Þjóðviljinn - 24.10.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24 október 1972. ÞJÓÐVILJINX — SIÐA 11 Gróf mistök Valsmanna fœrðu Víkingi jafntefli upp í hendur Þegar aðeins voru eftir tvær minútur af leik Vals og Vikings i Reykjavikurmótinu i handknattleik var staðan 13:11 Val i vil og liðið með boltann. Þá voru dæmd skref á Ólaf H. Jónsson hinn leikreynda landsliðsmann Vals, og gerði hann sig þá sekan um að reyna að tefja leikinn, og fyrir vikið var honum visað af leikveiii. Þessi mistök hans urðu til þess, að Vikingarnir náðu að jafna 13:13 á þeim tima sem eftir var, þar eð Vaismennirnir léku aðeins 6 það sem eftir var. Þetta voru gróf mistök af jafn leik- reyndum manni og Ólafur er, og má fullyrða að sigurinn hefði fallið Vai i skaut.ef ólafur hefði ekki verið rekinn af leikvelli þær tvær minútur sem eftir lifðu leiksins. Þorbjörn Guðmundsson hinn stór efnilegi leikinaður Vals skorar af línunni. Annars var þessi leikur mjög jafn og skemmtilegur lengst af og hiklaust bezt leikni leikurinn i mótinu til þessa. Rétt í byrjun náðu Valsmenn afgerandi forystu , komust i 3:1 . En Vikingar náðu að jafna 3:3. Siðan var jafnt 4:4, 5:5 6:6, og i leikhléi var enn jafnt 7:7. Það var þvi enginn hægðarleikur að spá neinu fyrir i leikhléi. I byrjun siðari hálfleiks náðu Valsmenn nokkuð öruggu forskoti strax i byrjun, komust i 9:7 . Tveggja marka forskot Vals hélzt svo allt þar til á siðustu 2 minútunum, að atvikið gerðist sem að framan er lýst. Meira að segja náði Valur 3ja marka for- skoti 12:9 og 13:10 þegar eftir voru 3 minútur. Leikur Vals var nú allt annar og betri en i leiknum á móti KR á dögunum. Það fór ekkert á milli mála að Valsliðið var betri að- ilinn i þessum leik og átti sigurinn skilið, en mistök á borð við þau er áttu sér stað á lokaminútunum geta alltaf komið fyrir og eru raunar bara mannleg og erfitt að ásaka menn fyrir þau þótt leik- reyndir séu. Ólafur H. Jónsson átti nú einn sinn bezta leik i haust, og sama má segja um þá Stefán Gunnarsson og Gunnstein Skúla- son. Þá áttu þeir Bergur Guðna- son og Þorbjörn Guðmundsson báðir stórgóðan leik. Þeir Einar Magnússon og Guð- jón Magnússon báru af i Vikings- liðinu eins og vant er i sókninni og sá siðarnefndi er einn ágætur varnarmaður. Þá átti Sigfús Guð- mundsson sinn bezta leik i haust; einkum var hann drjúgur i vörn- inni. Mörk Vals: Ólafur 3, Þorbjörn 3, Gunnsteinn 3, Bergur 2, Stefán og Jón K. 1 mark hvor. Mörk Vikings: Einar 3, Guðjón 5, Magnús 2, Sigfús 2 Ólafur 1 Enn tapar IR-liðið r r Armaim sýndi athyglisverðan leik og sigraði IR 11:10 Mörk ÍR: Agúst 3, Brynjólfur 3, Vilhjálmur , Þórarinn, Bjarni og Jóhannes 1 mark hver. S.dór. Létt hjáKR KR-ingar áttu ekki i neinum erfiðleikum með að sigra Fylki i Keykjavikurmótinu i fyrrakvöld. I.okalölurnar urðu 16:8 sigur KR. i leikhléi, þegar staðan var aðeins 6:4 KR i vil, átti maður von á að Fylki tækist að halda eitthvað i við KR-ingana, þannig, að