Þjóðviljinn - 29.08.1972, Qupperneq 11
Þriðjudagur 29. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11,,
Hvað heitir stofnunin eða
félagið á ensku eða dönsku?
_ Hagstofan gefur út rit sem svarar þeirri spurningu
Samkvæmt nýútgefinni
skrá Hagstofunnar um
stofnanaheiti nefnist ASB,
félag afgreiöslustúlkna i
brauð- og mjólkurbúöum
„Bageri- og mejeriudsalgs-
ekspeditricernes fagforen-
ing" á því góöa máli
frænda okkar, dönsku. Hin
vinsæla Innheimtustofnun
sveitarfélaga heitir
„Communal Alimony Coll-
ection Center" á ensku.
Um allt þetta og fjölmargar
aðrar stofnanir er að finna upp-
lýsingar i riti Hagstofunnar
„Skrá um stofnanaheiti”. Þar er
yfirlit um 1500 stofnanir og heiti
þeirra birt á islenzku, ensku og
dönsku.
1 formála hagstofustjóra Klem-
ens Tryggvasonar, segir m.a.:
,,Það er reynsla margra, að oft sé
furðu fyrirhafnarsamt að fá not-
hæfa þýðingu á heitum stofnana,
embætta og félagssamtaka, en til
sliks þurfa menn oft að gripa
vegna sivaxandi samskipta við
önnur lönd. Fæstar stofnanir og
félagssamtök hafa á reiðum
höndum þýðingu á heitum sinum
Nítján teknir fyrir
ölvun við akstur
Að sögn óskars ólasonar
vfirlögregluþjóns um-
feröarmára var mjög
mikið um þaö að ökumenn
Húsaleiga
Framhald af bls. 1.
heimild frá félagsmálaráuðu
neytinu, og geta leigutakar þvi
neitað að greiða hækkaða húsa-
leigu, geti leigusali ekki fram-
visað sliku ieyfi.
Ef leiga hækkar er hægt að
kæra slikt til sakadóms sem brot
á verðlagslögum. Hyggist leigu-
sali láta bera leigutaka út, sem
þráast við að greiða hækkaða
húsaleigu, getur leigutaki haldið
uppi vörnum i fógetadómi.
Ef skipti verða á leigutökum i
ibúðum, er ekki heimilt að hækka
leiguna við nýju leigjendurna frá
þvi sem var hjá fyrri leigjendum.
Húsaleigumiðstöð
Þar sem slikt neyðarástand er
rikjandi i húsnæðismálum sem
hér á Stór-Reykjavikursvæðinu,
er ekki lengur hægt að komast
undan þvi fyrir opinbera aðila að
gripa til einhvers þess ráðs sem
tryggt getur rétt leigutakans og
komið ég veg fyrir að á honum sé
niðst vegna þess ástands sem rik-
ir.
Það sem væntanlega gæti
komið i veg fyrir húsaleiguokrið i
eitt skipti fyrir öll væri, að hið
opinbera beitti sér fyrir stofnun
húsaleigumiðstöðvar.
Hlutverk slikrar stofnunar yrði
að sjá til þess, að allir leigu
samningar væru haldnir af báð-
um aðilum, og undirskrift sliks
samnings þýddi ekki afsal
mannréttinda leigutakans, eins
og virðist með húsaleigusamn-
inga Húseigendafélags Reykja-
vikur.
Til þess að leigusamningar
teldust löglegir þyrfti að koma til
viðurkenning leigumiðstöðvar-
innar á þeim, og jafnframt að þær
ibúðir.sem ekki væru leigðar eftir
viðurkenndum reglum slikrar
leigumiðstöðvar, fengju ekki
brunatryggingu né aðrar skyldu-
tryggingar.
Slik leigumiðstöð gæti leyst
gifurlegan vanda og kæmi jafn-
framt i veg fyrir meginhluta þess
okurs á leiguhúsnæði, sem nú við-
gengst.
Er hér með skorað á stjórnvöld
að koma slikri leigumiðstöð upp
fyrir lok verðstöðvunar.
—úb
YFIRDEKKJUM
HNAPPA
SAMDÆGURS
SELJUM SNIÐNAR StÐBUX-
UR OG VMSAN ANNAN
SNIÐINN FATNAÐ.
