Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 16

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 16
16. SÍÐA — ÞJÓÐAMLJINN Fimmtudagur 14. desember 1972 SKILIN EFTIR . . . Teiknimyndasaga frá Kína 69. Þá ákærir Shih-mei aftur á móti Hsiang-lien fyrir að þykjast vera eiginkona háttsetts manns og fyrir að reyna að kúga fé út úr meðlimi keisarafjölskyldunnar. Hann hefur ekki hemil á skapi sinu og hefði barið Hsiang-lien ef ekki hefði verið komið i veg fyrir það. Og Pao fursti lætur þung ávitunarorð falla i hans garð. 70. Þegar Shih-mei heldur áfram að afneita réttmæti allra ákæranna á hendur honum af sömu ófyrirleitninni, biður Pao um að komið sé með risastórt sliðraðsverð. Þegar Shih-mei sér það verður hann óttasleginn, og biður leyfis að fara undir þvi yfirskini að hann þurfi að fara i áheyrn hjá keisaranum. F R A SJÚKRASAMLAGI REYKJAVÍKUR Halldór Hansen læknir lætur af störfum frá næstkomandi ára- mótum. Samlagsmenn sem hafa hann að heimilislækni, vinsamlegast snúi sér til afgreiðslu samlagsins, með samlags- skirteini, og velji sér lækni i hans stað. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Sauma- námskeið Eins og fram hefur komið i fréttum út- varps og blaða, verður haldið sauma- námskeið við IÐNSKÓLANN í REYKJAVÍK dagana 15. jan,—9. febr. Kennd verða undirstöðuatriði verk- smiðjusaums og meðferð hraðsaumavéla. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 20. des. Þátttökugjald er kr. 1000.00. Nánari upplýsingar veittar i skrifstofu skólans. SKÓLASTJÓRI. Skólamót í Kópavogi i vetur eins og undan- farin ár, gekkst knattspyrnudeild Breiöabliks fyrir skólamóti i knattspyrnu milli barna- skólanna í Kópavogi. Hver skóli sendi 2 lið og var þetta því 6 liða keppni. A-lið Kársnesskóla bar sigur úr býtum í ár,en 2 undanfarin ár sigraði Kópavogsskóli. Keppt er um farandbikar. Sl. laugardag boðaði Breiðablik alla þátttakendur skólamótsins, svo og alla yngri flokka Breiðabliks, á fund er haldinn var i bió-sal Félagsheimilis Kópa- vogs. Fór þar fram verðlaunaaf- hending i Skólamótinu,og kvenna- lið Breiðabliks, er lék í sumar i 1. tslandsmótinu i kvennaknatt- spyrnu, var heiðrað. Einnig var tekin upp sú nybreytni hjá Breiðabliki að veita einum leik- manni hvers yngri flokks titilinn „knattspyrnumaður ársins” og fengu þeir Vignir Baldursson (3.f 1.), Valdimar Valdimarsson (4.fl.) og Sigurður Halldórsson (5.fl.) hver sinn farandbikar, auk verðlaunapenings. Þá voru sýndar nokkrar teikni- myndir og forystumenn félagsins fluttu stuttar ræður. AHir þátttakendur skólamóts barnaskólanna i Kópavogi fengu myndir af sinu liði og er myndin hér að ofan tekin við afhendingu þeirra. Aukið starf Samb. iðnskóla á Islandi Laugardaginn 2. des. 1972 var haldinn aðalfundur Sambands iðnskóla á tslandi (SIl). Sam- bandið var stofnað 1948 og höfuðverkefni þessara samtaka er að samræma námsefni i iðn- skólunum og prófkröfur þeirra, koma fram fyrir skólana út á við, reýna að bæta úr námsbókaþörf- inni við hóflegu verði og bæta um sérmenntun kennaraliðs. t sambandi iðnskóla eru flestir starfandi iðnskólar á landinu. Þegar á öðru ári eftir að Slt var stofnað, var hafizt handa um út- vegun kennslugagna og jafnframt stofnað til útgáfu kennslubóka þýddra og frumsamdra. Þróunin hefur siðan orðið sú að Samband iðnskóla á Islandi, sem hefur aðsetur sitt i Iðnskólanum i Reykjavik, annast rekstur Iðn-1 skólaútgáfunnar og Iðnskóla- búðarinnar, þar sem nemendur og kennarar allra iðnskólanna i landinu geta fengið þau kennslu- gögn og tæki sem notuð eru við iðnnámið. Þar sem þörf sérskól- anna fyrir tæki og bækur fer stöð- ugt vaxandi og þessir aðilar hafa ekki i önnur hús að venda um fjárhagslegan stuðning en hið opinbera, þá hafa þau bæjar- og sveitarféíög sem að rekstri iðn- skóla standa, svo og Reykja- víkurborg, nú nýverið veitt góðar undirtektir við fjárhagslega fyrirgreiðslu Iðnskólaútgáfunni til handa. Stjórn Slt þakkar þessum aö- ilum fyrir skjóta og góða fyrir- greiðslu, og væntir þess að sú endurskipulagning sem hafin er inna Sambandsins megi verða öllum þeim er að iðnfræðslu starfa vakning til frekari dáða. Fyrirhugaðar eru á vegum útgáf- unnar tvær nýjar kennslubækur, sem eiga að bæta mikið úr brýnni þörf. Stjórn Sambands iðnskóla á ts- landi skipa eftirtaldir menn: Þór Sandholt skólastjóri formaður, Sigurgeir Guðmundsson skóla- stjóri og Ingólfur Halldórsson skólastjóri. Til vara Sverrir Sverrisson skólastjóri og Ás- mundur Jóhannsson kennari. Framkvæmdastjóri Sambands iðnskóla á tslandi er Magnús Þorleifsson. Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar á Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. GUMMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.