Þjóðviljinn - 13.12.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. desember 1972 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7 Skáldsaga eftir Tove Ditlevsen Danshópurinn DANSBROT Danssýning, samin og œfð af Unni Guðjónsdóttur bað verður ekki með sanni sagt, að mikið hafi kveðið að list- dansi i Þjóðleikhúsinu, siðan Erik Bidsted lét af gifturiku starfi sem ballettmeistari hússins. Siðan hefur leikhúsið sinnt þessari starfsemi hverfandi litið og á ákaflega tilviljanakenndan hátt. Þvi miður eru mér i nokkuð fersku minni tvær siðustu ballett- sýningar á undan þessari, sem voru að flestu leyti af vanefnum gerðar, illa æfðar, ónákvæmar og klaufalegar. t öðru tilfellinu voru dansararnir að visu svo óheppnir að hafa samanburð af Helga Tómassyni og prfmaballerinu, sem með honum kom. Drýgstan ávöxt af uppbyggingarstarfi Bid- steds hér má nefnilega sjá innan erlendra listdansflokka; hjá Þjóð- leikhúsinu hefur öllu verið leyft að drabbast niður. Maður getur ekki annað en dáðst að þeim stúlkum, sem hafa haldið áfram og ekki látið hugfallast þrátt fyrir ailt. öll loforð um umbætur virð- ast hafa verið litið annað en orðin tóm, t.d. verður ekki annað séð en að endurráðning Bidsteds fyrir skemmstu hafi aðeins verið inn- antómt auglýsingabragð. Sjálf sagt er dýrt að halda uppi lifandi og viðamikilli listdansstarfsemi innan leikhússins, og enn er ekki ljóst, hvaða sess núverandi leik- hússtjóri hyggst marka henni i framtiðinni. En nú virðist Eyjólfur eitthvað að hressast; gamall nemandi Bid- steds, Unnur Guðjónsdóttir, er tekin við ballettmeistarastarfi eftir lfflegan feril i Sviþjóð. Hún er bundin þar áfram að ýmsum verkefnum, svo að óvist er, hversu mikið starfkraftar hennar nýtast hér. En þessi sýning gefur óneitanlega góð fyrirheit. Dansbrot eru samsafn smá dansa af ýmsum tegundum. Einkum þjóðdansa. Sýningin upphófst á glæsilegum Cardás—dansi þeirra Unn ar, Guðrúnar Pálsdóttur, Ölafs Ólafssonar og Guðlaugs Ein arssonar. Þeir tveir eru hress- ir og karlmannlegir dansar- ar, sem hafa bætzt i flokkinn og bæta upp örlitla ónákvæmni með skemmtilegu látbragði og svip- brigðum. Af dönsurum flokksins er mér annars minnisstæðust Ás- dts Magnúsdóttir, einkum i Coppelia og Jota, sem hún dans- aði frábærlega vel. Helga Eldon tifaði um i ,,Dansi” á þokkafullan hátt, en tókst siður upp i Taran- tella, sem mun vera býsna krefj- andi. Annars er meiningarlaust að tina einstaka dansara út úr þessari sýningu; höfuðkostur hennar er einmitt sá, hvað svipur hennar er jafn, andi hennar ferskur og skemmtilegur, enda viðfangsefnin valin við hæfi dansaranna. Þess skal getið, að undirritaður komst ekki á frumsýningu á laug- ardag, en á siðari sunnudagssýn- inguna i staðinn. Þorleifur Hauksson. Gata bernskunnar er önn- ur bókin sem kemur út á is- lenzku eftir dönsku skáld- konuna Tove Ditlevsen. Fyrri bókin sem Iðunn gaf út var endurminningar hennar, Gift, sem hlaut góðar móttökur íslenzkra lesenda. Gata bernskunnar er ein kunn- asta skáldsaga Tove Ditlevsen. Hún byggir á minningum skáld- konunnar frá æskuárum hennar og kom út 2 árum eftir að hún gaf út fyrstu skáldsögu sina. Sið- an hefur hún verið margendur- prentuð i Danmörku og hefur unnið sér sess sem sönn og nær- færin lýsing á uppvexti ungrar stúlku. Tove Ditlevsen segir á þessa leið um bókina i endurminningum sinum: ,,Sagan styðst mjög við minningar úr ævi minni, en þó mér finnist ég hafa sýnt foreldr- Tovc Ditlevsen. um minum fyllstu tillitssemi varð móðir mfn sármóðguð, þegar hún las hana. Hún sagðist hafa álitið, að ég hefði átt hamingjurika bernsku. En hvað vita foreldrar eiginlega um það, hvernig börn þeirra lifa bernsku sina?” Þýðandi er Helgi J. Halldórs- son, en útgefandi Iðunn. Faust Goethes Bókaútgáfa Menningar- sjóðs hefur gefið út eitt af öndvegisritum heimsbók- menntanna, Fást Goethes, i íslenzkri þýðingu Yngva Jóhannessonar. Er þetta þriðja