Þjóðviljinn - 29.08.1972, Side 7
6. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. ágúst 1972
Þriðjudagur 29. ágúst 1972 Þ.IrtÐVIL.IINN — SÍÐA 7.
2. deild
IBA vann
stórsigur
gegn
Völsungum
8:2
Ekkert fær nú stöðvað sigur
Akurcyringa i 2.-deildar-
keppninni. Um siðustu helgi
sigraði iBA Völsung frá Ilúsa-
vik með miklum yfirburðum
cða S:2, og er nú nánast
formsatriði að Ijúka 2.-
dcildarkeppninni. Sigur Akur-
eyringa ætlar að verða álika
glæsilegur i 2. deild i ár og
sigur Vikings var i fyrra, og
liefur liðið nú aðeins tapað 2
stigum, og i bæði skiptin var
uin jafntcfli að ræða.
FH marði
sigur yfir
ÍBÍ 3:2
FH marði sigur yfir Isfirð-
ingum i bikarkeppni KSt um
helgina. Leikurinn fór fram á
tsafirði, og sigraði FH 3:2 og
heldur þvi áfram i bikar-
keppninni að minnsta kosti
eina umferð enn.
S.dór
Haukarnir
eru sloppnir
Ilaukarnir unnu sætan sigur
gegn Sclfyssingum um helgina
3:2 og eru þar með sloppnir úr
allri fallhættu i deildinni i ár,
og er Ijóst að það verður IBl
sem fellur niður i 3. dcild.
Leikur Ilauka og Sclfyssinga
fór fram i llafnarfirði. en fyrri
leik liðanna vann Selfoss með
nokkrum yfirburðum.
999
Pólverjar
hlutu gull
Pólverjar hlutu sin fyrstu
gullverðlaun á þessum ÓL, cr
fluguvigtarly ftingarmaðurinn
Zygmunt Smalcerz sigraöi í
sinum þyngdarflokki með þvi
aö lyfta samtals 337,5 kg.
(Serian var 112,5, 100, og 125
kg.) Silfrið hlaut Lajos Szuecs
frá Ungverjalandi, lyfti sam-
tals 330,0 kg. Bronzið hlaut
San Holczreiter frá Ungverja-
landi, lyfti 327,5 kg.
Glæsileg opnunarhátíð
Svíar hlutu fyrstu gullverðlaunin á þessum Olympíuleikum
Opnunarhátið 20. Ólympiuleikanna i Miinchen
sl. laugardag er einhver sú glæsilegasta sem sög-
ur fara af. Allt hafði verið gert til þess að hún
mætti verða sem glæsilegust, og hvert einasta
smáatriði tókst eins vel og vonazt hafði verið til.
Forseti V-Þýzkalands Gustaf Heinemann setti
leikana eftir að 10 þúsund þátttakendur frá 122
löndum höfðu gengið inn á leikvanginn og raðað
sér upp. Fyrstir gengu grisku þátttakendurnir en
siðan komu þátttakendur landanna i stafrófsröð.
íslensku þátttakendurnir komu inn næstir á eftir
írum, og var Geir Hallsteinsson fánaberi íslands.
Eítir að 5000 hvitum dúfum hafði verið sleppt
iausum, sem tákni fyrir hugsjón Ólympiuleik-
anna, Heinemann hafði dregið ÓL-fánann að húni
og hin 22ja ára gamla frjálsiþróttakona Heidi
Schiller hafði svarið ÓL-eiðinn, kom Guenther
Zhan 18 ára gamall Þjóðverji hlaupandi með
Óiympiueldinn og tendraði hann, en eldurinn
hafði verið tendraður í Grikklandi 28. júli sl. og
siðan höfðu 5975 konur og karlar hlaupið með
hann 5538 km. til Múnchen. Þar með Iauk þessari
áhrifamiklu setningarhátið, og þátttakendur
gengu útaf leikvanginum i sömu röð og þeir höfðu
komið inn.
Engin keppni átti sér stað i
laugardaginn; hún hófst ekk
fyrr en á sunnudag. Fyrsta
greinin sem keppni lauk i vai
skotkeppni með skammbyssu
og þaö var Svlinn Ragnai
Skanaker sem sigraði og varf
þar með fyrstur til að hljóta
gullverölaun á þessum leikum
nokkuð sem Þjóðverja sjálfa
dreymdi um að gera.
A-Þjóðverjinn Harald Voll-
mar veitti Ragnari harða
keppni lengi vel, en varð svo að
láta i minni pokann fyrir honum
og einnig Rúmenanum Dan
Iuga, sem hreppti silfrið, en
Vollmar hlaut aðeins bronz-
verðlaunin. Ragnar Skanaker
hlaut 567 sitg, sem er nýtt
Ólympiumet.
