Þjóðviljinn - 08.09.1972, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 08.09.1972, Qupperneq 12
UOBVIUINN Föstudagur 8. september 1972 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar' eru gefnar I simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Kvöld— og helgidaga- varzla apóteka vikuna 2. til 8. september er i Laugavegs- , Holts- og Garðsapótekum. Næturvarzla i Stórholti 1. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Spasski: „Kischcr vann cinfaldlega vegna þess að hann tcfldi bctur". Spasski á brottfarardaginn: „Mér geðjast vel að Bobby” ,,Mér geöjast vel að Bobby Fischer og tel mig skilja hann. Bobby bindur ekki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamennirnir, en það er að sinu leyti ánægju- leg tilbreyting í hvers- dagslífi okkar aldar". A þessa leið fórust Boris Spasski orð um manninn sem rændi hann heimsmeistara- tigninni, er hann sat fyr- ir svörum á fundi með blaðamönnum á Hótel Sögu i gær. Spasski mætti einn sins liðs til fundarins og var hinn hressasti að sjá. Ekki kvaðst hann vera of sleipur i enskri tungu, og fór þess á leit við rússneskumælandi menn, ef einhverjir væru þar inni, að veita sér aðstoð og túlka, hvað einn erlendur blaðamaður gerði með ágætum. Heimsmeistarinn fyrrver- andi kvaðst vera hinn ánægö- asti með dvölina hér. öll að- staða hefði verið eins og bezt yrði á kosið, hérlendis rikti góður skákandi. og hann hefði mikinn hug á að koma hingað aftur. þá ekki siður til að taka þátt i skákkeppni. „Framkoma Fischers fyrir einvigið kom mér að vissu leyti úr jafnvægi”, sagði Spasski. „Hins vegar var ekk- ert að framkomu hans að finna i einviginu sjálfu, og hann tefldi mjög vel. Þrett- ánda skákin þótti mér skemmtilegust, en undir lokin urðu skákirnar rislægri. Þegar á heildina er litið, má ef til vill segja, að ég hefði getað gert betur, en nokkrum sinn- um i einviginu leið mér bein- linis illa. Ég veit ekki enn hverju það sætti, en ég og félagar minir töldum réttast að láta fara fram rannsókn i Laugardalshöllinni, til að ganga úr skugga um hvort eitthvað kynni að leynast þar, sem gæti hafa valdið vanliðan minni. Sigur Fischers hefur vita- skuld mikil áhrif á stil skák- manna ekki aðeins i sovétrikj- unum, heldur og öllum heim- inum. Heima i Sovétrikjunum úir og grúir af aðdáendum Fischers, sem von er. Fischer er frábær skákmaður. og hann vann mig einfaldlega vegna þess að hann tefldi bet- ur”. Spasski bað blaðamenn fyr- ir kveðjur sinar til islenzku þjóðarinnar og þakkaði vel- vild og hlýhug almennings i sinn garð. Þau hjónin Boris og Larissa héldu áleiðis til Kaupmannahafnar siðdegis i gær. Þar dvelja þau til sunnudags og halda siðan til sins heima i Moskvu. Arabar klofnir vegna Mtinchenatburðanna Ovist um leiðtoga- fund BRÚSSEL 7/9. —Enn er óvist hvort unnt verður að halda fund leiðtoga Efnahagsbandalags- rikjanna i október, eins og áform- að hefur verið. h'rá þessu var skýrt i BrOssel i dag, eftir að sendiherrar Efnahagsbandalags- rikjanna og sendiherrar land- anna, sem sækja um aðild að bandalaginu, hafa setið á stöðug- um undirbúningsfundum siðan á mánudag. Kaupfélag Hafnarfjarðar opnar útibú í Noréurbœnum Kaupfélag Hafnarfjarðar mun opna nýtt útibú i Norðurbænum i Hafnarfirði i dag. Verzlunin er að Miðvangi 41, á neðstu hæð átta hæöa fjölbýlishúss, sem þar er að risa. Þetta er bráðabirgðaraðset- ur i austurenda hússins, en siðar verður verzlunin flutt i nýtizku verzlunarmiðstöð norðar i lóð- inni. Yfirbyggður gangstigur mun þá liggja á milli fjölbýlis- hússins og verzlunarmiðstöðvar- innar. Þessi nýja verzlun sem nú er verið að opna er 300 fermetrar að stærð og að sjálfsögðu með kjörbúðarsniði. Innréttingarnar og kæliklefar er innflutt frá sænska Samvinnusambandinu. Þar verða á boðstólnum allar matvörur, mjólk og mjólkurvör- ur, brauð og kjötvörur. Þótt verzlunin sé hér til bráðabirgða, hefur verið til hennar vandað eins og til frambúðar væri. A neðstu hæð þessa stóra fjölbýlishúss verða, auk þessarar nýju kjörbúðar, margskonar þjónustufyrirtæki, svo sem apó- tek, pósthús, þvottahús, snyrti- stofur, bankaútibú, sérverzlanir o.s.frv. Verzlunarstjóri verður Gisli Halldórsson, en kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hafnarfjarðar er Ragnar Pétursson. — úþ. Blaðberar óskast Þjóðviljinn óskar aö ráöa blaðbera í eftir talin hverfi: