Þjóðviljinn - 29.08.1972, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.08.1972, Qupperneq 3
Þriðjudagur 29. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3. Fallegur heimilis- iðnaður Á laugardaginn var sinn, sem efnt er til sýn- opnuð í Norræna húsinu sýning á sænskum heimilisiðnaði. Sýningin verður opin til 10. sept- ember. Þetta er í fyrsta ingar á sænskum heim- ilisiðnaði, utan Svíþjóð- ar. Á sýningunni eru vefn- aðar-, trjáiðnaðarvörur, járngripir o.fl. Þarna eru ennfremur margir skemmtilegir munir frá Lapplandi, en Lappar eru heimskunnir hand- iðnaðarmenn. Myndirnar eru teknar á sýningunni. Á stærri myndinni sést yfir sýn- ingarsalinn,en á hinni er vefstóll þar sem sýn- ingarstúlkur kenna börnum að vefa. I I SKIPSSTRAND !Á KÁLF AFELLS* i N orður-Prinsinn” og félagar hans Togarafélagið „Northern Trawlers Ltd" hefur að- setur i Grimsby og átti það togarann sem fyrstur var rekinn frá Færeyjum. Fé- lag þetta á marga togara sem allir eru kenndir við norðrið: Northern Chief, N. Eagle, N. Gift, N. Sceptre, N. Sea, N. Sky, N. Isles, N. Jewel, N. Prince, N. Princess, N. Queen, og 1 N. Reward. Hér er þvi um að ræða 12 tog- ara, Flestir eru þeir gamlir, þar af þrir frá 1949, — Prinsinn, Drottningin og Prinsessan eins og islenzkir togarasjómenn kalla þá. Allt eru þetta stórir togarar. Skipstjórinn á Northern Prince skýrði frá þvi i Færeyjum að mál- að hefði verið yfir nafn og númer skipsins að kröfu útgerðarinnar. Ennfremur sýndi hann Færey- ingum bækling með fyrirmælum um hegðan skipverja ef til átaka kæmi við íslendinga. —- Þetta þarf að hafa i huga þegar „Norður” — togararnir leita næst að tslandsströndum. iFJORU Vélbáturinn Fjóla BA 150 _ strandaði upp úr miðnætt- I inu aðfaranótt mánudags- ins á KálfafelIsfjöru í B| Austur-Skaftafellssýslu. Tveirmenn voru á Fjólu og komust þeir heilir frá borði. Að sögn Hannesar Hafstein hjá Slysavarnarfélaginu varð strand- ið klukkan 01.20 á mánudags- morguninn, en Fjóla var á leið frá Djúpavogi til Vestmannaeyja þegar strandið varð, en frá Djúpavogi hefur verið róið á bátnum á handfæri i sumar. Fjóla, sem er 28 tonna fram- byggður eikarbátur smiðaður á Fáskrúðsfirði 1971, strandaði á Kálfafellsfjöru, milli Nýjaóss og Bergvatnsóss. Varðskipið Óðinn, sem var þarna skammt undan, fór þegar af stað á strandstað, og frá Kirkjubæjarklaustri lagði deild slysavarnarfélagsins af stað i átt aö strandstað. Kaldaskitur var, 4-5 vindstig, en sjólitið, og mennirnir tveir um borð i Fjólu ekki i yfirvofandi hættu. Háfjara var um klukkan 03.30, og komust mennirnir þá af sjálfs- dáðum frá borði og upp á þurrt. Rétt fyrir klukkan 5 var björg- unarsveitin komin að Hvalsiki og bjó sig undir að komast þar yfir þegar boð kom frá Óðni þess efnis, að varðskipsmenn ætluðu Franihqld á II. siðu. Fátt gerist í Hamranesmálinu Að sögn fulltrúa við sýslu- mannsembættið i Hafnarfirði hefur ekki enn dregið til tiðinda i svonefndu Hamranesmáli, sem snýst um hver orsök hafi veriö fyrir þvi, að togarinn Hamranes sökk vestur af landinu fyrr i sumar. Fulltrúinn fékkst ekki til að segja annað en það, að ákveðið yrði i vikulokin hvort málið yrði sent saksóknara. —“Þ Stór- meistarinn varð aftarlega á merinni! Skáksamband Islands gekkst fyrir hraðskákmóti i Glæsibæ um helgina. Þátttakendur voru 14 talsins og tefldu allir við alla, og voru hverj- um manni ætlaðar 5 minútur á skák. Sigurvegari varð argentiskur alþjóðameistari, Quinteros að nafni og hiauthann 11 1/2 vinning. Annar varð Ingi R. Jóhannsson sem hlaut 10 1/2 vinning, og þriðji varð sovézki alþjóðameistarinn Nei, sem er i fylgarliði Spasskis, en hann hlaut 10 vinninga. Aðeins einn stórmeistari tók þátt i mótinu, Kavaleck frá Bandarikjunum, og hlaut hann 6 1/2 vinning —-úþ Fox fellur frá málsókn á hendur Fischer hérlendis Skáksamband tslands hefur gert samning við kvikmynda- tökumann heimsmeistaraein- vigisins, Fox, þess efnis að hann falli frá málssókn á hendur áskorandanum hér á landi, og með þvi verður hægt að afhenda Fischer þau verð- laun sem hann hlýtur i pen- ingum fyrir þátttökuna i ein- viginu, hvort sem hann nú vinnur það eða ekki. Frá þessu skýrðu Skáksam- bandsmenn á blaðamanna- fundi að Hótel Loftleiðum siðastliðinn laugardag, og þvi jafnframt að Skáksambandið hefði,vegna þessarar afstöðu Fox, fallið frá fjárkröfum i tekjursem hugsanlega yrðu af kvikmyndun einvigisins. Fox er þó ekki búinn að gefa upp vonina um að ná fé af Fischer, þvi ætlun hans er að ferðast um og láta kyrrsetja fé sem hugsanlegt er aö Fischer eigi i vændum, og verður byrj- unin sú að lögfræðingur hans mun fljúga til London og láta leggja löghald á verðlaunafé það sem brezki milljónamær- ingurinn Siater bauðst til að leggja i verðlaunasjóðinn Chester Fox þegar F'ischer var i sem mestri fýlu, en eins og kunn- ugt er barg það framlag ein- viginu. Ekkert hefur enn verið gefið út um það af skattayfirvöldum hvort verðlaunafé þeirra Spasskis og Fischers verði skattlagt hér á landi eða ekki, en samkvæmt gildandi lögum ber að skattleggja það hér. Hins vegar halda þeir Skák- sambandsmenn að ekki verði úr sköttun verðlaunafjárins. Rannsóknum i Laugardals- höllinni eftir beiðni Sovét- mannanna er nú lokið, en sýnishorn það sem tekið var af fyllingarefni sem fannst i stól Spasskis er enn i rannsókn, en von er á niðurstöðum þeirra rannsókna i dag. Dr. Max Euwe, forseti Alþjóðaskáksambandsins, var væntanlegur hingað til lands i gær til að fylgjast með siðustu skákum einvigisins, en hann mun að þvi loknu sæma sigur- vegarann heimsmeistaratign. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.