Þjóðviljinn - 05.11.1972, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. nóvember 1972 FflÁ FLUGFÉLJXGINU Skrifstofustarf í Stokkhólmi Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða stúlku til starfa á skrifstofu félagsins i Stokk- hólmi. Ráðningartimi frá 1. febrúar 1973, eöa eftir samkomulagi. Góð kunnátta i sænsku, ensku og vélritun * nauðsynieg. Umsóknareyðublöðum, sem fást i skrifstofum félagsins, sé skilað til starfsmannahalds fyrir 20. nóvember n.k. FLUGFELAC /SLANDS Frá fræðsluskrifstotu Reykjavíkur Námskeið fyrir kennara i byrjunar- kennslu i lestri verða haldin dagana 13.-17. nóvember og 20.-24. nóvember næstkom- andi. Námskeið fyrir kennara sex ára barna i byrjunarkennslu i lestri og meðferð Orff hljóðfæra verður haldið dagana 27. nóv. - 5.des. Innritun fyrir fimmtudaginn 9. nóvember. Upplýsingar i fræðsluskrifstofu Reykja- vikur. Simi: 2 14 30. Bókavörður Starf forstöðumanns Bókasafns ísa- fjarðar er laust til umsóknar, umsóknar- frestur er til 1. desember n.k. Starfið veit- ist frá 1. janúar 1973. Allar nánari upplýsingar um starfið gefa bæjarstjórinn á ísafirði og bókafulltrúi rikisins, Stefán Júliusson. BÆJARSTJÖRINN ISAFIRÐI Starfsstúlknafélagið Sókn Námskeiö Starfsstúlknafélagsins Sóknar hefst miðvikudaginn 8. nóv. — Þátttakendur koma saman einu sinni i viku, á miðvikudögum, 5 sinnum alls, isfðasta sinn miðvikudaginn 6. desember. Námskeiðið fer fram i húsi Hins isienzka prentarafélags að Hverfisgötu 21, efri hæð og hefjast kl. 20.30 hvert kvöld. A námskeiðinu verða fluttir fyririestrar, siðar umræður um efni þeirra og svara fyrirlesararnir fyrirspurnum. FJALLAÐ VERÐUR UM EFTIRFARANDI EFNI: 8. nóvember: Hlutverk og skyldur trúnaðarmanna á vinnustöðum : Guðjón Jónsson, járnsmiöur. 15. nóvember: Kjarasamningarnir og túlkun þeirra: Þórir Danielsson, framkv. stj. Verkamannasamb. ts- lands. 22. nóvember: Vinnulöggjöfin: Nánar augl. síðar. 29. nóvembef: Stéttabaráttan og grundvöllur hennar: Brynjólfur Bjarnason fyrrv. ráðherra. 0. desember: Staða verkakonunnar I þjóðfélaginu: Nánar augl. síðar. Reykjavik, nóvember 1972. STARFSSTOLKNAFÉLAGIÐ SÓKN. rnrrrií iiiiP iM r ---------------i þingsjá þjóðviljans Yarnir gegn mengun sj ávar Rikisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um að alþingi heimili stjórninni að staðfesta fyrir tslands hönd alþjóðasamning, er geröur var 15. febrúar 1972, um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangsefna frá skipum og flugvélum. Þegar samningurinn hefur verið staðfestur öðlast hann laga- gildi á Islandi. 1 athugasemdum við frumvarpið segir m.a. „Samningurinn felur fyrst og fremst i sér bann eða tak- markanir við losun úrgangsefna i hafið frá skipum og flugvélum. 1 viðauka nr. 1 með samningnum eru upptalin þau efni, sem alger- lega er bannað að losa i hafið. 1 viðauka nr. II eru talin efni, sem kasta má i hafið með sérstöku leyfi stjórnvalda þess lands, sem um er að ræða en fastanefnd sem stofnuð er með samningnum, er einnig falið að fylgjast með þess- um heimildum. Bannað er að losa nema litið magn þessara efna, og er magnið einnig háð ákvörðun nefndarinnar. Engin þessara efna má losa á minna dýpi en 2000 metrum og heldur ekki nær landi en 150 sjómilur. Samningurinn nær til Norðaustur-Atlanzhafsins og hluta tshafsins, nánar tiltekið til þeirra hafsvæða, sem eru norðan við 36 nl.br. og á milli 42 vl.l. og 51 al.l., —að viðbættu haf- svæði Atlanzhafsins norðan við 59 nl.br. og á milli 44 vl.l. og 42 vl.l. t stórum dráttum er þetta allt haf- svæðið austan við linu i suður frá suðurodda Grænlands, suður að norðlægri breiddargráðu Gibraltarsunds. Svæði þetta er hið sama og Norðaustur- Atlanzhafsfiskveiðisamþykktin nær til. Aðildarrikin skuldbinda sig þó einnig til að forðast losun skaðlegra efna i hafið utan þess svæðis, sem samþykktin nær til Einnig eru ákvæði um, að aðildarrikin samræmi aðgerðir sinar og vinni sameiginlega og hvert i sinu lagi að þvi að koma i veg fyrir mengun sjávar. Einnig skuldbinda samningsrikin sig tii gagnkvæmrar aðstoðar i neyðar- tilfellum og til þess að koma á samræmdum eða sameiginlegum visindalegum og tæknilegum rannsóknum, þar með töldum rannsóknum á mismunandi að- ferðum við að fjarlægja skaðleg efni og skiptast á þeirri vitneskju, sem fæst á þennan hátt.” ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA í KR0N VERÐTRYGGÐ SPARISKlRTEINI 1 Í maí s. I. var boðið út 300 milljón króna spari- skírteinalán ríkissjóðs. Af þessari útgáfu eru nú um 200 millj. kr seldar og hefur sala farið vaxandi á ný að undanförnu. Ekki verður gefið út meira af þessum flokki og verður afgangur bréfanna til sölu á næstunni hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um allt land, auk nokkurra verðbréfasala. Þessi flokkur spariskírteina er bundinn vísitölu byggingarkostnaðar frá 1. júlí þessa árs. 2 Spariskírteinin eru tvímælalaust ein bezta fjárfestingin, sem völ er á, þau eru fyrirhafnar- og áhyggjulaus, skatt- og framtalsfrjáls og eina verðtryggða sparnaðarformið, sem í boði er. 3Sem dæmi um það hve spariskírteinin eru arðbær fjárfesting skal upplýst, að tíu þúsund króna skírteini áranna 1965, 1966 og 1967 eru nú innleyst á rúmlega 41 þúsund, 33 þúsund og 29 þúsund, hvert fyrir sig og hafa þvi gefið árlegan arð liðlega 22-24 af hundraði. Innlausnarverð spariskírteina hefur rúmlega fjórfaldazt frá 1965, en það mun vera talsvert meira en almenn verðhækkun íbúða í Reykjavík á sama tímabili. Skírteini: Gefa nú. Arlegur arður. Frá sept. 1965 kr. 10.000 kr. 41.586 22,6% Frá sept. 1966 kr. 10.000 — 33.032 22,1% Frá sept. 1967 kr. 10.000 — 29.428 24,1% RÍSPAPPÍRSLAMPINN FRÁ JAPAN Japanski rispappirslampinn fæst nú einnig á tslandi i 4 stærðum. Hentar hvar sem er, skapar góða birtu og er til skrauts bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni. Athyglisverð og eiguleg nýjung. HÚSGAGNAVERZLUN ,\XELS EYJÓLFSSONAR SKIPHOLTI 7 — Hcykjavik. Símar 10117 og 18742.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.