Þjóðviljinn - 29.08.1972, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 29.08.1972, Qupperneq 2
2 SÍÐA — Þ.IÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. ágúst 1972 Horn ✓ í Viða um heim dreymir menn dagdrauma. Draumaveraldir eru yfirleitt einkaveraldir dreym- andans, og lætur hann ógjarnan hafa sig i að opinbera þær. Hérlendis er ekki siður mikið um dagdrauma en viða annars staðar, — kannski meir vegna legu landsins, sögu þess, ættgöfgi landsbúa og hjátrúarinnar. Oftar en ekki sjá menn slíka draumóra hverfa án þess að þeir verði nokkru sinni að veruleika. Hins vegar reyna dreymendur oft á tiöum aö magna slika drauma með sér, og gera með þvi tilraun til að láta þá verða að veruleika. Einkenni dagdraumamannsins er það, að honum er margt betur gefið en biðlund, og þvi verkar tregða draumsýnarinnar til veru leikamyndunar oft þannig á dreymandann, að taugar hans bila og sýnin dregur hann til óraunveruleikaheims draumsins, og þar lifir hann siðan flestum stundum i óverulegum tengslum við raunveruleika liðandi stundar. Orð og gerðir slíkra draumóramanna orka þvi oft á tiðum undarlega á okkur hin sem enn lifum i raunveruleikanum. Þegar svo um þverbak keyrir i draumórunum, eru dreymendur færöir á geðveikrahæli þar sem sérfróðir menn glima við að koma þeim til raunveruleikans á ný. oOo Ritsjórnarfulltrúi dagblaðsins Visis birti á laugardag frétta- grein um áhuga umheimsins fyrir Islandi, en þar i birtist eftirfar- andi draumsýn: „Nærtækt dæmi um áhuga er- lendis á fréttum héðan er miövikudagsblaö Intcrnational llerald Tribune. Þetta er banda- riskt blað gcfiö út i Parls og fyrst og fremst ætlað Bandarikja- mönnum erlendis. BLAÐID LEGGUR ÞVÍ SKILJANLEGA IIOKUÐAHERZLU A BANDA- IUSK MALEFNI." Mikið hlýtur raunveruleikinn að veröa manninum sár, ef hann kemst til hans aftur. —Úþ. Fíknilyfin og Miðnesstöðin Mikil kvein eru öðru hvoru rek- in upp af sjálfskipuðum verndur- um siðgæðis og hreinlifis i blöðum Sjálfstæðisflokksins Morgunblað- inu og Visi, um aukna fiknilyfja- neyzlu, fiknilyfjasmygl og-söíu. Lögreglustjórar og aðrir laganna verðir taka undir þessar kvartan- ir og kveinstafi. Hasshundurinn þefar dag og nótt, og sá sem gætir hundsins á vist ekki sjö dagana sæla. Baráttan gegn fiknilyfja- neyzlu er i algleymingi. Þrátt fyrir harðvituga baráttu virðist nóg af fiknilyfjum; ekki þarf annað en aö sækja dansleiki út um hinar breiðu byggðir til þess að eiga greiðan aðgang að hassi, LSD og fleiru sliku góðgæti. Það væri ósköp auðvelt fyrir lag- anna verði að senda sina menn eða fara sjálfir á slikar gleðisam- komur, biðja einhvern ungling að útvega sér nokkrar töflur, og það myndi ekki standa á afgreiðsl- unni, svo framarlega sem eitthvað af óeinkennisklæddum hermannaskril af Miðnesheiði væri tagltækur, en það er sjald- gæft að svo sé ekki. Lögregluyfir- völd á hverjum stað virðast ekk- ert hafa að athuga við nærveru þessara aðila, og þeir geta þess- vegna stundað sölumennskuna að sinum hætti. Nú ættu þessir ágætu verðir laga og réttar að gera smá- reisu og athuga málin. Allt eiturlyfjasmyglið er ekki nema brot að magni til, miðað við það sem hermannaruslið af Mið- nesheiði prangar inn á unglinga á opinberum dansleikjum og við aðrar aðstæður einnig. Hvernig væri, að Morgunblaðið og Visir hvettu nú löggæzlumenn til að rannsaka þessi mál, eða sendu lagna blaðamenn á venjulegan dansleik einhverja helgina? Eða vilja þessi góðu blöð hylma yfir með hermannaskrilnum? — ess. I |úffen*:ir réttir }uúj!umin^ur ||j I riimrciti fr.i 'jj kl 1M0 1S00 oj kl iv 21 M) !