Þjóðviljinn - 13.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.12.1972, Blaðsíða 13
Miftvikudagur 13. desember 1972 þjóÐVILJINN — SIDAl 1(3. 53] Alistair Mair: Það var sumar í — O, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Ég hrekk ekki upp af þótt ég þrauki eina nóttina enn. Ef þú hefur hlustað á hann, þá heldurðu það ef til vill. En það er misskilningur. Ég er i þann mund að byrja að lifa — — Ég vopa það, sagði Barrie stjllilega. — Og það er rétt. Við Elisabet bæði. Þess' vegna ertu hingað kominn. Af þeirri ástæðu einni. Þú ert hingað kominn tilþessað- við getum bæði byrjað að lifa meðan við erum ekki enn orðin of gömul til að njóta þess. En þú ert ekki kominn hingað til að sletta þér fram i hlutina. Þú átt ekki að segja mér fyrir verkum. Og ég get minnt þig á að þú ert alls ekki ráðinn hingað fyrr en í fyrra- málið. — Mér er það ljóst, sagði Barrie. — Og ég biðst afsökunar. — Og hvers vegna biðstu afsök- unar? Elisabet kipptist við þegar hún heyrði hve rödd hans var hrjúf og hranaleg. — Vegna þess að samningurinn er ekki undirrit- aður og þú ert hræddur um að tapa starfinu, eða vegna þess að þer er alvara? — Ö Peter — Hún andmælti, en Barrie sýnd- ist ekki móðgaður. — Það er eitt sem mig langar til að hafa á hreinu, sagði hann rólega. — Fyrst þú hefur verið svona hreinskilinn við mig, þá ætla ég lika að vera opinskár við þig. Ég vil gjarnan starfa hér i Pitford. En ef það er ekki hægt, þá er það svo sem ekkert reiðar- slag. Það er læknaskortur um allan heim. Það er staðreynd, að ég gæti fengið starf næstum hvar sem ég vildi. Og ég hef þvi ekkert aö óttast, þótt ég tapi af þessu starfi. Og ég baðst afsökunar. Ég geri það af heilum hug. En ekki fyrir afskiptasemi. Ég vona að ég hafi alltaf hugrekki til að gefa læknisráö þegar mér finnst það eiga við, hvort sem það er vel þegið eða ekki. Ég var að biðjast afsökunar á þvi, að hafa komið þessum deilum á stað fyrir fram- an konuna þina. Og það þykir mér leitt. Peter hallaði sér aftur á bak i sætið með hægð. — Allt i lagi, sagði hann. — Ég tek afsökunarbeiðnina til greina. En ég þigg ekki ráðleggingar þinar. Barrie brosti við. — Það er þitt mál. — Og satt að segja finnst mér það fjandans ósvifni af þér að ráðleggja mér. En honum gekk gott eitt til, sagði Elísabet vansæl. — Hann var að reyna að hjálpa. — Þarna kemur meginregla til, sagði Peter. — Sú meginregla að þú þraukir meðan þú þarft þess með. Hann hefur aldrei þurft þess með. Og i Pitford kemur hann ekki til með að þurfa þess. — Hvers vegna ekki? sagði Barrie. — Þegar þú ert i frii, þá stend ég einn eftir. — 1 hálfan mánuð, sagði Peter. — Þrjár vikur i mesta lagi. Það er ekki neitt. Þú þarft ekki að standa einn viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Heill vinnu- dagur fyrir þig er eins og hálfur dagur fyrir mig. Þú færð helgar- leyfi, hálfa fridaga, næturfri. — Barrie hló. — Þú talar um þetta eins og eitt samfellt fri. Peter kinkaði kolli. — Já, sagði hann. — 1 saman- burði við liðnu árin, þá vantar ekki mikið á að svo sé. Og um tima virtist það einmitt þannig. Þeir skiptu jafnt með sér verkum, og þá dagana sem Peter Ashe var ekki á vakt og var þvi ekki á lækningastofunni siðdegis, var hann frir og frjáls um miðjan daginn. í fyrstu kunni hann varla að notfæra sér þessar tómstundir. Hann ráfaði um húsið, tók upp dagblaðið og lagði það frá sér aftur, hagræddi bókum upp aftur og aftur, horfði á sjónvarpsdag- skrár sem hann hafði þótzt fyrir- lita fram að þessu