Þjóðviljinn - 14.12.1972, Side 3

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Side 3
Fimmtudagur 14. desember 1972. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Átökin í Sjálfstæðisflokknum: Geir smalaöi, en var aðeins 80 atkvæöum hærri en Gunnar! — meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði er valtur. Þar er nú aðeins einn Geirsmaður í dag! A fundi fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna i Heykjavik i fyrrakvöld var harður bardagi milii Gunnarsmanna og Geirs-. Þessi átök voru framhald hverfa- funda Sjálfstæðisflokksins þar sem Gunnarsmenn báru sigur úr býtum i sex hverfum af tiu. Töldu Geirsmenn sér vænst að smala nú rösklega til fundarins og höfðu árangur nokkurn: Gunnarslið féll en Gunnar situr einn inni i miðj- um fjandafansinum. Morgublaðið skýrir frá þessum fundi fulltrúaráðsins i gærdag. Er nú fyrr brugðizt við að segja fréttir af flokksstarfi Sjálfstæðis- flokksins en stundum áður þegar úrslit mála hafa ekki verið Moggaklikunni að skapi. Nú ger- istþaðað Geirsmenn vinna stjórn fulltrúaráðsins og ritstjórar Morgunblaðsins samfagna. Að visu er „sigur” Geirsmanna knappur. Þeir fengu niður i 249 atkvæði en hinir fengu upp i 234 atkvæði. Klofiö borgarráð Þeirsem féllu i kosningunum á fundinum eru allir mjög andstæð- ir Geir Hallgrimssyni og hans forustu i flokknum. Má þar nefna til Albert Guðmundsson, Kristján J. Gunnarsson og Magnús Ósk- arsson, en sá siðastnefndi er eins konar erindreki Gunnars Thoroddsens á borgarskrifstofun- um. Með þvi að þeir Albert og Kristján falla er kominn upp alvarlegur klofningur meðal þriggja borgarráðsmanna Sjálf- stæðisflokksins. Borgarráð er æðsta stofnun borgarstjórnar milli funda hennar. Þar eiga sæti fimm menn: Sjálfstæðisflokkur- inn hefur þrjá þeirra. Þeir eru fyrrnefndir Albert og Kristján — og Ólafur B. Thors, sá eini sem talinn er Geirsmeginn. Fer nú að verða valtur meirihluti nýja borgarstjórans i borgarráði og var þó staða hans nógu veik fyrir að flokksmenn hans flestir telja. Samsæriö mikla Fyrir fundinn i fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins i Rvik. höfðu Geir og Jóhann fallizt á það við Gunnar að þeir stuðluðu að óbreyttu ástandi innan ráðsins — þ.e. sömu valdahlutföllum þar. En þeir félagar notuöu samt tim- ann fyrir fundinn til þess að smala liði sinu, en Gunnarsmenn höfðust litt aö. Er til fundar kem- ur og umræðum þar er lokið hefst stjórnarkjör. Verður formaður sjálfkjörinn — samkvæmt fyrr- nefndu samkomulagi — en þegar kemur að kosningu meðstjórn- enda stendur upp Jóhann Haf- stein og lýsir þvi yfir að hann muni ekki gefa kost á sér, en skorar á fundarmenn að kjósa Geir Hallgrimsson i sinn stað. Þar með verður samspil þeirra Geirs og Jóhanns ljóst og sam- særið jafnframt. Kosningin fór svo sem fyrr er greint, en þrátt fyrir smölunina er Geir aðeins 80 atkvæðum hærri en Gunnar Thoroddsen! Kani í fimmta hverju húsi Keflavik, 12/12 — Samkvæmt lauslegri könnun eru 207 ibúðir leigðar Bandarikjamönnúm hér i kaupstaðnum. Búa þannig um þúsund manns hér i Keflavik á vegum Kana, en ibúafjöldi er tæplega sex þúsund manns. Einn af mörgum Keflvikingum hefur verið