Þjóðviljinn - 25.08.1972, Side 9

Þjóðviljinn - 25.08.1972, Side 9
Köstudagur 25. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. F rammis taða Borszov er árangur Nýstárleg sundkeppni um næstu Viðræðumenn okkar eru kenn- ari og nemandi. Um hvað skyldi fjalla þetta viðtal við kennarann og hinn efnilega nemanda hans? Um merka uppgötvun i eðlis- fræði? Um nýjung i geimfræð- inni? Nei, það er um að ræða ,,uppgötvun' ’ i iþróttum. Við erum stödd á frjálsiþrótta- deild tþróttaháskólans i Kiev. Leyfist okkur að kynna viðræðu- menn okkar? Deildarforseti iþróttadeildarinnar, visinda- kandidat i liffræði, þjálfarinn Valentin Vasiljévits Petrovskij og nemandi hans Valerij Borzov, Evrópumeistari. „Hvernig bar fundum ykkar saman?” Petrovskij: ,,Það var fyrir fimm árum siðan i Ljvov. Boris Vojtas þjálfari hafði fyrir löngu beðið mig að taka eftir einum nemenda sinum, Valerij Borzov. Ég sá hann i endaspretti á meistaramóti skólanemenda i Úkraniu. Valerij vann hundrað metra hlaupið með yfirburðum á 10,5 sekúndum. Ég tók sérstak- lega eftir fjaðurkrafti fótanna, iþróttalegri byggingu skóla- drengsins og fallegum hreyf- ingum. Eftir hlaupið gekk ég til hans og spurði hvort hann vildi æfa hjá mér. Og hverju haldið þið, að hann hafi svarað? ,,Nei, ég vil bara æfa hjá Petrovskij.” Borzov: ,,Ég hafði heyrt mikið um Petrovskij. Fyrsti þjálfarinn minn brýndi sérstaklega fyrir mér, að ég ætti að fara i iþrótta- háskólann i Kiev og æfa hjá Pet- rovskij. Ég hafði rétt lokið tiu ára skyldunáminu, þegar mótið i Ljvov var haldið og þá komu ýmsir til min og reyndu að telja mig á að hefja nám i háskóla i Odessa eða Kharkov. Þess vegna tók ég svo hranalega á móti framtiðarþjálfara minum, sem ég þekkti þá ekki i sjón.” Óvænt afrek hjá Danek. Ludvik Danek, tékkneski kringlukastarinn, sem að visu hefur verið talinn í hópi hinna stóru i þessari grein, en þó ekki alveg á toppnum, náði óvænt m kasti á frjáls- iþróttamóti í fyrradag, og er þetta næst lengsta kast sem vitað er um á þessu ári. Aðeins heimsmet Svians Bruchs, rúmir 68m er lcngra. Það er þvi augljóst að Danek getur komið til með að skipta sér af toppbaráttunni á ÓL. Eftiiiit með örvunar- lyfjum Mikið eftirlit verður haft með norkun hverskonar eitur- eða örvunarlyfja á ÓL i Miinchen. Á hverjum degi verður hópur iþróttamanna tekinn i rannsókn og á enginn að vita fyrirfram hvenær liann „Hvers væntuð þið af þessari kynningu? ” Petrovskij: ,,Ég sá i honum spretthlaupara, sem gæti náð methraða, ómótaður leir, góður til mótunar fyrirmyndarsprett- hlaupara”. Borzov: ,,Ég gerði ekki áætl- anir langt fram i timann. Ég varð að velja framtiðarveginn. Árang- urinn á mótinu i Ljvov gerði út um ákvörðunina.” „Undirstaðan var fyrir hendi. En það var þörf á áætlun. Maður þarf að vita, hvað á að byggja. Það hófst leit að fullkominni spretthlaupsfyrirmynd. Athug- aðar voru kvikmyndir af beztu spretthlaupurum heims. Athugað var undir hvaða horni fráspyrna skal gerð og hver likamshalli skal vera meðan verið er að ná fullri ferð. Einnig