Ragnar sem er 38 ára gamall
hefur æft skotfimi i 5 ár, og
árangur hans i byrjun var ekki á
þann veg að menn geröu nokkru
sinni ráð fyrir honum sem
sigurvegara á Ólympiuleikum.
,,En fimm ár er nægur timi til
þess að æfa sig fyrir Ólympiu-
leika”, sagði hann að lokinni
keppni á sunnudaginn. Arangur
hans er að sjálfsögðu sænskt
met og það bezta sem Ragnar
hefur nokkru sinni náö, meira
að segja á æfingu.
,,Ég var hræðilega tauga-
óstyrkur fyrir keppnina”, sagði
hann, ,,en þegar mér var til-
kynnt um að ég hefði unnið og
hlotið gullverðlaunin, þau fyrstu
á þessum leikum, varð ég
óumræðilega glaður, meira en
orð fá lýst”.
Ungverjar stefna að 3ja
OL-sigri sínum í röð
Allt útlit er fyrir, að Ung-
verjum takist aö vinna knatt-
spyrnukeppni Ölympfuleik-
anna að þessu sinni, og yrði
það þá i 3. sinn I röð sem þeir
þá vinna þessa keppni. t
sinum fyrsta leik i Miinchen
sigruðu þeir irani 5:0.
USA—Marokkó 0:0.
Bandarikjamenn komu á
óvart i knattspyrnunni á
Ólympiuleikunum mcð þvi að
ná jafntefli():0 gegn Marokkó-
mönnum. Þeir geta einkum
þakkað markvcrði sinum
Maik Ivanov þetta jafntefli, og
þess má geta að liðið hefur
ckki tapað leik siðan þessi frá-
bæri markvörður kom i liðið.
V-Þýzkal. — Malasia
3:0.
V-Þjóðverjar unnu lið
Malasiu 3:0, en ollu þó
þýzkum áhorfendum miklum
vonbrigðum. Það liðu 56
minútur þar til Þjóðvcrjunum
loks tókst að skora, cn þá
brotnuðu Asiumennirnir, og
3:0 urðu úrslit leiksins.
Hörð
keppni
> / \ *
i roðri
Greinilegt er, að
róðrarkeppnin verður geysilega
hörð á Ölympiuleikunum. Niu
lönd liafa tryggt sér rétt til þátt-
töku i undanúrslitum, og eru
það: Bandaríkin, V-Þýzkaland,
Austurriki, Nýja-Sjáland, Ung-
verjaland, Argentina, Sovétrik-
in, Ilolland og A-Þýzkaland.
I riðlakeppninni foru leikar
þannig, 3 efstu lönd, og þag.
komast áfram i undanúrslit:
1. RIDILL
USA 6:06,01 min.
V-Þýzkal. 6:19,28 min.
Austurriki 6:20,60 min.
2. RIÐILL
Nýja-Sjáland 6:06,19 min.
Ungverjaland 6:17,51 min.
Argentina 6:20,31 min.
3. RIÐILL
Sovétrikin 6:12,35 min.
Holland 6:13,03 mín.
A-Þýzkaland 6:14,06 min.
r
Ovœntur sigur
Dana yfir
Brasilíumönnum
Danir gera það ekki
endasleppt í knattspyrn-
unni i sambandi við ÓL.
Fyrst unnu þeir Rúmena í
undankeppninni öllum á
óvart og komust þar með
til Múnchen, og nú byrja
þeir lokakeppnina á því
aðvinna Brasilíumenn 3:2.
Þetta er sigur sem eng-
inn átti von á og sjálfsagt
allra sízt Danir sjálfir.
Danska liðið byrjaði leikinn
mjög vel, og hið unga brasiliska
lið (meðalaldur 19 ár) réð ekki
við hið harða danska lið.
Það var hinn smávaxni Allan
Simonsen, sem við sáum leika
hér með danska liðinu i sumar
er leið, sem skoraði fyrsta mark
Dana. Það var á 29. minútu
leiksins. Staðan i leikhléi var
1:0 Dönum i vil.
Hægri bakvörður danska liðs-
ins Per Röntved skoraði 2:0 á
50. minútu, en eftir þetta mark
fór brasilska liðið loks i gang og
náði að jafna 2:2 . En þá skoraði
Allan Simonsen aftur og tryggði
Dönum þennan óvænta sigur.
Simonsen skoraði 8 minútum
fyrir leikslok.
Eins og áður segir, átti hið
unga lið Brasiliumanna i erfið-
leikum með Danina. Einkum
var það i einvigi, hvort heldur
var skallaeinvigi eða barátta
um boltann á vellinum. En
Brasiliumennirnir voru bæði
fliótari og leiknari en Danirnir.
