Þjóðviljinn - 24.10.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24 október 1972. liilmrlivpimm í hörjuknattlrik KR-ingar bikarmeistarar SiÉruðii llt-iiigá Í55-80 í æsis|H*nnaiidi l«‘ik. <‘ins iilllaf þegar |u*ssi IiA ma*tasl KR varö bikarmeistari í körfuknattleik á sunnu- dagskvöldiö meö þvi aö sigra ÍR 85:80 í úrslita- leiknum. Eins og alltaf þegarþessi liö mætast var leikurinn hnifjafn og spennandi allt fram á sið- ustu sekúndu. Húsfyllir var í iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og stemmningin mikil. Leik- urinn í heild var nokkuð vel leikinn, en KR-ingar voru heppnir aö þvi leyti, aö nokkra góða leikmenn vantaöi hjá ÍR eins og til aö mynda Anton Bjarna- son, sem leika mun með liöinu í vetur. Þá er Birgir Jakobsson nýbyrjaður að æfa og mátti sin ekki mik- ils. En sigur KR var fylli- lega verðskuldaður miðaö viö gang leiksins. t fyrri háífleik hafði tR lengst af frumkvæðið og komst yfir ailt að lSstig. En KR-ingar sigu á, og rétt fyrir leikhlé hafði þeim tekizt að jafna og komust fram úr á siðustu minútunum, og i leikhlöi var staðan 42:28 KR i vil. KR-ingar gáfu aldrei eftir i siðari hálfleik og héldu forskot- inu, þó oft munaði litlu að tR- ingum tækist að ná frumkvæð- inu. Þó komust KR-ingar eitt stig yfir sem nam 15 stigum, en tR vann þaö upp, og undir lokin munaði ekki nema 2 stigum, 82:80. ÍR-ingar reyndust svo sterkari á lokasprettinum og lokatölurnar urðu 85:80 KR i vii. Það sem gerði útslagið með leikinn var, að hittni KR-inga var mun betri allan timann og eins það að þeir Gunnar Gunnarsson og Kolbeinn Páls- son sýndu báðir stjörnuleik. Það er mikill akkur i þvi fyrir KR að hafa fengið Gunnar til sin aftur: hann á áreiðanlega eftir að gera stóra hluti fyrir KR i vetur. Þá niunaði miklu um fyrir tR að hafa Anton ekki með og Birgi Jakobsson nær æfingalaúsan. Þegar þessir tveir eru komnir með af fullum krafti, verður tR- liðið mjög sterkt. Stigahæstur KR-inga var Kol- beinn Pálsson með 31 stig, Kristinn Stefánsson var næstur með 11. Hjá tR bar Kristinn Jör- undsson af, og var hann stiga- hæstur i ÍR-liðinu með 29 stig, en næstur var Kolbeinn Krist- insson með 16 stig. Itikarmoislarar KR i körfuknattleik. U-landsleikurinn: Lúxenibíirw — ísland * Mikil óheppni var að tapa þessum leik 1:2 íslenzka liðið sótti nær Látlaust allan leikinn og á stundum of ákaft og því fór sem fór Oft hefur verið reynt að afsaka tap islenzkra liöa meö oröinu óheppni, og á stundum hefur það kannski ekki átt við. En með leik íslenzka u-lands- liösins gegn liöi Lúxem- búrgar á ekki annað orö viö en óheppni. islenzka liðið haföi yfirburði allan leikinn og sótti nær lát- laust, og einmitt þessi lát- lausa sókn varö liðinu aö falli. Þaö lá allt svo fram- arlega aö i eitt sinn er Lúxembúrgarar hreins- uöu fram, komst sóknar- maðurþeirraeinn innfyrir islenzku vörnina og skor- aöi fyrra markiö. Og svo elti óheppnin íslenzku sóknarmennina, sem ekki náöu aö nýta ágæt mark- tækifæri. Sigur Lúxem- búrgar 2:1 er að visu ekki stór, og ætti islenzka liöiö aö vinna þennan marka- mun auðveldlega upp i siðari leiknum sem fram fer hér heima i vor. Þessi leikur, sem er liður i Evrópukeppni u-landsliða, var forleikur að leik Lúxemburgar og Tyrklands i undankeppni HM. Þann leik unnu Lúxem- búrgarar einnig. Þetta var þvi mjkill sigurdagur fyrir LÚxem- búrg. En þótt sigurinn yfir tslandi væri sætur, var hann ekki verð- skuldaður. Fyrra markið skor- uðu Lúxembúrgarar á þann hátt sem hér að framan er lýst, og var það mikill klaufaskapur af tslands hálfu að gleyma vörn- inni vegna stöðugrar sóknar. Staðan i leikhléi var 1:0. Luxembúrgarar komust i 2:0 og var þar aftur um slysamark að ræða. Mark tslands skoraði svo Ásgeir Sigurvinsson seint i siðari hálfleik. Síðari leikurinn fer svo fram hér á landi i vor, og það má mik- Valur sigraði KR og Fram Víking ið vera ef islenzka liðinu tekst ekki að vinna þann leik, og þarf ekki nema 1:0 til að tsland kom- ist áfram, vegna skoraðs marks á útivelli. Tveir leikir fóru fram i Reykjavikurmótinu i mfl. kvenna á sunnudaginn, og i fyrri leiknum sigraði Fram Viking 6:2 eftir að hafa haft yfir i leikhléi 5:0. Mörk Fram skoruðu Arnþrúður 4 og Oddný 2, en mörk Vikings þær Guð- rún og Þórunn sitt markið livor. Siðari leikurinn var á milli Vals og KR og unnu Vals- stulkurnar yfirburðasigur 9:2, eftir að hafa haft yfir i leikhléi 11:1. Mörk Vals skoruðu Björg G. 3, Svala, Elin 2 mörk hvor, Jóna Dóra og Björg J. 1 mark livor. Mörk KR skoruðu þær Hjördis og Guðrún sitt markið livor. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.