Þjóðviljinn - 10.02.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.02.1973, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. febrúar 1973 Laugardagur 10. febrúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 TANZANÍA AÐ HJÁLPA SÉR SJÁLFU R Tanzaniumenn lifa frumstæðu llfi á okkar mælikvarða. Þar er hvorki isskápurinn né frystikistan hornsteinn tilverunnar — heldur aöeins matur til þess að fleyta sér og sinum frá degi til dags og skjól fyrir hitanum og rigningunni. Margar fjölskyldurnar eru barnmargar. Afrikulönd geta — með þeirri stefnu sem lýst var i upphafi — fengiö til sin glæsilegar verk- smiöjur og fallegar tölur um hlut- fallsaukningu iönaðarfram- leiöslunnar. En erlendu fyrir- tækin eru venjulega búin mjög flóknum tækjum og dýrum vélum og þurfa þarafleiöandi ekki margt fólki i vinnu og þess vegna dregur ekkert úr atvinnuleysinu. Erlendu fyrirtækin hafa oftast mjög litil áhrif til aukningar og vaxtar I öörum iöngreinum lands- manna sjálfra þar sem notaðar eru erlendar vélar og innflutt hráefni. Erlendur aöili krefst þess venjulega aö halda 20-25% hagnaöi eftir skattagreiöslur ef hann á annað borö á að hefja starfrækslu i Afrikulandi. í þessu skyni verður viökomandi rikis- stjórn aö reisa háa múra verndartolla til þess að fyrirtækin geti selt vörur sínar á nægilega háu verði. Hiö háa verölag er náttúrulega slæmt fyrir neytend- ur og kemur i veg fyrir likur á gjaldeyristekjum jafnframt. Til skamms tima styrkir erlendi aöilinn greiöslujafnvægi viö- komandi rikis en til lengri tima getur þetta gjörsamlega snúizt viö og haft neikvæö áhrif á greiöslustöðuna út á viö. Eitt örfárra Afríkurikja, sem hefur áttaö sig á þeim vanda er fylgir gagnrýnislausri afstööu til erlends fjármagns, er Tanzania. Þar hafa stjórnarvöld tekib upp stefnu sem veitir erlendu aöilun- um aðhald og stefnu sem tryggir að áhrif hins erlenda atvinnu- rekstrar geta verið hagkvæm fyrir efnahag rikisins almennt. Þessi afstaöa til erlends fjár- magns er i beinu samhengi viö al- menna stefnu landsstjórnarinnar, sem þokast æ meira i átt til sósialiskra úrræöa i hvivetna. Tanzaniustjórn hefur þjóönýtt verulegan hluta erlendra fyrir- tækja. Þjóðnýtingin hefur verið framkvæmd meö athyglisverbum hætti. Hefur rikisstjórn landsins greitt erlendu fyrirtækjunum bætur, og sömu aöilar — erlendir — hafa stundum fengiö aö halda hluta hlutabréfanna áfram á sinni hendi. Mörgum þessara fyrir- tækja er enn stjórnaö af erlendum forstjórum. Þeir stjórna rekstri fyrirtækisins áfram, en þeim ber skylda til aö þjálfa Tanzaniu- menn til þess aö þeir geti tekið viö stjórnunarstörfum i fyrirtækinu. Tanzaniustjórn greiöir for- stjórunum laun og greiðir að auki umboösskatt til erlenda móöur- fyrirtækisins. Þaö hefur hvaö eftir annaö komið i ljós aö erlendu for- stjórarnir eru vandræöagripir. Þeir hafa til dæmis keypt hráefni frá móöurfyrirtækinu á háu veröi, þannig aö hagnaöur auöhringsins sjálfs hefur oröiö meiri en hagnaöur tanzaniska fyrir- tækisins minni. Þvi