Þjóðviljinn - 08.03.1973, Qupperneq 7
Fimmtudagur 8. marz 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
af erlendum vettvangí
Llfveröir Sihanúks: skyldu þeir fá djobbiösitt á ný?
Síhanúk
á heimleið
Þeir fjölmörgu sem útilokað
hafa þann möguleika að Norodom
Síhanúk kæmist aftur til áhrifa i
Kambodju viröast hafa veöjað á
rangan hest. Undanfarna daga
hefur þessi landflótta fursti sem
steypt var af stóli áriö 1970 átt
viöræöur viö Kissinger öryggis-
ráögjafa Nixons. Viöræðurnar
hafa farið fram i Hanoi og aö sögn
kunnugra munu bæöi Noröur-
Vietnamar og Bandarikjamenn
hafa fallizt á að furstinn fari aftur
til Kambodju og myndi þar sam-
steypustjórn. Uppástungan aö
þessari lausn kemur aö sjálf-
sögöu ekki frá Sihanúk einum
heldur fyrst og fremst frá gest-
gjöfum hans Kinverjum sem hafa
alið hann vel þann tima sem hann
hefur haft aðalbækistöðvar i Pek-
ing.
Þegar bæöi Bandarlkjamenn og
Sovétmenn afskrifuöu furstann
samstundis (þvi er haldiö fram aö
Bandarikin hafi átt beina aöild að
valdaráni Lon Nols) opnuðust
honum allar gáttir I Kina. Þetta
stafar að hluta af gamalli vináttu
Refaveiðar á
Gatewick-flugvelli
LONDON — Meiriháttar refa-
veiðar á Englandi stöövuðu ny-
lega umferð á Gatwickflugvelli
viö Lundúnaborg og varð stór far-
þegaþota að hringsóla lengi yfir
flugfellinum vegna þess að þaö
var hættulegt að lenda.
í flugturninum tóku menn eftir
fylkingu veiöimanna, er hún kom
þeysandi inn á fjarlægan skika á
vellinum á gæðingum og með þá
hunda og veiðihorn sem til heyra.
011 flugumferð var stöðvuö þegar
i staö. Lögreglan sagði, að veiði-
parti þetta hefði hvað eftir annað
farið fram hjá skiltum þar sem á
stóð „Aðgangur bannaður”, en
engin girðing varð til að stöðva
það. vandinn er sá, sagði tals-
maður lögreglunnar, að hestar og
hundar kunna ekki að lesa. En
kannski kunna refir þá list?
2 ára vopnahlé
Artúr Baker hryggbraut Láru
Alderman svo hún sá þann kosl
vænstan að slita sambandinu við
þennan ósamvinnuþýða mann.
En þá tók hann til sinna ráða og
hóf grimmilegar ofsóknir á
hendur henni. Máliö endaði fyrir
rétti og þar bar Lára að Artúr
heföi öskrað I gegnum bréfarif-
una hjá henni, losað úr ruslafötu
sinni á gluggasilluna hennar og
hengt nærbuxurnar sinar upp fyr-
ir utan gluggann á herberginu
hennar.
Rétturinn veitti honum áminn-
ingu og skuldbatt hann til aðhalda
friðinn við fyrrverandi heitmey
slna i tvö ár. Artúr er 69 ára og
Lára 74.
við kinverska leiðtoga, þá einkum
á milli Sjú En-læs og Sihanúks
fursta, en einnig af þvi að
Kinverjar hafa þá trú aö furstinn
séeini maðurinn 1 Kambodju sem
fær sé um að framfylgja hlutleys-
istefnu. Kinverjar hafa ætlð sýnt
þjóðernishyggju Sihanúks fyllstu
virðingu jafnvel þó hann setji sig
aldrei úr færi að gagnrýna
komúnista hvort sem þeir eru i
Hanoi eða i Peking.
