Þjóðviljinn - 13.04.1973, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 13. aprll. 1973.
■Mi
brezk kvikmynd um siöustu
ævidaga Jesú Krists.
Þýðandi Ellert Sigurbjörns-
son.
22.55 Dagskrárlok.
Laugardagur
16.30 Endurtekib efni.Nelló og
hundurinn hans (A Dog of
Flanders), Bandarisk
barnamynd frá árinu 1959,
byggð á sögu eftir Ouida.
Leikstjóri James B. Clark.
Aðalhlutverk David Ladd,
Donald Crisp, Theodore
Bikel og Ulla Larsen.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son. Aður á dagskrá 10.
febrúar s.l.
18.00 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
18.30 tþróttir. Umsjónar-
maður Ómar Eagnarsson.
Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veöur og auglýsingar,
20.25 Brellin blaðakona.
Brezkur gamanmynda-
flokkur. Þegar draumar
rætast. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.50 Kvöldstund i sjónvarps-
sal.Berglind Bjarnadóttir,
Gunnar Gunnarsson, Jón A.
Þórisson og Steinþór
Einarsson taka á móti
gestum og kynna skemmti-
atriði.
21.20 Páskar i Kúmeniu.
Hollenzk kvikmynd um
páskahald að fornum siö i
rúmensku smáþorpi.
Þýðandi og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
22.10 1 konungsgaröi (Anna
and the King of Siam).
Bandarisk biómynd frá
árinu 1948. Leikstjóri John
Cromwell. Aðalhlutverk
Irene Dunne, Rex Harrison
og Linda Darnell. Þýðandi
Kristmann Eiðsson. Myndin
gerist i Siam laust eftir
miðja 19. öld. Ung brezk,
ekkja hefur ráðizt til starfa
hjá konungi landsins og
verkefni hennar er að
uppfræða konur hans og
börn. Þegar til kastanna
kemur, er þó mörgu annan
veg farið en henni hafði
verið tjáð. En hún lætur þaö
ekki á sig fá og tekur ótrauð
til starfa.
23.45 Dagskrárlok.
sjónvarp nœstu viku
Sunnudagur
16.30. Endurtekið efni.Frænka
Charleys. Brezk gaman-
mynd frá árinu 1941, byggð
á hinum alkunna gamanleik
eftir Brandon Thomas.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.Aður á dagskrá 3. marz
s.l.
18.00 Stundin okkar,
Umsjónarmenn Sigriður
Margrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son.
18.50 Enska knattspyrnan.
19.50 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veöur og auglýsingar.
20.25 Krossgátan. Spurninga-
þáttur með þátttöku þeirra,
sem heima sitja. Kynnir
Róbert Arnfinnsson.
Umsjón Andrés Indriðason.
21.00 Wimsey lávaröur.
Brezkur sakamálaflokkur 5.
þáttur. Sögulok. Þýöandi
Óskar Ingimarsson. Efni 4.
þáttar: Wimsey og Bunter
ákveða að athuga nánar
hvað er að finna i Griders
Hole. Þeir leggja af stað upp
heiðina, en lenda brátt i
þoku svo ekki sér handa
skil. Er þeir eiga skammt
ófarið, lenda þeir i feni, svo-
kölluðum „Péturspotti”, og
eru hætt komnir. Þeim er þó
bjargað á siðustu stundu, og
um nóttina gista þeir á bæ
Grimthorpes bónda. Þar
kemst lávarðurinn að þvi,
að bróðir hans, hertoginn,
er i kunningskap við
húsfreyjuna, og hjá henni
hefur hann gist morð-
nóttina.
21.50 Mafian á Sikiley.Dönsk
kvikmynd, tekin að mestu i
Palermo, með viðtölum viö
ýmsa Itali um þetta sér-
kennilega þjóðfélagsfyrir-
brigði. Þýðandi Sonja
Diego. (Nordvision —
Danska sjónvarpið)
22.25 Að kvöldi dags. Sr.
Ólafur Skúlason flytur
hugvekju.
22.35 Dagskrárlok,
Mánudagur
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Sú var tiðin (The Good
Old Days). Brezk kvöld-
skemmtun i gömlum stil.
