Þjóðviljinn - 14.12.1972, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Qupperneq 19
Fimmtudagur 14. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19. AUG- LÝSING um skelfiskveiðar í Breiðafirði Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að heimila takmarkaðar skelfiskveiðar i Breiðafirði eftir n.k. áramót. Fyrirkomu- lag veiðanna verður sem hér segir: 1. Veiðar skulu hefjast 2. janúar. Há mark þess afla, sem leyft verður að veiða á fyrri hluta ársins, er 1,500 tonn, og er reiknað með þvi að það taki 5—6 vikur að ná þessu marki. Að þeim tima liðnum má búast við stöðvun veiðanna, jafnvel þótt þessu aflamagni hafi ekki verið náð. Jafnframt áskilur ráðuneytið sér rétt til þess að lækka þennan há- marksafla, ef ástæða þykir til. 2. Veiðileyfi verða veitt 15 bátum i senn og verða leyfi aðeins veitt bátum, sem skráðir eru við Breiðafjörð, enda hafi eigendur þeirra verið búsettir þar i eitt ár. Sæki fleiri en 15 um leyfi, sem upp- fylla ofangreind skilyrði, verður veiði- timi allra bátanna styttur, miðað við það sem segir i lið 1. hér að ofan, þannig að allir eigi sem jafnasta möguleika á þvi að ná sinum hlutfallslegu skerfi af heildaraflamagninu — 1,500 tonnum. 3. Leyfin verða bundin þeim skilyrðum, að öllum afla verði landað á Breiða - fjarðarhöfnum og aflinn unninn á þvi svæði. 4. Leyfin verða bundin við ákveðin svæði á Breiðafirði, sem nánar verða tilgreind i veiðileyfum. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar sbr. lið nr. 1, verða þær ekki leyfðar að nýju fyrr en á næsta hausti. Skipstjórar þeir, sem hafa i hyggju að stunda ofangreindar veiðar nú eftir n.k. áramót á þessu fyrra timabili, skulu sækja um veiðileyfi til sjávarútvegsráðu- neytisins ekki siðar en 21. desember n.k., ella má búast við þvi að umsóknir þeirra verði ekki teknar til greina. Sjávarútvegsráðuneytið. Útför eiginmanns mins, föður okkar og tengdaföður SIGMUNDAR KIl. ÁGÚSTSSONAR Grettisgötu :!0 sem andaðist 9. des. fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. des. ki. 10.30 f.h. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á liknarstofnanir. Magnea Bjarnadóttir synir og tengdadætur. Hernámsliö Framhald af bls. 1 starfsmönnum islenzku rikis- stjórnarinnar. „Þetta er fyrst og fremst viðvörunarkerfi fyrir Ameriku”. 1 samræmi við þá greiningu hefur forsætisráðherra Islands, Ólafur Jóhannesson, lýst þvi yfir opinberlega að hann stefni að þvi að fá Bandarikjamenn burt frá tslandi i áföngum á næsta hálfa þriðja ári, en halda landi sinu inn- an Atlanzhafsbandalagsins. Og hvað sem Bandarikjastjórn kann að finnast um þær framtiðarhorf- ur, þá er það ekki með öllu óað- laðandi fyrir Bandarikjamenn i Keflavik, sem finnst oft og iðu- lega verið komið fram við sig sem hernámslið”. Timaritið heldur siðan áfram og nefnir dæmi um þessa frarh- komu Islendinga við herliðið: ,,Ég var á gangi úti á götu um daginn og skipti mér ekki af neinu. Þá kemur stráksláni vað- andi og lemur mig i hrygginn. Ef ég hefði goldið honum rauðan belg fyrir gráan, sæti ég inni núna”. Þetta hefur blaðið eftir einum sjóliðanna. Svo er það kvenfólkið. Einn hermaðurinn hefur þetta að segja eftir tilraun til aö ná i stelpur á einum af þessum sjaldgæfu (!) dansleikjum utan Vallar: „Við fórum allir út til að spjalla við kvensur og það eina sem við gát- um skilið var „Nixon, Vietnam og amerisk svin”. Einn af strák- unum var laminn i hausinn með kók-flösku, og svo var kastað steinum á bilinn okkar. Ég hef aldrei farið aftur”. Siðan segir að lægra settir hér- menn séu skyldaðir til að bera einkennisbúning ef þeir fari út af Vellinum, og þá liggi þeir enn betur við höggi af hálfu þeirra Is- lendinga sem hafa imugust á Amerikönum. Auk þess séu þeir reknir heim með harðri hendi klukkan 10 á kvöldin, nema á miðvikudögum hafi þeir leyfi til miðnættis, en þá eru barir lokaðir. Þá er getið þeirra ráðstafana sem gerðar hafa verið til varnar smygli og svartamarkaðsbraski frá Keflavikurflugvelli (sem einnig gegnir þvi hlutverki að vera alþjóða flughöfn Reykjavik- ur — eins og segir innan sviga i Newsweek). Leyft sé að fara út með 1 myndavél og 2 filmur, 2 sigarettupakka, annan opinn, en engan bjór, rafmagnstæki, ameriska gosdrykki, ilmvatn eða silfurmuni. Þeim 270 bandarisku fjölskyldum sé vorkunn sem búi utan Vallar, svo naumt sé þeim skammtað. I PX-verzlum hersins geti þær aðeins keypt fyrir 11 dollara (ca. 950 kr.) á viku fyrir hvern fullorðinn og 8 dollara (ca. 680 kr.) fyrir hvert barn. Newsweek endar grein sina svo: ,,Að lokum fer svo, að þrir af liverjum fjórum hermönnum sem gegna þjónustu á Keflavikurflug- vclli fara aldrei út fyrir, þetta hcila ár sem þeir dveljast þar. „Mér þótti meira gaman i Viet- nam”, sagði einn af óbreyttu her- mönnunum ólundarlega. En það er svo kaldhæðnislegt, að þrátt fyrir allar þær takmarkanir sem islenzka stjórnin gctur upphugs- að, seitlar amerisk poppmenning óaflátanlega frá Keflavikurveili og dreifist yfir landið. Þegar sjónvarpsstöð hersins i Keflavik hóf að senda út bandariska knatt- spyrnuleiki og hnefaleika, þætti eins og „All in the Family” (Allir i fjölskyldunni), „Johnny Cash” (Nonni reiðufé) og „Gunsmoke” (Byssurcykur), þá ruku 70% af ibúum Beykjavikur til og kcyptu sér dýr þýzk loftnet og-breytibún- að til að draga amcrisku útsend- inguna inn á heimili sin”. Forsætisráðh. F’ramhald af bls. 1 grein fyrir niöurstöðum valkosta- nefndarinnar. Niðurstaða rikis- stjórnarinnar getur orðið i sam- ræmi við einhvern valkost nefnd- arinnar, en gæti lika orðið sú að velja enn aðra leið, eða sambland af fleiru en einu þeirra tilbrigða, sem þar eru sett fram. Ég útiloka engan valkost af þeim, sem er að finna i skýrsl- unni. Höfundar skýrslunnar eru 7 sérfræðingar með mjög mismun- andi sjónarmið, en þeir urðu sammála um að ganga frá skýrsl- unni á þann hátt sem gert var, og er það út af fyrir sig mjög at- hyglisvert. Ég tel þetta mjög merkilega úttekt, og enginn ætti að geta láð rikisstjórninni, þó hún vilji kanna þessi gögn gaumgæfi- lega áður en hún gengur frá sinni eigin tillögugerð. Um fullyrðingu Jóhanns Haf- stein varðandi það atriði að i mál- efnasamningi rikisstjórnarinnar væri ákvæði um að stjórnin skuld- bindi sig til að gripa aldrei til gengislækkunar, sagði forsætis- ráðherra, að það væri að visu rangtúlkun. Akvæði málefna- samningsins segði aðeins, að rikisstjórnin hyggðist ekki gripa til gengislækkunar vegna þess vanda, sem þá var við að