Þjóðviljinn - 14.12.1972, Page 17

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Page 17
Fimmtudagur 14. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA17 54] Alistair Mair: Það var sumar í gær Júlia. — Þú skalt ganga i skrokk á honum, ég á henni. — Hann þarf ekki að ganga i skrokk á mér, sagði Peter, — Eins og mér liður nú i svipinn, þá virðist mér hugmyndin ágæt. Elisabet leit á hann undrandi. — Attu við að þú værir til i að fara? — Já, svo sannarlega. Þvi ekki það? Ég á rétt á vikuleyfi að vetrarlagi. Af hverju skyldi ég ekki fara? — Og þú myndir skilja Bob einan eftir? — Já, það myndi ég gera. Fyrr eða siðar verð ég að láta hann einan um hituna. Til þess er leik- urinn gerður. Hann lærir aldrei nema hann fái að finna til ábyrgðar. Hún lét þetta gott heita. Þetta gæti verið værðarástand eftir góðan mat og vin. En hún vonaði þó að þetta væri upphaf að breyttu hugarfari. — Hvernig fellur hann inn i kramið? spurði Bill. — Ég er að- komumaður og heyri ekki bæjar- slúðrið. — Agætlega, sagði Peter. — Hann er dálítið svifaseinn, vegna þess að hann er varla farinn að rata um umhverfið. Og þegar hann er ekki á vakt, er hann næstum eins og fiskur á þurru landi — — Hann vantar eiginkonu, sagöi Jim. — En hann er i þann veginn að fá hana, sagði Elisabet. — Og ég verð að segja að hún virðist ósköp indæl — — Vá, sagði Júlia. — Ertu búin að hitta hana? Elisabet kinkaði kolli. — A laugardaginn var, sagði hún. — Þau voru i húsaleit um daginn og svo — — Já, satt segirðu! Júlia bar höndina upp að munninum. — Ég frétti af þvi. Hús Mollýar — — Já, sögðu þau. Mollý sagði mér það einmitt. Og hún var næstum háskælandi veslingurinn, og ég lái henni það svo sem ekki. En hún var sannfærð um að það væri ásigkomulagið á húsinu. Og auðvitað fer það versnandi með hverri viku sem liður. — — En heyrðu mig, sagði Jim. — Ég held að hin ungu hónin.. hvað hétu þau nú aftur? Frá Glasgow. Carstairs? — Já, alveg rétt, Carstairs. Ég hélt að þau væru að hugsa um það. — Tja, þau skoðuðu það, sagði Júlia. — En það eru margar vikur siðan. Eftir það eru þau búin að kaupa hús McLeans læknis. Peter fann að hann stirðnaði. — Jæja? sagði Elisabet. — Ég vissi ekki að þau væru búin að ganga frá kaupunum i alvöru. — Vissirðu það ekki? Ég hélt að allir vissu það. Það hafa verið málarar þar í heila viku. — Hvenær flytja þau inn? spurði Peter kæruleysislega. — Hefurðu heyrt nokkuð um það? — Um jólin, skilst mér, sagði Júlia. — Að minnsta kosti eiga málararnir að vera búnir þá. Svo segir mjólkurpósturinn mér að minnsta kosti. Og ég hugsaði með mér... ef við gefum þeim svo sem eina til tvær vikur til að koma sér fyrir, og köllum svo á þau i drykk með ykkur, Bill, ef hann kemst, og einhverju fleira hálfungu fólki sem við náum i, þá geta þau kynnzt sæg af fólki á einu bretti og við getum séð hvernig þau eru i alvöru. Það veit nefnilega enginn. Enginn veit neitt um þau nema að þau eru ung og einhver stæll á þeim. Elisabet brosti. — Peter hefur hitt þau, sagði hún. — Peter þó! Er þetta satt? Peter ók sér vandræðalega til i sætinu. — Það hef ég reyndar. Júlia teygði sig nær honum. — Vertu nú ekki lummulegur, hrópaði hún. — Segðu okkur allt af létta. — Það er ekkert að segja, sagði Peter. — Ég fór i vitjun til hennar tvisvar sinnum, meðan þau bjuggu á hótelinu. Það er allt og sumt. — Það getur ekki verið allt og sumt. Þú hlýtur að hafa orðið ein- hvers visari. Peter yppti öxlum. — Eiginlega ekki. Maðurinn er arkitekt. Þau eiga engin börn. Og þar með er allt upp talið. — Uss, nú ertu naglalegur. Jim Pearson hló. — Þagnarskylda sagði hann. — Hann má ekki segja meira. — Mér finnst hann nú nagla- legur samt, sagði Júlia. — Og hvað sem þvi liður, hver var þá hin stúlkan, sú sem var með þeim, geysilega vel klædd og flott. — Ég sá hana, sagði Jim. — . Hún þeyttistum i rauðum Porche — Það var systir, sagði Peter. — Systir eiginkonunnar. — Og ætlar hún að flytjast hingað lika? spurði Júlia. — Ef svo er þá getur engin eiginkona i Pitford sofið rólega eftirleiðis. Hefurðu séð hana? spurði Elisabet. — Tja, rétt i svip. En nóg til þess að vita að hún er ekkert blá- vatn. Ég á við, að konur eins og ég og þú lita rétt á hana og gefa allt upp á bátinn. Og þess vegna vil ég fá að vita þetta, meðan enn er eitthvaðeftir af hjónabandinu hjá mér. Hvar fellur hún inn i mynd- ina? — Hún gerir það ekki, sagði Peter. — Hún á heima i London. — Og hefurðu lika hitt hana? — Sem snöggvast sagði Peter. — Og það gæti svo sem nægt, sagði Júlia. Hún sneri sér að Elisabetu. — Hefurðu engar áhyggjur af þessu? Ég á við, að hann er úti allan daginn, gengur á milli svefnherbergja og hittir allar þessar kynbombur? — Ekki hingað