Þjóðviljinn - 11.04.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.04.1973, Blaðsíða 3
Miövikudagur 11. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Skólinn er fyrst og fremst barnageymsla — segir norski félagsfrœðingurinn, próf. Nils Christie Skólinn er fyrst og fremst notaður sem geymsla fyrir börnin vegna þess að ekki er eins og áður hægt að nota þau til einfaldra verka í því vélræna þjóð- félagi, sem við búum við. Sama gildir um gamla fólkið, það höfum við heldur ekki neina þörf fyrir og geymum því á elliheimilum. Það er norski prófessorinn Nils Christie, sem þannig talar og segir, að uppbygging grunnskólans hafi aðallega orðið varðandi tima, skóla- timinn hafi lenzt og skóla- skyldan hafi lengzt, en skólinn nái alls ekki þeim mark- miðum, sem honum séu sett i lögum og námsskrá. Skóla- timinn hafi lengzt ekki bara af þvi að börn nú á timum þurfi að læra meira, heldur lika vegna þess, að þau séu þjóðfé- laginu svo ónytsöm. Aður þurfti samfélagið á börnunum að halda — rétt einsog gamla fólkinu — en fyrrverandi störf þessara hópa séu nú horfin, einföldu verkin, eins og að höggva við i eldinn, hella oliu á lampana osfrv.,séu ekki lengur fyrir hendi i okkar tæknivædda samfélagi. Við vitum eiginlega ekki hvað við eigum að gera við þetta fólk, og þessvegna setjum við það i skólann og þvi lit ég skólann tortryggnis- eða amk. spurnaraugum, sagði Nils Christie á fundi með blaðamönnum i fyrradag, en hann er hingað kominn i boði Norræna hússins, lagadeildar og námsbrautar i almennum þjóðfélagsfræðum við Háskól- ann og Félagsvisindafélags íslands og mun flytja fyrir- lestra fyrir almenning i Norræna húsinu og i Háskól- anum. Nils Christie er félagsfræð- ingur og prófessor i afbrota- fræði við óslóarháskóla og hefur skrifað fjölda bóka um afbrigðilegt atferli og við- brögð þjóðfélagsins við þeim hópum, sem ástunda slikt at- ferli. Ofdrykkjuvandamál og mismunandi vel heppnaðar tilraunir samfélagsins til að leysa þau hafa sérstaklega verið viðfangsefni Cristies. Að undanförnu hefur Nils Christie unnið talsvert á sviði félagsfræði skóla og menntunarmála og ma. komizt að ofangreindum niðurstöðum um skólann sem geymslu i bók sinni, „Hvis skolen ikke fantes”. Reyndar sagðist hann sjálfur aðeins vera áhugamaður um skóla- sálfræði, en ekki sérfræð- ingur, en ef maður skildi skólakerfið, skildi maður meir ieigin samfélagi, sagði hann, og framkvæmd skólastarfsins væri enda nátengd hinum margumtöluðu unglinga- vandamálum — þeir væru óánægðir með lifið og fyndist þeir ekki vera að gera neitt sem máli skipti. Nils Christie segir, að inni- hald skólastarfsins sé það sem máli skiptir, félagslegt og persónuþroskandi hlutverk skólans verði að ganga fyrir öðru og ákvæði námsskrár um samstarf og samábyrgð verði daglega að koma fram i verki. Niðurstöður Christies hafa vakið mikla athygli, ekki aðeins i Noregi, heldur einnig á öðrum Norðurlöndum. Og vissulega eiga sjónarmið hans erindi til Islendinga einmitt nú þegar umræður standa hæst bæði um framtið fræðslumála og fangelsismála. Um fangelsismál og með- ferð afbrotamanna hefur Christie þær skoðanir, að orsakanna sé fyrst og fremst að leita i þjóðfélagsbygging- unni og samlifsháttum og þá Hjónin Vigdis og Nils Christie á tröppum Norræna hússins ekki sizt þeirri firringu og fjarlægð manna á milli, sem þróast i iðnvæddu þjóðfélagi. I Noregi sé þessi fjarlægð td. að verða visst vandamál, sagði hann, fólk hittist varla orðið nema i ákveðnum hlut- verkum, i vinnunni, i áhuga- hópun osfrv., og kynnist ekki náið sem manneskjur með kostum og göllum. Lausnin sé ekki i þvi fólgin að breyta af- brotamönnunum, heldur i breytingu samfélagsuppbygg- ingarinnar. I fyrirlestrum sinum hér á landi mun hann f jalla bæði um afbrotamál og skólamál og verður sá fyrsti i dag kl. 17 i I. kennslustofu Háskólans. Hann nefnist: „Samfunnsstruktur og kriminalitetskontroll.” Um skólamálin talar hann i kvöld i Norræna húsinu kl. 20.30. Sá fyrirlestur nefnist: „Hvis skolen ikke fantes”. Og á laugardaginn flytur hann svo fyrirlesturinn „Samfunns- form og lovbrudd” i Norræna húsinukl.16. vh Nýtt happdrættisár hjá DAS: Hæsti vinningur- inn er 6 miljón króna einbýlishús Aðalfundur Samvinnubankans: Aukning á allri starfsemi bankans á s.l. ári Aðalfundur Samvinnubanka tslands hf. var haldinn laugar- daginn 7. aprfl s.I. að Hótel Sögu. Fundarstjóri var kjörinn Asgeir Magndsson, framkv.stj. , en fundarritari Pétur Erlendsson, skrifstofustjóri. Formaður