Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 7

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 7
Fimmtudagur 14. desember 1972 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Ljóðasafn Jóns úr Yör á norsku bækur Sextán prestar saman í bók Hugurinn flýgur víða — þættir sextán fyrrverandi sóknarpresta — heitir bók sem Bókaútgáfan Grund hefur gefið út. Fyrrverandi sóknarprestar hafa um alllangt skeið haft með sér félagsskap og hefur hann um hrið haft Elliheimilið Grund að fundarstað. Forstjóri þess, Gisli Sigurbjörnsson, átti hugmyndina að útgáfu þessarar bókar, og er hún tengd hálfrar aldar afmæli elliheimilisins. Gunnar Árnason segir i for- spjalli frá tilorðningu bókarinnar. Segir hann að leitað hafi verið til fyrrverandi sóknarpresta um efni, og þeim i sjálfsvald sett, hvað þeir veldu sér að viðfangs- efni. Hefðu flestir sem til var leit- að tekið vel i erindi þetta. Sjálfur skrifar sr. Gunnar endurminn- ingaþátt. Sr. Gunnar Benedikts- son skrifar hugleiðingu um ungt menntafólk nú á dögum og starf presta. Sr. Benjamin Kristjáns- son um suðurgöngu sina i tið Jó- hannesar páfa 23ja — svo að nokkur dæmi séu nefnd. Með hverjum þætti fytgja myndir af prestunum, konum þeirra og þeim stað er þeir lengst af sátu. Út er komið á norsku Ijóðasafn Jóns úr Vör, sem ber heitið Stilt vaker Ijuset. Ivar Orgland hefur þýtt ijóðið og skrifar hann ítar- lega greinargerð um skáld- ið. Er þetta áttundá Ijóða- safn íslenzks skálds sem Ivar Orgland hefur komið á framfæri við Norðmenn — hið fyrsta var eftir Davíð Stefánsson, Ég sigli i haust, og kom út árið 1955. Bókarheitið tekur nafn af þessu erindi: Stillt vakir ljósið i stjakans hvitu hönd, milt og hljótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Jón ur Vör. 1 formála rekur Ivar Orgland itarlega ævi- og skáldferil Jóns úr Vör og vitnar mjög til heimilda: islenzkra og sænskra gagnrýn- enda, itarlegs formála Einars Braga við 100 Ijóð.blaðagreina og viðtala. Undir lokin segir hann á þessa leið: Sannarlega hefur Jón úr Vör þekkt baráttuna fyrir þvi að til- einka sér andleg verðmæti. Hann HUGSVNIR CROISETS Jack Harrison Pollack HUGSÝNIR CROISETS Ævar Kvaran íslenzkaói ■ VIKUWJTGAFAN Huqsýnir Gerards Croi- sets er forvitnileg bók um skyggnigáfu þessa stórmerka Hollendings. Croiset telst til hinna merkustu manna, sem dularsálfræðingar hafa rannsakað og greinir hér frá afrekum hans við að koma upp um þjófa og morðingja, finna börn, fullorðna menn, dýr og hluti. Þýðinguna gerði Ævar R. Kvaran. Verð f vönd- uðu bandi kr. 700,00 auk söluskatts. i| hefur einnig sótt fram til hljóðláts og áhrifasterks skáldskapar, sem er fullur heiðarlegrar alvöru. Enda þótt Jón muni ávalt hafa hlutverki að gegna sem braut- ryðjandi frjálslegra ljóðforms á tslandi, þá er það i enn rikari mæli það iburðarlausa og sanna i tjáningunni sem tryggir þeim skáldskap lif. Allar götur siðan skósmiðssonurinn frá Patreks- firði fyrst barði hljóðlega að dyrum á Parnassinum hefur hann „komið til dyranna eins og hann er klæddur”. Hann hefur aldrei fylgt tizku tizkunnar vegna, en verið „samkvæmur sjálfum sér”. Ljóðasafnið skiptist i sex kafla og er þar valið úr átta ljóða- bókum Jóns, allt frá „Ég ber að dyrum” (1937) til „Mjallhvitar- kistunnar” (1968) — er sá þáttur safnsins langmestur að vöxtum. Bókin er 212 bls„ útgefandi er Fonna Forlag. En dur minnin g ar Snorra Sigfúss. Lokabindi endurminn- inga Snorra Sigfússonar, fyrrum skólastjóra og námsstjóra, sem höfundur nefnir ,,Ferðin frá Brekku”, er komið út. Greinir þar frá mikilvæg- ustu þáttum ævistarfs hans: skólastjórn á Akur- eyri og námsstjórn norðan landsog austan í aldar- f jóðrung. Endurminningar Snorra eru samtals þrjú bindi og greinir hvert þeirra frá tiltölulega skýrt afmörkuðum þætti i lifi hans og starfi. 