Siglinga-
keppnin
i riölakeppninni i siglingum
á ÓL urðu úrslit þessi:
1. riðill
Argentina
V-Þýzkal.
Sviss
Chile
Bcrmuda
Mexikó
2. riðill
Sovétrikin
A-Þýzkal.
irland
USA
Tékkóslóvak.
Sviþjóð
7:46,09 min.
7:48,12 min
8:00,20 min.
8:23,38 min.
8:29,20 min.
8:38,63 min.
7:42,67 min.
7:46,31 mln.
7:47,54 min.
7:57,85 min.
7:58,15 min.
8:12,92 min.
,á»%
^10
099 099 959 099 099 ‘099 r&9 099 ‘099 099 099 099
ÍSLANDSMEISTARARNIR
í 3JA SÆTI
— eftir sigur gegn Akranesi 2 — 0
i ákjósanlegasta knatt-
spyrnuveðri sem hugsan-
legt er fjölmenntu áhorf-
endur á völlinn i Keflavik
til að sjá skemmtilegan
leik milli tveggja af efstu
liðunum í ár. Hinn stórgóði
völlur Keflvíkinga var í
toppstandi, og alliráttu von
á einum bezta leik sumars-
ins. Vonbrigðin urðu mikil.
Hvorugt liðið sýndi
skemmtilega knattspyrnu.
Leikurinn var þófkenndur
og einkenndist af háum
spörkum andstæðinga á
milli. Að vísu komu ágætir
kaflar inn á milli, en þeir
voru svo fáir og stuttir, að
varla tekur að nefna þá.
Þótt þessi leikur geti varla tal-
izt mikilvægur fyrir liðin, virtist
gæta töluverðs taugaóstyrks hjá
leikmönnum. Allavega var fumið
á fyrstu minútunum mikið, barizt
af miklu kappi, en minna af for-
sjá. Þannig myndaðist mikið þóf
á miðjum velli, og fyrsta færið
kom ekki fyrr en á 15. min.
Skagamenn voru þá sem oftar
að dútla fyrir utan teig, en
skyndilega kom snöggur bolti inn
til Eyleifs sem lék inn fyrir
varnarlinuna og skaut, en Þor-
steinn varði, boltinn hrökk út til
Teits Þórðarsonar sem skaut en
hitti ekki. Skömmu siðar átti
Steinar Jóhannsson fast skot fyrir
utan teig, en knötturinn smaug
stöngina að utanverðu. Litlu siðar
fékk Eyleifur aftur stungubolta
inn fyrir vörnina, en Þorsteinn
var vakandi og hirti boltann af
tám hans.
A 29. minútu kom svo fyrsta
markiö. ólafur Júliusson og
Þröstur Stefánsson voru að kljást
um boltann á vinstra kanti Kefl-
vikinga. Þröstur hafði betur og
hugðist hreinsa fram, en ekki
tókst bctur til en svo, að boltinn
hrökk i ólaf og þaðan til baka i átt
að marki Akurnesinga. Ólafur
var ekki lcngi að þakka fyrir sig,
brunaði upp aö endamörkum og
gaf þaðan gullfallegan bolta inn i
markteig, og Steinar skallaði í
netið.
Enn komst Eyleifur einn inn
fyrir, en Þorsteinn varði fallega.
I siðari hálfleik skiptust liðin á
um aö sækja, en þó var Kefla-
vikurliðið öllu betra, sótti meira
og skapaði sér öllu fleiri tækifæri.
Fyrsta lærið átti þó Eyleifur.
Hann hljóp vörnina af sér, en þó
hann væri einn fyrir innan átti
hann erfitt um vik, og allt rann út
i sandinn. Rétt á eftir var Steinar
kominn einn innfyrir vörn Skaga-
manna, en skot hans var varið.
A 13. mlnútu kom siðara mark
Kcflvikinga. Meinlaus bolti kom
frá hægra kanti inn i markteig.
Einhverra hluta vegna stóðu
markmaður og varnarmenn staö-
ir. ólafur Júliusson kom aðvff-
andi og skallaöi I netið. Dæmið
snerist skemmtilega við frá fyrra
markinu; þá gaf ólafur frá
vinstra kanti á Steinar, en núna
gaf Steinar frá hægra kanti á
Ólaf.
Eftir þetta var þófið i algleym-
ingi, og spennan virtist vera að
fjara út. En þegar stundarfjórð-
ungur var eftir af leiknum endur-
vöktu Keflvikingar hana all-
hressilega. Þá pressuðu þeir
stanzlaust, boltinn hrökk i stöng-
ina, bjargað var á linu, og það er
eiginlega óskiljanlegt að boltinn
skyldi aldrei geta skriðið inn fyrir
marklinuna. I einar 3-4 minútur
gekk leikurinn út á eintómar
„reddingar” Skagamanna, en
siða* jafnaðist hann aftur.
