Þjóðviljinn - 08.03.1973, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. marz 1973
Fimmtudagur 8. marz 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
HVERNIG VERÐA HÚSNÆÐIS-
MÁL REYKVÍKINGA LEYST?
Lóðaúthlutanir leysa ekki vanda þeirra, sem ekki
eru samkeppnisfærir á almennum húsnæðismark-
aði.
Umsækjendur um leiguibúðir borgarinnar eru tald-
ir verr staddir en heimilislausir Vestmannaeying-
ar.
Meginþorri umsækjenda um FB-ibúðirnar býr við
íeyðarástand i húsnæðismálum.
Eins og fram kom i
ræðu öddu Báru Sigfús-
dóttur borgarfulltrúa
Alþýðubandalagsins,
sem birtist hér i Þjóð-
viljanum á laugar-
daginn, rikir nú i
Reykjavik neyðar-
ástand i húsnæðismál-
um, sem bezt kom fram
i þeirri staðreynd, að
þeir sem sóttu um leigu-
ibúðir borgarinnar og
um söluibúðir FB i
Breiðholti töldust verr á
vegi staddir en þeir
Vestmannaeyingar, sem
orðið hafa að yfirgefa
heimili sin.
Vitnaöi Adda Bára ma. i
upplýsingar félagsmálastjóra
borgarinnar og tillögunefndar um
ráöstöfun FB-fbúöanna en þar
kom fram, aö 220 sóttu um 60
leigulbúöir borgarinnar, auk þess
sem fyrir liggja óleystar umsókn-
ir til Félagsmálastofnunarinnar
frá 1972, en 395 sóttu um 90 ibúöir
FB, þannig aö skjalfestur er i
þessu sambandi húsnæöisvandi
463ja reykviskra fjölskyldna, og
vitaö, aö um þessar ibúöir reyna
svotil aðeins þeir að sækja, sem
uppfylla tiltekin, ströng skilyröi.
Viö þetta bætist vandi allra hinna,
sem telja vonlaust aö sækja, og
sjálfir eru að leita fyrir sér á
frjálsum markaöi, aö ógleymdum
Vestmannaeyingum, sem hingað
hafa leitað, en hjá húsnæðis-
miðlun Vestmannaeyinga voru á
skrá fyrir helgina nær 600 um-
sækjendur.og fer ekki hjá þvi, að
það komi i hlut Reykjavikur að
taka á móti verulegum hluta
þessa fólks um lengri eða
skemmri tima. Hefur húsnæðis-
miöluninni tekizt aö útvega 170
ibúðir hér i borginni.
Óþarfi er að rekja að nýju ræðu
öddu Báru, en miklar umræöur
urðu að henni lokinni um tillögu
vinstriflokka-fulltrúanna, sem
var á þá leiö, aö borgarstjórn
endurskoöaöi áætlanir sinar um
byggingu ibúöarhúsnæðis og
kannaöi alla möguleika á auknum
byggingaframkvæmdum á sinum
vegum,svo og allar leiöir til fjár-
mögnunar. Var i þvi sambandi
sérstaklega bent á hagnýtingu
hinna hagkvæmu kjara er felast i
ákvæöum um verkamanna-
bústaöi og Adda Bára benti á, að
eölilegt væri aö snúa sér til.Viö-
lagasjóös meö beiöni um framlag
til að geta tekið á móti Vest-
mannaeyingunum, sem mætti
siöan endurgreiöa, þegar fólkiö
úr Eyjum, sem húsnæöi fengi i
borginni, gæti snúið heim aftur.
Harður dómur
Við umræöurnar sagði Björgvin
Guðmundsson fulltrúi Alþýðu-
flokksins ma. aö húsnæöismál
heföu þróazt á óhagstæðan hátt,
skortur á leiguhúsnæöi hefði
aukizt, ibúöarleiga hækkað og
fyrirframgreiösla oröið alger
regla og vissi hann dæmi þess, aö
leiga á 2ja-3ja herbergja Ibúðum
heföi tvöfaldazt og nú algengt, aö
2ja herbergja ibúðir væru leigðar
á 10 þús. kr. á mánuði, auk þess
sem fjölmennar fjölskyldur
fengju engar ibúöir leigöar, jafn-
vel þótt i boði væri fyrirfram-
greiðsla.