1 fyrsta bindi segir frá upp- vexti hans i Svarfaðardal, náms- árum innan lands og utan og fyrstu starfsárunum við Eyja- fjörð. t öðru bindi segir frá 18 ára starfsferli á Vestfjörðum við skólastjórn, þátttöku i atvinnulifi og margvíslegum störfum varð- andi félags- og menningarmál. Og nýja bindið — hið þriðja og sið- asta — greinir frá aldarfjórð- ungsstarfi hans norðan lands og austan við skólastjórn og náms- stjórn, auk ýmissa annarra starfsþátta þessi árin. 1 28 ár samfleytt starfaði Snorri að sildarmati og fullan helming þess tima sem yfirmatsmaður. Geyma endurminningar hans m.a. drjúg- ar heimildir islenzkrar atvinnu- sögu, einkum að þvi er Vestfirði varðar. Við sögu Snorra kemur margtN fólk, svo sem að likum lætur. Starfsævi hans varð löng og giftu- drjúg, starfsorkan mikil og áhugamálin mörg. — Andrés Kristánsson ritstjóri, sem ritar formála að lokabindi endurminn- inganna, segir m.a. á þessa leið: ”Þeir, sem þekkja Snorra Sigfús- son persónulega, vitað að hann er engum manni likur að fjöri sinu, áhuga og starfsþreki, enda er ævistarfið eftir þvi. Hinir, sem kynnast honum fyrst i þessum bókum, komast að raun um, að þar er óvenjulegur maður á ferð.” 1 bókunum þremur er fjöldi mynda, þar á meðal af mörgum samferðarmönnum höfundarins. — Útgefandi er bókaútgáfan Iðunn. Snorri Sigfússon 2.bindiþjóðsagna- bókar Sig.Nordals Almenna bókafélagið hefur sent frá sér annað bindið af Þjóð- sagnabókinni, eða Þjóðsagnabók Sigurðar Nordals, einsog hún oftast er nefnd. Kom fyrsta bindi hennar út fyrir siðustu jól, en verkinu lýkur með þriðja bindinu, sem er væntanlegt á næsta ári. Þetta nýja bindi af Þjóðsagna- bókinni skiptist i sex efnisflokka og bera þeir þessi heiti: Draugar, Kynjagáfur, Töfrabrögð, Galdra- menn, Náttúrusögur og Máttar- völd i efra og neðra.Þá er hér enn < fram haldið hinni miklu þjóð- sagnaritgerð Sigurðar Nordals, sem hófst með fyrsta bindinu, og nefnist sá hluti hennar, sem nú birtist, Margt býr i þokunni. Fjallar hann að meginefni um trúna á huldar verur’og vikur höf- undurinn þar á skemmtilegan hátt að sambúð lands og þjóðar, málefni, sem nú er mikið á dagskrá. Þjóðsagnabókin, i samantekt Sigurðar Nordals, miðlar lesend- um sinum miklum auði, hvort sem þeir meta sögurnar öðru fremur eftir skemmtanagildi, listrænni frásögn eða leiðsögn þeirra inn i hugarheim liðinna kynslóða. Og siðast en ekki sizt er hér um að ræða þá einu grein bók- mennta, sem sennilega er öllum aldursflokkum jafn-hugtæk og heillandi. Þjóðsagnabókin annað bindið er 346 bls. að stærð. Prentsmiðja Jóns Helgasonar annaðist setn- ingu og prentun.en Félagsbók- bandið batt. Grallarast j arnan Grallarastjarnan heitir barna- bók cftir Inger og Lassc Sandberg sem bókaútgáfan Þing gefur út og Guðrún Svava Svavarsdóttir hcf- ur islenzkað. Segir þar frá geimgrallaranum sem fer á milli stjarna og leitar uppi hið illa og góða. I bókinni sýnir hann telpunni Barbró hvernig umhorfs er heima hjá honum, þar sem allt er að farast úr mengun. Höfundarnir eru sænsk hjón sem hafa gert margár barnabæk- ur saman um það, hvernig börnum og fullorðnum vegnar i samfélagi okkar nú á timum. Þau fjalla um leiðinleg háhýsi og mis- heppnaða skóla og hættulegt loft, en einnig um það hvað gaman er að gera það sem mann langar sjálfan og hve náttúran er fögur. Ódýr náttföt Herra, poplin kr. 395/- Drengja, poplin kr. 295/- Telpnanáttföt frá kr. 200/- Litliskógur Snorrabraut 22, simi 32612. lárn 'blómið Guómundur Daníelsson Einhver sérkennilegasta og djarfasta skáldsaga Guðmundar Daníelssonar. Þetta er 30. bókin, sem hann skrifar og tvímælalaust ein hin merkasta. Umdeilt stórvirki úr hendi þessa afkastamikla rithöfundar. Bók, sem á erindi til allra lesenda góðra bókmennta. bókaskrá ísafoldar bókaskrá ísafoldar Skrá yfir allar jólabækurnar á einum stað. Forðizt ys og þys á síðustu stundu, veljið bækurnar í ró og næði heima. Skóla dagar Stefán Jónsson Annað bindið i heildarútgáfu Isafoldar á bókum Stefáns Jónssonar. Bókin er beint framhald af Vinum vorsins, sögunni af Skúla Bjartmar, sem Jj nú flytur í nýtt umhverfi í Reykjavík. ÍSAFOLD

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.