún ieit á klukkuna.
— Nú er aðeins eitt mál eftir á
dagskrá. Það þarf að kjósa nefnd
til að undirbúa vigsluhátið vatns-
og klóakkerfisins i norðurbæ —
við gerum ráð fyrir að allt verði
tilbúið fyrir sumarleyfin, og mér
finnst viö ættum að gera okkur
dagamun, halda ræður og svo-
leiðis, en við verðum að vera
rösk, þvi að á eftir er ég að fara á
lund i fjárhags- og stjórnunar-
nefndinni.
Rersrud og Storhaug litu hvor á
annan; siðan klappaði Jens Stor-
haug forsetanum föðurlega á
herðarnar.
Þú skalt bara þjóta, Gunda
min Þó það nú væri. Við Persrud
skulum sjá um þetta með hátiða-
nefndina. Það er alveg óþarfi aö
þú sért að eyða tima i slikt. Þú
hefur mikilvægari málum að
gegna.
— Þakka þér fyrir, sagði
Gunda. — Þá þýt ég á næsta stað.
Verið þið öil sömul bless.
Hún þaut til dyra.
— Þakka þér fyrir, sagði
Gunda. Þá þýt ég á næsta stað.
Verið þið öll sömul bless.
Hún þaut til dyra og veifaði til
þeirra brosandi og hún tók ekki
eftir þvi, að karlmennirnir tveir
áttu erfitt með að dylja sigrihrós-
andi bros. Það var eins og þeir
horfðu nú inn i fyrirheitna landið,
sem hafði verið glatað um skeið
en virtist nú opnast þeim með ótal
dýrlegum loforðum.
XXI
I júnilok var vatn og salerni
lagt inn i siðasta húsið i norður-
bænum i Totta. Þetta nálgaðist
kraftaverk: kippt var i snúrur og
skrúfað frá krönum og vatnið
kom fossandi út úr rörum og
pipum.
Bæjarráð var sammála um að
halda þessi timamót hátiðleg með
dálitlum gleðskap fyrir verka-
mennina, bæjarfulltrúana og
nokkra af ibúunum i norðurbæ, og
hátiðanefndin, undir forustu
Persruds snikkara , og Storhaug
fyrrverandi forseti, Henriksen
bilasmiður og Torén bankastjóri
sem stjórnarmeðlimir unnu að
þvi öllum árum,aö hátiðin fengi
hinn rétta hátiðasvip og andblæ.
Konurnar i bæjarstjórninni voru
dolfallnar yfir allri þeirri vinnu
sem þeir lögðu i undirbúning
hátiðarinnar, með skriffinnsku og
simhringingum i allar áttir,
skreytingu á hátiðasalnum i
Alþýðuhúsinu og risapöntunum á
gosi og öðru góðgæti. Og þeir af- j
þökkuðu alla aðstoð.
— Nei, þakk fyrir, Gunda,1
sagði Hermann með göfuglyndi,
þegar Gunda minntist á að hún
gæti vel verið hjálpleg og hringt i
nokkra staði og gert eitt og annað.
— Þú hefur nóg annað að gera.
Láttu okkur sjá um þetta, það er
allt i góðu gengi.
— En við gætum kannski séð
um aö leggja á borð og hagræða
blómum og annað slikt —
— Nei, mikil ósköp, sagði Her-
mann i skyndingu. — Viö sjáum
um þetta allt saman. Við erum
búnir að fá þjónustufólk og þú
skalt engar áhyggjur hafa,
Gunda, hugsaðu bara um bæjar-
stjórnina og við skulum sjá um
þessa hátið, það er nú þaö
minnsta sem við getum gert.
— Nú jæja, sagði Gunda og
þaut af stað á nýjan fund.
