Þjóðviljinn - 05.11.1972, Síða 15

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Síða 15
Sunnudagur 5. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15. Ragnar Arndals: Um sameiningarmál „Alþýðubandalagið hefur ekki gert neinar sérstakar samþykktir um sameiningar- mál. Alþýðubandalagið hefur talið árangursrikast, að sam- starf vinstrimanna þróaðist með eðlilegum hætti á grundvelli sem viðtækastrar samstöðu um baráttu vinstri- manna. Skyndiupphlaup og yfir- borðskennd slagorð um sam- einingu munu að sjálfsögðu litlu breyta, ef hugur fylgir ekki máli. Þó að nokkrir stjórnmálaforingjar komi sér saman um að styðja hvor annan i kosningum til að treysta völd sin, þá er ekki þar með sagt, að styrkur vinstri- hreyfingarinnar aukist við það. Að sjálfsögðu ræður það úrslitum hvort rikari sam- staða skapist um þau við- fangsefni og vandamál, sem efst eru á baugi i islenzku þjóðfélagi. Þeir sem ekki geta starfað saman i rikisstjórn geta . að sjálfsögðu enn siður starfað saman i flokki. Foringjar Alþýðuflokksins hafa um ára- bil verið i svo nánu samstarfi við ihaldsöflin i landinu, að jafnvel flokksmenn þeirra þekktu ekki lengur muninn á stefnu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Alþýöu- flokknum var boðin þátttaka i myndun vinstri- stjórnarinnar, en foringar flokksins fengu þvi ráðið, að þvi boði var hafnað. Enn bendir þvi miður ekkert til þess að forystumenn Alþýðuflokksins, sem eitt sinn var helzti merkisberi is- lenzkra vinstrimanna og verkalýðs, hafi breytt um af- stöðu i mikilsverðum málum, Að visu er stefna þeirra harla óljós i fjölmörgum málum, en i þeim málum, þar sem linur skerast einkum milli hægri og vinstristefnu og andstæð við- horf mætast, virðast þeir þvi vera hægra megin, til dæmis i afstöðu sinni til islenzkra atvinnumála og stóriðju á ts- landi, i afstöðu sinni til utan- rikismála og bandariskra her- stöðva á Islandi og til annarra helztu átakamála i islenzkum stjórnmálum. Hægrisinnuð lifsviðhorf for- ystumanna . Alþýðuflokksins komu einkar skýrt i ljós, þegar norska þjóðin hafnaði aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu og kom þar með i veg fyrir, að alþjóðlegir auð- hringar næðu tökum á norsku atvinnulifi. Formaður Alþýðu- flokksins lýsti þá yfir óánægju sinni og sorg vegna þessara úrslita, á sama tima og brezkir jafnaðarmenn og ungir jafnaðarmenn og vinstrimenn á öllum Norður- löndunum fögnuðu mjög inni- lega þessum sigri, likt og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna og Alþýðu- bandalagið hér á landi. Ein- mitt i þessu máli, i afstöðunni til hins kapitaliska stóriðn aðar, sem verið er að koma á fót i Evrópu, mætast andstæð lifsviðhorf, sem skera úr um afstöðu manna i fjölda- mörgum smærri málum. í hópi samherja má að sjálf- sögðu alltaf reikna með ein- hverjum skoðanamun i ýmsum málum. Annað er óeðlilegt. Hins vegar ætti að vera ljóst, að vinstrimönnum er enginn greiði gerður með þvi að grauta saman i einn pott alls konar pólitiskum sjónarmiðum jafnt frá hægri sem vinstri. Sundurleitur milliflokkur, sem reikar um vettvang stjórnmálanna, þverklofinn og stefnulaus, er ekki liklegur til að verða að miklu gagni fyrir islenzku þjóðina. Við Alþýðubandalagsmenn erum vafalaust reiðubúnir að taka þátti endurskipulagningu islenzkrar vinstrihreyfingar, málefnalegur grundvöllur er fyrir hendi og um er að ræða samstarf, sem byggt er á traustum grunni. Baráttan fyrir betra þjóðfé- lagi og árangur hennar er aðalatriðið, en formið skiptir minna máli. Við litum ekki á flokk okkar sem neitt takmark i sjálfu sér. En við teljum mestu máli skipta, að sam- vinna vinstri manna um stjórn landsins takist vel, og við erum tortryggnir á yfirborðs- kennt atkvæðabrask, sem ekki byggir á málefnum, heldur miðast aðallega við að stofna hlutafélag um varðveizlu þingsæta. Þess háttar stjórnmálabrölt er liklegra til að sundra meira en það sameinar. Við viljúm raunverulegt samstarf við alla þá, sem við eigum sam- leið með, lika við Alþýðu- flokkinn, og við viljum ráða af þvi samstarfi, hvort nánari skipulagsleg samstaða kemur* til greina.” Af dundi hráskóla Hr. ritstjóri. f grein minni um haskóladund s.l. laugardag brá eg fyrir mig gömlum islenzkum húsgangi, sem prentvillupúkinn hefur káfað alvarlega ofani. Siðustu tvær linurnar birtust þannig: „þvi góðborgarans hringa hrund i háskólanum” ...o.s.frv. Eins og allir vita er visan þann- ■g: Ráðherrann i reiðri lund rosalegan er með hund, þvi góðborgarans