Þýðandi Þrándur
Thoroddsen. (Evrovision —
BBC)
21.15 Aska.Norskt sjónvarps-
leikrit eftir Sverri Udnæs.
Meðal leikenda: Wenche
Foss, Jörn Ording, Svein
Scharffenberg og Per
Jansen. Þyðandi Jón Thor
Haraldsson. Leikritið
greinir frá miðaldra
hjónum, sem búa tvö ein i
stóru húsi. Einkasonur
þeirra er farinn að heiman,
og af honum hafa engar
fréttir borizt i langan tima.
En dag nokkurn birtast
fjórir óvæntir gestir, sem
koma róti á kyrrlátt lif
hjónanna (Nordvision —
Norska sjónvarpið),
22.55 Dagskrárlok,
Þriðjudagur
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Ashton-fjölskyldan. 49.
þáttur: Þýðandi Heba
Juliusdóttir. Efni 48. þáttar:
Davið og Sheila fara að
sækja börn sin til Wales.
Vinnuveitandi Daviðs
kemur óvænt i heimsókn og
segir honum, að hann þurfi
ekki að koma i vinnuna
framar. Freda gerir tilraun
til að hjálpa Doris, en fær
óbliðar móttökur hjá
foreldrum hennar. Edwin
ákveður að segja upp
störfum hjá prentsmiðj-
unni, en þegar hinn nýi
eigandi hefur sagt honum
frá áætlunum sinum, dregur
hann uppsagnarbréfið til
baka.
21.25 Maður er nefndur.
22.00 Frá Listaháiö ’73.André
Watts leikur Fantasiu i C-
dúr, op. 15 (Wanderer-
fantasiuna) eftir Franz
Schubert.
22.30 Dagskrárlok.
eftir Dorothy M. Johnson.
Leikstjóri Delmer Davis.
Aðalhlutverk Gary Cooper,
Karl Malden, og Maria
Schell. Þýöandi Jón O.
Edwald. Myndin gerist i
óhrjálegu gullgrafaraþorpi i
Montana. Þangað kemur
miðaldra læknir, og brátt
kemur i ljós, aö honum er
engu miður lagiö að fara
meö byssu en læknis-
áhöldin. Ýmsar sögur
Grimthorpe bóndi i vigahug. A dagskrá á aunnudagskvöld.
Aska — norskt sjónvarpsleikrit á dagskrá á mánudagskvöld.
Myndin er af aðalleikendum.
Miðvikudagur
18.00 Jakuxinn. Þýöandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Þulur Andrés Indriðason.
18.10 Einu sinni var... Gömul
og fræg ævintýri i leik-
búningi. óskirnar þrjár.
Nemandi töframannsins,
Vitra Elsa, Hliö himinsins.
Þulur Borgar Garöarsson.
18.35 Hvernig verður maöur
til? Þriðji og siðasti hluti.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Þulur og ur.isjónarmaöur
Jón Þ. Hallgrimsson,
læknir.
18.50 Hlé,
20.00 Fréttir.
20.25 Veöur og auglýsingar.
20.30 Á stefnumót viö Barker.
Eitt alheimsgrin. Brezkur
gamanleikur með Ronnie
Barker i aöalhlutverki.
Þýöandi Jón Thor Haralds-
son.
20.55 Nýjasta tækni og visindi,
Blóðgjöf og blóðbankar,
Námagröftur með kjarn-
orku. Bú naöarþá 11ur.
Gervitunglið Kópernikus.
Umsjónarmaður örnólfur
Thorlacíus.
21.25 Gálgatréö(The Hanging
Tree). Bandarisk biómynd
frá árinu 1959, byggð á sögu
komast á kreik um fortið
hans, og atburðir, sem
gerast i þorpinu, virðast
munu kosta hann lifið.
23.10 Dagskrárlok.
Föstudagur
Föstudagurinn langi
20.00 Fréttir.
20.15 Veðurfregnir.
20.20 Leonardo da Vinci.Nýr
fram ha ldsflokkur frá
italska sjónvarpinu um
listamanninn, uppfinninga-
manninn, iþróttamanninn
og heimspekinginn mikla,
sem uppi var frá 1452 til
1519. Miklar og ýtarlegar
heimildir eru til um ævi
snillingsins, og eru myndir
þessar að mestu á þeim
byggöar. 1. þáttur.