atrennan sem gerð er til að koma Fást á is- lenzku. Bjarni frá Vogi þýddi fyrri hlutann af Fást og kom sú þýðing út árið 1920. Magnús As- geirsson þýddi og nokkra kafla úr verkinu. I þeirri bók sem nú kemur út fer fyrst lauslega samantekinn efnis- þráður. Þá fer þýðing á fyrri hluta Fásts, þess sem venjulegast er sýndur. Seinni hlutinn fer þar á eftir i þvi formi, að sagður er efnisþráðurinn og þýddir kaflar úr verkinu. Meðal annars er loka- kaflinn þýddur i heild án úrfell- inga. Þýðingin á Fást I sem hér er prentuð var sýnd i Þjóðleikhúsinu leikárið 1970—’71 en frá textanum sem þá var notaður hafa verið gerðar töluverðar breytingar. Þýðandi segir m.a. i formála á þá leið, að hann hafi lagt áherzlu á að hafa þýðinguna nærri eðli- legu talmáli eftir þvi sem ljóð- búningurinn annars leyfir. Pöntun á háði og skrumskœlingum VIÐ HEYGARÐS- HORNID Hvert fyrirtæki þarfnast sinna auglýsinga, ef þvi á að farnast vel i nútima þjóðfélagi. Hér er langt i frá eingöngu um að ræða aug- lýsingar um framleiðsluvöru eða þjónustu, þótt útbreiðslustarf- semi i söluskyni sé auðvitað einn höfuðþáttur auglýsinga i þrengri merkingu. Fyrirtæki þurfa nefnilega einnig á þvi að halda að skapa i kringum sig vinsamlega afstöðu og „skilning” hjá almenningi (sem oft á tiðum byggist á misskilningi á hinu sanna eðli og tilgangi fyrirtækisins). Velvildar- áróðri, sem ætlað er að hafa slik áhrif, dreifa ýmis fyrirtæki sjálf i formi venjubundinna auglýsinga, en einnig og ekki siður i fréttatil- kynningum og blaðaskrifum. Og svo er beitt ýmsum öðrum ráð- um, svo sem heimboðum, veizl- um, verðlaunum, sýningum o.þ.h. Almannatengsl eru reyndar heil visindagrein i heimi sölu- tækninnar, en hingað til höfum við hér á landi farið að verulegu leyti varhluta af henni, þökk sé vanþróun okkar! Og þvi fer mjög fjarri að fólk sé tekið að gera greinarmun á græskulausum vinarhótum og grályndum við- skiptabrögðum. Samt höfum við fengið nokkurn forsmekk af þessu. Verður nú getið nokkurra dæma. Siglingafélag nokkurt hefur löngu skapað þá goðsögn i kring- um sig að það sé „félag allra landsmanna”, þótt það i reynd sé bara gróðafélag. Hlutabréfin hafa safnazt á fáar hendur, og toppstöður hjá félaginu eru aðeins opnar mönnum úr útvöld- um forréttindahópi. Félag þetta auglýsir nafn sittoft og víða, m.a. með þvi að gefa út fögur vegg- almanök sem dreift er ókeypis. Annað islenzkt samgöngufyrir- tæki gerir ákaflega mikið af þvi að láta setja saman á skrifstofum sinum „fróðleiksefni” um sjálft sig, sem það treður upp á fjöl- miðla. Eru margvisleg tækifæri til þess notuð, svo sem merkis- afmæli: flugs, flugmanns, flug- brautar, fyrsta islenzka milli- landaflugsins, og sjálfsagt kemur röðin að gullbrúðkaupi for- stjórans eða sjötugsafmæli einka- ritarans. Og ef einhvers staðar hallar orði á félag þetta, eru gerðir út leigupennar til að hreinsa það af öllum óhróðri. Svipaða aðferð hafa nokkur af auðfy rirtækjum samvinnu- hreyfingarinnar. I þjónustu þeirra starfa dyggðugir menn. sem virðast fá kaupauka („bónus”) fyrir flatarmálið á varnargreinum fyrir hin hörundssáru fyrirtæki. Þar er lika höfð sú árangursrika aðferð að koma upp „áhugamannafélög- um” i kringum kaupskapinn, sem hjálpa fyrirtækinu við áróðurinn og auglýsingamennskuna. Svo langt inn á það, sem kalla mætti friðhelgi félagslifsins, hafa þó fyrirtæki einkaframtaksins yfir- leitt ekki leyft sér að ganga hér- lendis, enn sem komið er. Svissneski auðhringurinn, sem viðreisnarstjórnin hleypti hér inn i landið, hefur einnig sinar lær- dómsriku aðferðir við að öðlast vinsældir og hagstætt al- m en ni n gsáli t. Forstjóri stassjónarinnar á íslandi, hæg- látur geðprýðismaður að sögn, er látinn skrúfa sig upp i skapofsa i hvertskipti sem sannleikurinn er sagður um hina einsíöku gróðaaðstöðu hringsins i islenzku atvinnulifi. Koma þá hin furðu- legustu plögg fram á sjónar- sviðið, sem forstjórinn er látinn