Þjóðviljinn - 21.09.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.09.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. september 1972 Hagsmunir brezkra togarasjómanna á Islandsmiðum falla ekki saman við hagsmuni útgerðarauðvaldsins UR ERLENDUM BLÖÐUM Þessi mynd birtist með ivitnaðri grein i Morning Star. Brezkir sjómenn Mynd úr Spiegel sem sýnir togara og islenzkt varðskip. yfirfara veiðarfæri i heimahöfn. EEVOKUNARHRINGAR í ÚTGERÐ BRETA OG V ESTUR-ÞJ ÓÐVERJ A Þaö hefur verið sterkur áróður i gangi hjá and- stæðingum okkar í land- helgismálinu í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi um vesalings sjómennina og vinnslustöðvafólkið sem missti atvinnu sina ef við, vondir islendingar, rækjum erlend fiskiskip af miðun- um okkar. Það hefur óspart verið reynt að höfða til samúðar okkar með þessu fólki til þess að fá okkur til að slá af i landhelgis- málinu. En það hefur verið þagað yfir þvi hverjir raun- verulega eiga brezku og vestur-þýzku togarana og hagnazt á rekstri þeirra. Um þetta flytur Þjóðviljinn nú upplýsingar á grundvelli þýzkra og brezkra heimilda. Sjálfsagt er að líta á tímabundin vandkvæði al- þýðufólks sem stafa af út- færslu okkar, þótt það geti ekki verið á okkar valdi að leysa atvinnumál fjarlægra landa. En hvaða íslendingur hefur áhyggjur af plús eða mínus í risa- vöxnum bókhaldsstærðum aðila eins og BUT og Unilevers? Þýzka fréttaritið Spicgel birtir grein i heftinu frá 18 septembcr um vestur- þýzkan sjávarútveg i ljósi ákvörðunar islendinga um útfærslu landheiginnar. Haft er eftir Joachim Genschow, formanni þýzka út- gerðarsambandsins, að það mundi skapa mikið atvinnuleysi ef fslendingar hefðu sitt fram. bá yrðu 45 af alls 95 togurum Vestur- Þjóðverja að liggja heima að- gerðarlausir, 1,700 sjómenn og 6 þúsund manns i fiskvinnslu misstu atvinnuna. Siðar i greininni ræðir um styrk- veitingar vestur-þýzka rikisins handa útgerðinni, og er þá komizt svo að orði að það séu engir fátæklingar sem njóta góðs af að- stoðinni frá Bonn. Togaraflotinn hafi á siðustu árum komizt á æ færri hendur, og það séu nú örfáir einokunarherrar sem hafi á hon- um öll ráð. Vestur-Þjóðverjar eiga, sem áður segir 95 togara, þar af eru 26 frystitogarar en 69 veiða i is. öll þessi skip eru i eigu 4ra fyrir- tækja aðeins, og það er athyglis- vertað fyrrgreindur formaður út- gerðarsambandsins, sem hafði mestar áhyggjur af atvinnu- leysinu, hann er forstjóri stærsta útgerðarfyrirtækisins, ,,Nordsee”. Það er samtals 58 togarar sem geröir eru út hjá Nordsee i Bremerhaven. „Nordsee” er hlutafélag og meirihluti hluta- bréfanna er i eigu matvæla- auðhringsins Unilever. ..Ilanscatiska” útgerðin i Bremerhaven gerir út 20 togara, og veiða þeir fyrir ötker-hringinn. Ötker á hagsmuna að gæta i margs konar atvinnurekstri, þar á meðal mat- vælaframleiðslu. 10 togarar sigla undir fánai „Nordstern” útgerðarinnar, en meirihluti hlutafjárins i „Nordstern” er i eigu Walther J. Jacobs, sem á hið mikla kaffi- brennslufyrirtæki Joh. Jacobs & Co i Bremen. Að lokum tilheyra 7 togarar Pickenpack-fyrirtækinu i Hamborg. Þá eru upptalin öll þau skip VesturÞjóðverja sem stunda veiðar á fjarlægðum miðum, einsog við fsland. Ekkert þeirra er i eigu einstaks útgerðarmanns eða sa m v i n nu f y r i r tæ k i s sjómanna, heldur er það stórauð- valdið sem hér hefur tögl og hagldir. MORNING STAR, dagblað brezka kommúnistaflokks- ins, flutti grein i tilefni af þorskastriðinu 13. þ.m. Höfundur hennar heitir þvi merkilega nafni JIM ARNI- SON og skal ósagt látið hvort hann cr nokkuð skyldur