Þjóðviljinn - 29.08.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.08.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. ágúst 1972 &j«I>VILjÍNN — SÍÐA 9. j BEDFORD í BANN Nú horfir heldur illa fyrir einum bezta langhlaupara heims. Bretanum David Bed- ford. Alþjóða ÓL-nefndin hef- ur ákvcðið að kalla hann fyrir sig, og verður hann ákærður fyrir að hafa notað nafn sitt til auglýsinga fyrir dagblað eitt. Áður hafði þetta mái komið upp, en Bedford þá hrcinsað sig af þessari ákæru, en nú segist nefndin hafa ný sönnun- argögn i höndunum, og á Bed- ford að mæta hjá nefndinni i dag. Ef henni tckst að sanna það á Bedford, að hann hafi notað nafn sitt til auglýsingar, þá verður hann umsvifalaust settur i kcppnisbann á ÓL. N-Kórea hreppti gull í gœr 1 skammbyssuskotkeppni, liggjandi, sigraði N-Kóreu- maður öllum á óvart, og ekki nóg mcö það, hann setti um leið nýtt heimsmet, hlaut 599 stig af 600 mögulcgum. Ann- ars urðu úrslit þessi: Ho Jun Li, N-Kóreu 599 stig. (Nýtt heimsmet) Victor Auer, USA 598 Nicolar Rotaru, Kúmeníu 598 Guiseppe dc Chirico, ttal. 597 Jiri Vogger, Tékkóslóvak. 597 Jaime Santiago, Puerto Rico 597 Laszlo Dr. Hammerl, Ung- verjal. 597 Andrzej Trajada, Póll. 597 Dofald Brook, Astral. 596 stig 999 . J Metaregn í sundinu Mark Spitz og Shane Gould Ólympíu- meistarar á nýjum heimsmetum Shane Gould með sitt fyrsta en sjálfsagt ekki sitt sfðasta hcimsinet á þessum ÓL i gær. Það ætlar greinilega að rætast sú spá manna, að þessir ólympíuleikar verði mestu metleikar frá upp- hafi i sundinu. Strax á fyrsta degi sundkeppninnar og það í undanrásunum voru sett 5 ný ólympíumet, og eitt heimsmet var jafn- að. Þó er vitað, að kepp- endur taka ekki á öllu sínu fyrren í úrslitakeppninni, í undanrásunum er aðeins hugsað um að tryggja sér áframhald í keppninni, en þó féllu metin eins og skæðadrífa. Það var eink- um bandaríska sundfólkið og svo hún Shane litla Gould frá Ástralíu sem setti þessi met. Þó keyrði fyrst úr hófi i þeim tveim grein- um sem keppt var til úrslita i. Þar sigraði Mark Spitz á nýju heimsmeti 2,00,70 mín. og Shane Gould sigr- aði i 200 m. fjórsundi kvenna á nýju heimsmeti 2:23,07 min. Keppni i sundinu hófst kl. 10 i gærmorgun, og var byrjað á 100 m skriðsundi kvenna. 1 fysta riðli sigraði Shirley Babashoff frá USA á 59,51 sek. og takið eftir að timinn er nú orðið mældur brota- brot úr sekúndu, og verður svo einnig í spretthlaupunum. Gabri- ela Westszko frá A-Þýzkalandi vann 2. riðil á 1:00,40 min. 3. riðil vann Enith Brigitha frá Hollandi á 1:00,02 min. 4. riðil vann Mag- dolna Patoh frá Ungverjalandi á 59,47 sek. 5. riðil vann Jutta Web- er frá V-Þýzkalandi á 59,72 sek. Þá var komið að 6. riðli, og þar sigraöi Shane Gould frá Astraliu á nýju ÓL-meti 59,44 sek. Og menn spyrja nú, hvað gerir þetta undrabarn i sundinu þegar i úr- slitakeppnina kemur? 