Aðalástæðan væri fólksfjölgun i
borginni, og þótt koma Vest-
mannaeyinga heföi átt sinn þátt i
þróuninni siöustu vikurnar færi
þvi fjarri aö hún heföi skapað allt
vandamáliö; þaö heföi veriö til
staðar fyrr. Benti hann á, að
vinstri fulltrúarnir heföu gert til-
lögur um húsnæðismál við af-
greiöslu siöustu fjárhagsáætlunar
og sömuleiöis áriö áöur, en án
árangurs. Fulltrúar Sjálfstæöis-
flokksins heföu ekki viljaö viöur-
kenna ástandiö þangaö til nýlegir
atburöir leiddu til þess, að þeir
uröu aö gera þaö, er félagsmála-
stjóri gaf skýrsluna, sem Adda
Bára vitnaði i vegna beiðni
félagsmálaráöuneytisins um
bráöabirgðaafnot af nýju leigu-
ibúðunum fyrir Vestmanna-
eyinga. Þá var þaö samdóma mat
borgarráös alls, að húsnæöis-
vandi skjólstæðinga borgarinnar
væri meiri en vandræöi Vest-
mannaeyinganna.
betta er haröur dómur, sagöi
Björgvin, og gefur tilefni til að
leita úrræöa, enda augljóst og
meirihlutinn hefur viðurkennt
þaö, aö húsnæðismálin hafa verið
vanrækt. Sjálfstæöismenn hafa
brugöizt borgarbúum.
Ekki nýjung i okkar
augum.
Steinunn Finnbogadóttir, full-
trúi Samtaka vinstri og frjáls-
lyndra, sagði að fulltrúar vinstri
flokkanna i borgarstjórn hefðu
árum saman hamraö á nauösyn
þess að byggja ibúðir fyrir þá,
sem viö erfiöust kjör búa i
borginni; siöast i desember hefði
minnihlutinn flutt tillögu um
þetta efni, en meirihlutinn lagt
hana á hilluna. Nú væri komið
fram hjá félagsmálastjóra, að
fólk hér heföi um langt árabil búið
viö húsnæðisvandræði og virtist
þetta nýtt i augum meirihlutans,
en þaö er engin nýjung i augum
okkar vinstri fulltrúanna, sagöi
Steinunn, viö höfum reynt aö
benda á þessa staöreynd á hverju
ári.
Til aö meirihlutinn kæmi auga
á þetta þurfti utanaökomandi
vandræöi og þá blasti við sá sann-
leikur, að I Reykjavlk rikir
neyöarástand i húsnæöismálum
aö fornu og nýju. 1 borgarráöi var
kveöinn upp kaldur dómur, en
óumflýjanlegur: aö jafnvel hús-
villtir Vestmannaeyingar væru
ekki verr settir en húsnæðislausir
Reykvikingar.
Hún benti á, að framlag
Reykjavikurborgar til byggingar
verkamannabústaða væri lægra
pr. ibúa en nokkurs annars
bæjarfélags, sem á annað borð
byggði verkamannabústaði, og
væri þaö skömm meðan til væru
vistarverur á borð við Höfðaborg
og Selbúðir. Sérstök ástæða væri
til aö benda á þau hagkvæmu kjör
er fælust i ákvæðum um verka-
mannabústaði, sagði hún, og
kvaðst aö lokum vonast til, að
framvegis fengju tillögur vinstri
fulltrúanna um úrræði i hús-
næðismálum betri undirtektir en
verið hefur.
Lóðaúthlutanir
Gisli Halldórsson talaði af hálfu
meirihlutans og sagði rétt hjá
flutningsmönnum, að hér vantaði
húsnæði, eins og fram hefði komið
við siöustu auglýsingar um út-
hlutun hjá FB og borginni. En
fiestir, sem byggju við vandræði,
sæktu um hjá þessum aðilum
vegna þess að þar væru hag-
stæðust kjör og lægst leigan hjá
borginni.
Hann sagöi, aö borgarstjórnar-
meirihlutinn vildi vissulega nýta
lögin um verkamannabústaði til
hins ýtrasta og byggja skv. þeim,
og ekki væri rétt aö Reykjavik
legði minnst til þessara fram-
kvæmda, þvi þrátt fyrir aö borgin
heföi staðið i öörum framkvæmd-
um og byggt leiguibúöir innan FB
áætlunar, heföi hún jafnframt
lagt í3 ár til verkamannabústaða.
