Þjóðviljinn - 13.04.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.04.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. apríl. 1973. PIERPONT-úrin handa þeim, sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns- úr af mörgum gerðum og verð- um. GUÐMUNDSSON, úrsmiður Laugavegi 96, sími 22750 Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir marz mánuð er 16. april. Ber þá að skila skattin- um til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 12. april 1973. IÐNFRÆÐSLURAÐ TANNSMÍÐI Réttindaveitingar Menntamálaráðherra hefur með reglu- gerð nr. 323/72, samanber auglýsingu i 66. tölublaði lögbirtingablaðsins 1972, gert tannsmiði að löggiltri iðngrein. Þeir einstaklingar, sem æskja réttinda i tannsmiðaiðn skulu senda iðnskýrslur ásamt tilheyrandi vottorðum til Lands- sambands Iðnaðarmanna fyrir 1. mai n.k. Iðnskýrslur eru afhentar hjá Lands- sambandi Iðnaðarmanna og Iðnfræðslu- raði. Reykjavik 11. april 1973. Iðnfræðsluráð HELGI SETJIÐ EKKl OLÍU FYRIR BORÐ Gleymið ekki ströndum landsins Olia drepur líka sjófugla og sjávartíf siglingamAlastofnun RlKISINS Þarft veggspjald Hjálagt fylgir auglýsinga- spjald, sem Siglingamálastofnun rlkisins hefur gefiö út, meö hvatningu til áhafna skipa um aö setja ekki olíu fyrir borö. Er ætlunin aö dreifa þessu spjaldi um borö I Islenzk skip til aö minna menn á aö öhreinka ekki strendur landsins aö óþörfu, né valda dauöa sjófugla og sjávarlifs. Norrænir leikfélags- menn þinga um helgina Aðalþing Nordisk Amatörteater- rád (NAR) fyrir árið 1973 veröur haldið að Hótel Loftleiðum dagana 14. — 18. þessa mánaðar. Þingið verður sett i ráðstefnu- sal hótelsins kl. 10,30, laugardag- inn 14. april af formanni banda- lagsins Helga Seljan, alþm. Menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, mun ávarpa þing- fulltrúa, en þar næst munu þeir Lennart Engström formaður NAR og Peter M. Schreiber, for- seti AITA/IATA (Alþjóðasam- bands áhugaleikara) flytja kveðjur sinar. Þá verða væntanlega fluttar stuttar skýrslur um starfsemi áhugaleikara á Norðurlöndum á liðnu ári. Rit um Persakóng tileinkað keisara Rimnafélagið hefur gefiö út ritgerðina Kyrus i islenzkum rim- um eftir sr. Jakob Jónsson dr. theol. Er hún aö miklu leyti sama efnis og fyrirlestur, sem höfundurinn flutti á fundi fræði- manna haustiö 1971 i Shiraz i Iran, þegar þess var minnzt að 2500 ár voru liðin frá þvi að Kyrus lagði grundvöll að Persaveldi. Bæklingurinn er tileinkaður trankeisara, en hann heitir hvorki meira né minna en Mohammad Reza Pahlavi Aryamehr Shahanshah i Iran — en siöasti titillinn þýðir vist „konungur konunganna”. t ritgerð sinni fjallar höf. um þrennar rimur af Kyrusi, sem til eru i handritum frá 17. 18. og 19. öld, kannar heimildir þeirra og gerir grein fyrir efnismeðferð skáldanna, jafnframt þvi sem hann skýrir á hvern hátt þau heimfæri atburði sögunnar til sinnar eigin samtiðar og til mannlifsins yfirleitt. Ritgerðin er fjórða hefti i ritararöðinni Aukarit Rimna- félagsins; en auk þess er á vegum félagsins nokkuð á veg komið undirbúningi að útgáfu 11. og 12. bindis af Ritum Rimnafélagsins. Veröa þar birtar Blómsturvalla - rimur eftir Jón Eggertsson og Bandamannarimur eftir Þorberg Þorsteinsson. □□ TEIKNARI JEAN EFFEL — Hundurinn vill fá rifjasteik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.