Þjóðviljinn - 08.09.1972, Side 2

Þjóðviljinn - 08.09.1972, Side 2
2 SIÐA — Þ.IÓÐVILJINN Föstudagur S. september 1972 Húsbyggjendur — Yerktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum ‘og beygjum stál og járn eftir óskum viöskiptavina. Stálborgh.f. t Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 424S0. Sýningin Búnaður safna i bókageymslu Norræna Hússins verður opin almenningi daglega 8. -12. september kl. 9 - 19. Ókeypis aðgangur. Verið velkomin. NORRÆNA HUSIO Mjólká H Um mánaðamótin febr. — marz 1973 verða væntanlega boðnar út bygginga- framkvæmdir við vatnsaflsvirkjunina Mjólká II (5,700 kW) i Arnarfirði. Væntanlegir tilbjóðendur geta fengið frumgögn að útboði á skrifstofu raf- magnsveitustjóra frá og með mánu- deginum 11.09.72 gegn 2.000 kr. skila- tryggingu. ltafmagnsveitur rikisins I.augavegi 116 Iteykjavik. Frá Námsflokkum Hafnarfj arðar Gagnfræðadeildir verða starfræktar i Námsflokkum Hafnarfjarðar i vetur. Kennt verður námsefni 3. og 4. bekkjar. Væntanlegir nemendur geta þvi valið um að taka gagnfræðapróf á einum eða tveim vetrum. Kennt verður 5 kvöld vikurnnar, samtals 20 stundir i viku. Kenndar verða allar greinar gagnfræðaprófs. Kennsla fer fram i húsi Dvergs h.f., Brekkugötu 2, og þar mun skrifstofa Námsflokka Hafnarfjarðar einnig verða til húsa. Innritun fer fram dagana 13/9 til 15/9 kl. 17-21 i Lækjarskóla. Skólinn verður settur 20/9 i húsi Dvergs h/f. Upplýsingar munu liggja frammi frá og með 12. þ.m. á fræðsluskrifstofunni og i bókabúðum bæjarins. Allar nánari upp- lýsingar gefa forstöðumaður i sima 51792 eða 41228 (heima) og Fræðsluskrifstofc Hafnarfjarðar, simi 53444. FORSTÖÐUMAÐUR. Samkomulag milli Belgíu og íslands um landhelgismálið Á blaðamannafundi sem rikisstjórnin efndi til i gær var afhent samkomulag Belga og islendinga i land- helgismá linu. Þjóðviljinn birtir hér i heild erinda- skipti Belga og islendinga. i dag skiptust Kinar Ágústsson utanrikisráöherra og E. Harford sendiherra Belgiu á erindum þeim sem hér fara á eftir: Erindi utanrikisráöherra: Háttvirti sendiherra, Ég leyfi mér aö visa til við- ræöna íulltrúa rikisstjórna fs- lands og Belgiu og aö staðfesta eftiríarandi niöurstööur, sem viö- ræöurnar hafa leitt til: Hikisstjórnir islands og Belgiu hafa gert meö sér eftirfarandi samkomulag vegna vandamála* þeirra. sem skapast vegna út- færslu islenzku fiskveiðimark- anna úr 12 i 50 milur frá 1. september 1972: 1. Ekkert ákvæði samkomulags þessa skal taliö hafa áhrif á kröfur eöa sjónarmið aðila þess. aö þvi er varöar almenn- an réttstrandrikis til að ákveða viöáttu fiskveiðilögsögu sinnar. 2. Veiöileyfi þau sem veitt verða belgiskum skipum i samræmi viö samkomulag þetta skulu taka til botnfiskveiða. 3. Skipum þeim. sem skráð eru i fskj. I. viö samkomulag þetta, skal veitt veiöileyfi af islenzk- um stjórnvöldum til að stunda veiðar á þeim svæðum, sem talin eru i fskj. II. Veiðileyfi veröa gefin út fyrir 6 mánaða timabil i senn. 4. Belgisk veiöiskip skulu gæta sérstakrar varúöar vegna neta islenzkra fiskiskipa á þeim svæðum, sem lýst er i fskj. II og fara eftir þeim reglum, sem islenzk stjórnvöld kunna að setja, varöandi sérstök neta- og linusvæði islenzka bátaflotans. 