Þjóðviljinn - 05.11.1972, Side 7

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Side 7
Sunnudagur 5. nóvember 1972 ÞJáÐVtLJINN — StÐA 7 Sovézk kvikmynda- vika í Reykjavík N.k. miðvikudag 8. nóv. hcfst i l.augarúsbiói sové/.k kvikmynda- vika. Sýndar vcrða 5 nýjar sovézkar kvikmyndir. Frelsisstríd. t>essa mynd hafa Sovdlmenn kallað mestu striðsmynd sem gerð hefur verið. Hún er i fjórum hlutum, en tveir þeirra verða sýndir hér nú. Eins og kunnugt er hafa Sovétmenn gert ótal myndir með heimstyrjaldirnar að bak- sviði, þ.e. sögur sem gerast i skugga striðsins, um örlög ein- stakra hermanna o.s.frv. En litið hefur verið fjallað um striðið sjálft frá sögulegu sjónarhorni og erþessum myndum ætlað að bæta úr þvi. Einnig þótti ærin ástæða til þess að rifja upp hversu stóran hlut Sovétrikin áttu i þvi frelsis- striði sem þjóðir Evrópu háðu gegn nazistum. Þess er hvergi getið i hinum fjölmörgu banda- risku myndum sem gerðar hafa verið um seinni heimstyrjöldina. 25 ár eru liðin frá striðslokum, heil kynslóð hefur vaxið úr grasi, hún d heimtingu á að fá aö vita sannleikann. Þetta eru sjónarmiðin sem réðu gerð myndarinnar og Sovétmenn hafa ekki sparað neitt til þess að gera hana sem nákvæmasta og dreiðanlegasta. Kvikmyndun fór fram á sögustöðunum viða i Evrópu og stuðzt var við ljós- myndir og oftlega sóttir hlutir i söfn viða i álfunni og notaðir i myndinni, eins og t.d. 12 tonna brynvarður bill sem Stalin notaði, skrifborð Hitlers og fleira i þeim dúr. Myndin er tekin á 70 mm lit- filmu og eru leikararnir af ýms- um þjóðernum. Fjórði og siðasti hlutinn fjallar um orustuna um Berli og var að mestu leyti tekin i striðsrústum i Austur Berlin, sem eru ekki lengur til, þar hafa ný- lega verið byggð ibúðahverfi. Sovétmenn virðast hafa náð yfirlýstum tilgangi sinum með þessum myndum, þvi þær hafa hlotið óhemju aðsókn i Sovétrikj- unum og einnig utan þeirra. Þær hafa komið mörgum á óvart og haft áhrif i þá átt að breyta hinni einhliða mynd sem fólk á Vestur- löndum hefur fengið af gangi seinni heimstyrjaldarinnar i vestrænum kvikmyndum. En myndirnar eru einnig kallaðar minnisvarði þeirra er féllu i striðinu. Dansljóö. Ballet — breiðtjaldsmynd i lit- um. Hún er gerð um eina mestu ballerinu Sovétmanna fyrr og siðar, Maju Plisetskaju. Leik- stjórinn notar mjög vel mögu- leika kvikmyndatækninnar til þess að lýsa á ljóðrænan hátt margbreytileika balletsins, en Plisetskaja dansar brot úr hinum ólikustu dansverkum. Dansljóð. Sirkusinn mikli. Stórkostlegasta sirkusmynd sem ég hef séð. Myndatakan ein- stök og stundum raunar óskiljan- legt hvernig hún hefur farið fram. „Hernaðarleyndarmál”, segir leikstjórinn. Þarna gefur að lita alla fremstu fjölleikamenn, trúða og dýraþjálfara Sovétmanna i hinum heimsfræga sirkus Moskvuborgar. Hinn síðasti helgidómur. Myndin byggir á sögulegri skáldsögu eftir Eduard Bornhel sem út kom árið 1893. Hún gerist á 16. öld og segir frá baráttu eist- lenzkra bænda við þýzka og sænska innrásarmenn. Þetta er viðburðarik og spennandi „ævin- týramynd”, gerð af sögulegri ná- kvæmni. Flestir leikaranna eru ungt fólk og á það sinn þátt i að myndin er hröð og hressileg. Langt i vestri. Myndin gerist árið 1944 i fanga- búðum i Frakklandi, en nánari upplýsingar hef ég ekki um þessa mynd. ☆ Nánar verður sagt frá sýn- ingardögunum hér i Þjóðviljan- um eftir helgina, en myndirnar verða varla sýndar nema einn dag hver, og þvi nauðsynlegt að fylgjast vel með. Ég vil eindregið hvetja fólk til þess að sjá eitthvað af þessum myndum sem eru kær- komin tilbreyting þessa dagana þegarnákvæmlega ekkert mark- vert er að sjá i hinum bióunum. Þ.S. mm Sirkusinn mikli.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.