hringa hrund i hráskólanum stundar dund. Yðar einlægur Flosi.' Nýtt námskeið hjá Kórskólanum Annað kvöld, mánudag, hefst nýtt námskeið hjá Kórskóla Pólý- fónkórsins og stendur i 10 vikur. Kennslan fer fram i Vogaskóla og er kennt 2 stundir i senn á mánu- dagskvöldum. Kennarar verða Ingólfur Guðbrandsson, Ruth Magnússon, Einar Sturluson og Lena Rist. Gert er ráð fyrir að nemendur Kórskólans séu á aldr- inum 16-40 ára. SÉNDIBÍLASTÖDIN HF Skuggsjá Framhald af bls. 6. þvi að almenningi að allar væru skattaupphæðirnar ákveðnar af rikisstjórninni. Nú kaus Geir flokkinn. Hann kaus flokkinn vegna þess að ella er valdaaðstaða Moggaklikunnar innan Sjálfstæðisflokksins i veru- legri hættu. Þess vegna ákvað Moggaklikan að taka þá áhættu að setja léttari mann i borgar- stjóraembættið til þess að Geir gæti óskiptur snúið sér að innan- flokkserjunum. Geir er ekki að losa sig úr starfi borgarstjóra til þess að gegna þingmannsstarfi, hann er að kasta sér út i innan- flokkserjurnar i Sjálfstæðis- flokknum. Fjalar. V íetnamnef nd Framhald af 5. siðu. málalegum og efnahagslegum stuðningi við þjóðfrelsisöflin i Vietnam, vinna að þvi m .a. að islenzka rikisstjórnin viður- kenni Alþýðulýðveldið Vietnam og Bráðabirgða- byltingarstjórnina i Lýðveldinu Suður - Vietnam. Vietnamnefndin litur svo á að nærtækur stuðningur við vietnömsku þjóðina i hetju- legri baráttu hennar gegn bandarisku heimsvalda- stefnunni sé að reka banda- riska NATO-herinn burt af Islandi. Vietnamnefndin SAMVINNU BANKINN Útför eiginkonu minnar ÁSU GUÐBRANDSDÓTTUR frá Spágilsstöðum fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. nóv. kl. 3. e.h. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Iljálmar Sigurðsson. FÉLAGSLÍF Félagsstarf eldri borgara Langholtsveg 109-111. Miðvikud. 8. nóv. verður opið hús frá kl. 1.30 e.h. Meðal annars verður upplýsinga- þjónusta, bókaútlán, og kvik- myndasýning. Fimmtud. 9. nóv. hefst handavinna föndur og félagsvist kl. 1.30 e.h. Grensásprestakall Fermingarbörn ársins 1973 mæti til skráningar mánu- daginn 6. nóv. kl. 17.30 I safnaðarheimilinu. Séra Jónas Gislason Breiðholtssókn. Fermingarbörn komi til viðtals i samkomusal skólans mánudag 6. nóv. kl. 4.10. Séra Lárus Halldórsson Neskirkja. . Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundir pilta og stúlkna 13 til 17 ára mánudagskvöld kl. 8.30. Opið hús frá kl. 8. Sóknarprestar. Bústaðakirkja Væntanleg fermingarbörn eru beðin að mæta i kirkjunni miðvikudag kl. 17.30. Séra Ólafur Skúlason. Langholtsprestakall Fermingarbörn Langholts- kirkju eru beðin að mæta til innritunar miðvikudaginn 8. nóv. i safnaðarheimilinu, til séra Áreliusar kl. 6, til séra Sigurðar Hauks kl. 5. Munið að hafa með ritföng. Kvenfélag Laugarnessóknar. Fundur verður haldinn mánudaginn 6. nóv. kl. 8.30 e.h. Pétur Maach stadthor talar um heimili og skóla. Umræður, kaffidrykkja. Stjórnin. /V Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerð- um, — einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi,sumarbústaöi og báta. — Varahlutaþjónusta. — Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓIIANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F. KLEPPSVEGI 62. — SÍMI 33069. ORÐSENDING FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Undanfarið hefur staðið yfir endurskoðun og breyting á gagnavinnslukerfi Rafmagnsveitunn- ar, m.a. að þvi er varðar mælaálestur og útskrift reikninga, og hafa þess vegna óhjákvæmilega orðið tafir á útsendingu reikninga í nokkur hverfi á orkuveitusvæðinu. Þessar tafir stafa m.a. af þvi að álestrarumferð hefur verið breytt til samræmisvið fasteignaskrá og reikningar koma þvi ekki út i sömu röð en áður. Þetta veldur þvi, að i mörgum tilfellum fá notendur nú reikninga yfir lengra timabil en áður. Jafnframt því að biðja velvirðingar á þeim óþægindum, sem einstakir notendur rafmagns og hitaveitu verða fyrir, af þessum sökum, skal tekið fram, að frá og með næsta útsendingartímabili reikninga, sem hefst i byrjun desember, verða reikningar sendir út ársfjórðungslega eins og áður. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Hreppsnefnd Mosfellshrepps Auglýsir: Aðalsteinn Sigurðsson hefur tekið að sér eftirlit með óskilahrossum. BÓKASÝNING í tilefni bókaársins sýnum við næstu viku nokkurt magn sovézkra bóka, aðallega listaverkabækur, hand- og tæknibækur. Bækurnar eru til sölu. Bókabúð Máls og menningar Laugaveg 18.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.