BJARGARBOÐ H.F.
Ingólfsstr. 6 Simi 25760.
væru teknir ölvaðir við
akstur um helgina. Frá þvi
á föstudagskvöld og til
mánudagsmorguns voru 19
bílstjórar teknir fyrir ölvun
við akstur.
Heildartala þeirra sem teknir
hafa verið fyrir ölvun við akstur
það sem af er árinu er nú um 500,
eða mjög svipuð þvi sem hún var
um þetta leyti i fyrra. Allt siðast-
liðið ár voru 832 ökumenn teknir
ölvaðir við akstur.
Umferðarlögreglan hefur orðið
vör við það, að menn hefji
drykkju siðari hluta föstudags á
vinnustöðum, og er mikið um að
menn séu teknir grunaðir um ölv-
un við akstur þegar þeir koma
úr vinnu eftir að hafa fengið út-
borgað.
Astæða er til að benda drykk-
felldum ökumönnum á, að fjár-
hagsleg staða þeirra getur verið
mjög hæpin, svo ekki sé meira
sagt, valdi þeir tjóni i umferðinni
undir áhrifum áfengis, en trygg-
ingarfélög eiga endurkröfurétt á
hendur þeim mönnum, sem
sannanlega hafa valdið tjóni i
umferðinni undir áhrifum áfeng-
is.
Jafnvel þótt ökumönnum þyki
þeir færir i flestan sjó, þegar þeir
eru orðnir hýrir, ættu þeir að taka
þvi vel, þegar lögreglan stöðvar
þá, þvi ódýrara og skaðlausara er
að missa prófið einhvern tima og
borga litilsháttar sekt, heldur en
að lenda i þviað valda tjóni, sem
ef til vill enginn er borgunarmað-
ur fyrir, þó svo bezt sé að láta bil-
inn eiga sig ef vin hefur verið haft
um hönd.
—úþ
á erlend mál, og sum þýdd heíti,
sem eru i notkun, eru litt fram-
bærileg. Úr þessu má bæta með
útgáfu litils uppsláttarrits og með
þvi að það hefur enn ekki birzt
ákvað Hagstofan að semja og
gefa út þetta hefti með danskri og
enskri þýðingu á heitum stofn-
ana, embætta, félagssamtaka og
starfsgreina.”
Þess má geta að Alþýðubanda-
lagið heitir samkvæmt þessari
skrá „Folkealliansen” á dönsku
og „The People’«s Alliance” á
ensku.
Leiðrétting
Meinleg villa slæddist inn i við-
tal við Ólaf M. Jóhannesson, for-
mann Sambands islenzkra
kennaranema.
I viðtalinu stóð að verið væri að
vinna að þvi að fá stúdentspróf
kennaraskóla viðurkennd sem
inntökuskilyrði i Háskólann. Auð-
vitað er um kennarapróf að ræða
— stúdentsprófið er jú löngu
viðurkennt
I þriðja sæti
Framhald at dis. 6.
miklu þófi á miiðjum velli, sókna-
leikur beggja liðanna var frekar
lokaður og fór um of fram á miðj-
um velli. Varnarleikurinn var oft
grófur og leiðinlegur á að horfa.
Þannig kom ailtof litið út úr þess-
um leik, sem annars hefði getað
orðið góður, þvi aðstaða til að
leika knattspyrnu var, eins og
áður segir, eins góð og frekast er
unnt.
Dómari i leiknum var Einar
Hjartarson, og verður honum
vart hrósað fyrir frammistöðuna.
Skipsstrand
Framhald af bls. 3.
að freista þess að sækja mennina
á gúmibát, og hinkruðu þá björg-
unarsveitarmenn við þar sem
þeir voru komnir.
Þegar svo tilkynning þess efnis,
að mennirnir væru komnir heilu
og höldnu um borð i Óðin, barst
björgunarsveitinni sneri hún aft-
ur til Klausturs.
Ekki var vitað i gær hvað olli
strandinu, en verið er að undir-
búa björgun bátsins ar andinum.
Til þess að það geti Oi jíö, þarf að
flytja ýmis tæki austur á '
urnar, en þó er talið v:
bjarga megi honum ef ekl
mjög slæmt i sjó.