Seltjarnarnes Kvisthaga Hjaröarhaga Kaplaskjól Skjól Hóskólahverfi Drápuhlið Blönduhliö Mávahlíð Stórholt Háteigsveg Lönguhlíð Nökkvavog Grunna Álfheima Laugarnes Leifsgötu Vogahverfi Háaleitisbraut Safamýri Laugaveg Þjóðviljinn sími 17500 BEIRUT 7/9. — Atburð- irnir i Munchen, þegar arabiskir skæruliðar drápu ellefu menn úr liði israels á Ólympiuleikunum, hafa valdið klofningi meðal Araba. Ýmsir leiðtogar Araba, einkum Hússein Jórdaniukonungur. hafa forda'mt aðgerðir skæruliðanna. Hússein sendi fjölskyldum hinna drepnu samúðarkveðjur og sagði i sjónvarpsviðtali að hann teldi ekki að Palestinuarabar styddu skæruliða. „Þeir eru Arabar, en gerðir þeirra voru ekki að sið Araba”, sagði konungurinn. Stjórn Libanons hefur einnig for- dæmt aðgerðirnar, en ekki eins harðlega. Ýmsir skæruliðar hafa tekið svipaða afstöðu. Ýmsir aðrir Arabar m.a. egypzka stjórnin hafa viljað skella skuldinni á vestur-þýzku lögregluna og stjórn V-Þýzka- lands. Þeir segja að það hafi verið hún, sem hóf skothriðina. og þannig hafi hún rofið það sam- komulag. sem hún hafði verið bú- in að gera við skæruliðana um að leyfa þeim að komast óhultum úr landi. Aðrir hal'a tekið enn harð- ari afstöðu með skæruliðunum og sagt. að menn ætlist til þess að Arabar fylgi reglum, sem lsraelsmenn virði ekki sjálfir. Stjórn Vestur-Þýzkalands visaði ásökunum Egypta á bug i dag, en viðurkennir þó, að ýmsir lögreglumenn hafi byrjað að skjóta á skæruliðana án þess að hafa fengið fyrirskipun um það. Lögreglustjórinn i Miinchen gaf i dag út yfirlýsingu. þar sem sagt var að skæruliðarnir hefðu orðið fyrri til að skjóta. en það stangast á við yfirlýsingu innanrikisráð- herra Bayern um, að lögreglan hafi skotið fyrst. Það mun taka langan tima að rannsaka málið og komast að sannleikanum. Lik hinna látnu Olympiufara voru flutt til Israels i dag. og var haldin minningarathöfn um þá á Gyðingar handteknir MOSKVU 6/9. — Lögreglan i Moskvu handtók i gærkvöld um 30 Gyðinga, scm reyndu að efna til mótmælaaðgerða fyrir utan sendiráð Libanons I borginni. Fjöldi einkennisklæddra lög- regluþjóna hafði tekið sér stöðu fyrir utan sendiráðið, þegar Gyð- ingarnir komu, og voru margir þeirra handteknir þegar i stað, en nokkrum tókst að komastundan. Gyðingarnir ætluöu að afhenda sendiráösmönnunum bréf, þar sem þeir sögðu að Libanonsmenn væru samsekir arabisku skæru- liðunum i Miinchen, þvi að þeir hefðu leyft skæruliðunum að dveljast i landinu. flugvellinum að viðstöddum fjölda manns. Vetraráætlun Ft innanlands verður eingöngu framkvæmd með Fokker Friendship skrúfu- þotum, en fclagið á nú fjórar slik- ar flugvélar. 1 einstökum atriðum er vetrar- áætlunin sem hér segir: Milli Reykjavikur og Akureyrar verða 17 ferðir i viku fram og aftur. Þar af halda ferðirnar á miðvikudög- um og sunnudögum áfram til Egilsstaða og til baka um Akur- eyri, og ferðirnar á mánudögum og föstudögum halda áfram frá Akureyri til Raufarhafnar og Þórshafnar og sömu leiö til baka. Til Vestmannaeyja verða 10 ferðir i viku sem er sami ferða- fjöldi og siðastliðinn vetur, en þess ber að geta að nú verða allar ferðir flognar með Friendship skrúfuþotum. Til Isafjarðar verða ferðir alla daga, þar af sex ferðir beint fram og til baka og Nýir yfirkennarar við Fellaskóla og Austurbæj arskól a Nýir yfirkennarar hafa verið ráðnir að tilhlutan fræðsluráðs Reykjavikur að Fellaskóla og Austurbæjarskóla. Yfirkennari Fellaskóla verður Sigurjón Fjeld- sted, en Austurbæjarskólans Hjalti Jónsson. ein með viðkomu á Þingeyri. Til Egilsstaða verður flogið alla daga. Þar af fimm beinar ferðir frá Reykjavik en tvær um Akur- eyri. Til Húsavikur verða þrjár ferðir i viku frá Reykjavik, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Hafnar i Horna- firði verða fjórar ferðir i viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Allar ferðir til Hafnar eru morgunferðir nema sunnudags- ferðin, sem er farin siðdegis. Er þetta meðal annars gert til þess að auðvelda hópum, félagssam- tökum og einstaklingum helgar- dvöl á Hornafirði. Til Patreksfjarðar verða þrjar ferðir i viku, á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Til Þingeyrar verður flogið á mið- vikudögum og sunnudögum i Framhald á bls. 11. Vetraráætlanir Flugfélags íslands Farþegar mæti nú aðeins með 15 minútna fyrirvara

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.