Þjóðviljinn - 08.03.1973, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. marz 1973
Stefnuskrá Stúdentaráðs
i utanrikismennta- og hagsmunamálum
Stúdentaráð Háskóla Is-
lands samþykkti á fundum
sínum dagana 4. og 21.
febrúar s.l. stefnuskrá í
ýmsum veigamiklum
hagsmunamálum stúdenta,
menntamálum og félags-
málum. —- -r“ Hér að
neðan birtum við hluta af
stefnuskrám hagsmuna-
nefndar, menntamála-
nefndar og utanríkisnefnd-
ar. Stúdentaráð vill taka
fram að hér er ekki um
tæmandi lýsingu á stefnu
þess að ræða og áskilur það
sér rétt til að bæta við og
útfæra nánar stefnu sína.
Hér kemur fyrst stefnuskrá
utanrikisnefndar og er hún birt i
heild.
a) SHÍ styöur útfærslu Islenzku
landhelginnar á grundvelli
verndunarsjónarmiöa og þess aö
islenzku þjóftinni beri forgangs-
réttur til að nýta þau náttúruauð-
æfi, er þar finnast. Ráöiö telur að
sllkar náttúruauðlindir veröi að-
eins verndaðar með þvl að hvert
strandriki hafi einhliöa yfirráöa-
rétt yfir sinni landhelgi.
A þessum forsendum styöur
SHÍ þau rlki sem berjast fyrir
sams konar útfærslu landhelgi
sinnar. Jafnframt vill SHl skipa
sér i hóp þeirra afla, sem um
þessar mundir berjast fyrir út-
færslu landhelgi rikjanna viö
Norður-Atlanzhaf.
b) Herverndarsamningnum frá
1951 og NATO-samningnum frá
1949 verði sagt upp.
c) SHl er aöili að stofnun Viet-
namnefndarinnar á Islandi, og
mun halda áfram aöild á grund-
velli málefnasamþykktar hennar.
SHl mun einnig vinna sjálfstætt
aö framgangi baráttumála Viet-
namnefndarinnar.
d) Aðild Islands að EBE kemur
ekki til greina m.a. vegna ákvæöa
Rómarsáttmálans um skert full-
veldi aðildarþjóöa. Þeir samning-
ar sem tsland gerir viö EBE,
mega á engan hátt skerða efna-
hagslegt og stjórnskipulegt sjálf-
stæði þjóðarinnar.
e) öllum þeim öflum, sem berj-
ast gegn arðráni auðvaldsins á
þróunarlöndunum, veröi veittur
pólitiskur stuöningur SHI. SHt
skorar á rikisstjórn tslands að
veita þessum öflum pólitiskan og
efnahagslegan stuðning án skil-
yröa, og með pólitískt og efna-
hagslegt sjálfstæöi þróunarlands-
ins fyrir augum.
f) SHI er aöili aö ýmsum fé-
lagasamtökum, svo sem ÆSl.
Ótimabært er talið aö leita aðild-
ar aö IUS, bæöi vegna vafasamr-
ar fortíðar samtakanna og hins,
aö SHl er innan dreifikerfis IUS
og nýtur þvi góðs af öllum þeim
upplýsingum semdreift er.
Þá kemur stefnuskrá mennta-
málanefndar. Um hana urðu
nokkrar deilur og var henni
breytt nokkuð á siðari fundinum.
I slðasta tölublaði Stúdentablaðs-
ins má finna upphaflegu gerðina
og einnig gagnrýni á hana. Við
birtum hér nokkra kafla úr siðari
geröinni.
Inntökuskilyrði
I. Stefna ber aö þvl, aö rýmka
inntökuskilyrði i Ht eins og unnt
er innan þess ramma, sem hús-
rými og kennslukraftar marka.
Lokatakmarkiö er, að allir, sem
það kjósa og náð hafa ákveðnum
aldri eöa fullnægja öörum inn-
tökuskilyrðum, geti stundaö nám
við Hl.
