Þjóðviljinn - 03.02.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.02.1973, Blaðsíða 1
UOWIUINN Laugardagur 3. febrúar 1973 — 38. árg. — 29. tbl. Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra um niðurstöðu alþjóðadómstólsins: Breytir engu um okkar afstöðu Dómstóllinn reynir að hanga í nauðungar- samningunum frá 1961 Dómstóllinn í Haag hefur kveðið upp þann úrskurð, að hann eigi lögsögu í land- helgismáli íslendinga. Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegs- ráöherra Þjóðviljinn ræddi í gær við Lúðvík Jósepsson, ráðherregaf þessu tliefni og í viðtalinu, sem fer hér á eftir, kemur fram: 1. Það eru eingöngu samn- ingarnir frá 1961, sem dómstóllinn byggir á, þrátt fyrir uppsögn þeirra. 2. Uppsögn okkará þeim er Báts með 4 mönnum saknað Maríu KE 84, 36 lesta trébáts með 4ra manna áhöfn er saknað. Um- fangsmik.il leit er hafin, en María KE hefur róið frá Sandgerði. Siðast þegar til Maríu fréttist um kl. 18 á fimmtudaginn voru skipverjar að draga línuna vest-norð-vestur af Eldeyjarboða. Ekkert hefur heyrzt til bátsins síðan. María KE 84 er eins og áður segir 36 lesta, ný- smíðaður trébátur. —S.dór þó fullnægjandi, sam- kvæmt öllum venjum í milliríkjaviðskiptum. 3. Niðurstaðan frá Haag breytir engu um afstöðu Islendinga. 4. Við getum ekki tekið upp málareksturá grundvelli samninganna frá 1961, þarsem við teljum þá úr gildi fallna. 5. Dómstóllinn í Haag hefur aldrei dæmt um víðáttu landhelgi, enda engin alþjóðalög til að dæma eftir. 6. Við höfum sama rétt og aðrar þjóðir til aö stækka okkar fiskveiðilögsögu, en það hefur jafnan verið gert meö einhliða ákvörðun strandríkis. 7. Við njótum stuðnings fjölda margra þjóða og eigum sigur vísan í land- helgismálinu. — Hvað vilt þú segja, Lúðvik, i tilefni af úrskurði dómstólsins i Haag? — bessi niöurstaöa dóm- stólsins segir i rauninni það, aö hann telur landhlegissamningana frá 1961 enn i gildi, þ.e.a.s., að uppsögn tslendinga á þeim samn- ingum sé ekki gild. — En var ekki samningunum sagt upp með 6 mánaða fyrir- vara? — Jú, samningunum var form- lega sagt upp með 6 mánaða fyrirvara, og áður hafði verið til- kynnt með 12 mánaða fyrirvara, að rikisstjórnin hefði i huga að segja upp þessum samningum, af þvi að hún teldi, að aðstæður væru gjörbreyttar. Við tslendingar höfum lagt áherzlu á það, aö slikur fyrirvari sem þetta sé fullnægjandi, enda viðurkennt i millirikjaskiptum, að samningar, sem þannig eru gerðir, — að ekki er um neinn til- tekinn uppsagnarfrest að ræöa, — þeim se hægt að segja upp hafi til- kynning um það veriö send með 12 mánaða fyrirvara. — Telur þú, að þessi dóms- niðurstaða geti haft áhrif á afstöðu Islendinga i málinu? — Nei, þessi niðurstaða dóm- stólsins breytir engu um afstööu okkar. Okkur Islendingum hefur verið það ljóst, að landhelgis- samningarnir frá 1961 mættu alls ekki standa áfram i gildi og af þvi var þeim sagt upp. bað þarf i rauninni enginn að efast um það, að ef þeir samningar væru i gildi, þá mundi alþjóðadómstóllinn, eins og hann er nú skipaður, ógilda okkar útfærslu. bað má öllum Frh. á bls. 15 Yerður loðna brædd 1 Eyjum? begar hugað er aö loðnu- þróm FES I Eyjum, getur aö líta eldspúandi fjall bera viö eitt elzta hús i Vestmannaeyj- um, — svonefnt Kornloft, — reist áriö 1830. Myndin er tekin siödegis i fyrradag nálægt Skansinum. Vert cr aö hcnda á grein um loðnubræöslurnar i Eyjum á bls. 3, — skoöunarferö blaöa- manns frá bjóöviijanum um fiskimjölsverksmiöjurnar I Eyjum. bá cr fjallaö um deilu eins atvinnurekanda I Eyjum viö bæjaryfirvöld um flutning á atvinnutækjum. Við tökum svari Einars rika. (Ljósm. bjóöviljinn G.M.) Vítur á fréttamennsku og sjónarmið Gunnars — sem sjálfur var í þeirri ríkissljórn er gerði sviltasamningana 1961 Þjóðviljinn vill vita fréttamennsku sjónvarps og útvarps í sambandi við niðurstöður Alþjóðadóm- stólsins í gær. Báðar frétta- stofurnar létu sér nægja að leita til Gunnars Thorodd- sens prófessors, en hann var einmitt ráðherra í þeirri ríkisstjórn er stóð að nauðungarsamningunum frá 1961, og erauk þess einn fremsti forustumaðui Sjálfstæðisflokksins. Þjóðviljinn vill enn- fremur fordæma harðlega þá afstöðu sem kom fram i ummælum Gunnars Thor- oddsens, að fslendingar ættu að hlíta úrskurði dóm- stólsins, sem — eins og nú- verandi ríkisstjórn hefur margoft lýst yfir — hefur enga lögsögu i landhelgis- málinu enda hefur nauð- ungarsamningunum verið sagt upp og islendingar í engu bundnir af þeim. Fœreyingar með 10 milj, Færeyingar vinir okkar eru höfðingjar að vanda: í gær barst Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra tilkynnti frá AtlaP. Dam lögmanni Færeyinga um að lögþingið og landsstjórnin hafi samþykkt að'veita 10 miljónir króna vegna náttúruhamfaranna i Eyjum. Forsætisráðherra hefur þakkað veglyndi og drengskap frænda okkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.