og gat ekki slakað á fremur en hann hafði gertá erfiðu dögunum. Heila viku var hann að dunda við það i fri- stundum að endurskipuleggja spjaldskrána og aðra viku var hann að flokka gömul bréf, raða þeim eftir efni og timaröð. En smám saman fór eitt af lög- málum Parkinsons aðsegjatilsin. Störf hans fóru smám saman að fylla út i tima hans. Eftir það leið honum betur. Hann gat verið nákvæmur og samvizkusamur, vegna þess að hann þurfti ekki að flýta sér. Hann gat gert miklar kröfur eins og honum hafði verið kennt, kröfur sem hann hafði orðið að slaka á vegna einskærra anna. Og allt þetta gat hann gert án spennu, án ofreynslu, án þess að eftirrekstur utanfrá kæmi til. Þá fyrst gat hann farið að njóta til fulls frjálsu stundanna sem eftir voru. Elisabet þóttist taka eftir breytingunni kvöld eitt i byrjun desember i kvöldverðarboði hjá Pearsonhjónunum. Eftir máltið hallaði Peter sér aftur á bak i armstól fyrir framan arininn og teygði fæturna makindalega frá sér. — Vindil, Peter? sagði Jim Pearson. — Þakka þér fyrir. — Og hvað um konjaksdreitil? —■ Já, sagði Peter. — Þvi ekki það? Þegar komin var glóð i vind- ilinn og kúpan á konjaksglasinu var að vermast i lófa hans, leit hann upp og horfði framaní skæl- borsandi andlitið á Bill Lambton. — Nú? spurði hann. — Hvað er svona fyndið? — Ekki neitt, sagði Lambton. — Ég var bara að dást að nýju manngerðinni. — Splunkunýju manngerðinni, sagði Peter. — Ég er varla búinn að venjast henni sjálfur. Það er kvöld i miðri viku og hér er ég, mettur af gómsætum mat frá Júliu og vini Jims, að sötra konjak, rétt eins og ég hefði ekki áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut. — Og það er ekki vonum fyrr, sagði Pearson. — Þú hefur lagt fram þinn skerf. — Meira en sinn skerf, sagði Bill. — Og Elisabet lika. — Það sem þið ættuð að gera, sagði Pearson, — er að taka ykkur vikuleyfi og fara upp i sveitahúsið okkar. Verið góð við ykkur sjálf. Farið á skiði, ef ykkur lystir, sofið eins og ykkur lystir og gerið yfirleitt það sem ykkur langar til. Og Barrie getur staðið i stykkinu á meðan. — Þetta hef ég einmitt verið að segja við Elisabetu, hrópaði Áttþúhlutí banka? Samvinnubankinn hefur ákveðið hlutafjáraukningu í allt að 100 rnilljónir króna. öllum samvinnumönnum er boðið að eignast hlut. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN m TILBOÐ óskast í landgræðsluflugvélina TFKAZ Piper Super Cub árg. 1959. Upplýsingar gefur Stefán Sigfússon,simi 25444. Tilboðum sé skilað til skrifstofu vorrar fyrir 19. des. n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAHTÖNl 7 SÍMl 26844 Miðvikudaqur 13. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Svanhildur Kaaber endar lestur sögunnar um ..Tritil trölla- barn" eftir Robert Fisker (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög ámilliliða. Ritningarlestur kl. 10.25: Séra Kristján Róbertsson les úr bréfum Páls postula (8). Sáimaiög kl. 10.40: Don-kósakka- kórinn syngur. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Requdiem eftir Jean Rogister. Flytjendur: Ysel Poliart og Léopold Matreau ásamt kór og hljómsveit tónlistarskólans i Liége: René Defosses stj. Guð- mundur Jónsson pianó- leikari flytur formálsorð. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15 I.jáðu mér eyra. Séra Lárus llalldórsson svarar spurningum hlustenda • 14.30 Siðdegissagan „Gömul kynni” eftir lngunni Jóns- dóttur. Jónas R. Jónsson á Melum les (15) 15.00 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist a. „Rórill”, kvartett fyrir llautu, óbó, klarinettu og bassa- klarinettur eftir Jón Nordal. Jón H. Sigurbjörnsson, Kristján Þ. Stephensen, Gunnar Egilsson og Vil- hjálmur Guðjónsson leika. b. „Úr söngbók Garðars Hólms”, lagaflokkur fyrir tvo einsöngvara og pianó eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Asta Thorstensen og Halldór Vilhelmsson syngja. Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. c_. . Þriþætt hljómkviða op. 1, eftir Jón Leifs. Sinfóniu- . hljómsveit Islands leikur: • Bohdan Widiczko stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið. Jón Þór Hannesson kynnir 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn.Þórdis Ásgeirsdóttir og Gróa Jóns- dóttir sjá um timann. - 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lina til Birgis Isleifs Gunnarssonar borgarstjóra. Frétta- mennirnir Einar Karl Haraldsson og Árni Gunnarsson stjórna þættinum 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigurð Þórðarson. Skúli Halldórs- son leikur á pianó. b. A hestum norður Sprengi- sand, suður Kjöl. Árni Þórðarson fyrrverandi skólastjóri talar. c. Til sjávar og lands. Valdimar Lárusson ílytur nokkur kvæði eftir Gunnlaug F. Gunnlaugsson fyrrverandi sjómann. d. Þú sem bitur bóndans fé. Þorsteinn frá Hamri tckur saman þáttinn og l'lytur ásamt Guðrúnu Svovu Svavarsdóttur. e. Um islenzka þjóðhætti. Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn, f. Kórsöngur Kammerkórinn syngur nokkur lög. Ruth L. Magnússon stj. 21.30 Að tafli . Ingvar Asmundsson flytur skákþátt 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „Strandið” eftir llannes Sigfússon. Erlingur E. Halldórsson les (69). 22.45 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar 23.30 Fréttir i stutttu máli. Dagskrárlok. o a Miðvikudagur 13. desember 1972 18.00 Tciknimyndir 18.15 Chaplin 18.35 Börnin og sveitin. Stutt kvikmynd um börn og bú. Aður á dagskrá 10. október 1971. 18.55 lllé 20.00 Fréttir 20.25 Vcður og auglýsingar 20.35 Bókakynning. Eirikur Hreinn Finnbogason, borg- arbókavörður, getur nokk- urra nýrra bóka. 20.45 Flýttu þér kona Brezkt sjónvarpsleikrit úr flokki gamanleikja eftir Ray Galton og Alan Simpson. Aðalhlutverk Jimmy Ed- wards og Pat Coombs. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. Croucher-hjónin hafa lifað i hamingjusömu hjónabandi i nær aldarfjórðung og allan þann tima hafa þau búið i sama húsinu. Þau ákveða þó loks að festa kaup á öðru og betra. Ung hjón kaupa gamla húsið og flutningun- um er hraðað sem mest má verða. En þegar að þvi kemur, að frú Croucher á að segja skilið viðsittgamla og góða heimili, er henni allri lokið. 21.15 Unglingurinn. Mynd frá Sameinuðu þjóðunum um vandamál ungs fólks og við- horl unglinga til þeirra, sem eldri eru. Þýðandi Sigriður Ragnarsdóttir. 21.40 Kloss höfuðmaður. Póslkur njósnamyndaflokk- ur. Café Rose. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.50 Dagskrárlok HEFI TIL SÖLU 18 gerðir transistorsviðtækja þ.á.m. 8- og 11 bylgju tækin frá KOYO. Stereo- samstæður af mörgum gerðum á hag- stæðu verði. Viðtæki og stereotæki i bila, loftnet, hátalarar ofl. Kasettusegulbands- tæki m.a. með innbyggðu útvarpi. Áspilaðar stereokasettur 2 og 8 rása i úr- vali. ódýrir gitarar, melodikur, gitar- strengir, heyrnartæki, upptökusnúrur, loftnetskapall o.m.fl. Póstsendum. l'. Iljörnsson, Bergþórugötu 2 simi 23889 opið eltir liádegi, laugardaga einnig fyrir liádegi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.