Heföi i fyrra verið samþykkt að
fara i þaö hámark, sem þá gilti,
en það heföi siöan verið hækkað
skv. óskum utanaf landi. Eftir að
lögin um verkamannabústaði
tóku gildi heföi borgarstjórn séð,
að hagkvæmt var að byggja skv.
þeim,og árin 1970 og ’71 ákveðið
framlagið i byggingasjóð verka-
mannabústaða 200 kr. á ibúa, og
hefði strax verið ákveðið að hefja
framkvæmdir á þessu ári og
áætlaö að byggja 400 Ibúöir fyrir
árslok 1976. bessvegna varð sam-
komulag við stjórn bygginga-
sjóðsins um 300 kr. framlag á
ibúa 1972 og það hækkað i 400 kr.
fyrir árið 1973.
Gisli sagðist sérstaklega vilja
minna á, að lögin um verka-
mannabústaöi væru fyrst og
fremst ufn eignaríbúöir, en ekki
leigufbúðir, en sýnt væri, að
Reykjavik yrði ávallt aö byggja
talsvert af leiguhúsnæði fyrir þá
sem ekki væru samkeppnisfærir á
almennum leigumarkaði.
Astæðan til að ekki var strax
hafizt handa þegar verkamanna-
bústaðasjóðurinn var stofnaöur
væri sú, aö þá heföi borgin verið i
samvinnu viö Byggingaráætlun
um byggingu 1200 ibúöa,og þegar
lögin voru samþykkt heföi verið
eftir að byggja 700. Var þvi gert
ráð fyrir, að bygging verka-
mannabústaða kæmi i kjölfariö
og nú væri lokið skipulagningu
fyrir fyrstu 310 ibúðirnár af þeim
i Seljahverfi.
Borgin hefði nú fengið 206
ibúðanna frá FB og væri nú verið
að flytja inn i þær 60, sem síðast
var úthlutað, en næsta ár yrði
lokið 42 leiguibúðum borgarinnar
i Breiöholti.
Þá vitnaði Gisli I tölur um lóða-
úthlutun að undanförnu, sem áður
hafa veriðraktar i Þjóðviljanum,
og sagöi, að hafnar yrðu fram-
kvæmdir viö byggingu 1200 ibúöa
i borginni á þessu ári. Trygging
fyrir þvi aö ibúðir yrðu fljótt
byggöar á lóöunum, sem úthlutað
hefði verið, væri aö mikill hluti
Ibúðanna væri byggður á vegum
stærri aðila, en mjög litiö um að
menn byggðu sjálfir eina og eina
ibúö.
Gisli áleit ástæðu til að ætla, að
þau húsnæöisvandræði, sem væru
i borginni nú, yröu leyst á næstu
árum. A siðustu 5 árum hefðu
verið fullgerðar árlega að meðal-
tali 730 fbúðir og auk þess
byggðar 150 ibúðir fyrir aldraða
og öryrkja, en á sama tima hefði
ibúðum fjölgað um 3740, þannig
að byggð hefði verið ein Ibúð á
hvern viðbótarborgara á þessum
5árum. Þvi hlyti að vera skammt
undan að þessi mál leystust til
frambúöar.
I sambandi við Vestmanna-
eyinga sagði Gisli, að borgar-
stjórn væri tilbúin að gera ráð-
stafanir ef ástæða væri til, en 2
rikisskipaðar nefndir hefðu verið
settar á fót til að benda á leiðir til
úrlausnar; auk þess rikti nú
bjartsýni um að gosið væri á þann
veg, að vonast mætti til, að Vest-
mannaeyingar kæmust sem fyrst
til sins heima. Komið hefði i ljós
við komu þeirra, að óviða mundi
betra ástand i húsnæðismálum en
hér að þvi leyti, hve fólk byggi vel
og þessvegna hefði það haft að-
stöðu til að taka á móti jafnfjöl-
mennum hópi á heimilum sinum.
Ræðan frá i fyrra?