glima. Hittgætiengin rikisstjórn sagt i eitt skipti fyrir öll, að gengislækk- un komi aldrei til greina. Og ráðherrann bætti við: „Með þessu er ég á engan hátt að gefa i skyn að gripið verði til gengisfell- ingar nú”. Jóhann Hafsteiu lalaði aftur og sagðist vera sammála forsætis- ráðherra um það, að plagg val- kostanefndarinnar væri vel þess virði, að það væri athugað vand- lega. Ekki hafi verið svo hættu- legt að birta skýrsluna, en hins vegar hættulegt að láta reka á reiðanum, — með þvi umtali, sem nú er i bænum. ólafur Jóhannessoii forsætis- ráðherra talaði aftur og sagði: „Ég skal ekki tala eins hátt og háttvirtur siðasti ræðumaður. En sá vandi, sem fyrir er, verður ekki leystur með hávaðanum ein- um”. Ólafur sagði, að sér hafi engin kvörtun borizt frá við- skiptabönkunum um neinar óeðli- legar gjaldeyrisyfirfærslur, en hvað sölu á áfengi snerti, þá hafi hann nú ekki komið i áfengisbúð- irnar, en sér væri ekki kunnugt um neina nystárlega söluaukn- ingu þar. Forsætisráðherra minnti á, að það væri ekkert nýtt i þingsögunni að á alþingi væri annasamt dagana fyrir jól, og komið hefði fyrir að „bjargráð” hafi fyrst komið fram eftir ára- mót. Það kom fram hjá ráðherra, að að ekki væri algild regla, að þing- menn fari burt i jólaleyfi, og verði ekki búið að ganga frá afgreiðslu tillagna i efnahagsmálum l'yrir jól, þá væri hann reiðubúinn að taka til greina ósk frá sljórnar- andstöðunni, ef fram kæmi, um að halda þingfundum áfram milli jóla og nýárs. Matthias Mathiescn sagðist vilja beina þeirri fyrirspurn til Magnúsar Kjartanssonar, iðn- aðarráðherra, hvort það væri rétt, sem heyrzt hefði, að Alþýðu- bandalagið hafi algerlega hafnað gengislækkunarleið. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra sagðist vilja vekja at- hygli á þvi, að þessar umræður ÞM ALLIR VEGIR FÆFyRÁ Yokohama SNJÓBÖRÐUM HJÓLBARÐA- VIÐGERÐ KÁ SELFOSSI utan dagskrár hefðu þegar upp- tekið nær allan reglulegan fundarlima alþingis. Magnús sagði, að þessi mál hlytu fljótlega að koma með eðlilegum hætti á dagskrá alþingis og muni hann þá gera grein fyrir stefnu Alþýðu- bandalagsins i efnahagsmálum. Ráðherrann sagðist hins vegar ekki telja sér skylt að svara nein- um yfirheyrsluspurningum frá Matthiasi Mathiesen utan dag- skrár. Við umræðuna utan dagskrár tóku einnig til máls Ingólfur Jóns- son, Gylfi Þ. Gislason, Lárus Jónsson og Guðlaugur Gislason. Munið jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Gleðjið einstæðar mæður og aldraðar. Þeir sem leita aðstoðar nefndarinnar hafi samband sem fyrst við skrifstofuna a? Njálsgötu 3 hér i bæ. Simi 14349. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns mins EIRÍKS SNJÓLFSSONAR Bárugötu 46 Guðbjörg Eiriksdóttir Ilörður Eiríksson Eirikur Svavar Eiriksson Þökkuni innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför GEIIIS ASMUNDSSONAR frá Viðum. Lilja Jónsdóttir llaukur Geirsson Hulda Jónsdóttir Þórhallur Geirsson Hjördis Geirsdóttir Erna Geirsdóttir Ilrafnhildur Geirsdóttir Útför GUNNLAUGS SCHEVING listmálara, sem andaðist 9. þ.m„ fer fram frá Dómkirkjunni laugar- daginn 16. þ.m. kl. 10,30. F.h. frændfólks hans, Vilhjálmur Þ. Gislason.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.