Leikstjóri Renaro
Castellani. Aðalhlutverk
Philippe Leroy. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
21.40 Stabat Mater. Pólyfón-
kórinn syngur i sjónvarps-
sal. Söngstjóri Ingólfur
Guðbrandsson. Aður á
dagskrá á föstudaginn
langa 1970.
22.00 Krossfestingin. Leikin,
Lœknar álykta:
Stjórnvöld
taki upp
áætlunargerð
í heilbrigðis-
málum
Fundur stjórnar Læknafélags
tslands með formönnum og full-
trúum frá Læknafélagi Reykja-
vfkur, Læknafélagi Vesturlands,
Læknafélagi Vestfjaröa, Lækna-
félagi Norð-Vesturlands, Lækna-
félagi Norð-Austurlands, Lækna-
félagi Austurlands og Læknafé-
lagi Suðurlands þann 17. marz sl.,
samþykkti samhljóða eftirfar-
andi:
Vegna mikilla framfara i
læknavisindum takmarkast
magn og gæði læknisþjónustunn-
ar um allan heim nú fyrst og
fremst af þvi fjármagni, sem
veitt er til framkvæmda i heil-
brigðismálum.
Hér á landi hefur aö undan-
förnu um 6% af þjóðartekjum
verið varið til heilbrigðismála.
Þetta fjármagn hefur þó hvergi
nærri nægt til að fullnægja brýn-
ustu þörfum um viðunandi að-
stöðu til lækninga. Óskum lækna,
bæjar- og sveitarfélaga um fé til
brýnustu gæzlu hefur ekki verið
unnt að sinna nema aö takmörk-
uðu leyti og áætlaðar fjárhæðir til
þeirra framkvæmda hafa verið
skornar niður af fjárveitinga-
valdinu.
Meðan svo er ástatt, þá er það
háskaleg stefna að leggja í óhóf-
legar fjármagnanir á einstökum
sviðum heilbrigðisþjónústunnar
og vanrækja samtlmis aðra þætti
hennar, ekki siður mauðsynlega.
Stjórnvöld verða að taka upp
áætlanagerð i heilbrigðismálum,
sem byggist á ýtrustu hagsýni og
heildaryfirsýn yfir þarfir heil-
brigðisþjónustunnar. Heilbrigðis-
yfirvöld þurfa að kappkosta að
velja sér jafnan ráðgjafa, sem
hafa sem minnstra persónulegra
hagsmuna að gæta, svo að tryggt
sé, að hagur heildarinnar sitji
ávallt i fyrirrúmi.
Fundurinn ályktar, aö framan-
greind sjónarmið hafi verið gróf-
lega sniðgengin við skipulagningu
fyrirhugaðrar geðdeildar við
Landspitalann og beinir þeirri
eindregnu kröfu til viðkomandi
yfirvalda, að taka geðdeildarmál
Landspitalans tafarlaust til gagn-
gerðrar endurskoðunar i ljósi
framangreindra sjónarmiða.
(Fréttatilkynning).
Ráðstafanir gerðar
í Bandarikjunum
Gegn
mengun
frá bílum
WASHINGTON 11/4 — Að ári
verða allir nýir bílar sem seldir
eru i Bandarikjunum þannig út-
búnir, að útblástursgasið geri
umhverfinu ekki mein. Þetta er
ákvörðun bandariskra um-
hverfismálayfirvalda.
Upphaflega áttu slikar reglur
að taka gildi i ár, en bilafram-
leiðendur fengu framkvæmd
þeirra frestað. Þó ekki i
Kaliforniu þar sem mengunin er
verst. Bilar sem settir eru á
markað þar verða nú þegar aö
vera með útbúnaði sem fjarlægir
83% af skaðlegum efnum. Þetta
mark verður almennt að ári, en
fyrir Kaliforniu verður það 90%
Frá ársbyrjun 1976 á 90%-reglan
aö gilda i öllu landinu.
grasnt
hreinol
ÞVOTTALÖGUR