Sigurjón Pétursson borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins sagði,
að ræða Gisla hefði eins getað
verið sú, sem hann flutti I fyrra
eða hitteðfyrra. Astand i hús-
næðismálum væri eins og alltaf I
hans augum : það væri að komast
i eðlilegt horf, i byggingu væru
svo og svo mörg hús, úthlutað
hefði verið svo og svo mörgum
lóðum. Og get ég ekki annað en
dáðst að Gisla Halldórssyni að
standa fast á þessu á sama tima
og það er einróma álit allra, að
húsnæðislaust fólk i Reykjavik sé
verr statt en fólk sem orðið hefur
að flýja heimili sin, sagði Sigur-
jón.
Nýting kjara við byggingu
v e r k a m a n n a b ú s t a ð a er
ábendingaratriði i tillögunni,
sagði Sigurjón, en aðalatriði, að
borgarráð kanni öll tiltæk ráð til
lausnar. Alltaf væri talað um, hve
margar ibúðir væru i byggingu,og
rétt væri að á siðustu 5 árum
hefðu verið byggðar sem svaraði
einni ibúð á hvern nýjan borgara,
en það benti kannski bezt á þá
staðreynd, að húsnæðisvanda-
málið hefði verið enn geigvæn-
legra fyrir 5 árum, þótt það hefði
sennilega e'kki verið það i augum
Gisla Halldórssonar.
Allt benti til, að ákveðnir hópar
i borginni gætu ekki leyst sin hús-
næðisvandamál gegnum lóðaút-
hlutun; þeir gætu ekki byggt yfir
sig,og þennan hóp yrði að aðstoða
og tryggja, að þetta fólk gæti búiö
i mannsæmandi húsnæði eins og
aðrir. Fyrir 8 árum hefði verið
gerð áætlun um byggingu 50
leiguibúða á ári, en byggðar
hefðu verið innan við 30, en
margir myndu betur á vegi
staddir, hefði þetta verið gert.
Of fáar leiguibúðir
Kristján Benediktsson fulltrúi
Framsóknarfl. taldi tillögu
minnihlutans hógværa og
áreitnislausa; mikið væri I mun
að Reykjavikurborg gerði átak i
þessum málum nú og tillagan
gengi þvi þá braut innan borgar-
kerfisins, sem vænlegust væri til
árangurs. Hann kvaðst alltaf hafa
álitið, að Reykjavik ætti alltof
fáar leiguibúðir og hefðu siðustu
atburðir fært heim sanninn um
þetta. Ýmsar ástæður lægju til
húsnæðisleysis og nægðu engar
tölur um heildarrúmmetrafjölda
og heildartölur fjölskyldna; hús-
næði skiptist misjafnlega milli
fólks.
Hann sagði, að 1966 hefði lág-
marksþörf leiguibúöa veriö metin
50á árinæsta 5ára timabil. Hefðu
fulltrúar minnihl. talið þetta al
gjört lágmark og flutt sameigin-
lega tillögu um allverulega
aukningu, en hún ekki náð fram
að ganga. Ekki væri að undra, að
nú, 7 árum siðar, væru vanda-
málin geigvænleg, þvi reyndin
varð sú, að byggðar voru um 25
ibúðir á ári i stað 50. Aætluninni
væri ekki lokið enn og Reykjavik
hefði tekið þann kostinn að skjóta
sér bakvið FB. Þetta væri siðasta
lifsmarkið frá hendi borgarinnar
i húsnæðismálum.
Kristján kvaðst ekki rengja
Gisla um ibúðir, sem teknar
hefðu verið i notkun á siðustu 5
árum; hins vegar leystu þær ekki
vanda þeirra, sem þyrftu að
leigja, og það þvi siður sem hér
væru, gagnstætt nágranna-
löndunum, ekki leiguibúðir á
markaði og yfirleitt ekki byggt til
að leigja og gerði það þörfina á að
Reykjavík byggði leiguibúðir enn
brýnni.
Guðmundur Þórarinsson sagði,
að ástandið i húsnæðismálunum
lýsti sér i óeðlilega hárri húsa-
leigu og óeölilega háu ibúðaverði,
sem sæist td. á þvi, að byggjandi
gæti kannski selt Ibúð að lokinni
byggingu á 60% hærra verði en
kostnaöi.
