Þjóðviljinn - 14.12.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. desember 1972 Fimm ár í ríki Nixons Fyrir ekki ýkja löngu sendi bandariska rannsóknarlögreglan, FBI, frá sér glæparegistrið fyrir árið 1971. Þar kemur fram ma., að 39. hverja sekúndu er framinn glæp- ur i Bandarikjunum. 30. hverja minútu er framið morð. 13. hverja minútu er konu nauðgað. 82. hverja sekúndu er framið vopnað bankarán og 86. hverja sekúndu verður almennur borg- ari fyrir árás. Glæpir hafa aukizt,i*m 7% frá árinu áður, 1970. Morð, rán og nauðganir hafa aukizt um 11% á einu ári. Arið 1971 voru myrtir 17.630 manns, þ.e. 1770 fleiri en árið áður. A fimm ára timabili hefur morðum fjölgað um 61% og sama er að segja um nauðganir (1971 var 42.000 konum nauðgað), þeim hefur fjölgað um 11% á einu ári og 64% á fimm árum. Vopnuð- um ránum hefur fjölgað um 11% á einu ári og 145% á fimm árum. A árinu var stolið 941.600 bilum, en bilstuldur er enn algengasta — og saklausasta afbrotið i landi Nixons; þar er stolið bil 33. hverja sekúndu. Margir segja, að ekki borgi sig að kaupa bil i Banda- rikjunum. — Borgar sig að lifa þar? Ef áætlunin stenzt Óvænt útgjöld hafa oft gert náms- mönnum leiðan grikk. Margir hafa orðið að verða sér úti um starf jafnhliða nám- inu, ef til vill á versta tíma námsársins. Áætlanir geta brugöizt. Nú eiga aðstandendur námsmanna auðveldar með að veita þeim aðstoð, ef þörf krefur. Með hinu nýja sparilánakerfi Landsbankans er hægt að koma sér upp varasjóði með reglubundnum sparnaði, og eftir umsaminn tíma er hægt að taka út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fá lán til viðbótar. Varasjóðinn má geyma, því lántöku- rétturinn er ótímabundinn. Þér getið gripið til innstæðunnar, og fengið lán á einfaldan og fljótlegan hátt, þegar þér þurfið á að halda. Reglubundinn sparnaður og reglu- semi í viðskiptum eru einu skilyrði Landsbankans. Kynniö yður sparilánakerfi Lands- bankans. Biðjið bankann um bæklinginn um Sparilán. Brnki allva landsmanna innlend Nýr 12 tonna bátur Keflavik, 12/12 — A dögunum kom hingað 12 tonna bátur smið- aður i Hafnarfirði. Heitir hann Fram KE og er ætlunin að gera hann út á linu. Eigandi er Bene- dikt Guðmundsson. Færist i vöxt að leigja Könum Ytri Njarðvik’ 12/12 — Hér eru 60-70 ibúðir leigðar Könum á Vell- inum. Sækja þeir eftir ibúðum utan Vallarins til þess að losna undan aga þar og ýmsum tak- mörkunum. Heldur hefur færzt i vöxt, að peningamenn hafi hug á þvi að ávaxta sitt fé i húsabygg- ingum til þess að leigja Könum er greiða oft riflega fyrirfram. Ekkert lát er á þessari fjárfest- ingu. Sjómenn vantar á vertíðarbáta Keflavik, 12/12 — Þó að litill landburður sé af fiski hér er ekkert atvinnuleysi i plássinu. Miklar framkvæmdir eru hér á vegum bæjarfélagsins við skólp- lögn og malbikun gatna. Er heldur skortur á vinnuafli hér. Þegar gætir uggs hér við að manna bátana á komandi vertið. Sjómenn sækja heldur i pláss á loðnubátum, en þar eí búizt við uppgripum i vetur. 