Fyrst eftir undirritun vopna-
hléssáttmálans I Parls var ekkert
sem benti til að Sihanúk hyggðist
draga úr þjóðfrelsisstriði þvi sem
hann heyr gegn stjórn Lon Nols I
Pnom Penh. „Við eygjum engan
möguleika á að stöðva striðið I
Kambodju nema annað hvort að
Nixon hætti að styðja við bakið á
Lon Nol eða við tortlmum stjórn
þjóðsvikaranna i Pnom Penh”,
sagöi Sihanúk þann 28. janúar s.l.
En siðan hlýtur eitthvað að hafa
breytzt þvl nú viröist Sihanúk
hafa fallizt á að reyna að mynda
samsteypustjórn og það með Lon
Nol sem æðsta mann. ólfklegra
tvistirni er vart hægt aö imynda
sér. 1 fáránleika sinum tekur
þessi lausn fram öllum þeim
samsteypustjornum sem unnt er
að hugsa sér i Laos og Suöur-VIet-
nam.
Það er augljóst að þeir sem
standa á bak viö þetta eru Kin-
verjar. Þeir hugsa sem svo að út-
lagastjórn Sihanúks sem er bland
af Marxistum og þjóðernissinn-
um sé eini aöilinn sem geti haldið*
velli gegn stjórn Lou Nols
sem er að öllu leyti haldið
uppi af Bandrikjunum. Kinverj-
arnir treysta Sihanúk og hans
stuðningsmönnum til að koma
enn einu sinni á laggirnar hlut-
leysisstefnu i Kambodju sem
komiö gæti i veg fyrir að erlend
riki nái fótfestu I landinu á ný. Og
meö erlendum rikjum er átt við
Badarikin, Norður- og Suður-
Vietnam, Tailand og siðast en
ekki sizt Sovétrlkin. Sovétmenn
hafa undanfarin ár reynt af kappi
að ná pólitiskri táfestu i Pnom
Penh m.a. með beinum stuðningi
við nýjan kommúnistaflokk sem
hefur boðizt til að starfa með Lon
Nol.
Aöstoðarutanrikisráöherra
Bandarikjanna William Sullivan
sagði nýlega að Kinverjarnir
væru miklu hrifnari af „Indókina
skiptu upp i smáriki heldur en þvi
Indókina sem lyti yfirráðum
Hanoistjórnarinnar og hugsan-
lega háð Sovétrikjunum”.
Þessi skilgreining er kórrétt en
sitthvað er kenning og starf. Til
að koma á friði og jafnvægi I hinni
striðshrjáðu Kambodju þarf
öruggari stórveldatryggingu en
nokkru sinni fyrr. Og þess vegna
er nauðsynlegt að Kambodja —
og Sihanúk fursti — taki þátt I al-
þjóðaráðstefnunni um Vietnam
sem nú stendur yfir i Paris.
(ÞH þýddi úr Information)
Suramdagur Breta
er í
hættu
( Bretlandi eru sunnu-
dagar allra daga leiðinleg-
astir — hafa skáld þar í
landi ósjaldan bölvað
hvíldardeginum, sem
aldrei ætlar að taka enda,
og beðið hann aldrei að
þrítast. Þá eru kaffihús og
bjórstofur lokaðar. Þá er
ekki spilaður fótbolti. Þá er
ekki hægt að dansa. Meira
að segja veðhlaupahross fá
að hvila sig. Menn sitja
heima, éta buff og búðing.
En nú eru Bretar gengnir i
Efnahagsbandalagiö, og vinir
hefðanna óttast nú ekki annað
meira, en að hinn brezki
sunnudagur sé i hættu. Viö er-
um hræddir við sunnudaga
■Evrópumanna segir H.J.W.
Legerton, aðalritari„Félags
Drottins—dags haldara”.
Reyndar er þetta félag ekki
nýtt af nálinni, þaö hefur um
142 ára skeið reynt að halda
ibúum Bretlands við efnið að
þvi er varöar brezka sunnu-
dagssiði.
