Þjóðviljinn - 08.09.1972, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 08.09.1972, Qupperneq 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. september 1»72 JENNY BARTHELIUS: SPEGIL- MYND blaöi allt um misheppnaö lif sitt. llann skrifaði um kvikmyndir og leikhús, var með skegg og einn þeirra sem alls staðar ,,sást”. Pía var simastúlka með leikhús- áhuga. Gat hann gert nokkuð fyr- ir hana? (Það gat hann, en ekki það sem hún hafði i huga). Ingela og maðurinn sem kallað- ur var Toni, sátu i sófanum. Hann hélt utanum mittið á henni, þau drukku úr sama glasi, reyktu sömu sigarettuna. Hann var fölur og það var eins og hann væri með stóra klukku innaní höfðinu sem tifaði eins og timasprengja. Hann stóðst freistinguna að leggjast út- af, sofna frá öllu saman og vakna aftur til eðlilegs lifs. Ef til vill var þetta allt saman martröö, ef til vill lá hann i rúminu sinu i Málm- ey og ekkert hafði gerzt? Hann þreyfaði sem snöggvast á umbúð- unum: þær voru raunverulegar. Ingela var raunveruleg. Andlitið á Berthinum megin i stofunni var raunverulegt: — Þú litur hálfilla út, Toni. Þú ættir að skreppa út sem snöggv- ast. Gakktu nokkra hringi kring- um blokkirnar. Þér veitir ekki af fersku lofti. Hann hlýddi og reis á fætur. Ingela stóð lika upp. — Ég kem með, sagði hún i skyndi. En Bert kom til þeirra, tók utanum Ingelu og sagði: — Ljót stelpa, þú hefur ekki dansað einn einasta dans við mig. Komdu nú. Bert dró hana með sér út á gólf- ið og hann sem kallaöur var Toni stóð tviráður eftir. — Labbaðu þig út smástund, sagði Bert þegar hann og Ingela dönsuðu hjá. — Vertu úti og and- aðu djúpt, þá liður þér betur á eft- ir. Klukkan er ekkert orðin. Er það ekki? hrópaði hann. — Við höldum áfram lengi enn. Veit nokkur hvað klukkan er, min hef- ur stanzað. Það var kallað úr þrem áttum að minnsta kosti að klukkan væri hálfeitt. Hann sem kallaður var Toni gekk undir græna tjaldið og fram i yfirþyrmandi anddyrið. Andartak starði hann á spegil- mynd sina án þess að þekkja sjálfan sig. Hann tók sjálfan sig taki. litlaði við lásinn á útihurð- inni og komst loks fram i stigann, þar sem loftið var svalt og hress- andi. Strax og hann komst útundir bert loft leið honum betur. Andr tak stóð hann og hallaði sér upp að húsveggnum, svo gekk hann hægt af stað eftir götunni. Hann hafði enga hugmynd um hvert hann ætlaði. Enda stóð það á sama. Hann heyrði rösklegt fótatak bakvið sig, glamur i íéttum næia- háum skóm. Ingela, hugsaði hann. Hönd greip um handlegg hans. — Afsakið, er nokkuð að? Hann hafði aldrei heyrt röddina áður og hann hafði aldrei séð stúlkuna áður. Samt var eitthvað kunnuglegt við hana eins og hann þekkti hana vel, en ef til vill frá annarri tilveru, öðru lifi, ein- hverju fyrir langalöngu. — Nei, nei, sagði hann. — Hvaðan komið þér? Hún benti i áttina að húsinu sen» hann var að koma úr. — Ég var þarna inni. Ég var á leiðinni inn. Þegar ég kom fram af snyrtiherberginu hjá Beatrice, kom ég auga á yður og mér fannst þér lita svo illa út. Og mér fannst ekki rétt að þér færuð aleinn út, svo að ég sótti kápuna mina og hljóp út. Liður yður eitthvað illa? — Já, mér leið illa, sagði hann. — En ekki lengur. Nú liður mér ágætlega. Voruð þér að koma i veizluna hans Berts? — Já, ég gat ekki komið fyrr en seint, en þau sögðu að það stæði alveg á sama hve seint ég kæmi. Getið þér áreiðanlega komizt heim hjálparlaust? Eigum við ekki að reyna að ná i leigubil? Nei, engan leigubil. Ég ætl- aði bara að ganga svolitinn spöl og fá mér ferskt loft. Svo fer ég til baka. Þetta er eiginlega furðuleg veizla. Að þér skuluð nenna að fara á svona samkundur. Þær eru svo skelfilega leiðinlegar. — Stundum, sagði