um stórsigur KR yrði ckki að ræða. En i siðari hálfleik virtist úthald Fylkisleikmannanna þrotið og KR-ingar áttu auðvelda leið að marki Fylkis. Fylkir komst yfir i byrjun i 2:1, en siðan varð jafnt 2:2 og 3:3 , en eftir það sigu KR-ingarnir framúr hægt og rólega , en höfðu þó ekki nema 2 mörk yfir i leikhléi 6:4. Siðari hálfleikurinn var ein- stefna, og lokatölurnar urðu 16:8 sigur fyrir KR. Þeir Björn Pétursson og Haukur Ottesen báru af i KR-lið- inu eins og oftast, en Bogi og Atli komu vel frá leiknum , svo og Ivar Gissurarson i markinu. Hjá Fylki vantaði nokkra af fastamönnum liðsins, en sá sem mest bar á var Einar Agústsson, stór-efnilegur leikmaöur. Mörk KR: Haukur 4, Björn P. 2, Þorvarður 2, Atli 2 Björn Bl., Bogi, Steinar, Jakob, Ævar og Bjarni 1 mark hver. Mörk Fylkis: Einar Ág. 5 Guð- mundur Sigurðsson 3. s.dór. Iförður Kristinsson skorar hér fyrir Ármann, með uppslökki fyrir utan ÍR-vörnina. 1 byrjun var leikurinn mjög jafn. Á markatöflunni sást 1:1, 2:2, 3:3,4:4, og 5:5, og var þá fyrri hálfleikur rúmlega háfnaður, en uppúr þvi sigu IR-ingar framur og maður átti satt að segja von á nokkuðstórum sigri 1R. 1R komst i 8:5, og i leikhléi var staðan 8:6 ÍR i vil. i R ætlar sannarlega ekki að standa við þær vonir sem við það voru bundnar. Enn varð það að þola tap i Reykjarvíkurmótinu sl. sunnudag og þá gegn Ármanni. Hins vegar er Ármanns-liðið afar at- hyglisvert og manni býður í grun að það eigi eftir að láta meira að sér kveða i vetur en margan grunaði og vanalegt er um nýliða. Það sýndi mjög athyglis- verðan leik gegn IR, eink- um eftirað IR hafði náð 3ja marka forskoti 8:5. Oft brotna lið niður við slíkt mótlæti, en það gerði Ár- manns-liðið ekki, heldur tviefldist og náði að vinna þetta forskot upp og komast yfir og sigra. En í stað þess að gefa eftir við mótlætið tviefldust Ármenningar, og það voru ekki liðnar nema 5 minútur af siðari hálfleik þegar þeim hafði tekizt að jafna 9:9, og siðan náðu þeir forskoti sem um munaði, komust i 11:9. Siðasta markið skoruðu svo lR-ingar rétt á lokasekúndunum. Það er höfuðstyrkleiki Ármanns-liðsins hve jafnir leik- mennirnir eru. Hinir yngri leik- menn sem komið hafa inni liðið i fyrra og nú i haust eru mjög vaxandi, og það myndast engin skörð i liðið þótt þeir séu settir inná eins og oft vill verða þegar nýliðar koma inná. En það eru einkum þeir Björn Jóhannsson, Vilberg Sigtryggsson og Hörður Kristinsson, sem bera liðið uppi. ÍR-liðið með alla sina ágætu einslaklinga ætlar ekki að ná saman nú frekar en áður. Þeir einu sem eitthvað kvað að voru þeir Brynjólfur Markússon og Ágúst Svavarsson. Aðrir voru heldur atkvæðalitlir i þessum ieik. Mörk Ármanns: Björn 5, Vil- berg 3, Hörður, Ragnar og Bjarni 1 mark hver. FÉLAG mim HLJÓMLISTARMAIA #útvegar ybur hljóðfaraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlngast hringið í 20255 milli kl. 11-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.