Hátiðin átti að fara fram á
Jónsmessukvöld og i tæka tið fóru
boðin að streyma til bæjar-
stjórnarfulltrúa, verkamanna og
nokkurra fjölskyldna i norðurbæ,
þar sem tveir úr hverri fjölskyldu
voru hjartanlega velkomnir til
dátlitils fagnaðar i tilefni af þvi
að Totta var nú orðinn samein-
aður hamingjubær. Búizt var við
rúmlega hundrað gestum sem
boðið skyldi upp á gómsætt og
margbreytilegt smurbrauð
FÖSTUDAGUR 25. ágúst
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl ), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikf. kl. 7.50
Morgunstund barnanna
8.45: Guðjón Sveinsson les
framhald sögu sinnar um
„Gussa á Hamri” (9). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli liða. Spjallað við
bændurkl. 10.05. Tónleikar
kl. 10.25 C. Arrau leikur
á pianó „Impromptu” nr. 2
I Es-dúr eftir Schubert / Hu-
bert Barwasher og Felix de
Nobel leika Inngang og til-
brigði op. 160 fyrir flautu og
pianó eftir Schubert. Fréttir
kl. 11.00. Tónleikar: Alfredo
Campoli og Filharmóniu-
sveitin i London leika
Konsertfyrir fiðlu og hljóm-
sveit i e-moll op. 64 eftir
Mendelssohn, Sir Adrian
Boult stj. / Filharmóníu-
hljómsveit Berlinar leikur
Sinfóniu I F-dúr nr. 8, op. 93
eftir Beethoven: Herbert
von Karajan stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Sfðdegissagan: „Þrútið
loft” eftir P. G. Wodebouse
Jón Aðils leikari les (10),
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Lesin dagskrá næstu viku.
15.30 Miðdegistónleikar
Kirsten Flagstad syngur
lög eftir Sinding og Alnær.
Westi syngur lög eftir
Lange-Múller.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Ferðabókalestur: t
borgarastyrjöldinni á Spáni
e. dr. Helga P.Briem.fyrr
verandi sendiherra. Höf-
undur les fyrri hl.
18.00 Fréttir á ensku
18.10 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegill
19.45 Bókmenntagetraun
20.00 I.ög eftir Schubert.Þor-
steinn Hannesson syngur
við undirleik Arna Krist-
jánssonar.
20.30 Tækni og visindi.Páll
Theodórsson eðlisfræðingur
og Guðmundur Eggertsson
prófessor sjá um þáttinn.
20.50 Sumartónleikar frá út-
varpinu i Astraliu.a. For-
leikur að „Astföngnu garð-
yrkjustúlkunni” eftir Moz-
art. b. Sónata fyrir óbó og
pianó eftir Saint-Saens. c.
Slavneskir dansar nr. 8 i g-
moll og nr. 1 I C-dúr op. 46
eftir Dvorák. d. Þrir dansar
úr „Rómeó og Júliu”
eftir Prokofjieff. e. „Vinar-
stúlkur” vals eftir Ziehrer.
Flytjendur: Sinfóniuhljóm-
sveit Suður-Astraliu, Jiri
Tancibudek, óbóleikari og
John Champ, pianóleikari,
Henry Krips stj.
21.30 Útvarpssagan:
„Dalalif” eftir Guðrúnu frá
Lundi. Valdimar Lárus-
son les (14).
22.00 Fréttir
22.15 Kvöldsagan: „Maöur-
inn, sem breytti um andlit"
eftir Marcel Aymé.Kristinn
Reyr les (15).
22.35 Danslög i 300 ár. Jón
Gröndal kynnir.
23.05 A tólfta timanum. Létt
lög úr ýmsum áttum.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR 25. ágúst
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Af sjónarhóli Svisslend-
ings. Hér lýsir svissneskur
rithöfundur löndum sinum
og hendir gaman að ýmsum
siðvenjum þeirra. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
21.05 Frá Listahátið i Reykja-
vik 1972. Bandariski pianó-
leikarinn André Watts leik-
ur tólf valsa eftir Franz
Schubert.
21.20 Ironside. Bandariskur
sakamálaflokkur. Bræður
munu berjast. Þýðandi
Guðrún Jörundsdóttir.
22.10 Erlend málefni. Um-
sjónarmaður Sonja Diego.
22.40 Frá Heimsmeistaraein-
viginu i skák. Umsjónar-
maður Friðrik ólafsson.
23.00 Dagskrárlok.
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
LJÚSASTILLINGAR
HJÓLASTILLINGAR MÓTORSTILLINGAR
Látið stilla í tíma. 4
Fljót og örugg þjónusta. I
13-100
Nýjar vorur komnar.
Nýkomið mjög mikið úrval af sérkenni-
legum, handunnum austurlenzkum {BIhQBI
skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.: I
Útskorin borð (margar gerðir), vegghill- LJ » J n
ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi,
flókamottur, könnur, vasar, skálar, ösku-
bakkar, silkislæður, o.m.fl. — Einnig AÉmIK
reykelsi og reykelsisker. Gjöfina, sem
veitir varanlega ánægju, fáiö þér i Aíl
JASMIN, við Hlemmtorg.