Þjóðviljinn - 21.09.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.09.1972, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. september 1972 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALESMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJOÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þ|óðvil)ans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritatjórar: Sigurður Guðmundaaon, Svavar Gesteson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuðf, Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. BRETUM OG VESTUR-ÞJÓÐYERJUM SVARAÐ Vestur-þýzki sendiherrann i Reykjavik kom þeim skilaboðum á framfæri fyrir helgina, að Vestur-Þjóðverjar og Bretar hefðu komið sér saman um að bjóða fs- lendingum til viðræðna um landhelgis- málið. Viðræðurnar áttu að fara fram i Bonn. Þessum skilaboðum hefur islenzka rikisstjórnin nú svarað. í fyrsta lagi hafnar hún þvi að ræða við fulltrúa beggja umræddra rikisstjórna, en lýsir sig reiðu- búna til þess að ræða við hvorn aðilann fyrir sig á hentugum tima. En i öðru lagi krefst rikisstjórnin þess að vilji Bretar efna til viðræðna um landhelgismálið verði þeir fyrst að svara tilboði islenzku rikisstjórnarinnar frá 11. ágúst. Það er að sjálfsögðu hreinn og beinn dónaskapur af brezku stjórninni að látast vilja fitja upp á viðræðum að nýju, eftir að hafa vikum saman verið i sjóræningjagervi á íslands- miðum og eftir að hafa látið tilboði is- lenzku rikisstjórnarinnar ósvarað um margra vikna skeið. Allir Islendingar gera sér nú i sivaxandi mæli grein fyrir þvi að Bretar eiga ekki skilið að fá neina samninga við íslendinga um landhelgis- mál eftir ögranir þeirra á íslandsmiðum. Siðustu fréttir af miðunum, er togarinn Ben Lui gerði tvær tilraunir til þess að sigla niður islenzkan vélbát, hafa ekki stuðlað að þvi að íslendingar kæri sig um að semja við Breta um fiskveiðiréttindi i landhelgi. Það er að minnsta kosti nauð- synlegt fyrir alla þá sem fjalla um land- helgismálið nú - bæði Breta og íslendinga - að gera sér grein fyrir að óhugsandi er að semja við Breta nema á svipuðum grundvelli og Belgiumenn, þ.e. á þeim grundvelli að brezkum skipum verði út- hlutað leyfum til veiða i takmarkaðan tima á takmörkuðum svæðum og að fs- lendingar hafi sjálfir framkvæmdavald, dómsvald og eftirlit i sambandi viö hugsanlegar veiðar brezkra sem annarra erlendra skipa hér við land. Jafnframt verður að vera tryggt að brezk skip dragi verulega úr veiðum sinum hér við land miðað við það sem verið hefur. Þær til- lögur sem islenzka rikisstjórnin sendi Bretum 11. ágúst eru i meginatriðum svipaðar þeim samningi sem gerður var við Belga i þessum mánuði. Brezka stjórnin verður að gera sér ljóst að hún verður ekki verðlaunuð fyrir ögranir sinar á fslandsmiðum með þvi að veita henni á nokkurn hátt hagstæðari samning en öðrum þjóðum sem átt hafa fiskveiðiskip hér við land. Svar islenzku rikisstjórnarinnar i fyrradag var þvi rétt og eðlilegt og i sam- ræmi við skoðun meginþorra íslendinga. LOFTUR OG UNILEVER Loftur Bjarnason, útgerðarmaður hval- skipanna, neitar þvi i Morgunblaðinu á dögunum að afstaða hans til Unilevers og brezkrar togaraútgerðar hafi breytt nokkru um afstöðu hans til leigu á hval- skipunum til landhelgisgæzlunnar. Þjóð- viljinn leggur af þvi tilefni fram eftirfar- andi spurningar, sem lesendur geta svarað sjálfir, — eða Loftur Bjarnason. 1. Finnst lesendum það sennilegt að skipa- eigandi sem hefur ekkert að gera fyrir skip sin hafni leigugjaldi eftir venjulegum leiðum, nema hann hafi eitthvað óhreint i pokahorninu? 2. Finnst lesendum sennilegt að skipa- eigandi noti það sem aðalviðbáru gegn þvi að leigja landhelgisgæzlunni skipin, að þau séu borðlág, og geti sokkið — nema hann hafi eitthvað óhreint i pokahorninu? 3. Vill einhver lesenda afsanna það að Unilever, alþjóðlegi lýsishringurinn, eigi meira en helming fjármagns i stærsta togarafélagi Vestur-Þjóðverja? Eða getur Loftur Bjarnason afsannað það að tvö dótturfyrirtæki Unilevers hafa gjörsam- lega yfirhöndina i verzlun með ferskan og frystan fisk i Bretlandi og hafa þannig úr- slitaáhrif á togaraútgerðina einnig? Það er ekki nóg fyrir Loft Bjarnason að segja að Unilever geri ekki út neina togara eins og hann gerir i grein sinni i Morgun- blaðinu. Það er fjármagnið og valdið sem máli skiptir, — sem ætti ekki að þurfa að segja honum eftir að sambönd hans við út- lendinga bönnuðu honum að leigja land-. helgisgæzlunni hvalskipin. Hafnasamband sveitarfélaga: Samþykkti frumvarp um hafnamál briðji ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga var haldinn á Akureyri föstudaginn 15. þ.m. A fundinum voru mættir 41 fulltrúi af 50, sem áttu rétt til fundarsetu, en aðildarhafnirsambandsins eru 41. Meðal gesta á fundinum voru fulltrúar frá hafnasamböndum á Norðurlöndum og fulltrúar frá samgönguráðuneytinu, Hafna- málastofnuninni, Framkvæmda- stofnun rikisins, Fjórðungssam- bandi Norðlendinga og Akur- eyrarbæ, svo og formaður fjár- veitinganefndar Alþingis. A fundinum var upplýst, að sam- gönguráðuneytið hefði fallizt á tillögu sambandsins að sam- ræmdri gjaldskrá fyrir hafnirnar. A fundinum var lögð fram greinargerð um ýmsar skýrslur varðandi samgöngumál, sem unnar hafa verið á undanförnum árum á vegum hins opinbera. 1 greinargerðinni er tekið sérstakt tillit til strandflutninga og hlut- verks hafnanna. Jafnframt er gerð grein fyrir ýmsum upp- lýsingum um vöruflutninga á landi, á sjó og i lofti. Ars- fundurinn samþykkti að halda áfram þessari könnun, sem er undirstaða þess, að hægt verði að meta hlutverk hafnanna i sam- göngumálum. Upplýst var á fundinum, að unnið væri að könnun annarra þátta þessara mála á vegum samgönguráðu- neytisins. Taldi fundurinn nauð- synlegt, að náin samvinna væri milli ráðuneytisins og Hafnasam- bandsins varðandi kannanir þessar. Á fundinum var fjallað um frumvarp til hafnalaga, sem lagt var fram á siðasta Alþingi. Ólafur Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóri i samgönguráðu- neytinu, gerði grein fyrir efni frumvarpsins. Fundirinn fagnaði frumvarpinu og taldi það spor i rétta átt. Stjórn sambandsins hafði fjallað um frumvarpið og lagði fyrir fundinn nokkrar breytingartillögur við það, m.a. varðandi landshafnir, styrkhæfni hafnarmannvirkja og skipulag Hafnamálastofnunar rikisins. Voru tillögur þessar samþykktar á fundinum. Ennfremur var samþykkt til- laga um, að hafnabótasjóður bæti tjón, sem hafnasjóðir verða fyrir og ekki fást bætt að fullu með öðr- um hætti vegna ákvæða Siglinga- laganna. f stjórn Hafnasambands sveitarfélaga til næsta árs voru kosnir: GunnarB. Guðmundsson, Reykjavik, Alexander Stefáns- son, Ólafsvik, Pétur Bjarnason, Akureyri, Gylfi fsaksson, Akra- nesi og Sigurður Hjaltason, Höfn Hornafirði. Flateyjarbók °g Konungsbók til sýnis Sýning Flateyjarbókar og Konungsbókar Eddukvæða i Árnagarði verður opin til næstu mánaðamóta á miðvikudögum og laugardögum kl. 2-4 siðdegis. Eftir þann tima verður hópum áhugafólks gefinn kostur á að skoða handritin eftir samkomu- lagi. Breytingar á skipan rikisskatta- nefndar Samkvæmt lögum frá siðasta alþingi hafa nú verið gerðar breytingar á skipan rikisskatta- nefndar. Nefndin mun nú verða þannig skipuð: Guðmundur Skaptason, hæsta- réttarlögm., formaður, Eggert Kristjánsson hæstaréttarlögm., Jóhannes L. Helgason hæsta- réttarlögm.. Varamenn þeirra hafa verið skipaðir: Hallvarður Einarsson aðal- fulltrúi saksóknara rikisins, Ólafur A. Pálsson borgarfógeti, Guðlaugur Þorvaldsson pró- fessor. Hin nýja skipan nefndarinnar tekur gildi 1. október 1972. Kokhraustir veiðiþjófar Daily Mail í brezka út- gerðarbænum Hull skrifaði langar frásagnir um daginn þegar Ægir gerðist umsvifamikill á miðunum og lét nokkra brezka togara kenna vörpuhnífs síns eða „skæranna". Blaðið sagði að reyndar væri þessi útbúnaður íslenzku varðskipanna til að klippa á togvira brezkur að uppruna og hefði verið fundinn upp í fyrri heimsstyrjöldinni. Skæri þessi hefðu verið notuð í báðum styrjöldunum á þessari öld til varnar gegn tundurduflum. í sambandi við ómerktu togarana er haft eftir for- mælanda brezka sendiráðsins i Reykjavik, að Islendingar kunni ekki að meta það sem fyndni, þegar Bretar hafi uppi sjóræningjafána, hauskúpu með leggjum. Þess konar háttalag hefni sin. Þá sagði blaðið að aflinn væri rýr, og erfitt væri fyrir togarana að halda hópinn vegna þess að menn vildu reyna að leita fyrir sér að fengsælli miðum. Sögð er sú saga að Ægir hafi orðið að flýja undan „óvigum” her brezkra togara, sem hafi safnazt saman einir tiu og stefnt á varðskipið á fullri ferð, en þá voru varðskips- menn nýbúnir að skera vörpuna frá einum togaran- um. Hafi þá Ægir snúið undan og flúiö ,,eins og gul rotta”. Það er svo með tilvisun i þessa sögu sem leiðara- höfundur blaðsins skrifar um „hrausta” menn sem ekki bregðist skyldunni við félaga i nauðum. ,,Það að þeir neyðast til að veiða i hólfum og illviðrin sem ekki láta á sér standa mun hvort tveggja útheimta erfiðar ákvarðanir. En að- gerðir togaramanna okkar i gær sýna að þeir eru meira en reiðubúnir til að mæta þeim erfiðleikum sem framundan eru”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.