Að byggja fleiri ibúðir væri
vissulega ein leiðin til lausnar, en
einnig hin að sjá um að nægilega
margar lóðir væru til fyrir þá,
sem vildu byggja. Aö undanförnu
hefði að visu verið úthlutað gietti-
lega miklu af lóðum, en það væri
gerfiúthlutun,þvi framkvæmdir á
þeim gætu ekki hafizt fyrr en eftir
um 6 mánuði. Borgaryfirvöld
yrðu að sjá fyrir nægilega mörg-
um byggingarhæfum lóðum.
Leysir ekki vandann nú
Adda Bára Sigfúsdóttir benti á,
að tölur eins og Gisla, um
byggingarframkvæmdir undan-
farin ár, leystu ekki vandamálin
sem fást þyrfti við nú, auk þess
sem framkvæmdir á almennum
markaði leystu ekki vandamál
þeirra hópa, sem mest þyrftu á að
halda; þær íbúðir væru of dýrar.
GIsli hefði flutt sina venjulegu
ræðu um vissan vanda, sem
leystist á næstunni, i þetta sinn
væntanlega á þessu ári miðað við
framkvæmdir ýmissa aðila.
Langt væri frá þvi, að rétt væri
hjá Gisla, að allir sæktu um leigu-
ibúðir hjá borginni eða söluibúðir
FB vegna þess, að þar væru hag-
stæðust kjör; mjög margir sem
vissu, að þeir kæmu ekki til
greina hjá þessum aðilum, ættu
engu að síður i miklum erfiðleik-
um á þessum „frjálsa” húsnæðis-
markaði
1 sambandi viö verkamannabú-
staðina sagði Adda, að það væri
jú matsatriði hvaö væri að standa
sig vel og hvað illa; rétt væri, að
Reykjavikurborg hefði snemma
ákveðið að fara út i slikar fram-
kvæmdir, en jafnframt að hafa
framlagið i lágmarki. Reykjavik
hefði verið á botni með 300 kr. pr.
ibúa, en önnur bæjarfélög hefðu
verið með 400-1200 kr. Þrátt fyrir
hækkað framlag 1973 skyldi sig
ekki undra þótt Rvik héldi áfram
að vera lægst, enda væri langur
vegur frá 300 kr. i 1200 og margar
tölur þar á milli.
Adda kvaðst hyggja það mis-
mæli hjá Gisla, að eftirspurn eftir
leigufbúðum borgarinnar væri
meiri en réttlætanlegt væri að
leysa; hins vegar gætu þau orðið
sammála um, að leiga á ibúðum
borgarinnar ætti að vera eðlileg
og væri nú of lág, þrátt fyrir
hækkun. Kæmi til kasta Félags-
málastofnunarinnar ef einhver
gæti ekki greitt eðlilega leigu.
Ekki þyrfti byggingafræðinga
til að sjá, að ekki yrði flutt i
Vestamannaeyjar á næstu
mánuðum og þvi full ástæða til að
borgaryfirvöld reyndu þegar að
leysa aukin húsnæðisvandamál
Vestmannaeyinga.
Siálfstætt fólk
Albert Guðmundsson fulltrúi
Sjálfstæðisfl. kvaðst sammála til-
lögu minnihlutans, en vildi að
könnun færi fram á þvi, hve
margir af þeim borgarbúum, sem
nú byggju i leiguibúðum
borgarinnar, hefðu áhuga á að
kaupa þessar ibúðir, og féð yrði
siðan notaö til áframhaldandi
ibúðarbygginga. Gefa þyrfti
þessu fólki kost á löngum lánum á
lágum vöxtum. Slikt yrði skref i
að gera þetta fólk að sjálfstæðum
ibúðareigendum, — sjálfstæðu
fólki, það væri stefna Sjálfstæðis-
flokksins! sagði Albert.
Óskað var eftir upplýsingum
um, hvort þetta væri privattillaga
Alberts eða meirihlutans alls, og
mótmælt, að skilyröi fyrir sjálf-
stæði væri eign á ibúð.
Samþykkt var að lokum sam-
hljóða að visa tillögunni til
borgarráðs. —vh
SAGT FRÁ UMRÆÐUM í BORGARSTJÓRN
” \"l
Bandariskir strlðsfangar i fangabúðum: I einangrun héidu þeir trú á innrættar dyggöir.