|i BnrOp.mtamr hjá ! yftrframrcMíVlumanm i;! Sími 11122 Askriftasími Þjóðviljans er 17500 „Stéttabaráttan99 prentuð í Svíþjóð Stéttabaráttan boðin til sölu i Lækjar- götu. Þetta róttæka blað er prentað i Sviþjóð af einhverjum ástæðum. Annað þekkt blað eða timarit, Iceland Review.er prentað i Hollandi. Kanski islenzkir prentarar eigi eftir aö taka upp kjörorðið: Prentunina aftur inn i landið! Cassius keppir við Floyd Patterson Það stóð til, að Cassius Clay kæmi til Múnchen sem hnefa- leikafréttamaður fyrir banda- riska sjónvarpsstöð, en hann hætti við á siðustu stundu. Cassius Clay á að mæta hinum þolgóða hnefaleikamanni Fioyd Patterson i hringnum eftir mánuð og fannst ráðlegra að hefja æfingar af alvöru fyr- ir keppnina. Risataflborð Áhugamennska úr sögunni? Heimsmeistaraeinvigið i skák hefur vakið svo mikla at- hygli, að ekki þótti annað þor- andi en hafa risataflborð hingað og þangað i MUnchen á meðan olympiuleikarnir standa. Hér sjáum við leik- stjórann Roman Polanski skemmta sér við tafl, en hann er einn af fáum útvöldum sem hefur verið boðið að spreyta sig á að gera OL-kvikmynd eftir frjálsu vali. * I rikinu Costa Rica búa um 1,7 miljón manns. Þaðan er sendur einn maður til keppni á ÓL, og heitir sá Rafael Perez. Hann mun keppa i 10 km hlaupi, en samtimis er hann fararstjóri, þjálfari og flokks- stjóri. Varla hefur þátttaka hans valdið miklum deilum hjá skattborgurum. Það virðist svo sem menn liti nú mun bjartari augum á framtíð iþróttanna og þá sér- staklega þeirra fþróttagreina scm keppt er i á ólympiu- leikunum, eftir að ákveðið var aðBrundage, hinn hálf niræði formaður Alþjöða ÓL-nefnd- arinnar, ætlaðiað hætta. Þessi Don Quixote nútimans verður ekki i endurkjöri til formanns- sætisins, en hann hefur barizt eins og ljón gegn atvinnu- mennskunni, og þvi hefur orðið að nota allskonar svindl til að koma mönnum á ÓL, svo sem með þvi að skrá þá stúdenta og fieira. Bandariski stangar- stökkvarinn Bob Seagren sagði i Miínchen að hann fagnaði þvi að nú virtist þess skammt að biða að atvinnu- mennska yrði viðurkennd. Sagðist hann búast við þvi að innan fárra ára yrði kominn upp „iþrótta sirkus” þar sem iþróttamönnum gæfist kostur á að stunda iþrótt sina á fullum launum. Hjóluðu til Munchen * Ennio Ponte, 42 ára gammall Texasbúi, kom einnig hjólandi til Múnchen. Hann hafði farið 10 þús km. vegalengd, skipt sjö sinnum um keðju, og 21 sinni mátti hann bæta slöngu á hjóli sinu. Sjá mynd til vinstri. * M Chkkana frá Mysore i Indlandi var tvo mánuði og fimm daga að hjóla frá Ind- landi til Múnchen. Hann ætlar ekki að keppa á ÓL,er bara duglegur trimmari og hyggst hjóla sömu leið til baka að leikunum loknum. Sjá mynd til hægri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.