aðleitaað ibúð i haust. Hefur hann nú gengið frá sex ibúðum, sem voru leigðar Kön- um. Bauð þó Keflvikingurinn tólf þúsund króna mánaðarleigu. Sér hann ekki framá annað en hann firekist með fjölskyldu sina á burtu úr kaupstaðnum. Færzt hefur i vöxt, að Bandarikjamenn taki ibúðir á leigu hér i Keflavik siðustu mánuði. Ármann vann Fram 23:20 t gærkvöld vann Ármann Fram i islandsmótinu i handknattleik með 23 mörkum gegn 20, sem mörgum mun þykja ótrúleg úrslit. Vikingur vann KH með 32 mörkum gegn 23. Tító kveöur nauðsyn að hreinsa flokkinn BELGHAD 12/12 — Miklar „hreinsanir” hafa farið fram að undanförnu i Kommúnista- sambandinu i Júgóslaviu. Titó forseti landsins hefur nú útskýrt þessar aðgerðir á þann hátt, að flokkurinn hafi þurft að losna við persónur sem ekki voru lengur færar um að flytja byltingarsinnaðri stefnu. Likti Titó aðgerðunum við jarðskjálfta sem styrkti stöðu verkalýðsstéttarinnar. Titó viðhafði þessi ummæli i ræðu i Ljubljana, höfuðborg Slóveniu. Forsætisráðherra slóvenska lýðveldisins dró sig i hlé fyrir sex vikum eftir að flokksforystan i lýðveldinu var ásökuð um „teknókrátisk- ar” tilhneigingar. SVEINN SÆMUNDSSON Einn í ólgusjó Pétur Pétursson er sjó- maður ( orðsins fyllstu merkingu. Hann fer sina fyrstu ferð milli landa á barnsaldri og kemst þá í kynni við Bakkus konung. Ævintýri hans eru með ólíkindum. Pétur sjómaður Pétursson siglir um allan heim, fyrst á íslenzkum skipum og síðar með öðr- um þjóðum. Kynni af fjar- skyldustu þjóðflokkum, löndum og borgum er menntandi líf. Þetta er há- skóli lífsins. En Pétur er samur við sig, hvort sem hann berst við æðandi öldur Norður-Atlantshafs- ins eða nýtur gestrisni fag- urra meyja á Bali eða Montevideo. Þetta verður ógleymanleg lífssigling, þar sem oft gef- ur á skútuna, en eins og Pétur sjómaður Pétursson segir sjálfur í bókinni: „Maður siglir nú hvort sem er ekki alltaf í logni.“ EINN i ÓLGUSJÓ er frá- sögn íslenzks sjómanns og ævintýramanns, sem segir söguna eins og hún gengur og dregur ekkert undan. Setberg Ögri RE-72 reif sig allt í einu lausan í miðri móttökuathöfn Keyrði á fullri ferð á annan togara „Fall er fararheill" kom mönnum saman um að kalla það atvik er hinn nýi skuttogari ögri RE 72 reif sig allt i einu lausan i miðri mót- tökuathöfn og keyrði á fullri ferð áfram út með Togarabryggjunni og hitti fyrir stefni Úranus og beyglaði það, — lyftist úranus upp að framan og seig siðan aftur niður er ögri skrapaði af skipsbógn- um og lagðist á hliðina um skeið. Vírtog og sver nælontóg frá skut- togaranum bundin við bryggju að aftan slitnuðu eins og tveinna- spottarí þessum átökum og færðist skuttogarinn frá bryggju. Fjöldi fólks var kominn i brú togarans, og mátti lita þarna pelsklæddar og föngulegar frúr og þybbna útgerðarfor- stjóra. Blaðamenn stóðu með blokk og blýant yfir skipstjóranum við stjórntækin og voru að yfirheyra hann um heimsiglinguna þegar togar- inn reif sig svona allt i einu lausan eins og ólmur foli og sleit landfestar. Pelsklæddar frúr missa fótanna Er togarinn hallaðist á hliðina misstu sumir fótanna i brúnni og tóku stefnuna út i vegg stjórnborðsmegin — lentu þar i bendu pelsklæddar