Félag þetta hefur lengi bar-
Aldrei á sunnudögum
izt gegn helgidagavinnu, gegn
sunnudagsblööum og öllu þvi
sem „niöurlægir Drottins
dag”. A fyrri öld reyndi það að
koma i veg fyrir að járnbraut-
ir ækju á sunnudögum, og það
var ekki fyrr en 1896 að það
tókst að brjóta á bak aftur
andstöðu þess við aö söfn væru
opin þá. Kvikmyndahús voru
lokuð i Bretlandi á sunnudög-
um þar til árið 1932.
Gyöingakaupmenn á
Englandi, sem hafa lokað á
laugardögum, mega að visu
verzla fjórar stundir á sunnu-
dögum. Og verndarar sunnu-
dagsins óttast nú að
múhameöstrúarmenn bætist
viö — þvi aö „landiö er fullt af
múhameðstrúarmönnum1’.
Skaöleg áhrif erlend á hinn
brezka sunnudag sækja nú aö i
auknum mæli. Þingiö hefur
þegar samþykkt, að leikhús
megi sýna á sunnudögum (ef
verklýðsfélögin leyfa). Og
verið er aö rýmka til um
opnunartima kránna. Alþjóö-
leg bilasýningin var i fyrsta
sinn opnuð á sunnudegi — og
sjálfri tenniskeppninni I
Wimbledon lauk á sunnudegi.
Ó, vei!
VIÐ
HEYGARÐS-
HORNIÐ
Borgararnir á tslandi geta
ekki lengur orða bundizt, þeir
eru farnir aö láta ljós sitt
skina um dollarakreppur þær
sem nú riöa yfir auðvalds-
heiminn með stuttu millibili. 1
þessari viku hefur Þráinn
Eggertsson skrifað smá-skýr-
ingu I Morgunblaðið og Björn
Matthiasson hefur flutt hug-
leiðingu um efniö i útvarp.
Þaö var ekki seinna vænna
en einhverjir úr þeirri einlitu
hjörð sem læft hafa að jórtra
hin „ömurlegu visindi”, hag-
fræði, segðu alþjóð einhver
deili á þeim sjúkdómi sem
hrjáir viöskiptalif auövalds-
heimsins. Um daginn stóö
gjaldeyriskreppan á aðra viku
án þess nokkur þeirra kveddi
sér hljóðs. Ég var satt að
segja oröinn úrkula vonar um
að þeir myndu áræða að segja
nokkuö um þessi efni af ótta
við það, að þeim kynni aö
hrjóta eitthvað óviðurkvæmi-
legt úr munni/penna um þann
heilaga dollar (in God we
trust, stendur á hverjum doll-
araseöli) og „guðs eigiö
land”.
En að slepptu öllu gamni: t
þeirri dollarakreppu sem
menn héldu að hefði endað upp
úr miöjum febrúar var Þjóö-
viljinn eina islenzka dagblaðið
sem birti frumsamdar hug-
leiðingar um þau mál. Hin
dagblöðin höföu ekki einu
sinni uppburði 1 sér til að þýða
upp úr erlendum blöðum um
meinsemdina og rætur henn-
ar. Það var engu likara en hér
væri feimnismál á ferð, svona
eitthvað likt og klám.
Ég hygg, að þögn islenzku
borgarablaöanna og islenzkra
hægri manna yfirleitt um
þessi mál eigi sér þá skýringu,
að það sé að hrynja fyrir þeim
draum-heimur; þeir vakni allt
i einu upp viö það aö ósk-
hýggja þeirra eigi sér ekki
lengur nógu trausta stoö I
veruleikanum. En þeir vilji
gjarnan sofa.
Það hefur löngum verið hiö
góða hlutskipti aö eiga sér trú
— einhverja brynju i storm-
viðrum lifsins. Dollarinn og
ofurvald Bandarikjanna hefur
lengi verið fákænni Islenzkri
brogarastétt slikt bjarg til að
byggja á. Þótt flest væri
hverfulleikanum háö hér
innanlands „skyldi dollarinn
standa”, svoað þess sé minnzt
hvernig höfundur Atómstööv-
arinnar skildi slik mál.CEn þaö
er aö minni hyggju einmitt
hárrétt, að dollarinn og dát-
inn, auðvald og hervald
Bandarikjanna, hafi yfirleitt
veriö samferða i hugum Is-
lenzkra ihaldsmanna (vel á
minnztiVar ekki stjórnmála-
maðurinn Búi Arland mennt-
aöur hagfræðingur?).