voru rannsökuð ýmis fleiri smáatriði, sem stuðluðu að aukningu hraðans. Heill hópur visindamanna vann að rannsókn- um, sem báru keim af starfi bila- og flugvélaverkfræðinga, til þess að Valerij Borzov gæti hlaupið 100 metrana á 10,Ö sek. Rannsókn- irnar fóru fram á rannsókna- stofum hér á frjálsiþróttadeild- inni, i rannsóknastofum i öðrum borgum, einkum i Leningrað og Omsk. Þegar fyrirmyndin að spretthlauparanum „Borzov 70 ” var fullútreiknuð, var hafizt handa að gera hana að raunveru- leika. Þetta var nákvæmisverk, sem liktist þjálfum ballettdans- meyjar, sem leitaði einnar sannr- ar og fullkomminnar hreyfingar. „Álitur þú, að iþróttir séu vis- indi?” Petrovskij: „Já, ég tel iþróttir visindi og þjálfara marghliða kennara. Hann verður að vera stærðfræðingur, liffræðingur, læknir, uppeldisfræðingur og að lokum heimsspekingur. 1 fram- tiðinni munu ekki eingöngu keppa Sitthvað frá Miinchen verður kallaður eða hvenær skoðunin fer fram. Menn geta verið kallaðir rétt fyrir keppni, jafnt sem rétt eftir keppni. Og verði einhver sekur um að liafa notað slfk lyf, þá verður sá hinn sami dæmdur frá keppiii eða sigur- verðlaun dæmd af honum ef hann hefur rétt áður unnið til sigurlauna. Við þessa rann- sókn verða notuð mjög full- komin tæki sem kosta um 1,2 milj. isl. kr. livert. ilandtekinn á æfingu. Raimo Suikkanen, finnski hjólreiðamaðurinn og sá eini i liði Finna á ÓL, var á æfingu á hjóli sinu fyrir utan ÓL- þorpið, en villtist inná hrað- braut og hafði ekki hjólað nema nokkur luindruð nictra þegar lögreglan kom og tók hann fastan.lljólið var tckið af honum og hann mátti labba heim i óL-þorpið aftur. Og finnski fararstjórinn slapp ekki við að greiða tilskylda sekt fyrir sinn mann, fyrir umferðarhrto. þjálfarar og hlauparar, heldur einnig visindalegar rannsókna- stofur. Það verður eins og i vis- indunum og iðnaðinum.” „Þar sem þú talar um sam- ræmi milli iþróttaþjálfunar og framleiðslunnar, segið mér þá verður hægt að áætla iþrótta- árangur?” Petrovskij: „Hvað snertir spretthlaup, er ég þess fullviss. Árið 1966 var áætlað að Valerij hlypi 100 metrana á 10.0 sek. Ég hef vitni að þessu, landsliðsþjálf- arann V.B. Popov. Fyrir nokkr- um árum siðan sagði hann mér, að hér i landi væru ekki til sprett- hlauparar, sem jöfnuðust á við beztu spretthlaupara Evrópu. En ég sagði honum frá Borzov og bætti þvi við, að árið 1969 mundi Borzov hlaupa eins hratt og beztu spretthlauparar meginlandsins, og 1970 gæti hann reynt sig við Amerikana. Nú veiztu hvers kon- ar áætlun við höfum gert”. „Hvernig er áætlunin fram- kvæmd?” Petrovskij: „Setjum svo, að Velerij hlaupi 100 metrana á 10,5 til 10,6 sek. Það þarf að koma þvi niður i 10,4 sek. 1 rannsóknastof- unni gerum við rannsóknir á hvaða hreyfingar og likams- ástand þarf til að hlaupa vega- lengdina á þessum tima, fundnar eru út sérstakar æfingar og eftir nákvæma greiningu á rannsókna- stofunni get ég sagt við Valerij. „Á morgun verður þú að hlaupa 100 metrana á 10,4 sek.” „Hvert er næsta markmið? Getur Valerij