II. Það er stefna SHl, aö þegar
næsta haust (1973) verði miöað
við, að þeir, sem fullnægja einu
eöa fleiri eftirfarandi skilyrða,
verði teknir I Hl.
a) hafi lokið stúdentsprófi,
b) hafi lokiö öðru sambærilegu
námi eða þvi sem fullnægjandi
undirbúningur undir visst ákv.
háskólanám telst,
c) hafi náð 35 ára aldri.
Siöan skuiu þessi skilyrði
rýmkuð I áföngum. Aldurstak-
markiö fært niður 1 t.d. 25 ár og
undirbúningsnámskröfur gerðar
eins viðar og sveigjanlegar og
framast er unnt.
III. Með inntöku I Ht á SHl aö
sjálfsögöu við full réttindi viö-
komandi til ,aö gaagast undir
próf, áfanga- sem embættispróf.
Leggja ber áherzlmá að auka
húsrými og f jölga kennaraliði viö
Hl, til þess að þeir þaattir standi
ekki I vegi rýmri inntöWuskilyrða.
Ennfremur er nauðaynlegt aö
gera þeim mönnum loeift, sem
litið skortir til að fullitegja inn-
tökuskilyrðum I b)-lið, að auka
menntun sina á viökomandi sviði
á fljótlegan hátt.
Greinargerð:
Lita má svo á, að hlutierk Há-
skólans I hinu stærra þjcCfélags-
samhengi sé þrenns konar:
1 fyrsta lagi menntar h@nn og
þjálfar menn I ýmsar sérþæföar
stöður i atvinnu- og stjóinkerfi
þjóðfélagsins.
t öðru lagi útdeilir hann Iformi
menntunar ýmsum þeim ijðrum
félagslegum gæöum, sem eftir-
sóknarverð teljast, t.d. auii og
völdum. Sem sllkur gegnir hann
mikilvægu hlutverki I viðbaldi
stéttakerfis þjóöfélagsins. '■
t þriðja lagi er Háskólinn teöa
öllu heldur hefur tækifæri ti) aö
vera virkt breytinga- og framfcró-
unarafl i samfélaginu i krafti
þeirrar sérþekkingar sem hpnn
hefur yfir að ráða.
Sú stefna i inntökuskilyrðum,
sem Háskólinn hefur fylgt fram
aö þessu, tekur einkum og sér i
lagi mið af hinu fyrsta þessara
þriggja hlutverka, sem SHt hefur
kosið að eigna Háskólanum.
Þ.e.a.s. inntökuskilyrði virðast
a.m.k. til skamms tima hafa
veriö sett með það i huga að
framleiða úr stöðluðu hráefni
tannhjól I meira og minna staöl-
aðar stöður þjóðfélagsins á sem
ódýrastan hátt. Segja má að þessi
stefna nái hámarki i skýrslu há-
skólanefndar frá 1968.
Það er hins vegar skoðun SHÍ,
að rétt sé aö skoða inntökuskilyröi
I Háskólann ekki siður I ljósi
þeirra hlutverka annarra, sem
Háskóli Islands gegnir óneitan-
lega.
Stöðlun háskólanáms og ströng
inntökuskilyrði draga vafalaust
úr gagnrýnni afstöðu Háskólans
til hinna ýmsu þjóðfélagsþátta,
en slik afstaða Háskóla tslands er
að áliti SHl bæði gagnleg og nauð-
synleg I framþróun þjóöfélagsins.
Einnig eru ströng inntökuskil-
yrði og timaákvæöi i námi til þess
fallin að halda háskólanámi á
stigi sérréttinda hærri stétta I
þjóðfélaginu, en slíku er SHt
algerlega andvigt.
Af þessum ástæðum m.a. hefur
SHl markað ofangreinda stefnu
SHl varðandi inntökuskilyrði i
Háskóla Islands.
Um þennan kafla stóð mestur
styrinn, og hefur honum verið
breytt i meginatriðum.
Næst kemur stuttur kafli sem
bætt var viö i seinni geröinni.
Nefnist hann Náms- og kennslu-
fyrirkomulag,og birtum Við hluta
af honum.
