Þjóðviljinn - 13.12.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.12.1972, Blaðsíða 1
Háskóli SÞ á íslandi? Viö umræður á Allsherjar- þingi Sameinuöu þjóöanna i gær um stofnun háskóla Sam- einuöu þjóðanna gerði fulltrúi islands grein fyrir þvi, að rikisstjórn islands hefði áhuga á að bjóða háskólanum að- stöðu á islandi fyrir visinda- og rannsóknarstofnun skóians i haf- og fiskifræðum. Kinstakar deildir háskólans munu verða i ýmsum löndum en gert er ráö fyrir þvi, að skólinn veröi eingöngu rann- sóknarstofnun á ýmsum svið- um. Fé til reksturs skólans verð- ur fengið með frjálsum fram- lögum sérstofnana Sameinuðu þjóðanna og úr ýmsum alþjóð- legum mcnningarsjóðum. island var eitt þeirra rikja sem fluttu tillöguna um stofn- un háskólans. Við endanlega afgreiöslu málsins voru 110 riki fylgjandi stofnun hans, en S Austur-Evrópuriki á móti. Senn hefjast jólaleyfi barnanna Áður en langt líður fara börnin í jólaleyfi og síðustu kennsludagana er farið að undirbúa ,,litlu jólin" í skólunum. Þessi mynd er tekin í barnamúsíkskól- anum í gær, eri þar hefst jólaleyfið þessa dagana. — Mynd AK. Islendingum landhelg- Bandarískir fiskimenn: Óskuðu sigurs í isdeilunni Forystumenn samtaka sjómanna og útgerðar- manna í Nýja-Englands fylkjum Bandaríkjanna lýstu yfir stuðningi við l's- land í landhelgismálinu á fundi sem haldinn var í út- gerðarfiskibænum Point Judith í Rhode Island sunnudaginn 10. desember s.l. að fulltrúum islands á þingi Sameinuðu þjóðanna viðstöddum. Einnig fögn- uðu þeir tillögu þeirri, sem ísland á frumkvæði að og flutt hefir verið á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóð- anna um rétt rikja til nátt- úruauðæfa innan landa- mæra sinna og einkanlega um rétt strandríkja til auð- æfa í landgrunnshafinu. Fundurinn var haldinn að til- hlutan samtaka sjómanna og út- gerðarmanna á austurströnd Bandarikjanna, en hann sátu einnig fulltrúar frá fiskirann- sóknastofnun Rhode Island hásk- ólans. Sam vinnufélagi fiski- manna og Félagi fiskkaupmanna, segir i frétt frá utanrikisráðu- neytinu., Fulltruar sendinefndar tslands voru þeir Ellert Schram, Hannes Pálsson, Jónas Arnason og Sig- urður E. Guðmundsson, Gunnar G. Schram og tvar Guðmundsson. Gunnar Schram flutti framsögu- ræðu á fundinum og fjallaði um landhelgismálið og skýrði alls- herjarþingstillöguna og tilgang hennar og afleiðíngar, verði hún samþykkt. Jónas Arnason talaði einnig um landhelgismálið almennt. Allir nefndarmenn svöruðu fyrirspurnum, sem voru Frh. á bls. 15 Skýrsla embœttismanna gerð opinber Samkvæmt fyrirmælum Ólat's Jóhannessonar, forsætisráðhcrra hefur blöðunum nú verið send skýrsla Efnahagsmálanefndar til rikisstjórnarinnar þar sem fjall- að er um horfur, markmið og lciðir i efnahagsmáium. Plaggið er i tveim heftum, samtals upp á 111 blaðsiður. Eins og fram hefur koinið fékk rikisstjórnin nefndar- álitið i hendur fyrir fáum dögum, en hingaö til hefur verið litið á það sem trúnaöarmál, unz nú að það cr sent fjölmiðlum. tryggja atvinnuöryggi og kaup- mátt launa”, eins og segir i skip- unarbréfi. bessir áttu sæti i nefndinni: Jón Sigurðsson, hagrannsóknastjóri, formaður, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, Jóhannes Eliasson, bankastjóri, Ólafur Björnsson, prófessor, Guðlaugur borvaldsson, prófessor, Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðing- ur og bröstur Ólafsson, hagfræð- ingur. Ekki er hægt að tala um, að skýrsla nefndarinnar feli i sér beinar tillögur, en bent er á þrjá megin-möguleika, sem allir eru taldir geta tryggt þau markmið, sem rikisstjórnin setti nefndinni að miða við og getið var um hér að framan. Við þessar þrjár leiðir er siðan gerð grein fyrir 5 af- bri|ðum, við hvora um sig, eöa 15 tilvikum i allt. Leiðirnar þrjár, sem skýrslan nefnir eru nefndar uppfærsla (gengislækkun), millifærsla