minni hlut sem auöhringurinn á i fyrir- tækinu i Tanzaniu þeim mun meiri likur eru á svindli af þessu tagi. Og iöulega hafa erlendu for- stjórarnir látið það eiga sig að þjálfa starfsfólk. Astæðan getur verið kynþáttahroki hvita mannsins, en ástæðan er liklega oftast sú aö forstjórar auö- hringsins hafa auðvitaö engan áhuga á aö þeirra umboðsmenn geti sjálfir leyst stjórnunarstörf jafnvel af hendi. Stjórn Tanzaniu hefur nú hert eftirlitiö meö erlendu forstjórun- um. Þess vegna er þaö núorðiö skýrt tekið fram i samningunum viö erlendu fyrirtækin hversu marga Tanzaniumenn á að þjálfa til starfa I verksmiðjuni á tilteknu timabili; og erlendu forstjórarnir fá aö vita af þvi, að ef þeir ekki standi við skyldur sinar fái inn- lend stjórnvöld bara einhverja aöra til þess aö annast rekstur fyrirtækjanna. Einnig hefur veriö hert eftirlit meö þvi aö forstjórarnir geti ekki ástundaö verölagsfalsanir á hráefni eins og lýst var hér á undan. Stjórnarvöld i Tanzaniu hafa ráöið svissneskt fyrirtæki til þess aö fylgjast nákvæmlega meö verölagsmálum auöhringsins sem i hlut á i hverju tiiviki. Aður greiddi Tanzaniustjórn umboösskatt eftir þvi hversu mikil framleiösla fyrirtækisins var. Þá var það misnotað; hinir erlendu forstjórar juku fram- leiðsluna verulega — en án tillits til þess hversu mikið framleiöslu- aukningin kostaði. Nú reynir rikisstjórn Tanzaniu — við endur- nýjun samninga viö erlendu fyrirtækin — aö fá þau til að sam- þykkja aö umboðsskatturinn veröi greiddur eftir hagnaði en ekki einungis eftir framleiöslu- aukningu. Þar meö yrðu erlendu forstjórarnir flengdir til þess aö reka fyrirtækin svo að þau skiluöu hagnaði, sem um leiö yröi til þess aö styrkja almenna efna- hagsþróun Tanzaniu. ,,Þær nota höfuðin, en þaö gera samyrkjubúin ekki”, sagöi I brezka blaöinu Economist i myndatexta meö þessari mynd. Afturhaldsblöö víða um heim reyna aö ófrægja og gera jafnvel grln aö sjálfstæðisvið- leitni Tanzaniumanna. En Tanzaniustjórn hefur ekki einasta hert eftirlitiö með þeim fyrirtækjum sem nú hafa veriö þjóðnýtt að nokkru eða öllu leyti. Stjórnin fylgist einnig vandlega með þeim fyrirtækjum sem enn eru algerlega i eigu útlendinga. Mörg þeirra eru undir ströngu verölagseftirliti og sum þeirra hafa alls ekki fengið að hækka vörur sinar enda þótt verulegar hækkanir hafi orðiö á launum og hráefnaverði. Meö þessu móti er gróði fyrirtækja þessara tak- markaður. Þá hafa veriö settar reglur um það hversu mikinn hagnað fyrirtækin mega flytja frá dótturfélaginu i Tanzaniu til auö- hringsins sjálfs. Stundum er þessi takmörkun af hálfu stjórnarvalda i þvi formi að fjármálaráöuneytið i Tanzaniu skipar viðkomandi fyrirtæki að kaupa rikisskuldabréf og er and- viröi þeirra siöan notað til þess að styrkja almennan efnahag landsins. Fyrst tóku erlendu auð- hringarnir hagnaðartakmörkun- um ekki ýkja hátiðlega, þar sem þeir gátu nælt sér i fjárhæöir aukalega meö verölagningar- svindli á hráefninu. En nú þegar einnig hefur veriö tekiö fyrir þann lekann