okk- ur islendingum. En hitt er óhætt að fullyrða að þar höfum við ágætan banda- mann sem ekki hlifist við að fletta ofan af brezka út- gerðarauðvaldinu. Greinarhöfundur vill skilja rækilega á milli hagsmuna einokunarhringanna, sem eiga og reka togarana, og hagsmuna mannanna sem vinna á þeim sömu togurum.Hann minnist þess þegar þrir brezkir togarar fórust i sama veðrinu hér við land i febrúar 1968 og 58 manns drukknuðu. Þá þurftu eiginkonur togaramannanna i Hull undir forustu Lil Bilocca („Big Lil”) að fara i miklar mótmælaaðgerðir til þess að fá togaraeigendur til að bæta öryggisráðstafanir ofboð- litið. A árinu 1970 voru verkföll hjá sjómönnum til að krefjast hærri launa, bættra vinnuskilyrða og öryggisráðstafana og þess að togarasjómenn skyldu vera i verkalýðsfélagi. Togaraeigend- um tókst að smeygja sér út úr verkfallinu útlátalitið með aðstoð verkfallsbrjóta. Þess vegna segir Jim Arnison, að það sé full ástæða til að skoða þá sýndarhagsmunasamstöðu sem nú hafi verið komið upp milli útgerðarmanna og sjómanna. Sjómennirnir standi i hættunni á höfum úti, hvernig sem veður eru, og eftir þvi sem erfiðið er meira, bera þeir minna úr býtum. En útgerðarmennirnir þurfa ekki að hafa neinar slikar áhyggjur. Sá aðili sem mestra hagsmuna hefur að gæta i brezku togaraút- gerðinni er „Associated Fisherics”. Þetta er auðhringur með 25 dótturfyrirtækjum, þ.á.m. eru 7 verzlunarfélög með dreifingarkerfi fyrir frystar af- urðir, svo og flutningafyrirtæki. Frá 1968 til 1970 jókst ágóði hringsins um 185% og komst það ár upp i 1.779.237 sterlingspund (yfir 400 milj. kr.). Þá hafði tekjuhæsti forstjóri hans 11.479 pund i laun yfir árið (2 1/2 milj. kr.), en meðalkaupið hjá 9 þúsund starfsmönnum hans var aðeins 1.413 pund (rúml. 300 þús. kr.). Einokunareftirlitið lagðist á móti þvi 1966 að „Associated Fishcries” og útgerðarfélagið „Ross” (sem átti alla „Ross” togarana) yrðu sameinuð, eins og eigendur þeirra vildu. En þeir fóru i kringum það þannig að sameiningin tæki einungis til út- gcrðarinnar. Þá varð til „British United Trawlcrs”, sem er það fyrirtæki i Vestur-Evrópu sem gerir út stærstan togaraflota. Ross—hringurinn að öðru leyti hefur orðið að „Imperial Foods”, en meirihluti hlutabréfanna er i eigu „Imperial Tobacco”-tóbaks- fyrirtækisins. Stjórnarformaður i Imperial Foods er hr. A.S. Alexander. Hann fékk árið 1969 17 þúsund sterlingspund i laun þótt hann hafi aldrei dregið fisk úr sjó. 12.318 starfsmenn hans höfðu aðeins 917 pund að meðaltali i kaup yfir árið (annars vegar 4 milj., hins vegar 200 þúsund kr.). Næst á eftir þessum auð- hringum ber að nefna „Boston Fish”-hringinn, sem er mjög at- kvæðamikill i útgerðarmálum. Agóði hans 1969 nam 1.899.000 pundum (fyrir 400 milj. kr.) Stjórnarformaður þess hrings hafði 15 þúsund pund i laun en 2,500 starfsmenn hans höfðu 1.356 pund að meðaltali hver( yfir 3 milj. og um 300 þús kr. ). Þá gaf hringurinn eitt þúsund pund i styrktarfé i flokkssjóði ihaldsmanna. „Það er starfsemi þessara hringa og annarra svipaðra i Vestur- Þýzkalandi sem valda islenzku stjórninni mestum áhyggjum” segir Jim Arnison. Allur úthafsveiðifloti Vestur-Þjóðverja er i eigu 4ra stórfyrirtækja. Yfir helmingur til- heyrir hinum illræmda Unilever-hring sem borið hefur á góma hér innanlands siðustu daga. Stærsta útgerðarfélag i allri Vestur-- Evrópu er BUT eða British United Trawlers sem varð til fyrir samruna nýlega. Stærstu brezku hringarnir sem eiga hagsmuna að gæta i útgerð græða mörg hundruð miljónir á ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.