til, sagði Elisa- bet. — Fram að þessu hefur ekki verið sérlega mikil hætta á ferðum. — En það gæti breytzt, sagði Júlia aðvarandi. — Og þegar Car- stairs hjónin koma, gæti verið von á breytingu. Elisabet brosti. — Ég er ekki að leita að vand- ræðum, sagði hún. —- Ég tekst á við þau ef til kemur. Bill Lambton brosti til Peters Ashe. — Ég held hún þurfi engar áhyggjur að hafa. Hann ætti að vera farinn að vita hvað að honum snýr. — Það held ég lika, sagði Peter og lauk við konjakið sitt. En næstu dagana á eftir fannst honum, sem hann væri að biða þess aö eitthvað gerðist. Barrie vandist starfi sinu óðum og smám saman fór allt að ganga eins og smurt. í tiu daga enn hélt Peter áfram að jafna sig og losna við áralanga spennu og þreytu. Hann var orðinn likamlega hressari en hann hafði verið arum saman. Og einn morguninn, þegar þeir hitt- ust i kaffihléi til að ræða starfið, sagði Bob Barrie: — Já, meðal annarra orða, það kom langlinusamtal til þin i gær- kvöldi. Meðan á heimsóknartim- anum stóð. Það var einhver frá London. — Frá London. — Svo sagði hún. Hún vildi ekki skilja eftir boð og sagði ekki til nafns. En ég sagði henni að þú yrðir við i kvöld og hún sagðist ætla að hringja þá. Þakka þér fyrir, sagði Peter. —■ Ég held ég viti hvað er um að ræða. Hann hafði vitað það undir eins. Hið eina sem kom á óvart var að simtalið skyldi vera fra London. Ef Anne var farin heim til sin, var GLENS Fimmtudagur 14. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10,00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50- Morgunstund barnanna kl. 8,45: Svanhildur Kaaber byrjar lestur á öðru ævin- týri eftir Robert Fisker, lí ..Tritill fer i kaupstaðar- lí ferð”.Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög F milli liða. Þáttur um heil- 1! brigöismál kl. 10.25: Geðheilsa IV. Jóhannes Bergsveinsson læknir talar 1' um neyslu áfengis og annarra ávana- og fikni- efna. Morgunpoppkl. 10.45: Allman Brothers leika og 2 syngja. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G. G.) 12.00 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar 2 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.15 Búnaðarþáttur. Gisli Kristjánsson ritstjóri talar við Svein Jónsson bónda á Egilsstöðum um holdanaut og fiskirækt (endurt.) 14.30 Siðdegissagan: „Gömul kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur. Jónas R. Jónsson á Melum les (16) 15.00 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist.Jean—Pierre Rampal og Viktoria Svihliková leika Kammer- sónötu fyrir flautu og sembal eftir F’rantisek Xaver Richter. Roberto Michelucci og I Musici leika Konsert i e-moll fyrir fiðlu og strengjasveit op. II nr. 2 eftir Vivaldi. Annelies 5 Huckl sópransöngkona og hljóðfæraleikarar flytja kantötu eftir Hándel. Nýja f ilharmóniusveitin i í Lundúnum leikur sinfóniu i B-dúr op. 9 nr. II eftir Johann Christian Bach: Leppard stj. 16.00 Fréttir. 16.15. Veður- fregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið.Dóra Ingva- dóttir kynnir. ' 17.10 Barnatimi: Pétur Pétursson stjórnar.a. Jól á næsta leiti.Sigriður Hannes- dóttir og telpur úr Réttar- holtsskóla flytja frásagnir og sönglög. b. Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Hjalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (23) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.30 G lugginn. Umsjónar- menn: Guðrún Helgadóttir, Gylfi Gislason og Sigrún Björnsdóttir 20.10 Gestir i útvarpssal: Meðlimir úr skozku barokksveitinni leika verk eftir Hándel, Quants og Rawsthorne. 20.45 Leikrit: „Krókódillinn”, óvenjulega saga eftir Fjodor Dostojevskij Þýðandi og leikstjóri: Stefán Baldursson. Persónur og leikendur: Nikita Semjonov..Robert Arnfinnsson. Ivan Matvejevitj..Steindór Hjör- leifsson. Jelena Ivanovna kona hans..Herdis Þor- valdsdóttir. Ninotsjika dóttir þeirra. .Þórunn Sigurðardóttir. Popovitj Malisjkin forstjór. .Valur Gislason. Lögreglufulltrú- inn.. Karl Guðmundsson. Herra Schmidt, þýzkur krókódilseigandi..Erlingur Gislason. Frú Schmidt kona hans..Guðrún Stephensen. Hershöfðinginn..Baldvin Halldórsson. Gömul kona..Nina Sveinsdóttir. 21.50 Að laufferjum Gisli Halldórsson leikari les úr nýrri ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Reykjavikurpistill Páls Heiðars Jónssonar. 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok PIERPONT-ÚRIN ÚR OG KLUKKUR Laugavegi 3. Simi 13540. Valdimar Ingimarsson úrsmiður. Óskar Kjartansson gullsmiður. handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni ogfallegt útlit. Kven-og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. Áskriftasíminn 17-500 DJOOVHJm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.