má telja vist aö eftirlitiö með fyrirtækjunum sé i góðu lagi. Tanzaniustjórn verður raunar aö greiða svissneska eftirlitsfyrir- tækinu stórar fúlgur — en þær koma margfaldar i kassann aftur með árangri betra eftirlits. Eitt stærsta fyrirtækið i Tanzaniu erenn i eigu útlendinga. Þar er merkilegt nokk um að ræða danskt fyrirtæki sem heitir „Tanganyika Planting Company” (TPC) og eigandinn er A.P. Möller. TPC á sykurekru og sykurverksmiðju. Rikið ákvað verð á sykri 1963 og það verð hefur haldizt óbreytt siðan. Samt hafa laun verkamannanna hækkað verulega. TPC starfar i náinni samvinnu við sykurverk- smiðjur i ríkiseign sérstaklega við sykurdreifinguna til þess að flutningskostnaður verði eins lágur og framast er unnt. Tanzaniustjórn hefur einnig tekizt að takmarka hagnað TPC og aö skipuleggja markaðsmál fyrirtækisins meö tilliti til annarra sykurfyrirtækja. Af þessum ástæöum hefur Tanzaniu- stjórn ekki talið ástæöu til að þjóbnýta TPC. Þegarstofnuð eru ný fyrirtæki i Tanzaniu er þess freistað að þau veröi óháð erlendum aðilum á sem flestum sviðum. En þetta er erfitt ekki sizt vegna þess að verkfræöingar sem eru færir um að veita verksmiöjunum forstööu eru enn mjög fáir i Tanzaniu. Ef stjórnin þiggur aöstoö frá erlendum aöilum kýs hún helzt aö leita til rikisstjórna eða þróunar- sjóöa Sameinuöu þjóðanna. A þennan hátt hefur Tanzania stundum fengiö verkfræöinga og tæknimenntaö starfsliö til aö- stoöar. Þessir aöilar vilja gjarna rétta Tanzaniumönnum hjálpar- hönd og eru fúsir til aö þjálfa þeirra eigin starfskrafta. Þetta hefur ekki sizt gerzt i iöngreinum sem eru tiltölulega einfaldar að tæknibúnaði. En þar sem iönaðurinn er allur flóknari hefur reynzt örðugt að fá tækniaðstoö frá hjálparstofnun- um. Þetta stafar af þvi aö tækni- búnaður er oft bundinn einkaleyf- um i eign erlendra stórfyrirtækja. Þetta stafar lika af þvi aö nauö- synleg þekking fæst ekki með þvi aö ráða einn og einn sérfræðing til starfa — nauðsynlegt er að ráða samþjálfaðan sérfræöingahóp til þess aö leysa vandasömustu verkefnin. Þess vegna neyðist Tanzaniu- stjórn stundum til þess ab snúa sér til erlendra fyrirtækja i einka- eign. Þá eru gerðir samningar um að erlenda fyrirtækið leggi til rekstrarstjórn en fjármagnið er helzt fengið annars staðar, þar sem það er of dýrt frá auö- hringunum sjálfum. Tanzaniustjórn reynir enn- fremur aö ná i fjármagn með skattlagningu innanlands og með þvi aö spara svo sem frekast er unnt takmarkaðar gjaldeyris- birgöir landsins. Gjaldeyririnn er notaður til þess að kaupa vélar og tæknibúnaö. I þessu skyni er beitt innflutningshömlum á neyzlu- vörur, sérstaklega lúxusvörur. Siöan eru tekin þrónunarlán erlendis frá. Tanzaniustjórn hefur hvað eftir annaö hafnaö aö- stoð erlendis frá þegar henni hafa fylgt pólitisk skilyrði. Þessi af- staða stjórnarinnar hefur aflaö henni virðingar erlendis, bæöi meðal riku landanna og hjálpar- stofnana. Og vegna hlutleysis- stefnu landsins er rikisstjórninni kleift aö taka við aðstoö frá austri