frúr og þybbnir útgerðarmenn og blaðamann með blýant og blokk. Voru þá sumir farnir að jesúa sig i þessari sjálfvirkni áður en togarinn rétti sig við aftur. Greinilegt var að skipstjóri náði ekki sambandi viö vél, og upplýsti siðar, að fyrsti vélstjór hafði hlaupið til og stöðvað aðalvél. Hefur liklega enginn skipstjór verið undir svona nánu eftirliti press- unnar á vettvangi er áhapp sem þetta skeði, og hélt hann vel stillingu sinni. Sérstakan þátt áttu blaða- ljósmyndarar á þessum vett- vangi. Hurfu þeir skyndilega úr brúnni og létu sér ekki nægja minna en klifra upp á brúna undir forystu hins hvat- lega Bjarnleifs, og þaðan skutu þeir i allar áttir er togarinn ólmaðist áfram, og skeyttu hvergi um halla skips- ins. Skuttogarinn lagðist aftur að bryggju i annað sinn og var bundinn á nýjan leik. Var ekki laust við óróa á mannsöfnuði á bryggjunni. Verður haldinn sjóréttur i þessu máli. Smiðaöur í Póllandi ögri RE 72kom til landsins i gær og lagðist að Togara- bryggjunni laust fyrir kl. 15. og hafði þá verið fimm daga á leiðinni heim frá Póllandi. Skipstjórinn Brynjólfur Hall- dórsson Svona bcyglaöist stefni Úranusar. ögri RE 72 er systurskip Vigra RE 71 er kom til lands- ins fyrir rúmum mánuði. Hefur Vigri farið eina sjóferð og selt i Þýzkalandi. Er Vigri nýkominn heim og lá við hina hliðina á Togarabryggjunni. Þessir nýju skuttogarar eru 801 tonn að stærð, og reyndist ögri frábærlega vel á heim- siglingu — fékk á sig sex til tólf vindstig og stórsjóa, og sannaði skipið vel sjóhæfni sina, sagði Brynjólfur Halldórsson, skipstjóri. Þeir höfðu pólskan Fiat á dekkinu og lagðist billinn saman i ein- um brotsjónum. Hafði billinn veriðkeyptur á kr. 120 þúsund ytra. Brynjólfur hefur verið einn og halfan mánuð ytra og kvað liklegt, að hinn nýi togari færi út i siðustu viku fyrir jól. Þá vantar að visu ennþá bobbinga og hlera. Koma þeir til lands- ins með skipi á morgun. Mikill aflamaður Brynjólfur var áður 1. stýri- maður á b.v. Sigurði, og kvað hann nýja skuttogarann betra sjóskip. Brynjólfur er mikill aflamaður og fékk 400 tonna afla á Sigurði i einum siðasta túrnum og var þá skipstjóri um borð. Er hann 35 ára gamall. Áhöfn telur 23 menn og verður 1. stýrimaður Þórarinn Haukur Hallvarðsson , áður á Mai, 2. stýrimaður Einar Jónsson, áður á Karlsefni og 1. vélstjóri Sveinn Sigurðsson. Á varðskipshraða Stefni skuttogarans er sérstaklega styrkt fyrir siglingar i is. Sér ekkert á stefni ögra eftir áreksturinn, utan fáeinar rispur á máln- ingu. Þegar ögri RE 72 kom hér inn Flóann gekk hann 16 milur á klst. með 75% álagi á vél. Er þetta vel varðskipshraði. Á þessum skuttogurum er hægt að toga allt að 350 faðma niður með trolli eða föðmum dýpra en á gömlu togurunum. Þótti íslenzkum togara- skipstjórum stundum miður að sjá til þýzkra skuttogara veiða fisk i djúpkanti á meira dýpi en hægt var að toga á gömlu togurunum og þykir enn. Einn útgerðarforstjórinn kvað hinn nýja skuttogara kosta 130 miljón kr. Ef sett yrði á 15% gengisfelling ykist skuldin um 16. til 17 miljonir kr. Það er útgerðarfélagið Ögurvik er gerir þennan togara út. g.m.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.