leggja nafn sitt við, bæði innan fyrirtækisins og út á við, i fjöl- miðlum. Á öðrum stundum er for- stjórinn látinn birtast sem umhyggjusamur faðir starfs- mannanna og jafnvel barna þeirra, svo sem þegar stassjónin er opnuð og höfð til sýnis einu sinni á ári. Eitt af þvi þarflegasta, sem kom fram á nýlegri ráðstefnu herstöðvaandstæðinga, var að finna i máli Sigurðar Lindal um það, hvernig bandariski herinn hefur beitt viðurkenndum aðferð- um fyrirtækja til „almannatengsla”, til að gera sig heimakominn og hlutgengan i þjóðlifinu. Sigurður benti á heimboð, sýningar, hjálparstarf- semi og siðast en ekki sizt Vallar- sjónvarpið i þessu sambandi. Herinn hefur þannig að vissu leyti hagað sér eins og stórt kaup- sýslufyrirtæki, sem óskar eftir að festa sig i sessi og gerir sér ljóst, að einungis nógu ósvifin og risa- vaxin auglýsingamennska dugar til að koma sér á framfæri og öðlast þegnrétt. Ekki er óliklegt að við tslendingar höfum legið flatari fyrir áróðri hersins um eigið ágæti og þörf okkar fyrir hann (ef ekki til varna, þá til þæginda og afþreyingar) heldur en aðrar vestrænar þjóðir hefðu gert við svipaðar aðstæður. Þetta stafar af þvi að við þekkjum svo tiltölu- lega litið til hins mikla áróðurs, sem fyrirtæki almennt reka i hin- um vestræna heimi, höfum litið vanizt brögðum þeirra og taum- lausri frekju við að koma sér inn á fólk. Og til skamms tima hefur það sjálfsagt verið fjarri íslendingum að hafa skilning á þvi sem sameiginlegt er með „landvarnarliði” og auðfyrir- tækjum (eða hervaldi og auðvaldi, eins og stúdentar hafa nú kennt okkur að segja). I þýzka fréttaritinu Spicgelvar um daginn greint frá nýrri upprennandi metsölubók i Vestur-Þýzkalandi. Ungt ljóða- skáld, Kristján Delius að nafni hefur sett saman afmælisrit um þýzka auðhringinn Siemens 125 ára. Ritið er að ytra borði i alvar- legum stil og byggt á traustum heimildum, en við lestur kemur i ljós að það er háð og skopstæling á lofgerðarrollum fyrirtækja um sjálf sig. Ritið hittir svo vel i mark, að . Siemens — einn stærsti auð- hringur Þýzkalands með um 300 þúsund starfsmenn — hefur séð sig til neyddan að höfða mál gegn höfundi og útgefanda. Eru þeir ákærðir fyrir rógburð — meiðyrði er hér varla um að tala! — en þeir segja að hér sé bókmenntagrein á ferð sem hljóti að hafa sitt frelsi. Og ekki ber á öðru en þetta hátið- lega afmælisrit njóti mestu vin- sælda: Fyrsta útgáfa hefur þegar selzt upp i 7 þúsund eintökum, og önnur prentun er senn fullger. Væri þetta afmælisháð Deliusar um Siemens ekki tilvalin fyrir- mynd ungum islenzkum höfund- um sem vilja gera þrennt i senn: bæta heiminn, sparka i auðvaldið og vinna sér inn fé og frama með ritstörfum? Að visu höfum við ekki hér i at- vinnulifinu slika risa sem Siemens og Krupp — sem bera sinn hluta ábyrgðarinnar á heimsstyrjöldum og gyðinga- morðum — en við erum óneitan- lega á „framfarabraut” og erum farin að kynnast sjálfshólsskrif- um auðfyrirtækja. Við höfum fengið nasasjón af sigildum að- ferðum auðvalds og hervalds til almannatengsla. Þetta ættu menn að geta notfært sér i háðrit- um um islenzka aðila, „félög allra landsmanna” og aðra þá sem hafa verið að ná aðstöðu i fjármála- og stjórnmálaheimi tslands á undanförnum árum. En það má kannske segja, að fyrirtækin okkar eigi ekki þá við- höfn skilið, að sett séu saman um þau hátiðarit, jafnvel þótt i háði væru. En væri þá ekki t.d. vinnu- veitendasambandið ágætt fórnardýr? Eða verzlunarráðið? Og væri ekki vel til fundið að nefna um leið andlit þeirra og málgagn braskaravaldsins, Morgunblaðið? Formúluna að skopstælingunni er að sjálfsögðu að finna i yfir- lýsingum þessara aðila um sjálfa sig: Við berjumst fyrir þjóðar- hag. Og varla þarf svo ýkja fjöl- skrúðuga heimildakönnun til að sanna upp á þá atferli sem ekki svarar til ýfirlýsingarinnar — nema þá i háði. Iljalti Kristgeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.