og vestri. Tanzaniustjórn notar fremur erlent rikislán en erlend einkalán þar sem rikislánin eru miklu ódýrari. Tanzania getur fengiö lán frá mörgum rikjum bæöi á mjög lágum vöxtum eöa vaxta- laus lán. En hérna eru einnig á feröinni vandamál i sambandi við bundin rikjalán. Eitt dæmi: 1968 var ákveðið að auka framleiðslu fyrirtækisins „Portland Cement Company” sem er að hálfu i eigu innlendra og aö hálfu i eigu tveggja erlendra fyrirtækja. Tanzaniumenn fengu tilboð i sementsvélar frá mörgum stöð- um erlendis. Það kom i ljós að ódýrasta tilboðiö var vestur- þýzkt. Samt ákváöu Tanzaniu- menn að kaupa vélarnar I Dan- mörku þó að dönsku vélarnar væru ekki taldar betri en þær vestur-þýzku en þær voru hins- vegar 13% ódýrari. Astæðan var sú, að Tanzania haföi fengið vaxtalaust danskt rikislán en hafði ekki fengiö samskonar lán i Vestur-Þýzkalandi. Þar sem- danska lániö var vaxtalaust urðu dönsku vélarnar þrátt fyrir allt ódýrari en þær vestur-þýzku. En það hefði veriö betra ef danska lánið hefði veriö óbundið og Tanzaniumenn ekki skyldugir til að kaupa vörur i Danmörku fyrir lániö. Aður var á það minnzt að erlendu fyrirtækin tryggöu engan veginn aukna atvinnu i viö- komandi landi. Ennfremur hefur verið bent á að auðhringarnir hafi helzt viljað vera á þéttbýlissvæði. Fyrst þegar Tanzaniumenn sömdu viö erlend stórfyrirtæki var aðeins tekið mið af þvi aö báðir aðilar gætu notiö sem mests hagnaðar. Þá gilti atvinnusjónar- miö einu og flest erlendu fyrir- tækin kusu aö hafa aösetur i höfuöborginni Dar-es — Salaam. Nú hefur stjórnin snúiö viö blaðinu og tekur hvort tveggja með i reikninginn; Atvinnu- sjónarmiöiö og byggöasjónar- miðiö 1 og þá gengur stundum erfiðlega aö ná samkomulagi viö erlenda fyrirtækiö. Nú hefur rikisstjórnin lagt megináherzlu á eflingu landbúnaöarins i staö iðnaðarins áöur en 90% þjóöarinnar hafa atvinnu sina af landbúnaði. Og iönfyrirtækjunum verður komið fyrir úti um hinar dreifðu byggöir þar sem þróunin I atvinnulegum og félagslegum efnum er skemmst á veg komin. En útlendingarnir hafa tak- markaöan áhuga á fyrirtækjum úti á landi. Þar er erfiðara aö fá gott vinnuafl og þangað og þaöan er flutningskostnaöurinn miklu meiri. En Tanzanlustjórn hefur ekki miklar áhyggjur af þessu; Hún getur leitaö til rikja sem hafa orðið aö fara slóöir sparseminnar og einfaldari tæknibúnaöar, rikja sem hafa oröið aö spjara sig sjálf. Þess vegna leita Tanzaniumenn til Kinverja i vaxandi mæli. Það er enn ekki ljóst hvort til- raun Tanzaniustjórnar til nýrrar stefnu i efnahagsmálum muni takast. Þessi stefna gefur meira svigrúm i utanrikismálum, landiö verður óháöara og sjálfstæöara þegar til lengdar lætur. En fólkiö verður i staöinn að sætta sig viö hærri skatta og neyzlúvörutak- markanir unz Tanzaniumönnum hefur tekizt að framleiöa vörur sjálfir sem eru jafngóðar þeim sem eru á boðstólnum erlendis. Það er enginn vafi á að þaö verður spennandi aö fylgjast meö þvi hversu Tanzanlumönnum tekst að spjara sig viö aö standa á eigin