Við teljum markmið kennsl-
unnar geta verið og eigi að vera:
a) gagnrýnin skoðun nemenda
á greininni.
b) að vekja og halda vakandi
áhuga nemenda á greininni.
c) kennsla starfsaðferða og
kynning á uppbyggingu greinar.
d) greining aðalatriöa frá
aukaatriðum.
e) umsjón meö aö nemandi fái
beitt þekkingu sinni.
f) útskýring flókinna atriða.
Viö teljum að þessum atriöum
verði bezt komiö til skila meö
kennslu i umræðuformi
(seminarformi), en fyrirlestrum
beri að fækka mjög og hlutverki
þeirra verði breytt. Þetta hefur
veriö eitt helzta baráttumál
stúdenta I sambandi við bætta
kennsluhætti I mörg ár, en árang-
ur þeirrar baráttu verið litill. Má
þvi ætla að þörf sé á róttækari
baráttuaðferðum.
Næsti kafli heitir Próf.og birt-
um við smáhluta af honum. Þetta
skal látið nægja um stefnu SHl
um menntamál.
2. Verkefnaúrvinnsla nemenda
á námstímanum (Þ.e. ritgerðir,
skýrslur o.s.frv.) skal gilda til
áfanga- eða lokaprófa.
3. Stefnt skal aö vlðtækara
mati, þ.e. prófað verði á breiöum
grundvelli úr aðalatriðum náms-
efnis og lögð áherzla á, að nem-
endur þekki sem flestar hliðar
þess.
4. Leyfa skal notkun handbóká
og annarra gagna á prófum, þar
sem þaö á við, enda sé þess getiö i
marklýsingu.
5. Einkunnagjöf verði einfölduð
eins og hægt er og samræmd milli
allra deilda Háskólans. Við mæl-
um með notkun þriggja-einkunna-
stigans, þ.e. aö einkunnir veröi:
fallið-staðið-staðiö með sóma.—
Stúdentar er verða á fallmörkum
verði prófaðir munnlega aftur
skömmu eftir prófið.
Að lokum er það stefnuskrá
hagsmunanefndar. Fyrst er kafli
um námsaöstoð, og birtum við
þann hluta hans sem fjallar um
fyrirkomulag og markmið náms-
aðstoðar.
Form:
Námsaðstoð getur veriö I ýmsu
formi. Hún getur falizt I kynningu
og útbreiðslu upplýsinga um þær
námsleiöir, sem til boða standa,
og eiginleika og möguleika hverr-
ar fyrir sig.
Hún kann að vera I formi
óbeins fjárhagsstuðnings t.d.
ódýru húsnæði, fæði o.þ.h., eöa i
formi beins fjárhagsstuðnings
o.s.frv.
Hér á eftir er f jallað um beina
fjárhagslega námsaðstoö,einkum
með tilliti til námsmanna á há-
skólastigi.
Markmið:
SHl telur, aö beint fjárhagsl.
námsaðstoðarkerfi skuli stefna
að og vera I sem beztu samræmi
við eftirtalin markmið, aöal-
markið A og undirmarkmið B.
A. Markmið fjárhagsl. námsaö-
stoöar er að allir geti sótt það
nám, sem þeir kjósa og er þjóöfé-
lagslega viðurkennt án tillits til
efnahagslegra aöstæðna.
B. Undirmarkmiö.
a) Námsaðstoð^má ekki stuðla
að eða vera einn þátturinn enn i
hinum félagslegu forréttindum
hinna menntuðu stétta, sem nú-
verandi þjóðskipulag hefur skap-
aö.
b) Námsaðstoð má ekki verða
til þess aö slita enn meir tengslin
milli námsmanna og mennta-
manna og hinna vinnandi stétta
þjóðfélagsins.
c) Námsaðstoð skal ekki bæta
aðstöðu þeirra, sem þegar hafa
næg efni til náms, þ.e.a.s. henni
skal aðeins skipt með þeim sem
ekki hafa slik efni i samræmi við
fjárþörf þeirra.
d) Námsaöstoð skal ekki vera
þess eðlis, að þiggjendur hennar
veröi verulega illa settir vegna
hennar siðar á ævinni, þ.e.a.s.
hún skal ekki vera frestun á fjár-
hagserfiðleikum vegna náms.
e) Námsaðstoð skal ekki vera
þess eðlis að hún hvetji til veru-
legrar vannýtingar á innlendum
fjármunum eða óhóflega langs
námstíma.