og niðurfærsla (lækkun kaupgjalds og verölags). Embættismennirnir gera i Frh. á bls. 15 Viðtalstími borgarfulltrúa Viötals'timi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins er i dag, miðvikudag, svo sem verið hefur að undanförnu. Borgarfulltrúi er til viðtals frá kl. 17 til kl. 19 á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3. Siminn er 1 98 35. ég er svo dösuð bað var Jóna Guðjónsdóttir, Sandfelli Stokkseyri, sem á mánudaginn varð óvænt fjór- um miljónum króna rikari? hún hlaut vinninga á sama númer á tveimur miðum i Happdrætti Háskólans. Jóna er tæplega sextug að aldri. Blaðamaður bjóðviljans hringdi til Jónu i gærdag. Hún kvaðst hafa fengið fréttina um vinninginn frá skrifstofu happdrættisins i fyrrakvöld um sexleytið. — Jú, þetta kom mér sannarlega á óvart. — Hefur þú fengið vinning áður? — Já. Ég fékk einu sinni 2000 krónur á hinn miðann minn, en ég á tvo miða i happ- drættinu. — bér hefur þá liklega fundizt þúsund sinnum meira til um fjórar miljónirnar. — Já, ég átti sannarlega ekki von á þessu. — Hefur þú átt miðana lengi, — árum saman? — Annan miðann hef ég átt nokkuð lengi, ég man ekki ná- kvæmlega hve lengi. Hinn miðann — þann sem færði mér vinninginn — hef ég ekki átt eins lengi, liklega um eitt ár eða svo. — Veiztu til hvers þú ætlar að nota alla þessa peninga? — Nei, það hef ég satt að segja ekki hugmynd um — hef eiginlega ekkert spekúlerað i þvi. Annars á maður nú krakka sem eru að koma sér af stað, og það væri gaman að geta rétt þeim hjálparhönd. — Ætlarðu að ferðast fyrir peningana? — Ég veit ekkertum það.Æ, ég er svo dösuð og hálfsljó eftir þetta. — Hvenær verður borgað út? — Ég bara veit það ekki. — Gaztu sofið i nótt eftir að þú fréttir af vinningnum? — Já, já. Ég hélt fyrst að ég myndi eiga erfitt með að sofna, en svo sofnaðist mér bara vel. — Hafa blaðamenn mikið truflað þig i morgun? — Nei, sem betur fer. Við óskum Jónu Guðjóns- dóttur til hamingju með stóra vinninginn. Embættismannanefndin hefur með skýrslugerð þessari sett dæmið upp, en það er siðan að sjálfsögðu rikisstjórnarinnar að taka stjórnmálalegar ákvarðanir og móta tillögur, er lagðar verða fyrir alþingi. Hefur rikisstjórnin haldið marga fundi undanfarna daga, og er unnið að endanlegri tillögugerð. Nefndin var skipuð þann 19. júli s.l. — „til þess að gera tillögur um leiðir og valkosti i efnahagsmál- um með það fyrir augum að halda verðbólgu i svipuðum skorðum og i nágrannalöndunum, treysta grundvöll atvinnuveganna og Utanríkisráðherra í útvarpsviðtali: Luns hefur aldrei boðið „málamiðlim” Utvarpið átti í gærkvöldi viðtal við Einar Ágústsson utanrikisráðherra, en hann er nýlega kominn heim af uta nrikisráðherra fundi NATO. Fyrst var ráðherrann spurður hvað væri að frétta af tilboði Luns framkvæmdastjóra NATO um málamiðlun i landhelgismálinu. Einar Agústsson sagði að ekk- ert slikt tilboð hefði komið fram til Islendinga, en Luns hefði sagt á blaðamannafundi, að hann væri tilbúinn ef til hans væri leitað. Og við höfum ekki óskað eftir þvi að landhelgismálið yrði tekið upp á vegum NATO, sagði Einar Agústsson. bá sagði utanrikisráðherra að- spurður, að Bandarikjamenn hefðu ekki látið neitt koma fram sem benti til þess að þeir vildu skipta sér af landhelgismálinu. Ráðherrann sagði að undirbún- ingsviðræður við Bandarikja- menn myndu fara fram i janúar. bað hefi ég sagt hér heima áður, en það er eins og stundum fyrr, að mál þykja fyrst fréttnæm, ef sagt er frá þeim erlendis. Loks skýrði utanrikisráð- herrann frá þvi að hann hefði engan „spurningarlista” lagt fyrir Walter Scheel, utanrikisráð- herra Vestur-bjóðverja eins og komið hefur fram i fréttum. Sagðist utanrikisráðherra hafa rætt við Scheel og Alec Douglas- Home, en ekki gæfu þær viðræður ástæðu til bjartsýni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.