fótum. (Lauslega þýtt og endursagt eftir Information.) Mikill hluti Afríku- ríkjanna leggur mikla áherzlu á það um þessar mundir að laða til sín erlent f járfestingarf jármagn í svo ríkum mæli sem frekast er unnt. Ríkin tryggja hinum erlendu aðilum lægri skatta, tolla- ívilnanir miðað við inn- lenda aðila og varnir gegn samkeppni annarra erlendra aðila með tollum eða innf lutningsbanni. Þessi gagnrýnislausa af- staða gagnvart erlendum f járfestingaraðilum getur haft í för með sér alvar- legar afleiðingar fyrir efnahag viðkomandi lands. Nýlendustefnan leiddi yfir Afríkulönd einhliða fram- leiðslu á hráefnum til út- flutnings handa ríku löndunum og neyddi Afríkumenn um leið undir háaskaleg erlend áhrif og misvægi i efnahagslífinu. Þessi áhrif erlendra af- skipta koma enn í Ijós þegar allt of ein- strengingslega er lögð áherzla á að fá inn í landið erlent f járfestingarf jár- magn. Kort af Tanzaniu og nágrannalöndum. 1 bókinni „Heimurinn þinn” er að finna svofelldar upplýsingar um þetta land : „Sambandslýðveldiö Tanzania á austurströnd Afriku tekur yfir hin áður sjálfstæöu rlki Tanganyika og Zanzibar. Löndin 2, er höföu öölazt fullt sjálfstæöi 1961 og 1963 en voru þó í Brezka samveldinu, sameinuöust 25. aprll 1964... Allt landsvæði Tanganyika og eyjarnar 2, Pemba og Zanzibar er 939.703 ferkilómetrar að stærö. tbúar eru 12.926.000 (áætlun 1969). ... Höfuö- borgin er Dar es Saiaam.'' Forseti Tanzaniu er Julius Nyerere. 1965 rauf Tanzania stjórnmálasamband viö Breta til aö mótmæla afstööu brezku stjórnarinnar til uppreisnarinnar I Rhódesiu. Tanzania varö fyrsta rikið til þess aö rjúfa sambandiö viö Brezka heimsveldið. t forsetakosningunum 31. október 1970 var Nyerere kosinn forseti til 5 ára. Samantekt um afstöðu Tanzaniu til aðstoðar erlendis frá, erlends einkafjármagns og um þau vandamál sem i dag fylgja tækniuppbyggingu i riki sem skammt er komið i iðnþróun. Tanzaniskir hafa aflað sér virðingar erlendis með afstöðu sinni til erlends fjármagns. Þeir eru engum háðir og geta bæði snúið sér til austurs og vesturs vegna þess að þeir fylgja hlutleysisstefnu i utan- rikismálum. SÍMA- OG RADÍÓSAMBANDIÐ VIÐ VESTMANNAEYJAR Allir hlutir voru á „réttumstað” Það hefur eflaust komið mörgum á óvart hve gott radíó- og síma- samband hefur verið við Eyjar dagana sem gosið hefur staðið. Við höfðum samband við Þorvarð Jónsson yfirverkfræðing hjá Landssímanum og spurðum hann út í þessa hluti. Hringdu án greiðslu — Það eina sem stöövaðist hjá okkur er gosið byrjaöi var póstafgreiöslan og simaaf- greiðslan. Eftir að gosiö byrj- aöi gátu allir komiö til okkar, eða i hvaða hús sem var i Vestmannaeyjum og hringt eins og þeir vildu án þess að greiða. Við gerum ekki ráð fyrir að fá þessi simtöl nokkurn tima greidd. Þarna hefur verið opið hús hjá okkur, og menn hafa fengið aö nota öll þau fjarskipti sem viö höfum upp á aö bjóða. Við höfum sett upp mikið af tækjum fyrir þá björgunar- flokka, sem þarna hafa starfað, bæði bein sambönd milli Reykjavikur og