Þjóðviljinn - 10.02.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.02.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. febrúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Timarit um bókmenntir og menningarmál eru ekki mörg né stór á tslandi, og þau hafa sett sér i reynd allstrangar skoröur um efnisval. Hvorki myndlist , tón- list né heldur leiklist eiga sér fastan vettvang i islenzkum tima- ritvm. Umræða og úttekt á bók- menntum, fornum og nýjumtfer fram i ársriti HIB, Skirni, og TimaritnMals og menningar — af gömlum ritum eins og Eim- reiðinni og Andvara fara fáar sögur og daufar, Birtingur og Helgafell eru úr sögunni, svo og Félagsbréf AB. Nýr skáldskapur tekur nokkuð — ekki mikið — af plássi Timarits MM og Sam- vinnunnar. Siðastnefnt rit kemur mjög oft inn á menningarpólitisk efni, en hefur þá sérstöðu að ekki er hyggilegt að blanda þvi mjög saman við önnur rit — hvert hefti skulu þær að minnsta kosti nefndar. Grein Sveins Skorra Höskulds- sonar i Skirni um kvenfólk i sög- um Halldórs Laxness er um margt hið ánægjulegasta fram- lag. Hún er að visu ágripskennd, „ókerfisbundið könnunarflug” yfir efnið, eins og greinar- höfundur segir sjálfur. En þarna er á ferð of sjaldséð viðleitni til samantektar, yfirlits yfir vitt svið i nútimabókmenntum. Við höfum lesið eða frétt um úttektir á kven- lýsingum i tslendingasögum, en það liggur við að okkur stanzi þegar farið er höndum um sagna- konur okkar tima. Og þvi ekki að skoða nútimaskáldið sem sagna- persónu, eða þá kapitalistann, Bogesenættina fjölmennu, ellegar erfiðsmann bæjanna, sem yfir- leitt kemst ekki i námunda við BLAÐAÐ í TÍMARITUM Athugasemdir eftir lestur Tímarits Máls og menningar og Skírnis er byggt fyrst og fremst utan um eitt þjóðfélagslegt fyrirbæri — bókaútgáfu jafnt sem samvinnu- félög eða iðnvæðingu. Bókadreifing Hér verða aðeins bornar fram nokkrar hugleiðingar sem til verða eftir að flett er Skirni sl . árs og TMM, hefti 1-2 frá sama ári — og er það góða rit sýnu aftar á merinni en velsæmi leyfir. Áður en lengra verður haldið er rétt að minna á það, að i Skirni eru birtar niðurstöður af könnun á dreifingu bóka á tslandi og i Sviþjóð,sem Þorbjörn Broddason gerir grein fyrir. Arið 1968 voru settar spurningaskrár inn i eintök af ljóðabókinni Innlönd eftir Hannes Pétursson, skáldsögu eftir Magneu frá Kleifum og önnu Guðbergs Bergssonar. Niður- stöður félagsfræðilegra athugana hafa oftar en ekki þann leiðinlega galla, að þær koma ekki á óvart, eru harla svipaðar þvi sem við mátti búast. Þar fyrir er ekki að efast um nauðsyn þeirra. Alla- vega höfum við nú ákveðnar heimildir um það, að bókaneyzla á Islandi er háðari stéttar- skiptingu, efnahag, skólagöngu, en við vildum með góðu móti við kannast. Vonandi er þetta mjór mikils visir, þvi vist er um það, að óteljandi eru þau verkefni sem Drottinn hefur búið til handa félagsfræðingunum sinum. Færast nær samtimanum Timaritsheftin bæði minna rækilega á það, að athuganir á islenzkum samtimabókmenntum hafa mjög eflzt á siðari árum. Það ástand fjarlægist hratt, að erlendir fræðimenn liti ekki við yngri izlenzkum bókmenntum en frá þvi um 1400 og islenzkir komist næst aftur i nitjándu öld. Hið akademiska lið hefur yngzt og hresstst og er ekki nálægt þvi eins feimið við áhrifavald stór- meistaranna og áður. Samtals birta timaritin sex meiriháttar greinar um bók- menntir okkar tima (ritdómar eru ekki með taldir) og minningarræða Rögnvalds Finnbogasonar um Jóhannes úr Kötlum i TMM er að sjálfsögðu sér á parti. Þessi fjöldi er bæði i tengslum við þá stefnubreytingu sem varð á Skirni fyrir nokkrum árum með nýjum ritstjóra og svo sjötugsafmæli Halldórs Laxness, en fjórar af þessum greinum