5. Samkomulag þetta skal gilda til 1. júni 1974. 6. Landhelgisgæzlan skal eiga rétt á aö rannsaka veiðiútbún- aö þeirra skipa. sem veiðileyfi hafa,og krefjast hvers konar upplýsinga varðandi veiöarnar sem hún telur nauðsynlegar. Við móttöku svars yðar þess efnis að rikisstjórn Belgiu fallist á ofangreind ákvæði, mun rikis- stjórn islands lita svo á, að með erindi þessu og svari yðar hafi náðzt samkomulag milli rikis- stjórna Islands og Belgiu um þetta efni og að samkomulagið taki gildi við dagsetningu svarer- indis yðar. Ég leyfi mér. háttvirti sendi- herra, að votta yður sérstaka virðingu mina. Einar Ágústsson. Krindi utanrikisráðherra fylgir fylgiskjal um þau 18 belgisku skip sem hafa heimild til fiskveiða hér við land, samkvæmt samkomu- laginu. Stærstu skipin eru: John. 555 tonn smiðaður 1952; Lans 288 tonn. smiðaður 1967: Belgian Skipper 350 tonn, smiðað- ur 1952 og Belgian Lady smiðuð 1959, 414 tonn. Þessi fjögur skip eru þau stærstu, en hin 14 öll minni, frá 127 til 280 tonn. Skipin eru yfirleitt gömuþátta þeirra frá þvi fyrir 1950. Skipin eru frá Ost- ende, með einkennisstafinn O framan við númerið, en eitt skip- anna er frá Zeabriicke. Þá fylgir samkomulaginu fylgi- skjal um svæðaskiptjngu, sem kemur glöggt fram á með- fylgjandi korti. Þar sést lika hversu langan tima Belgarnir geta á ári hverju veitt innan hólf- anna. Loks er hér birt svarerindi sendiherra Belgiu: Svarerindi sendiherra Beigiu: Herra utanrikisráðherra, Ég leyfi mér að viðurkenna móttöku erindis yðar, dags. 7. september 1972, er hljóðar þann- •g: (Samhljóða erindinu hér að framan). Vil ég hér með staðfesta við yð- ur að rikisstjórn Belgiu fellst á ákvæði ofangreinds erindis og samþykkir tillögu yðar um að með erindi yðar og svari minu hafi náðzt samkomulag milli rikisstjórna islands og Belgiu um þetta efni og að samkomulagið taki gildi við dagsetningu þessa svars. Ég leyfi mér. háttvirti utanrikisráðherra. að votta yður sérstaka virðingu mina. E. Harford sendiherra Gefa í land- helgissjóð Stjórn Félags járniðnaðar- manna hefur ákveðið, að Félag járniðnaðarmanna leggi kr. 50.000.00 i fjársöfnun til Land- helgissjóðs i tilefni útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 50 milur 1. september s.l. Framlag Félags járniðnaðar- manna mun afhent Alþýðusam- bandi Islands, sem mun safna saman framlögum verkalýðs- félaga og félagsmanna þeirra og afhenda siðan til Landhelgis- sjóðs. Ljósmœður Ljósmóðir óskast strax til afleysinga i hálfan mánuð frá 11.-25. sept. i mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur. Forstöðukona veitir nánari upplýsingar i sima 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavikur. NAUÐUNGARUPPBOÐ Eftir kröfu bæjarsjóðs Kópavogs, Agnars Gústavssonar hrl., Björns Sveinbjörns- sonar hrl., Hauks Jónssonar hrl. og skatt- heimtu rikissjóðs i Kópavogi verða bifreiðirnar Y 1398 — Y 2138 — Y 2715 — R 22545 — G 4257 og hjólmúgavél og snúningsvél seldar á opinberu uppboði, sem haldið verður i félagsheimili Kópa- vogs föstud. 15. sept. 1972 kl. 15.00. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.