NIXON DAÐRAR
VIÐ HEIMKOMNA
STRÍÐSFANGA
Þaö kom mörgum
Bandarík jamönnum á
óvart/ þegar bandarísku
stríðsfangarnir fóru að
snúa heim frá Víetnam,
hve ólikir þeir voru heima-
mönnum í tali. Þeir sungu
lof og dýrð þjónustu við
föðurlandið, hlýðni, holl-
ustu og fleiri dyggðum,
sem heimamenn máttu
ekki lengur heyra nefndar,
svo mjög hafði styrjaldar-
reksturinn og svívirða hans
fellt þessi og önnur skyid
hugtök í gengi.
Að undanförnu hafa ýmis
bandarisk blöö einmitt skrifað
um þessar furður — þaö sé
tskyggilegt spott örlaganna, aö
þeir einu sem virðast hafa varð-
veitt einhverja trú á „ættjarðar-
ást, aga og marksækni” og annað
það, sem áður tilheyrði svo-
kölluöum 100% amerikanisma,
skuli vera þeir, sem um margra
ára skeið hafa verið einangraöir
frá atburöum i fangabúöum suður
i Asiu.
Enginn hefur gert sér annan
eins mat úr ýmsum tilsvörum
fanganna, sem heim snúa, og
Nixon forseti. Hann haföi á
siðasta skeiði striösins látið sem
þaö væri helzta markmiö þess aö
fá alla bandariska fanga heim.
Og kvaðst gera loftárásir á
Noröur-Vletnam til aö fá úr haldi
þá menn, sem þar sátu inni vegna
þess að þeir höfðu kastað
sprengjum á borgir þess lands.
Og nú linnir ekki fagurgala for-
setans um þessa „fanga sæmdar-
friöar” og meöan hann kærir sig
kollóttan um Itrekuö brot á
vopnahléssáttmálanum i Suöur-
Vietnam, er hann reiöubúinn til
að gripa til refsiaögeröa, hvenær
sem einhver töf verður á heim-
sendingu bandariskra fanga.
Þeir sem I hjólastól sitja gleymast
eða hvað?
enda töpuðu þeir striðinu,
2,5 miljón
í öllum þessum gauragangi
gleymist alveg annar þáttur
málsins: hlutskipti þeirra hálfu
þriöju miljón manna sem áður
eru heim snúnir beint af vig-
völlum I Vletnam. Blaöamaö-
urinn Nicholas von Hoffmann
segir á þá leiö, að þeir hafi
drukknað i þeim húrrahrópum,
sem rekin voru upp i Bandarikj-
unum til að beina athyglinni frá
skuggalegri hliöum striösins.
200 þúsund þessara gleymdu
manna hafa skilið heilsu sina eftir
i Vietnam, 25 þúsundir þeirra
verða að vera i hjólastól það sem
eftir er æfinnar. Og þessir menn
hafa ekki verið boönir 1 veizlur,
þeim hafa ekki verið gefnir bilar
og þeirra biður heldur ekki neinn
frami I starfi. 5,5% þeirra, sem
heim hafa snúið, eru atvinnu-
lausir og margir þeirra sem
vinnu hafa fengið hafa orðið að
sætta sig við það sem verst var á
boðstólum.
Mitt i fagnaöarlátunum út af
striösföngunum sem heim sneru
ætlaði Nixonstjórnin meira að
segja að skera niður fjárveitingar
til fyrrverandi hermanna i Viet
nam um 160 miljónir dollara.
Rikið ætlaði aö spara 169 dali á
mánuöi á hverjum þeim sem
hafði misst fót i Vietnam, og á
hverjum týndum handlegg átti að
spara 139 dollara. Hávær mót
mæli biaða og einstakra þing
manna neyddu Nixon þó til að
hverfa frá þessari ákvöröun.
Uppgja fahermennirnir —
örkumla sumir, aörir eiturlyfja
neytendur, langflestir uppgefnir
á stjórnvöldum og herþjónustu —
passa einfaldlega ekki i kram
Nixons, segir Hoffmann. Eða
voru það ekki þeir sem töpuðu
striöinu?
Heldur safnar Richard Nixon
að sér þeim föngum, sem heim
komnir biðja guð að blessa bæði
Ameriku og Nixon. Hann hefur
sin áform að þvi er þá varðar.
Repúblikanir hafa þegar fundiö
meðal heimkominna fanga
nokkra menn, sem þeir ætla að
..byggja upp” sem þingmanna
efni.