Á sl^ustu minútunum sóttu svo
Skagamenn stift,og var Eyleifur
þá eini maðurinn sem uppi stóð.
Hann barðist vel og uppskar tvö
ágæt færi á lokaminútunum.
Hann komst þá einn inn fyrir, en i
fyrra skiptið varði Þorsteinn, og i
siðara skiptið bjargaði varnar-
maður á linu — með hendinni.
Þar var þvi augljóst víti, en ekk-
ert var dæmt frekar en svo oft
áður.
Eins og áður segir var litið
varið i þennan leik knattspyrnu-
lega séð. Hann einkenndist af
Framhald af bls. 11.
Eyleifur Hafsteinsson bezti maðurinn á vellinum á hér I höggi viö Þorstein markvörð IBK. Eyleifur
skaut framhjá Þorsteini, en skot hans var varið á línu með hendi án þess að dómarinn sæi ástæðu til að
dæma vítaspyrnu.
Fram var heppið
að ná jafntefli
gegn Víking 3:3
Framarar voru stál-
heppnir aö ná jafntefli
gegn Víkingum á sunnu-
daginn; og að þarna
skyldu eigast við botnliðið
og toppliðið i 1. deild, því
hefði enginn trúað sem
ekki hefði þekkt til ís-
lenzkrar knattspyrnu. En
með þessu jafntefli hefur
Víkingur mjakazt frá
botninum, og Fram nær
Islandsmeistaratitlinum,-
Þá hefur það og gerzt með
þessu jafntefli, að KR-
ingar eru komnir inná
fallhættusvæði og raunar
Valur líka, en leikur þess-
ara liða í gærkvöldi (sem
sagt er frá annars staðar i
blaðinu) sker úr um hvort
þeirra heldur áfram í fall-
hættunni.
Fyrri hálfleikur leiks Fram og
Vikings var mjög fjörugur og
skemmtilegur, og ekki vantaöi
mörkin.
Strax á 3. minútu kom mark
sem maður gleymir seint. Gunn-
ar Gunnarsson tengiliður Vikings
var með boltann á miðjum vallar-
helmingi Fram og lék honum
áleiðis aö markinu, og allt i einu
reið þrumuskot hans af og boltinn
hafnaði efst i samskeytum
marksins og i netið. Þorbergur
hreyfði hvorki legg né lið til varn-
ar, enda hefði það ekki verið á
færi nokkurs markvarðar aö
verja þetta skot, þótt af 25 til 30
m. færi væri.
Næstu minúturnar sótti Vik-
ingur stift, þeir hreinlega
gleymdu vörninni, og þaö átti eft-
ir að reynast þeim dýrkeypt.
Á 15. minútu komst Elmar einn
inn fyrir Vikingsvörnina og lék
upp að endamörkum og gaf þaðan
fyrir markið til Erlendar, sem
fylgt hafði eftir, og hann fékk
boltann óvaldaður og jafnaði 1:1.
Og þetta endurtók sig svo á 25.
rninútu, nema hvað, að nú var það
Erlendur sem gaf á Elmar, og
hannstakk alla af og skoraði 2:1,
og enn einu sinni komst Elmar i
gegn aðeins 2 minútum siðar og
skoraði 3ja markið.
Þegar þessi ósköp höfðu dunið
yfir tóku Vikingar að ugga að sér i
vörninni, og slikt sem þetta kom
ekki fyrir aftur. Nú hertu Vik-
ingar sóknina að mun, og á 35.
minútu var Stefán Halldórsson
kominn i gegn, er á honum var
brotið gróflega innan vitateigs og
vitaspyrna réttilega dæmd. úr
henniskoraöi Hafliði örugglega 2.
mark Vikings.
Staðan i leikhléi var þvi 3:2
Fram i vil, og vissulega hafði
þetta verið einn skemmtilegasti
hálfleikur sem maður hefur séð
hér i sumar.
Það voru ekki liðnar nema um
það bil 30 sekúndur af siðari hálf-
leik, þegar Vikingur hafði jafnað.
Guðgeir lék upp hægri kantinn og
gaf þaðan fyrir til Eiriks, sem lék
að vitateigslinu og skoraði þaðan
með fallegu skoti 3:3. Eftir þetta
sótti Vikingur nær látlaust, og
hvað eftir annað skall hurð nærri
hælum við Fram-markið, en allt-
Framhald á 11. siðu.