Þjóðviljinn - 25.08.1972, Page 11
Föstudagur 25. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11.
Blikur á lofti í
Feneyjum
Feneyjum 24/8. — Enn hefur
bliku dregið á loft á kvikmynda-
hátfðinni i Feneyjum, en það er
nánast orðin hefð þar syðra.
Kvikmyndahátíðin, sem hófst á
ntánudaginn, hcfur nú fengið
skæðan keppinaut, sérstaka kvik-
ntyndahátið ungra og róttækra
italskra leikstjóra, sent ekki
sætta sig við hina hefðbundnu
sýningarhátiö,
Forráðamenn hinnar opinberru
hátiðar urðu fyrir óvæntu áfalli i
Leiðrétting
1 frétt af ónæði smábáta sem
róa frá Óiafsvik og birt var i blað-
inu i gær slæddust með nokkrar
villur.
I upphafi fréttarinnar var
heimildarmaður blaðsins feðrað-
ur Þorgilsson, en á að vera
Þorgeirsson. Þá er hann siðar i
fréttinni nefndur Magnús, en á að
vera Markús.
Siðast er ekki ástæðulaus að
benda á að ónæði það sem
bátarnirhafa orðið fyrir er innan
við núverandi landhelgislinu, —-
þ.e.a.s. innan 12 milnanna.
Furðufregn
Framhald af bls. 1.
bandariskra erindreka að fá ts-
lendinga til að falla frá uppsögn
hernámssamningsins frá 1951. t
fréttinni segir, að um þetta hafi
náðst samkomulag og þar með,
að frá þvi yrði formlega gengið
eftir forsetakosningarnar i
Bandarikjunum i haust. Gerði
samkomulagið ráð fyrir að herinn
bandariski færi af landi brott i
áföngum, dregið yrði úr styrk-
leika bandariska hermannasjón-
varpsins, en Keflavikursamning-
urinn yrði endurnýjaður.
Einar Agústsson utanrikisráð-
herra bar þessa frétt til baka og
kvað hana tilhæfulausa með öllu.
Engar viðræður væru hafnar við
Bandarikjamenn um herstöðina,
en þær myndu hefjast i byrjun
vetrar.
dag, er franski kvikmynda-
gerðarmaðurinn Jean Luc
Godard afturkallaði sýningu á
nýjustu mynd sinni, „Tout va
bien”. Godard gefur þá skýringu
á þessu i simskeyti, ,,að hann
dragi kvikmyndina til baka i mót-
mælaskyni við ólýðræðislegt fyr-
irkomulag hátiðarinnar”.
Forráðamennirnir eru þó ekki
af baki dottnir. Þeir segja Godard
hafa undirritað samning um sýn-
ingu myndarinnar, og að þeir
muni sýna hana á föstudaginn,
eins og ráð var gert fyrir, svo
fremi að þeir komist yfir annað
eintak af henni.
Landhelgin
Framhald af bls. 4
tslands og reiðubúinn til varnar
nefndan dag. Og þá skulum við
sjá hvort brezka „ljonið” verður
ekki fljótt að hypja sig heim,
þegar Tjallinn sér næst stærsta
flota veraldar reiðubúinn til
varnar, og hrekja Bretann á
brott. Floti Samúels frænda er
sem sé ekkert lamb að leika sér
við, og Tjallinn yrði þvi fljótur að
leggja niður rófuna og sigla hið
snarasta til heimahafnar, hlaðinn
skömm og smán. Svo yrði og um
skip hugsanlegra annarra þjóða.
Hér duga engin vettlingatök og
timinn er naumur til að knésetja
Tjallann og hin fáu fylgiríki hans.
Knésetja fyrir fullt og allt. Kynni
að fara svo ógæfulega, að Banda-
rikjamenn brytu gerðan samning
við tsland, eða drægju aðgerðir á
langinn, ber stjórnvöldum skylda
til, að leita til stærsta flota ver-
aldar, — rússneska flotans, og
óska eindregið verndar hans, þó
sumum kynni ^ að finnast það
ógeðfellt, og þ.á.m. mér.
En eins og áður er fram tekið,
eru Islendingar vopnlaus þjóð, og
hún verður að fá aðstoð flota er-
lends rikis, til að hrekja Breta og
flygilönd þeirra burt úr löglegri
landhelgi landsins. Það er lifs-
spursmál þjóðarinnar, — lifæð
þjóðlifsins.
Nesprestakall
Sr. Gunnar Kristjánsson, sem er einn af fjórum um-
sækjendum um prestakallið, messar i Neskirkju n.k.
sunnudag 27. ágúst kl. 11 f.h.
Útvarpað verður á miðbylgju 212 metrar eöa 1412 k.
Hz.
Sóknarnefndin.
Yélskóli íslands
Endurtekin próf
Endurtekin próf i 1. og 2. stigi fara fram
þriðjudaginn 5. september og miðviku-
daginn 6. september. Prófin hefjast kl. 9,
og verða þau nánar auglýst á próftöflu i
skólanum.
Innritun
Innritun fer fram dagana 4. og 5. septer
ber. Þeir sem sótt hafa um skólavisí mæti
til innritunar, láti mæta fyrir sig eða
hringi i sima 23766.
Skólasetning
Skólasetning. Skólinn verð-
ur settur 15. september kl. 14.
SKÓLASTJÓRI.
CQ
C=
Stærsti
kosturínn
við Volvo
er hvad
eigandinn
endist lengi
í tölum Svensk Bilprovning um
aldur og endingu bifreiða í
Svíþjóð er' ending Volvo bifreiða
14.2 ár að meðaltali. Það er ef
til vill óþarft að geta þess, að
meðal ending Volvo bifreiða er
lang mest allra bifreiða á
sænskum markaði í dag.
Kostur rannsókna Svensk Bil-
provning fyrir væntanlega kaup-
endur bifreiða er ómetanlegur.
Hinar opinberu tölur rannsókn-
anna sýna greinilega, að þeir
sem velja Volvo velja trausta
bifreið, sem endist lengur.
Þessi staðreynd byggist einfald-
lega á gæðum, sem á hinn
bóginn tryggja hóflegan
reksturskostnað bifreiðarinnar
og hærra endursöluverð.
Stærsti kosturinn er auðvitað
hvað eigandinn endist lengi,-
það er að segja hve bifreiðin
er yfirleitt lengi í eigu sama
aðila. Kostur? Öryggi!
Þeir, sem bera ábyrgð á öryggi
annarra, treysta Volvo fyrir
sínu eigin.