Þjóðviljinn - 11.04.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.04.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — 1>.I«I)VII-.JINN Miövikudagur 11. april 1973. l.deild FH — Haukar 22:17 andsmót Rvíkur- mótið hefst á föstudag Við sögðum frá þvi á dögun- uni að Rey kjavikurmótiö i knattspyrnu hæfist á laugar- daginn kemur. Það er ekki rétt. Mótið hefst á föstudagskvöldið með leik milli Fram og Þróttar. i kvöid heldur 1. deildar- keppnin áfram. og leika þá Valur og Armann og Fram og ÍR. Sennilega spá flestir Vals- mönnum sigri gegn Armanni, en þess verður að gæta, að þeir ieika undir þeirri pressu að verða að vinna til að eiga inögu- leika á sigri i mótinu og slikt breytir alltaf miklu. Sennilegt verður þó að telja að Valur vinni leikinn. Siðasti leikur Vals verður svo á sunnudaginn kem- ur, en þá mætir liðið erkifjend- um sinum á handknattleiks- sviöinu, ÍR-ingum, sem ár eftir ár liafa verið Valsmönnum erfiðastir allra liða. Má i þvi sambandi rifja upp þegar ÍR sigraði með yfirburðum 1971, cn þá þurfti Valur aðeins aö vinna ÍR til að hreppa islands- meistaratitilinn. Þá má einnig minna á það aö 2 af þeim 4 stig- um sem Valur hefur tapað i vetur fóru til 1R sem vann stór- sigur yfir Val l fyrri um- ferðinni. Hinn leikurinn.milli Fram og 1R, skiptirFrammiklu máli, þvi að þótt liðið eigi varla nokkra von um sigur i mótinu hreppir það silfurverðlaunin ef það vinnur bæði 1R og FH, en gegn FH á Fram að leika á sunnu- daginn kemur. Það má þvi fast- lega búast við skemmtilegum leik. Einnig eygir 1R von um 3. sætið i deildinni ef það vinnur bæði Fram og Val. Þetta er sem sagt næstsiðasta leikkvöldið i 1. deild i vetur nema að komi til úrslitaleiks en það gæti gerzt með þvi að Valur vinni Armann en geri jafntefli við IR, og FH vinni Fram á sunnudaginn. Heldur er ótrúlegt að þetta gerist, en þó fjarri þvi að útilokáð sé. En hvað sem maður veltir þessu mikið fyrir sér er ljóst að leikirnir i Laugardalshöllinni i kvöld eru afar þýðingarmiklir fyrir úrslit mótsins, og það verður án efa ekkert gefið eftir hjá þeim liðum sem þar eiga hagsmuna að gæta. FH tekur aftur forustuna Með þvi að sigra Ilauka 22:17 á mánudags- kvöldið hefur FH aftur tekið forustuna i 1. deild, hefur hlotið 21 stig, en Valur er með 20 stig og hefur leikið einum leik færra þar til i kvöld að Valur og Ármann mætast. Hessi sigur FH sem var fyllilega sanngjarn varð til þess að liðið á enn möguleika á sigri i deildinni: hefði FH tapað hefði Valur aðeins þurft að sigra Ármann i kvöld og titillinn var þess. Nú á FH aðeins einn leik eftir, gegn Fram á sunnudaginn kemur, og það sama kvöld leikur Valur gegn ÍR. Vinni Valur bæði Ármann og ÍR er hann meistari, en tapi hann öðrum leiknum en FH vinni Fram, er FH meistari. Svona glöggt stendur þetta mót. Leikur FH og Hauka var mjög harður á köflum eins og raunar flestir leikir þessara liða, enda litill vinskapur milli þeirra. FH byrjaði leikinn mjög vel, og i byrjun leit út fyrir stór sigur FH. Á markatöflunni sást 7:2, 9:5og 10:6 i leikhléi, svo það leit ekki út fyrir að Haukarnir myndu veita FH mikla keppni. Þeir Viðar og Hörður Sig- marsson voru mest áberandi menn FH i fyrri hálfleik, sem og raunar allan leikinn, ásamt Hjalta Einarssyni i markinu sem varði af snilld. Auöunn Oskarsson meiddist allmikið i leiknum, og varð að flytja hann á slysavarðstofuna og við það að hann fór útaf veiktist vörn FH verulega. Eftir aðeins 5 minútur af siðari hálf- leik var staðan orðin jöfn 11:11, nokkuð sem enginn átti von á, en þennan kafla léku Haukarnir afar vel, og var það einkum hinn efnilegi leikmaður Hauka, Þórir Úlfarsson, sem lét að sér kveða á þessum tima. Þegar hér var komið var eins og FH-ingar áttuðu sig og sáu að við svo búið mátti ekki standa ef þeir áttu ekki að tapa leiknum og þá um leið möguleikanum á sigri i deildinni. Og á næstu 8 minútum breytti FH stöðunni úr 11:11 í 16:11, 13 minútur liðnar og útgert um leikinn. Aðeins spurning hvestór sigur FH yrði. Siðan sást á markatöflunni 17:12, 19:12, 19:13, 20:15 og loka- tölurnar 22:17. Eins og áður segir átti Viðar beztan leik i liði FH og hefur vart leikið betur i vetur. Þá átti Hörður snilldarleik, og er þar "■ff mikið efni á ferð. Ekki má gleyma Hjaita sem varði m.a. 4 vitaköst i leiknum og stóð sig af- bragðs vei að öðru leyti. Geir Hallsteinsson lé' sinn lakasta leik i vetur og skoraði aðeins 3 mörk, en i fyrri hálfleik átti hann til að mynda 13 skot sem voru varin eða fóru framhjá. Það var ekki fyrr en undir lokin að hann skoraði þessi 3 mörk sin. Hjá Haukum voru það þeir Þórir Úlfarsson, Stefán Jónsson og Guðmundur Haraldsson sem áttu beztan leik. Markahæstur hjá FH var Viðar með 9 mörk og Hörður skoraði 5, en hjá Hauk- um var Þórir markahæstur með 7 mörk en Stefán Jónsson var með 3. Sturla Haraldsson er hér sloppinn framhjá fyrrum félaga slnum I Haukum, Viöari Slmonarsyni, Haukum. (Ljósm. Gunnar Steinn) Endurheimtir Valur forustuna í kvöld r En þá mætast Yalur og Ármann og Fram og IR Deildar- skipting í frjáls- íþróttum Á siðasta ársþingi FRI var ákveðið að taka upp deilda- skiptingu i frjálsiþróttum i bikarkeppni FRI og var um leið ákveðið að 1. deild myndi þau 5 félög sem tóku þátt i keppninni i fyrra og svo það lið sem sigrar i 2. deildarkeppninni i ár, en keppni i 2. deild skal vera lokið fyrir 1. ágúst i ár. Karlar. lOOm 400m 1500m 5000m hlaup lOOOm boðhiaup langstökk hástökk þristökk kúluvarp kringlukast spjótkast. Konur. lOOm 800m hlaup 4xl00m boð- hlaup, langstökk, hástökk, kúlu- varp, kringlukast, spjótkast. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt til skrifstofu F.R.l. eða i pósthólf 1099 fyrir 1. mai n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.