Þjóðviljinn - 24.10.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24 október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 AF ERLENDUM VETTVANGI Þaö er hægur vandi að tengja vandamál Noröur-írlands i dag til harðsnúinnar enskrar nýlendustefnu fyrr á timuin. Englendingar fluttu inn i stórum stil mótmælendur, einkum frá Skotlandi, og veittu þeim margvisleg frið- indi yfir íra, sem héldu yfirleitt fast við sina ka- þólsku, vegna þess að annað var þeim ekki eftir skilið: landið af þeim tekið, tungan bönnuð, irskt þing lagt niður — og þar fram eftir götum. Hitt er annaö mál að þessi visa sekt leysir litinn vanda i dag. A Norður-trlandi býr 1,5 miljón manna og er þriðjungurinn af þeim kaþólskur. Mótmælendur vilja annað hvort halda fyrri tengslum við Bretland eða stofna sjálfstætt riki i Ulster. Seinni kosturinn er óaðgengilegur fyrir kaþólska vegna þess að þeim þykir óliklegt að i þvi riki gætu þeir komið fram nokkru af mann- réttindakröfum sinum fyrir ofriki yfirstéttar mótmælenda. Samein- ing við trland er einnig mjög erfið. Núverandi stjórn Irska lýð- veldisins sem er hin ihaldssam- asta, er sjálf smeyk við að hleypa Ulsterbúum inn i rikið. Hún telur bæði, að lýðveldið hafi ekki efni á þvi, vegna þess að efnahagslif Norður-Irlands er nú i kalda koli, i öðru lagi vegna þess, að hún ótt- ast að kaþólskir fyrir norðan séu orðnir of róttækir og i þriðja lagi telur hún, að sú miljón mótmæl- enda sem þar er muni þynna út hin kaþólsku sérkenni trlands, sem er eins og menn vita ein elzta og tryggasta dóttir Rómar. Og mótmælendur hafa enn uppi þau hróp sem þeir höfðu gegn heimastjórn fyrir trland á 19. öld: „Heimastjórn er sama og Rómarstjórn” — bera fyrir sig hættu á kaþólsku ofriki, en eiga sjálfsagt fremur við það, að yfir- stétt mótmælenda missi spón úr sinum aski. Það er þvi ekki auðvelt strið sem IRA, Irski lýðveldisherinn , háir klofinn: gegn mótmælend- um, gegn brezka hernum, gegn stjórn trska lýðveldisins. Og það er heldur ekki furða þótt umræður um framtið Norður-tr- lands séu mjög i skötuliki. Þó er eins og æ fleiri aðilar hallist á þá skoðun smám saman (þar á meðal Verkamannaflokkurinn brezki) að það beri að stefna að þvi að sameina Irland, en flestir bæta þvi við, að fara verði að þvi hægt og varlega. Prestaveldi? t þvi sambandi er til dæmis að þvi spurt, hvort það sé i raun og veru rétt að hið mikla kaþólska prestaveldi i Irska lýðveldinu sé i sjálfu sér hindrun i vegi fyrir sameiningu landshlutanna. Ýmsir — t.d. Conor Cruise O’Brien, einn af foringjum trska verkamannaflokksins, segja, að það séu ýkjur að tala um presta- veldi suður þar en engu að siður sé hér á ferð „viss sannleiks- kjarni”. t trska lýðveldinu er bent á, að trúfrelsi sé tryggt með stjórnarskránni, að mótmælend- ur hafa þar gegnt háum embætt- um og að það er hefð að klerkar sækist ekki eftir pólitískum störf- um. En mótmælendur bæta þvi við, að irska þingið hafi jafnan haft mjög sterka tilhneigingu til að fylgja óskum hinna 24 biskupa og 4 erkibiskupa i lýðveldinu. Dr. Noel C. Browne, sjálfur maður kaþólskur og fyrrum ráðherra, gengur svo langt að segja, að meirihluti ábyrgðar af átökum i norðri hvfli á þeim stjórnum sem hafa farið með völd i trska lýð- veldinu. Hann segir að enginn af leiðtogum lýðveldisins hafi verið reiðubúinn til að slá af fyglisspekt sinni við kaþólsku kirkjuna i nafni sameinaðs trlands. Hér á hann við ýmsar klásúlur úr stjórnar- skrá lýðveldisins, sem eru