Þjóðviljinn - 14.12.1972, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Qupperneq 20
Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar' eru gefnar i simsvara' Læknafélags Reyltjavikur, simi 18888. Apótek Austurbæjar og Laugavegsapótek annast helgar-, kvöld- og næturþjón- ustu vikuna 9. desember. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagar vakt á heilsuvernarstööinnj. Simi 21230. Auðlindatillögu frestað hjá SÞ Búizt hafði verið við því, að tillaga íslands, Perú og fleiri þjóða um rétt strandríkja til auðæfa hafsins (,,auð- lindatillagan") kæmi til atkvæða- greiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna i dag, fimmtudag, en í gær upplýstist að málinu hafi verið frestað fram yfir næstu helgi. Er gert ráð fyrir,. a.ð atkvæðagreiðslan fari fram á mánudaginn eða þriðjudaginn. Brandt endur- kosinn kanslari Fréttnæmt þykir að kona og sósíaldemókrati var kjörin þingforseti BONN 13/12 — Vestur- Þýzka sambandsþingið kom saman til fyrsta fundar í gær eftir þingkosn- ingarnar sem fram fóru i síðasta mánuði. Á þing- fundinum bar það til tiðinda, að kona var kjörin þingforseti, og hefur það ekki fyrr gerzt i Vestur-Þýzkalandi. Þetta er einnig i fyrsta sinn sem jafnaðarmaður gegnir þessu embætti, sem talið er mesta virðingarembætti landsins að undanskildum forseta sambandslýð- veldisins. Hinn nýi forseti sambands- þingsins heitir Annemarie Renger, 53já ára gömul, hefur setið á þingi i 19 ár. Hún var á sinum tima einkaritari Kurts Schumachers. Renger hefur lent i nokkrum útistööum við hina vinstri sinnuðu æskulýðshreyf- ingu jafnaðarmanna (jusos). í dag stendur til að sambands- þingiðendurkjósi Brant kanslara Vestur-Þýzkalands, en samn- Annemarie Renger þingforseti ingaþófi samsteypuflokkanna er nú lokið. A morgun föstudag, mun Brandt leggja fram ráðherralista sinn. Ýmsar breytingar verða á. stjórninni, og munar þar mestu að frjálsir demókratar fá nú 5 ráðherraembætti i stað 3ja áður. Stafar þetta veldi þeirra af veru- legri fylgisaukningu i siðustu kosningum. Barizt með stórskotaliði í Suður-Víetnam Tíöindalaust í Parísar- viöræöunum PARiS/Saigon 13/12 — Þeir Le Duc Tho og Kiss inger sátu á 6 stunda löng- um fundi í gær, en að hon- um loknum f laug Kissinger vestgr til Washington til að gefa Bandarikjaforseta skýrslu um árangurinn. Ekkert hefur verið látið uppi um það, hvað fram hefur farið á Parísarfund- unum. Blöð i Paris hafa verið mjög bjartsýn á að lausn væri á næsta leiti og vopnahléssamkomulag kunni að veröa undirritað i þessari viku, en i Washington hafa kunn- ugir menn talið, að enn muni liða nokkrar vikur áður en nokkur endanleg niðurstaða er fengin i viðræðurnar. Norður-Vietnamar segja, að enn sé eftir að leysa mörg viðkvæm mál, áður en frið- arsamningar komist i höfn, úr þvi að Bandarikjastjórn sveik það samkomulag sem raunverulega lá fyrir seint i október. Bardagar halda áfram i Viet- nam. Barizt er i um 50 kilómetra fjarlægð frá keisaraborginni Hue i Suður-Vietnam, og beitir þjóð frelsisherinn þar skriðdrekum. Hafa þeir komizt yfir Thach Han-fljótið þar og berjast við suð- ur-vietnamskar fallhlifarsveitir. Bandariskar sprengjuflugvélar hafa varpað þar niður farmi sin- um. Phnom Penh, höfuðborg Kambódiu, hefur verið alveg ein- angruð á landi um hrið af þjóð- frelsissveitum, en nýlega