Þjóðviljinn - 05.11.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 HELGI SELJAN FÁEIN ORÐ UM ÁFEN GISMÁLIN örfáar linur um þessi mál i til- efni bindindisdags. Bindindi — hvað er nú það? Er nema von menn spyrji: Ófrelsi — höft — bönn — er bindindi ekki eitthvað i ætt við þessi voðalegu orð? Vinpostular hafa fyrr og siðar reynt að tengja þessi orð saman, en orð eins og frelsi, sjálfsákvörð- unarréttur o.s.frv. hafa átt að vera i samfylgd vindrykkjunnar. Hvað leiðir athugun svo i ljós? Efar t.d. nokkur frelsi of- drykkjumannsins, er ekki sjálfsákvörðunarretturinn i lagi hjá þeim, sem fremur hvers kyns ódæði i ölæði eða hjá hófdrykkju- manninum, sem sezt ölvaður inn i bifreið sina og drepur eða lim- iestir samborgara sina? Eða hvað um frelsi og reisn unglingsins, sem alla sina fridaga reikar eða veltist um i ölvunar- vimu og á sér ekkert markmið eða áhugamál i tómstundum sinum? Það getur orðið býsna teygjan- legt frelsishugtakið, þegar betur er að gáð. Aldrei hef ég hitt bindindis- mann, sem talið hefur sig ófrjáls- an af þeim sökum, engan, sem séð hefur eftir þvi að vera bind- indismaður. En ófáir eru þeir, iðrast hafa ævilangt fyrsta staupsins vegna þess, að þeir hafa seinna orðið ofdrykkju að bráð. Margir eru þeir einnig hóf- drykkjumennirnir svokölluðu, sem hafa þurft að skammast sin og sjá einlæglega eftir orðum og gerðum. sem áfengið hefur verið bein eða óbein orsök að. Talar þetta ekki allglöggu máli? Hóf- drykkjumenn — þá tel ég reyndar hættulegri umhverfi sinu að mörgu leyti en ýmsa aðra, þeim vilja margir likjast, einnig þeir, sem siðar verða undir i viður- eigninni við vinið. Enginn vill likjast rónanum istrætinu, mann- inum. sem kemur óorði á guða- veigarnar að dómi vinmenn- ingarpostulanna. Og teygjanlegt er einnig hug- takið ,,hófdrykkjumaður”, einkum, ef miðað er við álit sjálfra þeirra, sem drekka i hófi að eigin áliti, löngu eftir að þeir eru orðnir háðir vininu — já aumir þrælar þess. En það siæddist inn hjá mér orðið vinmenning. Fint orð, og hvað táknar' það þá? Nokkur dæmi skulu nefnd. Eitthvert bezta dæmið eru hin svokölluðu finu ,,partý”, svall- veizlur betri borgaranna i fyrstu, en nú hvarvetna sem lýsandi vin- menningardæmi. Hinir frjálsu, opnu, vinbarir eru fagurt dæmi einnig — kemur mönnum kannski ekki menning i hug, ef litið er þar inn? Vimumaðurinn, sem aldrei rennur alveg af, en aldrei er beint ofurölvi. eitt vinmenningarfyrir- bærið mun það vera af betra tag- inu. Unglingar við vindrykkju undir handarjaðri göfugra for- eldra njótandi tilsagnar i finni drykkjusiðum, s.láandi menn- ingarfordæmi. Eða kalla þessi alþekktu dæmi vinmenningarinnar á andsvör, benda þau e.t.v. á ranghverfu sannrar menningar? Dæmi hver sem vill. Dekkri hliðar áfengisnautnar skal enn nel'na. Mannlif fara for- görðum i fleiri en einum skilningi, vinnustundir tapast þúsundum saman, hvers konar afbrot og ógæfa fylgja hvarvetna i kjölfar vinneyzlunnar. Ilelgi Seljan. En hvað skal þá til ráða? Algilda lausn hef ég ekki á tak- teinum. Bindindismenn hafa oft bent á leiðir. vinbann hefur verið oiarlega á þeirra stefnuskrá. Um vinbann vil ég segja, að auð- vitað er það bezta og æskilegafsta leiðin. ef nógu sterk og öflug fjöldahreyfing stendur þar að baki. en hana eigum við ekki i dag. Keglulegir andstæðingar áfengisneyzlu eru hryggilega fáir i dag. Margir bera að visu áfengisbölið sér i munn og hneykslast jafnt á ofdrykkju- manninum sem unglingnum ofur- ölvi, en biða jafnframt i sælli eftirvænting eftir næsta ,,partý” eða fara inn á næsta vinbar til að drekkja áhyggjum sinum út af spillingu heimsins. Það þarf að breyta almennings- álitinu, virkja fólk til beinnar baráttu við vandann, verkefnið þarf ekki að vera óleysanlegt, ef vel er á þvi tekið. Það er mjög talað um það i heilbrigðismálum okkar nú, að fyrirbyggjandi að- gerðir eigi að sitja i fyrirrúmi, það þurfi að koma i veg fyrir sjúkdómana. Sama gildir um áfengisneyzl- una, við eigum þar fyrst og fremst að snúa okkur til æsk- unnar, fræða hana, vera henni fordæmi, fá hana i lið með okkur. Ég er sannfæröur um það að æsk- an mun i þessu sem fleiru risa upp og færa til betri vegar ýmis- legt það, sem gengið hefur úr skorðum. Eg heiti á liðsinni æskunnar við uppræting áfengisbölsins, en til þess verðum við einnig að leggja okkar hlut. Og málið þolir enga bið. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÚSASTILLINGAR HJÓLASTILLINGAR MÓTDRSTILLINGAR Látið stilla í tima. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 llelgi Seljan. ERUM FLUTTIR FRÁ MIKLATORGI í ÁRMÚLA 23 (INNGANGUR Á NORÐURHLIÐ) NÝTT SÍMANÚMER 82140 Það er hægt að nota plastgler til margs. Plast í plötum Akrylgler — báruplast —Sunlux riflaðar plastplötur — PVC plastþynnur Ljósaskilti Þakrennur ^fGeislaplastsf. YiOkN ÁRMÚLA 23 SÍMI 82140 Konan þarf ekki að sit ja heima Konan þarf ekki að sitja heima, þegar eiginmaðurinn flýgur með Flugfélaginu í viðskiptaerindum. Hún borgar bara hálft fargjald - það gerir fjölskylduafslátturinn. Þegar fjölskyldan ferðast saman, greiðir einn fullt gjald - allir hinir hálft. Fjölskylduafsláttur gildir allt árið innan- lands og 1. nóv. - 31. marz til Norður- landa og Bretlands. Veitið konu yðar hvíld og tilbreytingu. 50% afsláttur FLUCFÉLAG fSLAMDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.