hún. — Stundum geta þær verið skemmtilegar. Var Kenneth þarna? — Já, En ég missti vist af fyllirisskopstælingunni hans. Rolf var þar lika. 1 bjarmanum frá götuljósi sá . hann að hún gretti sig. Hún var með stutt, beint nef og há kinn- bein. Hún var með hendur i vös- um og kraginn á hvitu regnkáp- unni var uppbrettur. — Var Ingela þar? — Já. Hún virtist aðlaðandi. Hún yppti öxlum og horfði beint fram fyrir sig. - Eigið þér sigarettu? Hann bauð henni sigarettu og kveikti i henni. Þau gengu hægt eftir götunni og þögðu. Einu sinni leit hún upp til hans og brosti i svip. — Fyrirgefið þótt ég sé leiðin- leg. Ég er þreytt i kvöld. Hann kinkaði kolli. — Eg er lika leiðinlegur. Og ég get ekki einu sinni kennt þvi um að ég er þreyttur. þvi að ég er leiðinlegur lika þar fyrir utan. Það er ólæknandi. — Ekki trúi ég þvi. Bert á enga leiðinlega kunningja. — Eg vinn hjá Bert. Þaö er ekki þar með sagt að ég sé úr glaða samfélaginu hans. — Bert er ágætur, sagði hún út i bláinn, eins og Bert þyrfti varn- ar við. Þau komu að skemmtigarði og settust á bekk við einn stiginn sem lá að litilli tjörn. Hann hall- aði höfðinu afturábak og horfði upp i himininn sem var stjörnu- bjartur og kyrrlátur og hátt uppi. Hún sat i hnipri við hliðina á hon- um, sagði ekki neitt, rótaði bar dálitið i mölinni með öðrum skón- um. Þau reyktu aftur og minút- urnar liðu hjá milli þeirra eins og sandkorn og allt i einu stóö timinn kyrr, ekkert var til nema stjörnu- björt nótt og þögn. Það marraði i mölinni þegar næturhrafn gekk hjá. Hann horfði yfir til þeirra eins og hann væri að reyna að greina andlit þeirra i myrkrinu. — Er þetta sárt? spurði hún og snerti umbúðirnar með fingur- gómunum.— Er það reglulega sárt, á ég við? — Ekki núna. Slátturinn er hættur. Áðan var eins og allt ætl- aði að springa en nú er allt með kyrrum kjörum. Þeir eru búnir að leggja sig þeir sem eru annars að hamra án afláts með hömrum og verkfærum. — Rétt eins og Karius og Baktus, sagði hún hlæjandi. — Þetta er synd og skömm. Hefur þetta verið svona iengi? Ekki sérlega lengi. Ég lenti i bilslysi. Kékk smáheilahristing. Ekkert alvarlegt. Veslingurinn. Ilún strauk honum um vangann og lét höndina hvila þar andartak. Ilún varhlý og mjúk. Hann lokaði augunum. — Gerið þetta aftur, bað hann og höndin kom aftur og hvildi kyrr við andlit hans. í fyrsta skipti á þessum sólarhring sleppti angistin tökum á honum og léttir- inn var svo mikill að hann tók andköf, næstum eins og þegar óbærilegum sársauka linnir. Er þetta betra? Hann kinkaði kolli, færði sig nær henni og lokaði augunum. Fannst hann allur liggja upp við höndina á henni. Honum fannst hann vera að sofna. Hann seig ögn saman á bekknum og hún lagði lausa handlegginn utanum hálsinn á honum og hélt honum upp að sér með föstu en mildu taki. Blundaðu andartak. hvislaði hún. — Þér veitir ekki af. Svo getum við farið til baka. Ilann leið mótstöðulaust inn i eins konar svefn og i svefninum fannst honum hann heyra rödd: Af hverju sagðist Bert ekki hafa neina klukku? Hann var með úr — fyrr um kvöldið að minnsta kosti. Eða sagði hann að klukkan væri stönzuð eða gengi vitlaust? Engin svör fengust við spurningunum. Hann svaf og hvildi höfuðið upp við öxlina á ókunnugu stúlkunni. (Kringum þau er skemmti- garðurinn i skugga og það skrjáfar dálitið i þurrum blöðum runnanna. Stúlkan andvarpar og hagræðir sér i sætinu. svo að höfuðið á manninum sigur fram á brjóst hennar. Það marrar aftur i mölinni og skuggi kemur fram úr myrkrinu. skugginn verður að manni sem stanzar fyrir framan þau. Hæ. Hafið þér eldspýtu, segir hann lágri röddu. Stúlkan leitar i kápuvasanum með lausu hendinni. nær i eld- spytustokk sem hún réttir mann- inum. Hann kveikir i sigarettu, blæs frá sér reyknum og segir: Það lilaut svo sem að vera, að það væru þessir eineggja tviburar nágrannans. ■CO FöSTUDAGUR 8. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. Morgunleikf im i kl. 7.50 Morgunst. barnanna kl. 8.45: Lilja S. Kristjánsdóttir heldur áfram sögunni af ,,Mariönnu” eftir van Holst. (5). Tilkynningar kl. 9.30Ú Létt lög milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. 10.25 I’op-tónleikar. P’réttir kl. 11.00 Tónleikar: Nýja Filharmóniu- sveitin leikur Sinfóniu nr. 1 i B-dúr „Vorsinfóniuna” eftir Schumann, Otto Klemperer stj. / Alicia De Larrocha leikur á pianó Capriccio i a- moll, op. 33, nr. 1 og Variationes Sérieuses i d- moll, op. 54 eftir Mendels- sohn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tillkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdcgissagan: „Þrútið loft” cftir F.G.Wodehousc. Jón Aðils leikari les (20). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar Jan- et Baker syngur tvö lög eftir Richard Strauss, „Die Nacht” og „Morgen” Gerald Moore leikur með á pianó. Cleveland-hljóm- sveitin leikur Sinfóniu nr. 10 eftir Gustav Mahler, George Szell stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókarlestur: Skólaferðin eftir séra As- mund Gislason Guðmundur Arnfinnsson les (3) sögulok. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frá Ólympiuleikunum i Munchen Jón Asgeirsson segir frá. 19.40 Fréttaspegill 19.55 Bókmenntagetraun 20.10 Gestur i útvarpssal Hein- rich Berg pianóleikari frá Hamborg leikur. a. Sex pre- lúdiur eftir Rakhmaninoff. b. „Dóná svo blá”, vals eftir Johann Strauss, búinn út fyrir pianó af Schulz-Evler. 20.40 Tækni og visindi. Páll Theodórsson eðlisfræð- ingur og Guðmundur Eggertsson prófessor sjá um þáttinn. 21.00 Sumartónleikar frá finnska útvarpinu. Útvarps- hljómsveitin i Helsinki leik- ur finnska skemmtitónlist. Einsöngvarar: Taru Val- jakka og Jorma Hynninen. Stjórnendur: Paavol Berg- lund, Okku Kamu o.fl. 21.30 útvarpssagan: „Dala- lif” eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson les (20) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Smásaga: „Tilfinningasemi” eftir Dorthy Parker i þýðingu Steinunnar Gisladóttur. Valgerður Bára Guðmunds- dóttir les. 22.35 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta timanum. Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. o & FöSTUDAGUR 8. september 18.00 Frá Ólympiulcikunum. Kynnir ómar Ragnarsson. (Evrovision) lllé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Tónlcikar unga fólksins. Hljómsveitaleikur. Hér út- skýrir Leonard Bernstein útsetningu og flutning hljómsveitarverka og stjórnar Filharmóniuhljóm- sveit New York-borgar. sem leikur kafla úr verkum eftir Copland. Haydn, Stra- vinsky, Beethoven, Mozart, Brahms, Debussy.Gersh- win og fleiri öndvegistón- skáld siðustu alda. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.20 Ironsidet Bandariskur sakamálaflokkur. Þrihyrn- ingurinn. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.10 Erlend málcfni.Umsjón- armaður Sonja Diego. 22.40 Frá Ólympiuleikunum. 23.00 Dagskrárlok. FÉLAG mim HUÖMUSTARMANIHA #útvegar yður hljódfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlcgast hringið í 202SS milli kl. 14-17 FRAMTÍÐARSTARF Samgönguráðuneytið óskar eftir að ráða karl eða konu til vélritunar, skjala- vörzlu og annarra almennra skrifstofu- starfa. Laun samkvæmt 13. launaflokki hins al- menna launakerfis starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 15. september 1972. Reykjavik, 5. september 1972. Samgönguráðuneytið. □ □□

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.