fjalla einmitt um hann — auk bókfræðilegrar greinargerðar i Skirni. Nú væri það óðs manns æði að fjalla um allar þessar greinar svo nokkru nemi á þessum stað. Samt þungamiðju islenzkrar nútima- skáldsögu, hvað sem allri rót- tækni liður? Straumar frá bók- menntafélagsfræði sýnast um þessar mundir liklegir til frisk- legra áhrifa. EFTIR ÁRNA BERGMANN Tryggvi Gislason skoðar i sama riti „Paradis i Paradisarheimt” þar sem hann vill fara út fyrir þann þrönga skilning, að sú bók sé fyrst og siðast uppgjör höfundar við fortið sina, kaþólsku og kommúnisma. Ólafur Jónsson, ritstjórinn, kemur viða við i greininni „1 heimi sagnamanns” þar sem hann rekur, ber saman og andmælir stundum ritsmiðum um Halldór Laxness sem til verða i ýmsum þjóðlöndum. t Timariti MM er grein um Innansveitar- kroniku eftir Preben Meulengracht-Sörensen, áður danskan lektor i Reykjavik. Þar er ágætlega gerð grein fyrir þvi hvernig sú saga segir af „þvi sem endist, af þeim samkennum sem ekki breytast hvernig sem allt veltist”. Tákn þess er kirkjan á Mosfelli, sem er felld og reist aftur og þeir munir sem henni fylgja. Og trúnaður manna við þessa eilifðarkirkju er, eins og greinarhöfundur bendir á, ekki tengdur við skynsemi eða hags- muni, né heldur trúarbrögð. Hér skal ekki rekja hugleiðingar greinarhöfundar frá þessum púnkti. En i þessari andrá mætti skjóta þvi að hvort þessi „trúnaður við sjálfan sig”,sem er svo algengt einkenni á persónum Halldórs og er vissulega mjög langt frá hversdagslegri skyn- semi og hagsmunaþanka, sé ekki fyrst og fremst tengdur þörf á mótvægi gegn efasemdum. Efa- semdum um tilveru og framtið bæði skálds og litillar þjóðar i heimi, sem með hryssingslegri nytsemdarhyggju litur smáum augum á „óskynsamlega” við- leitni þeirra til að „vera þau sjálf”. Erlendir og innlendir I Skirni kynnumst við hluta af ýtarlegri könnun sem tékkneskur bókmenntafræðingur, Helena Kadecková, hefur gert á upphafi islenzks módernisma — sá þáttur fjallar um „Hel”,þýðingu þess verks fyrir bókmennntalega framvindu og fyrir feril Sigurðar Nordals sjálfs. Og i Timariti MM fjallar Peter Hallberg um „Fljótt fljótt sagði fuglinn” eftir Thor Vilhjálmsson; það er einnig hin vandaðasta úttekt og um leið skemmtileg áminning um nauð- syn þess að fleiri islenzk nútima- verk fái ýtarlega meðferð en þau, sem Halldór Laxness hefur skrifað. Það er sjálfsagt rangt að draga beinar niðurstöður af þessum þrem islenzku og þrem erlendu greinum. En ég get ekki varizt þeim heildaráhrifum að þær erlendu séu fyllri, rækilegri og betur byggð úttekt en þær islenzku. Kannski eru þær fyrst af öllu ávöxtir meiri tima og ihugunar — og þar með vitnis- burðar um ólikar starfsaðstæður bókmenntafræðinga hér og annarsstaðar. Við skulum vona það. Allavega minna þær ræki- lega á nytsamlegt starf þeirra erlendra bókmenntamanna sem þekkja okkur bezt. Má vera að hæfileg fjarlægð frá vettvangi hafi örvandi áhrif á skilning á heildarmynd, samhengi. Hinu skal heldur ekki gleymt, að erlendir fúskarar eru hálfu verri en islenzkir, þegar þeir rubba upp flatneskjulegum og skematiskum ritsmiðum sér til titla, hálf- partinn i von um, að enginn sé nálægur sem viti betur. Þróunarvandamál Að minu viti hefur endurnýjun Skirnis, sem nú hefur staðið i hálfan áratug, tekizt takk bæri- lega. Allavega hlýtur ritið að skirskota til fleiri en áður, það hefur fjarlægzt það að vera einkabréfasafn norrænufræðinga — án þess þó að sá þráður hafi verið slitinn. Og það hefur losnað við ýmislegt skrýtilegt og til- viljunarkennt efni. Timarit Máls og menningar hefur aftur á móti verið lengur i svipuðum skoröum. Að nokkru leyti eru þau Skirnir mjög skyld — ég á þá við greinar um eldri og yngri islenzkar bókmenntir (sömu höfundar skrifa einatt i Frh. á bls. 15 HVÍTT OG SVART Sigurður Róbertsson: Arfleifð frum skógarins. Skáldsaga. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, 1972. Skáldsaga Sigurðar Róberts- sonar er metnaðarmikil bók. Strax i kápukynningu segir á þá leið, að hún fjalli ,,um nútima- manninn i viðleitni hans til að fylgjast með hamskiptum timans”. t reynd er rakinn ferill manns er Eilifur nefnist Eilifs, enda er hann skáld. Hann er laun- sonur finnar ættar á niðurleið og elst upp hjá frænku sem er ekkert annað en ihaldssemi og ættar- hroki. A heimili æskuvinar sins kynnist hann byltingunni og hrifst með baráttu verkafólks á kreppu- árum. Hann tekur að y rkja róttæk kvæði, tekur þátt i götuátökum timans og er rekinn úr skóla. Hann kemst samt til Frakklands, en sú dvöl verður honum til litils þroska. Þegar heim kemur stend- ur hann uppi slyppur og snauður, og æskuvinurinn Haraldur hefur horfið frá róttækinni og i bisness. Þá tekur Albert nokkur, stórút- gefandi og fasisti,hann upp á arma sina. Aftur liggja leiðir út i lönd — aðeins til áframhaldandi hnignunar. Eilifur gerist meira að segja sögusmetta fyrir Gesta- pó. Heim kemst hann úr ringul- reið nýs friðar með ljóðahandrit dularfulls krypplings á tslandi, og þau skapa honum skáldanafn. Hann heldur áfram að yrkja undir merkjum einhverrar óút- skýrðar alvizku, sem Albert veðjar á i viðleitni til að svæfa álþýðu velmegunarsvefni. Næsta skrefið á sömu braut á að vera dýrkun annars óutskýrðs guðs, „tannhjólaguðsins”, en þá dregur Eilifur sig i hlé. Sögunni lýkur á hressingarhæli uppi i fjöllum. Auðn og tóm og spilling grúfa yfir skáldinu i samfélagi við æsku- vininn Harald og aðra aumlega ihaldskarla- og kerlingar. Smá- gustur heyrist úr fjarska frá ung- lingauppreisn siðustu ára. Siðan er myrkur og þögn. Sigurður Róbertsson vill bersýnilega segja þá sögu, hvernig svik manna við það, sem bezt var i þeim, draga til andlegs dauða, tortima persónuleikanum. Hafa margir i minna ráðizt. Hitt er svo annað mál, að það eru margir stórir gallar á meðferð þessa efnis hjá höfundi. Bezt kemur reynsla hans em höfundar fram i ýmsum myndum frá upp- vaxtarárum Eilifs, svo og i ýmsum samtölum — enda þótt þau séu alltof oft mjög bókleg og véfréttarleg úr hófi fram. Reyndar minnir þessi saga að ýmsu leyti á leikrit i mörgum at- riðum — hún gerist mikið til i samtölum tveggja persóna og er Eilifur alltaf önnur þeirra. Þau eru einatt mjög ýtarleg, en i frá- sagnarþáttunum er oftast farið mjög fljótt yfir sögu. Það sem mest kemur i veg fyrir, að úr þessu efni verði veru- leiki, sem lesandinn tekur gildan, er það, að höfundur notar varla aðra liti en svart og hvitt. Mest þó svart — að undanskildum hinum „hvitu” atriðum sem varða æskuheimili Haraldar og kynni Eilifs af þvi. Vesælmennska og Sigurður Róbertsson illmennska sitt hvorum megin við hið glæpsamiega er i stórum dráttum fylgifiskur stórra og smárra persóna bókarinnar. Höf- undur hefur svo rækilega hugann við kenningu sina um að „öll skuld verður greidd á jörðu”, að hann rýrir persónurnar viðmóts- þreki, einfaldar málstað þeirra langt úr hófi fram, herðir sem fastast að málfrelsi þeirra. Háði vill höfundur stundum beita gegn andstæðingum sinum, en það er mjög i skötuliki —hvort sem rætt er um hneykslun burgeisa á verk- föllum (bls, 54) eða likt eftir skáldlegri hátiðarræðu góð- borgarafrúar (bls. 262-263). Enn- fremur eru ýmsir atburðir og hugmyndir sem teflt er fram i mjög lausu lofti svifandi. Þetta gildir jafnt um viðskipti Eilifs við Gestapóagentinn Fritz og svo boðskap Alvizku og Róbots, sem Albert er að láta Elif færa i skáldlegan búning. A.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.