bætt árangur sinn? Petrovskij: „Hvað viðkemur tækninni, stöndum við uppi- skroppa. En við vonumst til að bæta hraðann með betri frá- spyrnu. „Valerij, hugsarðu um sigur, ef þú veizt aö mótstöðumaður þinn hleypur 100 metrana á 10,2 sek„ en met þitt er aðeins 10,4 sek?” Borzov: „Ég keppi við menn, en ekki árangur. Ég hef ekki áhyggjur af þvi, hversu hratt mótstöðumenn minir hafa hlaup- ið daginn áður. Ég get ekki sagt, að hlaupari sé betri en ég, fyrr en hann hefur farið fram úr mér á hlaupabrautinni. En auðvitað eru tilfelli, þegar þú veizt að hlaup- arar eru betri en þú.” „Sprettur er sprenging, orka, skap. En eftir öllu að dæma ertu rólegur maður, sem er i jafnvægi, Valerij.” Borzov: „Nei, ég er sprett- hlaupari i eðli minu. Ég elska hraða. Ég vil fara hratt i bil og á hjóli. Hlaup og hraði örva auð- vitað. En ég er einn af þeim, sem er fljótur að gleyma. Ég veit, að til eru menn, sem halda áfram að hlaupa i einn til tvo daga, þegar þeir hafa lokið hlaupi. Marga dreymir hlaup á nóttunni, en ég er ekki þannig. Það er furðulegt, að áður hljóp ég alltaf i svefni. En núna geri ég það ekki.” „Valerij, hver áttu önnur áhugamál en iþróttirnar?” Borzov: „Iþróttirnar og námið i háskólanum taka allan minn tima. En efjimi er til, fer ég i kvikmyndahús, les eða fer að dorga i Dnépr. Lif mitt væri hryllilegt, ef ég hugsaði aðeins um iþróttir og hlaup. „Valerij, þú ert eini sovézki hlauparinn, sem hefur sigrað Amerikanana. Hvernig tóku þeir ósigrinum i Leningradmótinu?” Borzov: „Mér fannst þeir niðurdregnir. Þeir hafa auðvitað alls ekki búizt við að tapa. Fyrir hlaupið voru Ben Voine og Avory Crokett mjög sjálfsöruggir og settust i grasið og tóku eitt spil eftir upphitunina.” ,,En það verður að muna eftir þvi, að i frjálsiþróttum eru horf- urnar ekki góðar, þó að árangur einstakra manna sé frábær. Má i þvi sambandi minna á hvernig fór á Evrópubikarkeppninni.” Borzov: „Já, frjálsiþróttirnar hjá okkur eru ekki i sem beztu lagi. Og það eru margar ástæður fyrir þvi.” Petrovskij: „Ég tel að aðal- ástæðan sé sú, að ekki er leitað nógu skipulega að hæfileikafólki. Ég er viss um, að nóg er til af þvi. En hvar á að leita ? 1 skólunum. En með þvi skipulagi á heil- brigðiskennslu, sem hér rikir, er það ekki hægt. Okkur vantar sér- menntaöa uppeldisfræðinga. Bara hér i Úkrainu er tæpur helmingur iþróttakennara, sem eru sérmenntaðir. Það er alltof litið að hafa bara tvo leikfimitima á viku. Þeir þurfa minnst að vera fimm. Ég hef kynnt mér, hvernig ástandið er i öðrum löndum, og i þessu sambandi erum viö mjög aftarlega i röðinni. Börn, sem al- ast upp i borgum hafa ekki nægi- legt svigrúm til hreyfinga. Þau geta hvergi hlaupið, hverei leikið sér. Mér finnst að skólinn ætti að bæta úr þessu.” „Heldur þú að spretthlauparar bæti met sin i framgiðinni? Munum við upplifa, aö hundraö metra spretthlaup verði farið á 9,7 til 9,8 sek?” Borzov: „Ég býst við, að það verði á Olympiuleikunum árið 1972.” Aðalfundur Félags islenzkra iþróttakennara verður haldinn i