Þegar nú dollarinn er ekki
lengur hinn almáttki áss, hlýt-
ur þá ekki að slá óhug að þeim
sem hafa treyst þvi að
amerisk herstöö veröi á Is-
landi um aldur og ævi? „Þó
ekki svo sem ég vil, heldur svo
sem þú vilt”, hafa þeir lika
getað sagt, þ.e.a.s. ef ekki
fyrir atbeina Islendinga, þá
fyrir kröfu og að þrýstingi
Bandarikjastjórnar. En sú
Bandarikjastjórn sem ræður
ekki lengur gengi gjaldmiölis
sins — verður hún þess um-
komin aö halda uppi herstöðv-
um að eigin geöþótta?
Einmitt viðhorfið til her-
valds og auðvalds skilur á
milli hægri og vinstri I skýr-
ingum á gjaldeyriskreppum
siðustu missera. Hægri mönn-
um er óljúft að viðurkenna, að
ofurvald Bandarikjanna á
hernaðarlegu og efnahagslegu
sviöi eftir styrjöldina séu tvær
hliðar sama hlutar, veldi
dollarans verði ekki frá hern-
aðarlegum yfirburöum
Bandarikjanna skilið. En meö
þvi móti einu verður skiljan-
legt, hvernig Bandarikja-
stjórn tókst áratugum saman
að halda uppi fölsku, of háu
dollaragengi gagnvart gulli og
gera sér þannig bæði her-
stöövakerfið og fjárfestingu
erlendis miklu ódýrari en ella
mundi verið hafa.
Auðvitaö tengist svo þetta
hinni misjöfnu þróun auð-
valdslandanna innbyrðis sem
marxistar hafa löngum talið
aö skýröi betur en flest annaö
upptökin aö viöskiptastriöum.
Og hvað eru dollarakreppurn-
ar um þessar mundir annað en
viöskiptastrið?
Fjármálasérfræðingar hafa
löngu vitað aö falska dollara-
gengiö mundi hrynja fyrr eöa
siöar. I reynd hrundi það ekki
fyrr en afleiöingar þess voru
farnar að koma aftan áð
bandariska auðvaldinu á
heimavigstöövum þess. Ýms-
ar erlendar vörur, einkum
japanskar, voru orðnar hættu-
lega ódýrar á bandariskum
markaöi. Hér kom það m.a.
til, aö aröránsstigið hafði ekki
lækkað i Japan meö aukinni
tæknivæðingu.
Einkenniö á „lagfæring-
unni” 1971 var það að vera aö
mestu á kostnaö annarra
þjóöa en Bandarikjamanna.
Sama er uppi á teningnum I
ár. Bandarikjamenn þurftu að
lækka dollarann vegna við-
skiptahagsmuna. Þá er fyrst
— öldungis aö óþörfu — fram-
kallað kreppuástand sem fær-
ir bröskurum, bandariskum
auðfélögum, hundruö miljóna
dollara i fyrirhafnarlausan
ágóða.
17 dögum eftir siðustu geng-
islækkun dollarans er aftur
allt komið i hnút, þvi hún var
ekki nógu mikil. Vestur-þýzki
seðlabankinn þurfti að kaupa
500 miljónum dollara meira 1.
marz en hann hafði gert met-
daginn 8. febrúar. Aftur voru
braskarar Nixons, fjölþjóða
fyrirtæki, að verki. Þeir munu
fá sinn gróöa. En nú ætlar
Nixon ekki að höggva aftur I
sama knérunn. Þaö skal verða
Efnahagsbandalagið sem fær
aö axla byrðarnar. En þar eru
hagsmunaárekstrarnir svo
miklir að það tekur heila viku
— eöa tvær? — að komast að
samkomulagi. Minnir þetta
ekki á sambúðina I höll Goð-
mundar kóngs á Glæsivöllum?
Hjaiti Kristgeirsson.