4 róðrar i desember Keflavik 12/12 — Gæftaleysi hefur verið hjá Keflavikurbátum i desember. Hafa þeir farið i fjóra róðra og fengið þetta 3 til 4 tonn i róðri. t gær fóru bátar á sjó og fékk hæsti linubáturinn 4,3 tonn. Um 30 bátar eru á linu núna i haust og um 7 bátar á netum. Hafa netabátar gert það betra á haustvertiðinni. Þannig hefur Skagaröst fengið 400 tonna afla i net siðan i haust. SÍS fjárfesti fyrir tæplega ÍOO miljónir F járfestingar Sambandsins fyrstu niu mánuði þessa árs nema 94.7 milj. kr. Stærstu liðirnir eru f járfestingar i Ullarverk- smiðjunni Gefjun 38,5 milj., i Fataverksmiðjunni Heklu 15,2 milj. og i Kjötiðnaðarstöðinni 22,2 milj. 1 nýju fóðurblöndunar- stöðinni við Sundahöfn hefur á þessu timabili verið fjárfest fyrir 3.7 milj. kr. Nýtt Disarfell Svo sem almennt er kunnugt seldi Sambandið Disarfell i s.l. ágústmánuði. Það skip hafði það sérstaka verkefni að sigla aðallega til hinna smærri hafna, og Sambandið hefur talið þýðingarmikið, að i flota sam- vinnumanna væri skip af áþekkri stærð. Undanfarið hefur verið leitað að skipi hentugu sem arftaka Disarfells, og nú hafa tekizt samningar um kaup á dönsku skipi, sem heitir Lene Nielsen, en er að visu nokkuð stærra en Disarfell var. Skip þetta var byggt i Danmörku árið 1967 og er þvi fimm ára gamalt. Það er byggt samkvæmt Lloyds flokk- unarreglum og styrkt fyrir siglingar i is. Skiðið er með milli- þilfari, og getur það siglt bæði sem opið milliþilfarsskip (1220 tonn) og sem lokað (2200 tonn). Það er með 1400 ha. Mak-aðalvél og lestarrými er um 100 þús. teningsfet. Skipið verður afhent i Dan- mörku, væntanlega s. hl. febrúar n.k. Blaðamaður frá Hamborg heldur ræðu Hamborgarbúar hafa gefið- Reykvikingum jólatré fyrir undanfarin jól. Hefur það verið reist við Hafnarbúðir við Reykja- vikurhöfn. Að þessu sinni senda Hamborgarmenn jólatré með Dettifossi og er hann væntanlegur á fimmtudag til Reykjavikur. Við afhendingu senda Hamborgarbúar menningar- ritstjóra frá þýzka blaðinu „Die Zeit” og kemur hann til meða að halda ræðu. Skólast j ór askipti á Hallormsstað Hallormstað, 12/12 — Um hundrað nemendur eru i Barna- og unglingaskólanum hér i vetur. Skólastjóraskipti urðu hér i haust. Hætti Guðjón Jónsson, sem hefur verið hér skólastjóri frá upphafi. Var ráðinn hingað i stað- inn Birgir Ás Guðmundsson og gegnir hann skólastjórastörfum. Birgir var áður kennari i Kópa- vogi. Guðjón tók við skólastjórn i Varmahlið i Skagafirði og er skólastjóri Barna- og unglinga- skólans þar i vetur. A Hallormstað er starfræktur húsmæðraskóli i vetur. Útibú frá útibúi Neskaupstað, 12/12 — 1 ofan- verðum nóvembermánuði sam- þykkti bankaráð Landsbankans að fela bankastjórninni að hefja undirbúning að stofnun útibús i Neskaupstað, sem yrði rekið undir umsjá Eskifjarðarútibús- ins. Ráðgert er að útibúið taki til starfa á næsta ári. Það mun hafa á hendi hlaupareikningsviðskipti, sölu á ferðagjaldeyri. Þá fær úti- bússtjórinn leyfi til þess að kaupa vixla upp að vissu marki og eftir ákveðnum reglum. önnur vixla- kaup verða háð samþykki útibús- stjórans á Eskifirði. Þá verða af- urðalán áfram hjá Eskifjarðar- útibúinu. Þannig verður útibúið eiginlega útibú frá útibúinu á Eskifirði. Dýralæknir í Mýrasýslu Forseti Islands hefur þann 11. þ.m. að tillögu landbúnaðarráð- herra skipað Sverri Markússon, héraðsdýralækni á Blönduósi, til að vera héraðsdýralæknir i Mýrasýsluumdæmi, frá 1. marz 1973 að telja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.