Fram heppið
Framhald af bls. 7.
af bjargaðist markið á einhvern
hátt. A 50. minútu var Þórhallur i
dauðafæri en mistókst að skora,
og á 70. minútu bjargaði Agúst
Guðmundsson bakvörður Fram á
marklinu, svo dæmi séu nefnd.
Fram má sannarlega þakka
fyrir þetta jafntefli, og það er
greinilegt að íslandsmeistara-
heppnin er yfir Fram þetta
sumar, sú heppni sem þarf til að
vinna mót. Þeir Ásgeir, Marteinn
og Elmar voru beztu menn liðsins
að þessu sinni eins og svo oft
áður.
Guðgeir Leifsson bar af i
Vikingsliðinu sem og raunar á
vellinum, og það er vart annar
betri knattspyrnumaður til á Is-
landi i dag. Þá áttu þeir Jóhannes
Bárðarson, Gunnar Gunnarsson
og Eirikur Þorsteinsson góðan
leik, og Stefán kom mjög vel frá
leiknum, en mætti vera ákveðn-
ari.
Dómari var Magnús V. Péturs-
son og dæmdi vel.
—Sjdór.
Skrítlan
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar og Pick—Up bif-
reið með húsi er verða sýndar að Grensás-
vegi 9, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 12-3.-
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl.
5.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Kjörskrá
fyrir prestskosningu, sem fram á aö fara I Nesprestakalli
sunnud. 17. sept. n.k„ liggur frammi I félagsheimili Nes-
kirkju kl. 13.00 til 19.00 alla virka daga nema laugardaga á
timabilinu 28. ágúst til og með 5. sept.
Kærufrestur er til kl. 24.00 10. sept. n.k. Kærur skulu send-
ar formanni sóknarnefndar, Þórði Ag. Þórðarsyni, Greni-
mel 44. Kosningarétt við prestskosningar þessar hafa
þeir, sem búsettir eru i Nesprestakalli I Reykjavlk og Sel-
tjarnarnesi, hafa náð 20 ára aldri á kjördegi og voru f
Þjóðkirkjunni 1. des. 1971, enda greiði þeir sóknargjöld til
hennar á árinu 1972.
Þeir sem siðan 1. des. ’71 hafa flutzt I Nesprestakall, eru
ekki á kjörskrá þess eins og hún er nú lögð fram til sýnis,
og þurfa þvi að kæra sig inn á kjörskrá.
Eyðublöð undir kærur fást á manntalsskrifstofu Reykja-
víkur i Hafnarhúsinu og skrifstofu sveitarstjóra Seltjarn-
arneshrepps. Sömu skrifstofur staðfesta, með áritun á
kærur, að flutningur lögheimilis i prestakaliið hafi verið
tilkynntur og þarf ekki sérstaklega greinargerð um mála-
vexti til þess að kæran vegna flutnings lögheimilis I
prestakallið verði tekin til greina af sóknarnefnd.
Þeir sem flytja lögheimili sitt I Nesprestakall eftir að
kærufrestur rennur út 10. sept n.k. verða EKKI teknir á
kjörskrá að þessu sinni.
Kjördagur og kjörstaðir nánar auglýst slðar.
REYKJAVIK 17. ágúst 1972.
SÓKNARNEFND NESSÓKNAR.
Orðsending
Framhald af bls. I.
vegna máls þess, sem nú sé fyrir
dómstólnum, og að hún muni
reiðubúin til að fara eftir henni.
Jafnframt er þvi lýst yfir, að
brezka rikisstjórnin sé reiðubúin
til aðhafa viðræður við rikisstjórn
tslands um viðhorfin svo fljótt
sem báðum aðilum hentar.
Sams konar skilaboð hafa bor-
izt frá rikisstjórn Sambandslýð-
veldisins Þýzkalands.
BRIDGESTONE
NYLON hjólbarðarnir japönsku
fóst hjó okkur.
Allar stærðir á fólksbíla, jeppa og vörubíla.
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
Verkstæðið opið alla daga
frá kl. 7.30 til kl. 22.00.
CðMHIÍVlllUSTOFAN^
SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SlMI 31055^-