mót- mælendum þyrnir i augum. Grein 44 viðurkennir t.d. „sérstaka stöðu” kaþólsku kirkjunnar, grein 41 bannar hjónaskilnaði jafnt mótmælendum sem kaþólskum. Hér við bætist, að i lögbókum trlands eru ákvæði um ritskoðun á bókum og kvikmynd- úm sem „djarfar” eru kallaðar, um bann við innflutningi og sölu á getnaðarverjum, bann við að hjón af mismunandi trú ættleiði barn o.s.frv. Reyndar hafa ýmsir forystu- menn lýðveldisins, sem nú eru með semingi farnir að tala um sameiningu landshlutanna, farnir að játa, að það þurfi að breyta stjórnarskránni, til að gera hana aðgengilegri þeim sem ekki eru strang-kaþólskir. Einn þeirra er Taioseach (forsætisráðherra) landsins, Lynch. trskir háklerkar hafa reyndar veriið með þeim i- haldssömustu i Rómarkirkju. Það er ekki langt siðan ýmsir þeirra andmæltu hvers kyns af- skiptum hins opinbera af atvinnu- lifinu sem „sósialisma”. Og það er ekki lengra siðan en 1959 að þeir reyndu að loka öllum bjór- stofum landsins á sunnudögum — en bað var lika i fyrsta sinn að þingmenn neituðu að hlýða pre- látum. Nú er andrúmsloftið innan krikjunnar einnig breytt að nokkru. Conway kardináli, æðstur irskra biskupa, hefur til dæmis viðurkennt, að rétt væri að koma á fót skilnaðardómstólum fyrir mótmælendur — það er ekki hægt að búast við þvi að mótmæl- endur að norðan geti komizt af án hjónaskilnaða eða getnaðar- varna, sagði hann. Og þvi skal við bætt, að margur kaþólikki mun einnig lita hýru auga til slikra umbóta — forræði kirkjunnar i landinu hefur leitt til þess m .a. að trar búa nú við meiri kynferðis- lega kúgun en viðast hvar þekk- ist. En þótt nokkurrar hláku gæti þannig i löggjafarmálum benda ýmsir frjálslyndir aðilar á það, að þau séu ekki nema litill hluti vandans. Mjög miklu skipti, að skólar i lýðveldinu eru að mjög verulegu ieyti i höndum krikjunn- ar. Noel Browne segir — „klerkar hafa ekkert erindi a þing, vegna þess að þeir ná tangarhaldi á okkur þegar við erum börn. Þeir ákveða fyrirfram afstöðu okkar til ýmissa félagsmála”. Og það er einmitt búizt við þvi að andstaða krikjunnar verði einna hörðust að þvi er varðar breytingar á skóla- kerfinu. Sumir taka svo djúpt i árinni að segja að ráðast muni i skólastofnunum hvort trland verði sameinað eða ekki. Í5KT VI har aftluUat [r»mln|.n o* »«n x polatrlDC»holdbarh«4*nf*n ”r ** ■ontarot uo Indatll- ____________________________ÆSt^ilíiHW. ro. to 1»» tatatll co. 1 ■» polrathar inllaa o* an 95 ■■ aMapuda baaUanOa at an polyatharluima 55 ■» hírd oaglvat »r s>str2s;:: s£2iWr»rsBP.!,ss og 5o taa polyathar. Vad polatrln* af araana ar dar banyttat 5o ■■ polyathar. Stolan ar batruaHat aad kr»rtl(t atof. ío k( o| 2 t 52i5 »«>. Vad bo.ooo, 12o.ooo, IMo.ooo o« 25o.ooo balaatnlngar blav pravnlngan atoppat og aadat undaraagt for aliUga o« pudan »ilt for lndtrykafora«alaa Itao »f Mraavna), S!S3\^Æ^^Kt,t2#htr^r,?4oSí:; PRÓFAÐUR 250 ÞÚS. SINNUM Þessi stóil er búinn að ganga i gegnum erf iðan skóia i Danmörku. Hann hefur verið prófaður 250 þúsund sinnum, sem jafn- gildir að allir íslendingar hafi setzt i hann. Skýrslan yfir prófraunina liggur frarnmi á söiustað. HÚSGAGKAVERZllfN GUÐNIUNDAR GUDMUNDSSONAR HELSINGJA STOLLINN SEM TEKUR Á MÓTI ÞÉR ÞEGAR ÞÚ KEMUR HEIM SKEIFA < C MIKLABRAUT Kaþólska kirkjan og sameining Irlands Margar hindranir eru á vegi sameiningar írlands — ein þeirra eru völd kaþólsku kirkjunnar í írska lýðveldinu Brezkir hermenn i Belfast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.