1 200 m. f jórsundi kvenna var að visu ekki sett ÓL-met, en timarn- ir voru frábærir. I 1. riðli sigraði Mina Petrova frá Sovétr. á 2:27,20 min. I 2. riðli sigraði Eve- lin Stolze A-Þýzkalandi á 2:25,45 min. 3. riðil vann Jenny Bartz USA á 2:25,83 min. og 4. riðilinn vann Kornelia Ender frá A- Þýzkalandi á 2:25,39 min; þann 5. vann Lynn Vidali USA 2:24,61 min, og 6. riðilinn vann svo Shane Gould frá Astral. á 2:26,44 min. Bandarikjamenn komu mjög á óvart i 100 m. baksundi karla. Þeir tvibættu ÓL-metið i undan- rásunum. En litum á úrslit riðl- anna. Fyrsta riðil vann Igog Gri- vennikov frá Sovétr. á 1:00,05 min. 2. riðil vann Bob Schoutyen frá Hollandi á 1:00,76 min. 3. riðil- inn vann John Murpy frá USA á 59,93 sek. 4. riðilinn vann Mike Stamm frá USA á nýju ÓL-meti 58,63 sek. Þetta met stóð þó ekki nema nokkrar minútur, þvi aö landi hans Mitchell Ivey bætti það strax i næsta riðli á 58,15 sek. sem er mjög góður timi. 6. riðilinn vann svo heimsmethafinn Roland Matthes frá A-Þýzkal. á 1:00,01 min, svo hann hefur greinilega tekið það rólega og sparað sig til úrslitanna. Þótt mikið gengi á i baksund- inu, kastaði fyrst tólfunum þegar flugsundið kom. Þar byrjaði Garry Hall, USA á að setja nýtt ÓL-met i 1. riðli á 2:03,70 min. Landi hans (þvi miður var nafn hans ólæsilegt i fréttaskeytinu) bætti það enn i 2. riðli, synti á 2:03,11 min. Hans Fassnacht frá V-Þýzkal. vann 3. riðilinn á 2:05.39 min. 1 4. riðli sigraði svo Mark Spitz, USA á nýju ÓL-meti 2:02,11 min. Þarna hafði metið sumsé verið þribætt i 4 riðlum. Þá var komiö að 4x100 m skrið- sundi karla. Þar jafnaði USA- sveitin heimsmetið sem hún á sjálf, synti á 3:28,84 min. en A- Þjóðverjar urðu aðrir i riðlinum, syntu á 3:35,13 min. 1 1. riðli sigr- uðu Sovétmenn á 3:32,73 min. en Frakkar urðu aðrir á 3:35,10 min. Síödegis i gær var svo keppt til úrslita i 200 m flugsundi karla, og uröu úrslit þessi: ÓL-MEISTARI Mark Spitz USA 2:00,70 min (Nýtt heimsm). 2. Garry Hall USA 2:02,86 min. 3. Robin Backhaus USA 2:03,23 min. 4. Jorge Delgado Equador 2:03,35 mín. Andreas Hargity Ungverjal. 2:04,69 min. 200 m. FJÓRSUND KVENNA. ÓL-meistari: Shane Goutd Astral. 2:23,07 min (Nýtt heimsm.) 2. Kornelia Ender A-Þýzkal. 2:23,59 min. 3. Lynn Vidali USA 2:24,06 min. 4. Jenny Bartz USA 2:24,55 mln. 5. Cliff Leslie Kanada 2:24,83 min. Þá var i gær siðdcgis keppt i undanúrslitum i 100 m. baksundi. Þar sigraði Roland Matthes A- Þýzkal. i I. riðli á 58,44 min, cn I hinum riðlinum sigraöi Mitchell Ivcy USA á 57,99 sek, sem er nýtt ÓL- met. Svíar leiða í dýfingum kvenna Eftir 8 af 12 grein n i dýf- ingum kvenna á ÓL leiðir sænska stúlkan Ulrika Knap með 292,59 stig, og landa henn- ar Agneta Henriksson er I 2. sæti með 290,79 stig. Þær eru báðar mjög bjartsýnar á framhaldið og segjast vinna gullið og silfrið. Annars er staða 5 efstu þessi: Ulrika Knap, Sviþ. 292,59 stig. Agneta Henriksson, Sviþ, 290,79 Stig. Micilei King USÁ 289,14 stig. Heidi Brecker, A-Þýzkal. 281.88 stig. Cristina Kohler, A-Þýzkal. 278.88 stig. 999 Riðla- keppni í sundknatt- leik á ÓL I gær fór fram riðlakeppni i sundknattleik á ÓL, og urðu úrslit þessi: 1. riðill. Kúba—-Mexikó 6:4 (2:1-1:0-1:1 og 2:2) USA — Rúmenia 4:3 (1:0-2:1-0:1 og 1:1). 2. riöill. Ungverjal. — Holland 3:0 (0:0- 2:0-0:0 og 1:0) Grikkl — Astralia 7:7 (3:3-1:2-1:1 og 2:1) 3. riðill. ' Sovétr. — ttalia 4:1 <0:l-2:0-2:0 og 0:1) Spánn — Japan 6:4 (2:1-1:2-1:1 og 2:0) Mark Spitz, með nýtt heims- met i 200 m flugsundi. \7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.