komst þangað lest herbila frá strönd- inni, i fyrsta sinn i 6 vikur. Öryggi og hermál tvennt ólíkt? HELSINKl — A undir búningsfundi undir öryggis- ráðstefnu Evrópu sem haldinn er i Helsingfors var i gær sam- þykkt tillaga frá Júgóslövum um viðfangsefni fundarins, en viðræðum verður haldið á- fram eftir mánaðar jólahlé af fulltrúum rikjanna 34urra sem vinna að undirbúningi ráð- stefnunnar. Við afgreiðslu júgóslavnesku tillögunnar sátu Sovétrikin og nokkur önn- ur A-Evrópuriki hjá, en full- trúar allra rikja Vestur- Evrópu á fundinum, auk Bandarikjanna og Kanada, studdu hana. Moskvublaðið Pravda gagn- rýndi i gær tillögur sem fram hafa komið hjá nokkrum vest- rænum rikjum, að á öryggis- ráðstefnunni skyldi rætt um hernaðarleg vandamál sam- timis öryggismálum. Jónas Árnason segir : Notalegt í Judith Point Ákaflega gagnlegur fundur í bandarískum útgeröarbæ smábáta og samvinnustarfs Landhelgisfundurinn i Rhode Island á sunnudag- inn sem nokkrir islenzku fulltrúarnir hjá Sameinuðu þjóðunum sóttu og sagt var frá í blaðinu i gær, hefur vakið hina mestu athygli. Við höfðum samband við einn af þeim sem fór á fundinn, Jónas Arnason, og spurðum hann frétta. — Þetta var hin ágætasta ferð, og ég efa ekki að fundurinn hefur gifurlega þýðingu, einmitt núna þegar auðlindatillagan er að fara i gegn hjá Sameinuðu þjóðunum. Það var hvergi ofsögum sagt i fréttatilkynningunni, að við feng- um þarna ákaflega verðmætan siðferðilegan stuðning og eigum eftir að verða enn betur varir við hann siðar. Fundurinn var sóttur af ýmsum áhrifamönnum, auk annarra, en hann var aldrei opin- berlega auglýstur. — Hvernig staður var þetta þar sem fundurinn var haldinn? — Þetta er með meiri háttar útgerðarbæjum á Rhode Island hvað smærri bátana snertir. Þarna i Point Judith eru þó ekki gerðir út neinir togarar, þeir eru i Boston og Gloucester. Höfnin er ákaflega þröng og grunn þarna. Fundurinn var haldinn alveg úti á odda við innsiglinguna, og svo voru þeir að koma inn meðan á i sambandi við fundinn i Judith Point á sunnudaginn skoðuðu menn sig um í húsakynnum samvinnuút- gerðarinnar. Hér eru þeir Jónas Árnason og Hannes Pálsson að grandskoða eitthvað sem við vitum ekki hvað er, en hefur greinilega verið áhugavcrt. fundinum stóð. Þeir höfðu róið þótt sunnudagur væri, þvi það hafði verið ógæftarsamt að undan förnu. Svo gerði þoku og við grilltum varla i bátana, en þeir komu svona pipandi inn, eins og gengur. Þetta var ekta stemmn- ing fyrir okkur Islendingana, al- veg eins og að vera kominn út á Snæfellsnes. — Hvernig leizt þér á útgerðina hjá þeim? — Þetta blessast bara ágæt- lega hjá þeim, en margt var nú heldur gamaidags miðað við það sem gerist hjá okkur. Þarna er mikil samvinnuútgerð sem er dá- litið óvenjulegt fyrirkomulag hér i landi. Formaður hennar er ein- mitt hann Dykstra, kunningi minn frá þvi ég var á ferð hérna i fyrra, og hann var einn af þeim sem hrundu fundinum af stað. Það eru gerðir út á annað hundr að báta þarna, svona frá 10 og upp i 30 tonn. Þeir eru ýmist á humri, eða þeir trolla fyrir annan fisk. Þeir eru dálitið óánægðir yfir skilningsleysi stjórnvalda á sin- um málum þarna kallarnir, en samfélagið i Judith Point er af- skaplega notalegt, og greinilegt að fólki liður þarna vel.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.