Þessi markmið, sem hér hafa
veriö upp talin, eru i samræmi við
og reyndar byggð á þeirri skoðun
SHt, að námsaöstoðarkerfi eigi
fyrst og fremst aö stuöla aö fyllra
og raunhæfara jafnrétti þjóðfé-
lagsþegnanna, en ekki aðeins
vera eitt af tækjunum til að út-
vega islenzkum atvinnuvegum
það sérhæfða vinnuafl, sem þeir
krefjast.
Og við ljúkum þessi með tveim
köflum sem fjalla um barnaheim-
ilis- og húsnæöismál.
Barnaheimilismál:
Barnaheimilismál stúdenta
verða tekin til endurskoðunar.
Stefna skal að þvi, að börn
stúdenta verði ekki alin upp á
stofnunum, þar sem þau eru ein-
angruð frá öörum hópum og stétt-
um þjóðfélagsins.
Til þess að sllkt sé mögulegt,
álltur SHt, að stúdentar eigi ekki
að reka sérstök barnaheimili,
heldur sé æskilegra að ná samn-
ingum við Sumargjöf um það, að
stúdentar fái ákveðinn fjölda á
hinum ýmsu dagheimilum borg-
arinnar. Meö þvi móti geta
stúdentar komið börnum slnum
fyrir á þvi dagheimili, sem þægi-
legast er fyrir þá meö tilliti til bú-
setu.
Þessum rúmum, sem stúdentar
fá, verði úthlutað af barna-
heimilisnefnd stúdenta eftir regl-
um sem SHt setji.
Húsnæðismál:
SHt álitur, að ekki eigi að leysa
húsnæðismál stúdenta með bygg-
ingaframkvæmdum fyrir þá eina.
SHI mun stefna að þvl, að
markmið hjóna- og stúdenta-
garða verði tekin til endurskoð-
unar, og vinna að þvi, að lausn á
húsnæðismálum verði fundin i
samvinnu við aöra aöila sem
hagsmuna hafa að gæta i þessum
málum, svo sem launþegasam-
tökin, félag einstæðra foreldra,
aðra námsmannahópa o.s.frv.
Mun SHI hefja viðræður viö þessa
aðila sem fyrst.
—ÞH
Kópavogsapótek
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kl. 1 og 3.
Simi 40102.
SAMVl N N UBANKINN
■ AKHANESI
GHUNDARFIRDI
PATREKSFIRDI
SAUDARKROKI
HUSAVIK
KOPASKERI
VOPNAFIRDI
STODVARFIRDI
VIK I MYRDAL
KEFLAVIK
HAFNARFIRÐI
REYKJAVlK
SAMVINNUBANKINN
LITLISKÓGUR
Herrabuxur Terelin kr. 1785
Herrabuxur Baconkr. 1525 (i
yfirstærðum)
Gallabuxur kr. 485
Vinnuskyrtur kr. 365
Prjónanælonskyrtur kr. 495
LITLISKÓGUR
Snorrabr. 22
Sími 25644
Saásioirí ht
L/ i^nvrncv inunnivprai n
INDVERSK UNDRAVERÖLD
Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór,
útskorin borö, vegghillur, vegg-
stjakar, könnur, vasar, borðbjöilur,
öskubakkar, skálar og mangt fleira.
Einnig reykelsi og reykelsiskerin I
mikiu úrvali.
Gjöfina sem veitir varanlega ánægju
fáið þér I
JASMÍN
Laugavegi 133 (viö Hiemmtorg)
HBiaauiíftflBifHiiii
Prentsmiðja
Þjóðviljans
tekur aö sér alls konar setningu og prentun.
Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Skólavörðustíg 19
Sími 17505
Xmnkinn er Xmklijarl
rBÚNAÐARBANKINN
FÉLAG ÍSLENZKRA HUOMUSTARMANKA
Jfljk úlvegar yður hljóðfœraleikara
og idjómsveitir við hverskonar lœkifœri
‘ isiini^ast hringið í ^10255 miiii kl. M-i?