kvöld, föstudagskvöld, að Iiótcl Ksju og hefst kl. 9.00. Dagskrá fundarins er venjuleg aðal- fundarstörf og siðan önnur mál er fram kunna að koina. All nýstárleg sundkeppni verður haldin i Laugardals- lauginni um næstu helgi. Kr fyrirhugað að keppnin hefjist kl. 10 f.h. A undanförnum árum hefur aðsókn að sundstöðunum i Heykjavik vaxið jafnt og þétt. A öllum stöðunum hafa mynd- azt hópar fastagesta á öllum aldri. Suunudaginn 27. ágúst er hugmyndin að efna til boð- sundskeppni i Laugardals- lauginni milli sundstaðanna i horginni. Verður keppt i þrcmur aldursflokkum, 10—14 ára, 25—:i() ára og 40 ára og eldri. i hverri sveit geta verið jafnt karlar sem konur, en kcppnisfólk fær ekki að vera með. Munu forráðamenn sundstaðanna velja þátttak- endur, en Sundráð Reykjavik- ur mun annast stjórn og fram- kvænul keppninnar. i hverjum aldursflokki vcrða 10 manns og á hver keppandi að synda 50 in. Velheppnuð unglinga- ferð til Noregs Snemma á þessu sumri bauð norska iþróttasambandið iSÍ að senda 18 ungmenni og 2 lararstjóra til þáttlöku i nor- rænum æskulýðsbúðum i land- búnaðarskólanum i Ás, sem er i nágrcnni Osló. Stjórn íSi hauð iþróttabandalagi Reykjavikur að njóta boðs þcssa og var 9 iþróttafélögum i Reykjavik gefinn kostur á að senda tvo þátttakcndur hverju. Flest þeirra tóku boðinu og voru fcrðirnar yfir- leitt notaðar sem verðlaun. Farið var frá Rcykjavik 7. júli og komiö aftur 15. júli. ÍSÍ og ÍBR styrktu þátttakcndur með u.þ.b. 2/3 af fargjaldinu. Fararstjórar voru lijónin Kristjana Jónsdóttir og Stefán Kristjánsson, iþróttafulltrúi Reykjavikurborgar. Þátttakendur voru 17 frá þessum félögum: Arinanni, Fram, Fylki, ÍR, KR og Ægi, og voru þcir á aldrinum 16 til 17 ára. r IBY var mun betri að- ilinn og sigraði 4—0 Leikur ÍBV og KR var svo sannarlega leikur kattarins að músinni. Vestmannaeyingar voru áberandi betri á öllum sviðum og mörkin voru sizt of fá eftir gangi leiksins. Þó sóttu KR-ingar ekki minna i fyrri hálfleik,en sóknin var gjörsamiega bitlaus. Ekki var vörn þeirra mikið lánlegri,og vinstri helmingur hennar réð ekkert við hinn góða útherja Vestmannaeyinga örn Óskars- son. Hann var sivinnandi og skap- aði geysilega hættu er hann hljóp Sigmund bakvKR af sér hvað eft- ir annað og renndi boltanum sið- an fyrir markið. Þannig var KR- liðið allt i molum meðan Vest- mannaeyingar áttu einn bezta leik sinn i sumar. Vörnin svndi stjörnuleik, og tengiliðirnir voru virkir allan leikinn. Gáfu þeir góða bolta til útherjanna sem áttu létt með að hlaupa þunga KR-ing- ana af sér. Sóknarleikurinn var þannig opinn, og ef ekki hefði komið til ágætur leikur Magnúsar markvarðar. þrátt fyrir nokkur mistök og kæruleysi, hefði getað farið mun verr. Mörkin skoruðu Einar Friöþjófsson á 8. min. Tómas Pálsson á 41. min., Haraldur „gullskalli” með skalla á 43. min. og Óskar Valtýsson á 83. min. Veður var gott, logn og sólar- laust. Leikaðstæður voru, þvi ágætar, nema hvað völlurinn var þungur eftir rigningarnar undan- farið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.