bankaráðs, Er- lendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu um starfsemi bankans, hag hans og afkomu á árinu 1972, og minntist þess að það hefði verið 10. starfsár bankans. Hann bauð nýja hluthafa velkomna i hóp eigenda bankans, en hlut- höfum hefur fjölgað mjög eftir að bankinn var opnaður með almennu hlutafjárútboði i nóvember s.l. t skýrslu hans kom fram, að mikill vöxtur er i allri starfsemi bankans. Innstæðuaukning árið 1972 varð meiri en nokkurt annað ár, afkoma bankans batnaði verulega og hlutafé bankans var aukið til mikilla muna. A árinu yfirtók bankinn innistæður þriggja innlánsdeilda kaupfé- laga. Sett var á fót sjálfstætt úti- bú á Vopnafirði og umboðsskrif- stofa opnuð i Króksfjarðarnesi. Þá tók Stofnlánadeild samvinnu- félaga til starfa við bankannn. Kristleifur Jónsson, banka- stjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga bankans og skýrði þá. Heildarinnlán i Samvinnubank- anum námu i árslok 1972 1.455 milj. kr. og höfðu aukizt um 415 milj kr. á árinu eða tæp 40%. Spariinnlán jukust um 293 m.kr. eða 34%, en veltiinnlán um 122 m.kr. eða 71%. Hlutur útibúanna i innlánsaukningunni nam 199 m.kr. Heildarútlán bankans hækkuðu um 365 milj. kr. á árinu og námu 1.191 milj. kr. i árslok. Staðan gagnvart Seðlabank- anum hélzt góð allt árið og námu innstæður við hann 301 milj. kr. um áramótin, þar af 268 milj. kr. á bundnum reikningi. Heildarvelta, þ.e. fjármagns- streymi gegnum bankann, nam 23.8 miljörðum kr. og jókst um 24%. Viðskiptareikningum fjölg- aði um 3800 og voru 35.000 i árs- lokin. Hlutafé bankans ásamt hluta- fjárloforðum jókst um 64,5 milj. kr., eða úr 15,9 milj. i ársbyrjun i 80,4 milj. i árslok. Þar af nam Nýtt happdrættisár er nú að hefjast hjá DAS og verða vinningar nú 400 á mánuði eða 4800 vinningar á árinu, að verð- mæti 72 miljónir króna. Hæsti vinningurinn verður einbýlishús að Espilundi 3 i Garðahreppi og er verðmæti þess 6 miljónir kr. Þá veröa dregnir út hjá DAS 100 bifreiðar, þar á meöal Mercedes innborgað hlutafé 66,8 milj. kr. Stefnt er að þvi að auka hlutafé bankans i 100 milj. kr. og nam sala þess 93 milj. hinn 31. marz s.l. Rekstursafkoma bankans batn- aði verulega á árinu 1972. Tekju- afgangur til ráðstöfunar varð 13,7 milj. kr. á móti 3,7 milj. árið 1971. Til afskrifta urðu 2,3 milj. en i sjóði voru lagðar 11,4 milj. kr. Aðalfundurinn samþykkti að greiða hluthöfum 7% arð fyrir árið 1972. Endurkjörnir voru i bankaráð þeir Erlendur Einarsson, for- stjóri, formaður, Hjörtur Hjartar, framkv.stjóri, varafor- maður, og Vilhjálmur Jónsson, framkvæmdastj., og til vara Asgeir Magnússon, fra-mkv.stj., Hjalti Pálsson, framkv.stj., og Ingólfur Olafsson, kaupf.stj. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Óskar Jónatansson, aðal- bókari.og Magnús Kristjánsson, fyrrv. kaupfélstj. Benz 280 S sem dreginn verður út i 1. fl. Þá verður Opel Manta bif- reið dregin út i ágúst og Wagoner bifreiö i október. Allt eru þetta mjög dýrar og vandaðar bif- reiðar. Aðrir bilar sem dregnir verða út hjá DAS eru að verðmæti þetta 250 til 400 þúsund kr. Húsið að Espilundi 3 er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt og stendur það á mjög fallegum stað i Garðahreppi. Það er 195 fer- metrar að grunnfleti og þvi fylgir tvöfaldur bilskúr. Byggjendur hússins eru Arnar Sigurðsson og Konráð Guðmundsson. I húsinu eru skáli, sólverönd» setustofa borðstofa, eldhús,þvottahús, tvö barnaherbergi, bað, húsbónda- herbergi, hjónaherbergi, geymsla og WC skáli. Þá eru i vinninga hjá DAS ibúðarvinningar mánaðarlega fyrir 750 þúsund kr. en i 1. fl. er ibúðarvinningur fyrir 1 milj. kr. En mestan svip á happdrættið setja húsbúnaðarvinningarnir sem eru alls 4664 á árinu og eru þeir uppá 5,10,15 og 25 þúsund kr. mánaðarlega. Sem fyrr rennur ágóðinn af DAS happdrættinu til byggingar Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna og er sem stendur unnið af kappi við eitt slikt i Hafnarfirði. Skemmtifundur Félags ein- stæðra foreldra Félag einstæðra foreldra heldur skemmtifund að Hall- veigarstöðum nk. föstudags- kvöld, 13. april kl. 9. Formaður FEF flytur ávarp, efnt verður til spurningakeppni og leikkonurnar Rósa Ingólfsdóttir og Geirlaug Þorvaldsdóttir skemmta. Grand- Prix LUXEMBURG . — Dægurlag frá Lúxembúrg, „Þú munt kannast við þig aftur”, sigraði i dagurlagakeppni 17 Evrópuþjóöa um helgina. Spænskt lag var i öðru sæti en brezkt i þriðja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.