Þjóðviljinn - 14.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. desember 1972 ^JÖÐVILJINN — SÍÐA 13. Blómlegt starf hjá Breiðabliki F'yrir nokkru var haldinn ahal- fundur Ungmenna féla gsins Breihabliks Kópavogi (U.B.K.). i skýrslu aðalstjórnar og deilda félagsins'kom fram að starfsemi þess hefur verið inikil á árinu og árangur ágætur i fjölmörgum grcinum. Knattspyrnulið félags- ins var nú annað árið i fyrstu deild, og var i 5.—(í sæti. Yngri flokkar félagsins stóðu sig vel, einkum 4. fl. sem komst i úrslit i Islandsmótinu, og 5. fl. sem komst i undanúrslit. I Ford-knattþrautakeppninni komust 15 drengir úr Breiðabliki i úrslitakeppnina, eða fleiri en úr nokkru öðru félagi, og fjórir hlutu verðlaun. Frjálsiþróttafólkið stóð sig ágætlega á árinu og var i öðru sæti i Bikarkeppni F.R.t.#og fé- lagið hlaut 13 Islandsmeistara og fjölda af silfun-og bronzverðlaun- um. Arndis Björnsdóttir setti nýtt tslandsmet i spjótkasti og stúlkurnar tvibættu tslandsmetið i 4X400 m. hlaupi. t Drengjahlaupi Armanns vannst sigur bæði i 3 og 5 manna sveitakeppni. t handbolta stóðu stúlkurnar sig einna bezt. 1 tslandsmótinu utanhúss munaði einu marki að þær kæmust i úrslitaleikinn um 1. sætið. Yngri flokkarnir eru mjög efnilegir, og i haust sigraði 4. fl. i Reykjanes- mótinu. Sundfólk félagsins tók miklum framförum á árinu og Steingrimur Daviðsson setti nýtt tslandsmet i 50, 100 og 200 m. bringusundi sveona. Fjöldi unglinga stundar auk þess körfubolta og glimu innan félagsins, og er þar margt efni- legra iþróttamanna. A aðalfundinum var ákveðið að stofna borðtennis- og badminton- deild og skiðadeild innan fé- lagsins. Úr sljórn félagsins gengu nú: Daði Jónsson og Grétar Kristjánsson, og voru þeim þökkuð vel unnin störf. Gestur Guðmundsson, sem verið hefur formaður Breiðabliks siðan 1967 baðst nú undan endurkjöri. Var honum þakkað fórnfúst starf um árabil, og hlaut hann félags- málabikar Breiðabliks fyrir sin störf. 1 stjórn voru kosnir: Þórir Hallgrimsson, formaður, Gestur Guðmundsson, varaformaður, Guðmundur Óskarsson, féhirðir, Frimann Helgason, ritari og Hulda Pétursdóttir spjaldskrár- ritari. I varastjórn: Hrafnhildur Helgadóttir, Einar Óskarsson og Pétur Eysteinsson. I kvöld gangast forráðamenn Ungmennafélagsins Breiðabliks fyrir stofnun skiðadeildar innan félagsins. Er þetta gert eftir könnun sem fram fór i skólum Kópavogs um hvaða iþróttagrein væri vinsælust. Kom þar i ljós að skiðaiþróttin naut mestrar hylli. Stofnfundurinn verður haldinn i Félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 20.30. Eru allir skiðaáhuga- menn velkomnir á fundinn. Þessi mynd er úr einum af leikjum Breiðubliks liðsins i sumar og má sjá þá Þór Hreiðarsson og Einar Þórhallsson (8) i baráttu við tvo Skagamenn. Urslit úr síðustu leikjum R-mótsins Siðustu leikir Reykja- vikurmótsins i handknattleik voru leiknir ufn siðustu helgi og urðu úrslit þcssi. 3. fl. kvenna Valur — Fram 4:1 (Valur meistari) 4. fl. karla Ármann — Þróttur 3:2 (Ármann meistari) 2. fl. kvenna Valur — Fram 10:5 (Valur meistari) tR — KR 2:12 Fylkir — Ármann 2:8 Vikingur — Þróttur 4:4 3. fl. karla 1R — KR 7:9 Fram — Fylkir 7:8 Þróttur — Ármann 7:4 Valur — Vikingur 9:9 (Fram — Armann i úrslitum) 2. fl. karla Fram — Valur 8:4 KR — Þróttur 7:3 Fylkir — tR 2:6 Vikingur — Ármann 8:2 (Vikingur meistari) Ajax byrjað að dala? Hið sterka hollenzka lið Ajax, sem unnið hefur Evrópu- meistaratitilinn 2 siðustu ár og einnig titilinn sem bezta félagslið lieims, virðist nú eitthvað farið að dala. Það tapaði nýlcga 1:3 i deildarkeppninni hollcnzku fyrir liðinu Sparta og einnig var það slegið útúr bikarkcppninni af lið- inu Breda sem vann á vita- spyrnukeppni eftir að jafnt var 2:2 cftir framlengingu. Það er þvi skiljanlegt að Ajax, sem er komið i undanúrslit i EB 3ja árið i röð.sæki nú fast að fá pólska snillinginn Lubanski i liðið Umsjón: Siguraór Sigurdórsson Flokkaglíma Reykjavíkur fer fram um næstu helgi Fyrsta glimumót vetrarins verður háð um næstu helgi og er það flokkaglima Rcykja- vikur, sem þá verður háð. Fer keppnin fram á laugardaginn i iþróttasal Mclaskólans og hefst kl. 16. Aðeins þrjú félög senda þátttakendur i keppnina en það eru KR, sem sendir 8 keppendur, UMF Vikverji, sem einnig sendir 8, og Ármann sem aðcins sendir einn keppanda og þykir mönn- um illa kornið fyrir eina félag- inu sem ber glimuna i nafni sinu , Glimufélagið Ármann. Glimukóngur islands, Jón Unndórsson, verður ekki meðal keppenda að þessu sinni, en hinsvegar mun Sig- tryggur Sigurðsson fyrrum glimukóngur nú aftur verða með, en hann liefur vcrið frá keppni um skeið vegna vcik- inda. Þá mun hinð skcmmti- legi glimumaður Hjálmur Sig- urðsson ekki vcrða með, þar eða hann hefur litið æft i haust. Sigtryggur Sigurðsson KR hefur leikið 10 leiki á 15 dögum KR-liðið i körfuknattleik hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Ilefur liðið leikið 10 leiki á 15 dögum, unnið 6 en tapað 4. Þessir leikir eru i islandsmótinu, Rey k ja v ikur mótinu, eða „leynimótinu” eins og það er almennt kallað, Evrópu- kcppninni og móti þvi i irlandi sem KR tók þátt i áður en Evrópukeppnin hófst. Maður man vart cftir að hafa heyrt um annað eins álag á nokkru liði. Manchester City hefur áhuga á að kaupa George Best frá nágrannaliði sinu Manchester Utd. fyrir allt að 300 þúsund sterlingspund, eða sein svarar til rúmlega 52ja milj. kr. islenzkra. Malcom AUison fram- kvæmdastjóri Man. City sagöi að hann ætlaði að skrifa Man.Utd. bréf þar sem hann ætlar aðfaráfram á umræður um málið. Enn hefur ekkert heyrzt til Bests, en sumir tclja að hann dveljist einhversstaöar á Spáni. M. City vill kaupa Best

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.