Eyja, og bein sambönd innan Eyjanna. Þetta hefur allt saman virkað mjög vel. Við höfum haft 10-12 manns starfandi við þetta i Eyjum; á Loftskeytastöðinni hafa verið 3-4 menn, á Sæsimastööinni 4;svohöfum viö haft menn til aö sjá um sjálfvirku stööina og linu- kerfiö. Sæf jallastöðin var á „réttum stað". Loftsambandið við Vest- mannaeyjar er i gegnum radióstöö viö Sæfjall, sem er næst flugvellinum aö sunnan. Nú endaði gossprungan viö enda stóru flugbrautarinnar, en hinum megin viö brautina kemur Sæfjalliö og þar undir er sú radióstöð, sem tengist viö sæstrenginn og sjálfvirka simann. Viö höfum einnig eitt radiósamband viö sjálfvirka simann. Viö höfum einnig eitt radiosamband við Selfoss frá Stóra-Klifi, en viö höfum ekki þurft að gripa til þess ennþá, þar sem aö Sæfjallastööin hefur virkað ágætlega.. Sæstrengurinn í stóran sveig kringum flugvöll- inn Sæstrengurinn sjálfur er ekki i neinni bráöri hættu; hann kemur i land syðst á Vestmannaeyjum, i vik á vestanverðri Heimaey, i stórum boga i kringum flug- völlinn og þar inn i bæinn — fer semsagt stóran sveig i kringum gossvæðið og inn á simstööina. Þaöan liggur svo annar strengur, sem fer nær gossvæðinu, þvert yfir flug- völlinn og yfir i Sæfjallsstöð. Þaöan er svo radiósambandið tii Reykjavikur. Þetta sam- band er notaö þegar fólk talar til útlanda og til Vestmanna- eyja. Setjum upp stöð á landi Ef eitthvað hefði komið fyrir sæstrenginn, þá vorum viö búnir að gera ráöstafanir; búnir að taka allan vara- búnað, sem viö eigum, til að setja upp bráöabirgöasæsima- stöð á landi. Núna er veriö að safna erlendis efni sem á vantar til að setja upp slika braöabirgðastöö, sem yröi strax sett upp, ef svo illa vildi til aö viö misstum simstööina með öllu sem þar er. Mikla norræna ritsima- stööin i Kaupmannahöfn sendi strax hingaö skipið Northern, sem var statt viö Færeyjar þegar gosiö byrjaði. Viö fengum 7-8 menn af skipinu i land þrjá daga i röö til aö hjálpa okkur viö aö taka niöur öll varatæki sem hægt var aö taka án þess aö skeröa nokkuö útbúnað simastöövarinnar, og pakka þvi niöur og senda til Reykjavikur. Siöan beiö skipiö Atekta fram undir helgina, en sneri þá til Færeyja aftur til að lagfæra bilun er varö á suöurstrengnum milli Skot- lands og Færeyja. sj Víöa um heim fer prentfrelsi minnkandi Prentfrelsi var á undanhaldi Viöa um heim á sl. ári. Kemur þaö fram i álitsgerö frá Alþjóöa fjöl- miðlastofnuninni IPI. YirmaÖur hennar Frakkinn Ernest Mayer, segir t.d. eftirfarandi I skýrslu sinni: Grikkland: Eftir fimm ára her- foringastjórn hafa flest grisk blöö lært aö dansa I takt viö rétta músik. Þau fáu blöö sem enn eru „óháö” eru þvinguð til aö fýlgja settum reglum einræöisstjórnar- innar Spánn: A siöustu tveimur árum hefur 133 blööum og timaritum veriö refsað af yfirvöldum. Stjórnin hefur gert tólf timarit upptæk, og 30 önnur hafa verið bönnuð af dómstólunum. Portúgal: Nýjar og strangar ritskoöunarreglur voru settar i júni s.l.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.