Þjóðviljinn - 11.04.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.04.1973, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 11. april 1973—38. árg. —86. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON k á Mönnum þætti þaö sennilega nokkuö kalsamt svona um vetrartfmann aö baöa sig i Elliöaánum en þetta veröa hestarnir aö hafa. Myndin hér aö ofan var tekin þegar einn hestaeigandinn í Reykjavlk var að baöa hesta sina i ánum. Siöan hleypti hann á sprett til að koma hita f hestana aftur, en þeir voru nokkuðkaldir eftir baöiö. (Ljósm. S.dór) Þúsundir lítra af olíu hafa runnið út í jarð- veginn frá herstöðinni (Iils Guömundsson i skýrslu, sem samin eraf þrem hreppsnef ndar- mönnum i Njarðvíkum, sem ailir eiga það sam- eiginlegtað hljóta lifibrauð sitt af Kanavinnu á vell- inum, kemur fram, að ekki hundruð lítra af olíu hefur runnið út í jarðveginn þar syðra, heldur þúsundir litra. 1 skýrslu þeirra þremenninga kemur einnig fram, aö fjórum vatnsbólum hefur verið lokað á Keflavikurflugvelli, þar af þremur vegna oliumengunar i vatninu. Lýsa skýrslugerðar- menn þvi yfir, að i framtiðinni megi búast við algjöru neyðar- ástandi i neyzluvatnsmálum Suðurnesjabúa. Mikill hluti oliuleiðslna og tanka fyrir oliur og bensin hersins eru neðanjarðar, en frumfor- senda þess að hægt sé að fylgjast með þvi hvort slikar leiðslur og tankar haldi er, að ofanjarðar séu. Ekki er upptalin „aðhlynning verndaranna” að islenzkri náttúru. Nefna þremenningarnir sem dæmi um umgengnisháttu Kana: „umgangur þeirra og aðferðir við eyðingu sorps eru fyrir neðan allar hellur.” t Þjóðviljanum i dag er grein eftir Oddberg Eiriksson um þessi mál. úþ Reynt var að samrœma friðunar- og hagnýtingar- sjónarmið Sjá frásögn af ræðu Gils Guðmundssonar, er hann mælti fyrir frumvarpi Fiskveiðilaganefndar á alingi á mánudagskvöld,á bls. 6. Eiturlyfjasalarnir í varðhaldi Amerísku hermennirnir, sem handteknir voru upp á Akranesi sl. sunnudag fyrir meinta eiturlyf jasölu, hafa verið úrskurðaðir í 15 daga gæzluvarðhald að því er Þorgeir Þorstei nsson, settur lögreg lustjóri á Keflavikurflugvelli, sagði okkur i gær. Sagði Þorgeir að við frumyfir- heyrzlu hefðu þeir neitað sakar- giftum, en um væri að ræða nokkur grömm af efni, sem sett hefur verið i rannsókn og er af fróðum mönnum talið vera hass. Sagði Þorgeir ennfremur að þetta væri i fyrsta sinn sem lögreglan á Keflavikurflugvelli hefði haft afskipti af meintri eiturlyfjasölu hermanna utan hernámssvæðis- ins. Við hér á Þjóðviljanum höfum haft af þvi spurnir að hernáms- liðar af Keflavikurflugvelli væru algengir gestir á dansleikjum i Arnessýslu og Rangarvallasýslu. Við snerum okkur til fulltrúa sýslumanns á Selfossi, Jakobs Hafstein, og spurðum hann hvort hermenn hefðu verið handteknir fyrirmeinta eiturlyfjasölu á sam- komustöðum þar eystra. Jakob sagði svo ekki vera, en hinsvegar hefðu yfirvöld á Sel- fossi heynt sögur um, að þeir stunduðu slika sölu, en þegar á hefði átt að herða hafi ekki verið hægt að standa þá að verki né fá þá sem þessar sögur segja til að sanna þær. Jakob sagði það rétt vera, að hermenn sæktu mikið dansleiki fyrir austan og hefðu oft komið upp vandræði þeirra vegna eins og gengur og gerist á slikum samkomum, en eiturlyfjasala hefði aldrei komizt upp þar. — S.dór. Enn minnkar hlutur „eigendanna” Fengu 5 miljón króna lán tii togarakaupa úr lif- eyrissjóði togarasjómanna Margt hefur veriö rætt um hið einkennilega eignarhald, sem á togurum er. Nefnt hefur veriö aö útgerðarfélagið ögurvik, sem gerir út togarana ögra og Vigra, hefur fengið 95% af kaupverði togaranna að láni úr opinber- um sjóðum, en það eru 285 miljónir af liOO miljónum sem togararnir tveir kostuðu. Nú hefur hins vegar verið staðfest, að til viðbótar þess- u 285 miljón króna láni fékk ögurvik, fyrst útgerðarfélaga til togarakaupa, 5 miljón króna lán úr lifeyrissjóði sjó- manna. Stjórn sjóðsins gerði sam- þykkt um að lána þetta fé á þeim forsendum aö togaraút- gerð hefur um 35 ára skeið greitt stórfúlgur i lifeyrissjóð s.jómanna, svo og, að það eigi að vera sameiginlegt hags- munamál útgerðarmanna og sjómanna að útgerð blómstri i landinu. Sjálfsagt er að taka það fram, að útgerðarfélagið ögurvik h/f er nýtt af nálinni og hóf ekki togaraútgerð fyrr en meðkomuögra til landsins i október siðast liðnum. Með þessum upplýsingum minnkar enn það sem hingað til hefur verið kallað „eigið fé eigenda skipanna”, og er nú svo komið að aðeins getur verið um að ræða 3,3% eignar- hlut „eigendanna”, og er þó óvist hve mikið af þeim prósentum eru fengnar að láni af fé almennings i bönkum landsins. Þá er ekki úr vegi fyrir sjó- mannastéttina að leggja sér þetta á minni, og krefjast nokkurs réttar við ákvarðana- tektir hjá útgerðarfyrirtækinu Ogurvik og þá kannski ekki sizt þegar verkföll eru yfir- vofandi. Það gæti nefnilega farið svo að eignarhluti lifeyrissjóð sjómanna reynist nokkru meiri en eignarhluti „eigandans” verkalýðs- foringjans og Sjálfstæðis- flokksþingmannsins Sverris Hermannssonar. 430 þús. t. á land Um scx leytið haföi aöeins einn bátur tilkynnt um loönuvciöi, iteykjaborg með 320 tonn, sem hún fékk vestur af Snæfellsnesi. Reykjaborgin hélt til Bolungar- vikur með aflann. Næstliðinn sólarhring var hins vegar um öllu meiri aflasæld að ræða, en þá fengu 12 bátar tæp 4 þúsund tonn. Hæstir voru Guð- mundur með 660 tonn, Eldborg með 450 tonn, Súlan með 370 tonn og Gisli Árni með 350 tonn. Þróarpláss á Faxaflóasvæðinu er nú á þrotum. I Þorlákshöfn er 2 þúsund lesta rými laust, 500 lesta rými i Sandgerði og 700 á Bolungarvík. Nokkrir bátar voru i gær á mið- unum vestur af Snæfellsnesi, og var búizt við veiði hjá þeim siðar i gær. Heildarloðnuaflinn mun nú vera kominn i 430 þúsund tonn. — úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.